Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1982, Blaðsíða 7
Czeslav Milosz kom fram í jslenska
sjónvarpinu á dögunum og Árni Elfar
hljómlistarmaður og teiknari, festi þá
skáldið á blað.
„Stríðið var vitaskuld alveg afgerandi
lífsreynsla fyrir flest pólsk Ijóðskáld. Stríðið
batt enda á skáldskap „lærdómsmanna" í
landinu. Hinn húmaníski menningararfur
sem ungt fólk hafði drukkiö í sig í skólum:
pólsk saga, latína, guöfræði, allur hug-
myndaarfur bjartsýnisstefnu, allt þetta
brann til ösku í stríöinu, sem var svo gjör-
ólíkt öllu því sem menn höföu áöur getað
ímyndað sér. Af þessu leiddi, aö öll okkar
menningararfleifð gegnsýröist efa og
vonbrigðum, sem í skáldskap tók á sig
ýmsar myndir.
Þaö er í Ijóðum Tadeusz Rózewicz sem
slíkar tilfinningar brjótast fram með einna
sérstæðustum hætti. Að hans mati bar öll
menning Vesturlanda samanlögð, allt frá
Aristótelesi og Hóratíusi, ábyrgö á gjörðum
Hitlers. Tadeusz Borowski var lítt þenkj-
andi skáld, en hann reyndi hins vegar að
leysa sína sálarkreppu meö eins konar
skáldlegum bolsjevisma, þar til aö lokum
hann fyrirfór sér. Evrópsk menning er
byggð á lygi, sagði Borowski, við verðum
aö skapa okkur nýja menningu.
Zbigniew Herbert tekur einnig mið af
stríðinu í skáldskap sínum, en bregst þó
viö því meö allt öðrum hætti. Hann segir
eitthvað í þessa veru: Veröldin er í molum,
samt skal ég tóra og trúa. En trúnaður
hans við söguna og mannúðarstefnu er af-
ar tvíræður, svo ekki sé meira sagt. Tví-
ræðni hans, írónían, bitnar bæði á samtím-
anum og háleitum hugsjónum fyrri tíma. í
þeirri afstöðu feist jafnframt ótti skáldsins
viö heimsendi, grunur um að hann kunni að
tilheyra síöustu kynslóö manna á jörðu hér.
Samt er skáldiö reiðubúið að mæta örlög-
um sínum.
Þótt Miron Bialoszewski hafi komið fram
á sjónarsviöiö í seinna lagi, tilheyrir hann
samt þeirri kynslóö sem hlaut svo djúp
andleg sár í stríðinu. Stríðið sannfærði
hann um fánýti tilverunnar, og í skáldskap
sínum réðist hann á viðtekin form í pólskri
Ijóðagerð, einkum og sérílagi allt þaö sem
bar keim af hátíðlegheitum eða lærdómi. í
staö þess að beita hreinu og tæru máli
hefðbundinna skálda, sem Herbert er ætíö
trúr, gerir Bialoszewski sér mat úr næstum
því hverju sem er. Hann grípur á lofti sam-
tal á götu, atburð í sporvagninum, uppá-
komu á víðavangi og gerir úr því Ijóö. Auk
þess er hann gagntekinn af lögun og
hljóman orða, sjálfu málinu, þótt í meðför-
um hans veröi það aldrei kliömjúkt, heldur
fullt af braki og brestum."
„Tilheyrir skáldskapur Bialosz-
ewskis því hinni konstrúktífu
bókmenntahefð?"
„Ekki svo vel fari. Aö vísu voru tilraunir
hans með sjálft málið i anda þeirra sem
stóðu að „Hlutarins eöli“. Á hinn bóginn
var hann andsnúinn þeim hugmyndum
konstrúktífista, sem fólu í sér að Ijóö skyldi
mynda hreina og klára heild, auöskiljan-
lega sem flestum.
Oft má henda reiður á ákveðnu bók-
menntatímabili meö því að gá að því hvaða
gamla siði menn taka þá upp og hverju er
ýtt til hliðar á meðan. Á árunum
1956—1968 fór mest fyrir „framúrstefn-
unni“, skáldskap Przybós og félaga. Eftir
1970 breyttust sjónarmið og eldri skáld
meö Milosz í fararbroddi uröu æ vinsælli.
Milosz tekur skáldskapinn allt öðrum
tökum en Przybós. Hann telur skáldið ekki
vera forystumann og nýskapanda í aldin-
garði nýrrar veraldar. Að hans mati er
skáldiö eins konar safnari sem viðar að sér
mannlegri reynslu, kemur henni í orð og
gerir úr þeim heillegan en margræðan
skáldskap. Því er það honum nauðsyn að
færa í stílinn og Milosz tekur til handar-
gagns jafnt stílbrögð barokks, rómantíkur
og módernisma. Hinar mörgu „raddir" í
skáldskap hans komu sérstaklega skýrt
fram í stríðinu, þegar hann túlkaði örlög
ólíkra persóna, auk þess sem hann sjálfur
talaði í gegnum þær.
Að þessu leyti lítur Milosz málið og
skáldskapinn öðrum augum en hinir
svonefndu „framúrstefnumenn". Þaö sem
gerðist svo á áttunda áratugnum var að
Milosz, sem án efa er helsta skáld Pólverja
í dag og meðal fremstu núlifandi skálda í
Frh. á bls. 14
Þrjú pólsk Ijóö
Aðalsteinn Ingólfsson þýddi
Ryszard Krynicki
Beitiskipið Potemkin
þaö líður gegnum tíöina
gegnum veöurbörð hjörtu okkar
frá kynslóö til kynslóðar
er skipt um áhöfn: skugga
af þjáningum okkar
um borð gerir hver
kynslóð uppreisn
vegna kjötsins sem er úldiö
vegna hugmynda sem eru
rotnar af lygum
kynslóð eftir kynslóð
étum við úldið kjöt
skuggar nærast á skuggum
kjötskammtur áhafnarinnar
breytist í daglegt brauð
beitiskipið Potemkin líður
gegnum tíðina, gegnum
steinrunnin hjörtu okkar.
Sagt er
Sagt er að í Æöstaráðinu
sé nú hver öðrum frjálslyndari.
Nú þurfa þeir tauminn og síöan sporana
til að gera alvöru úr frjálslyndi sínu.
Julian Kornhauser
Okkar vegna
Þe/'r sem berjast
berjast einir
útvarpið nefnir þá ekki
á nafn en nöfn þeirra
eru nefnd á kaffihúsum
lífið gengur sinn gang
hvorki snefill af samúð
né skilningi á lausu
þó má merkja breytingar
að vísu óverulegar
næstum ósýnilegar
líkt og brauöveröiö
stjórnmálamennirnir
eru hins vegar sýnilegir
kinka ákaft kolli
en talnaleikir þeirra
ganga ekki upp
andlit okkar aö veði
galtóm höfuðin
ópin eru bókfærð
og þeir sem berjast
vinna í sveita sins andlits
útskýra og gnista tönnum
húsin grotna niöur
en happdrættismiöar rjúka út
við förum i bíó
eins og venjulega
meðan þeir sem berjast
berjast okkar veqna
18.2.81
7