Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1982, Blaðsíða 6
nýsköpun
Viötal viö
pólska gaghrýnandann
Jan Blonski
um pólskan skáldskap
í tvo áratugi
Aðalsteinn Ingólfsson þýddi.
Óhætt er að fuliyrða að engir póiitískir atburðir í Evrópu
hafi vakið eins mikla athygli um gjörvallan heim eins og
harmleikur sá sem við jafnan köilum „ástandið í Póllandi“.
Fyrir stuttu kom út hjá FIB Lyrikklubben í Svíþjóö bók
sem nefnist „Du máste vittna“ og er samansafn Ijóða, við-
tala, blaðagreina og rítgerða um póiskar bókmenntir og
menningarlíf hin síðari ár og gefur trúverðuga mynd af um-
róti því sem þar hefur orðið á tiitöiulega stuttum tíma.
Úr þeirri bók er þaö efni sem hér fer á eftir, stytt viðtal
sænska gagnrýnandans Lacs Kleberg við pólskan starfs-
bróður sinn, Jan Blonski, um hræringar í pólskri Ijóðagerö,
og Ijóð tveggja ungra skáida sem endurspegla pólskan veru-
leika. Ljóðin eru að sjálfsögðu þýdd úr sænsku og eru því
vart nema spegilmynd af spegilmynd, eru þó vonandi ekki
búin að missa alla sína kynngí.
Aðalsteinn Ingólfsson
Mikill fögnudur rikir é flugvellinum í Varsjá við heímkomu Czeslavs Milosz í júní
siðastiiönum eftir 30 ára útlegð. Ungt fólk ber skáldið á gullstóli og hefur gefiö
honum stækkaða útgáfu af gönguetaf förumannsina.
„Nú er árið 1980 gengiö í garö.
Má segja, aö áratugurinn
1970—1980 hafi verið blómlegur
hvað pólskan skáldskap varðar?“
„Fyrir það fyrsta er rétt að segja, að allt
bókmenntalíf í landinu hefur tekið miklum
stakkaskiptum á þessu tímabili. Nú ríkir
ástand sem á sér enga hliöstæðu í öörum
löndum, né heldur í pólskum bókmenntum
fyrr á tímum, því þrenns konar skáldskapur
hefur hér þrifist hlið við hliö.
Við eigum að sjálfsögöu okkar „opin-
beru“ bókmenntir, þær sem ríkisforlögin
prenta og eru kynntar í blöðum, útvarpi og
sjónvarpi. í annan stað skal nefna „óopin-
beru“ bókmenntirnar, þær eru látnar í friði
en ekki kynntar. Loks ber að nefna þær
bókmenntir sem yfirvöld líta hornauga eða
beinlínis banna, t.d. bækur Nowa-forlags-
ins og þau verk sem Pólverjar í útlegö gefa
út.
Þessar þrjár gerðir Pókmennta hafa þró-
ast allt að því samsíða og stundum haft
áhrif hver á aöra. Það er ákaflega erfitt fyrir
gagnrýnanda að búa sér til heildarmynd af
því sem er aö gerast, vegna þess aö engin
leið er aö halda því fram, að einhver ein
geröin megi' missa sig. Allar hafa þær
eitthvað til síns ágætis. Meðal opinberra
höfunda eru t.d. nöfn á borð viö Kusniew-
icz og Iwaszkewicz, óopinberir eru svo aft-
ur þeir Andrzejewski og Herbert. Loks eru
framúrskarandi rithöfundar sem ekki er
minnst á opinberlega: Útlagar á borð við
Czeslaw Milosz eða þá haröir andófsmenn
eins og þeir Kazimierz Brandys, Konwickl
eöa ungskáldin Stanislaw Baranczak og
Ryszard Krynicki.
Því er torvelt aö henda reiður á þessu
öllu saman, greiða úr flækjunum."
„Er þá ekki tilfellið aö sams kon-
ar Ijóð geti haft gjörólíkan tilgang,
eftir því hvar það er birt? Eru ekki
ástarljóö í opinberu tímariti og
neöanjarðarflugumiðar tvennt
ólíkt?“
„Jú, á ákveönu augnabliki kann svo að
vera. En bókmenntagagnrýnandinn og
bókmenntafræöingurinn, þeir veröa að
hafa víðari sjónhring, breiöari viðmiöun.
Þessi þrískipting bókmenntanna, sem ég
hef nefnt, er e.t.v. það sérkennilegasta sem
skeö hefur innan pólskra bókmennta sl.
áratug. Og ef við einskoröum okkur við
Ijóðagerð, var „nýbylgjan" mesta nýnæmið
á þessu tímabili.
Þessi „nýbylgja" var frá upphafi gagn-
rýnin stefna sem ung og róttæk kynslóð
haföi tekiö upp. Þessi kynslóð taldi forvera
sína hafa gert fagurfræðilegan sáttmála viö
veruleikann. Þar af leiðandi gagnrýndi hún
þá harölega og sakaöi um aö hafa flúiö inn
í gerviparadís fegurðardýrkunar.
En yngri kynslóðin reis sem sagt upp og
ungskáld og gagnrýnendur kröfðust bók-
mennta sem væru nátengdar veruleikan-
um. Okkur eldri gagnrýnendum kom þessi
áhugi á raunsæi í bókmenntum fremur
sposkt fyrir sjónir, við þekktum hann frá
því í gamla daga. Fyrir 1956, þ.e. á Stal-
ínstímanum, var litiö á opinberar bók-
menntir sem hinar einu framsæknu bók-
menntir í landinu, þær voru málstaönum
hollar og því afar æskilegar út frá sjónar-
miði valdhafa. Þess í stað var litiö á allt það
sem tengdist sálarkirnu einstaklingsins eöa
fagurfræðilegum ígrundunum, sem óæski-
lega starfsemi, allt aö því andóf. Þannig
gekk þetta fyrir sig fram til 1956, e.t.v.
lengur.
Á sjöunda áratugnum snerist þetta alveg
við. Þá þótti ekki lengur óæskilegt aö rýna
í eigin nafla, höfundar sem slíkt gerðu,
fengu meira að segja lofsamlegar umsagnir
í opinberum tímaritum. Hið opinbera hætti
að fiska eftir pólitískum vitnisburöi hjá
Ijóðskáldunum og virtist láta sér vel líka að
þeir einskorðuðu sig við eigin tilfinningalíf.
j lok þessa sama áratugar komu svo aftur
fram kröfur um pólitíska eða þjóöfélags-
lega skírskotun, en í þetta sinn frá andófs-
mönnum. Þessir andófsmenn fóru meira að
segja að sækja efnivið sinn í greipar stjórn-
valda, t.d. Brecht sem lengi haföi talist
„opinber“ og æskilegur höfundur.
Svona var málum háttað fyrir tíu árum,
þegar hugtakiö „nýbylgja" varð allt í einu til
Skáldiö Milosz ( útlegö sinni í Berkeley í
Kaliforníu.
Janka Milosz, eiginkona skáldsins meö
Antony, eldri son þeírra. Myndin er tekin
í Washington rétt eftir aö síöari heims-
styrjöldinni lauk, en Milosz var menning-
arfulltrúi í pólska sendiráöinu þar til hann
komst í andstööu viö ríkisstjórnina í
heimalandi sínu.
og vígreifir ungir höfundar gerðu atlögu að
fagurkerum fyrri áratugs.
Rithöfundar og aðrir athafnamenn í
menningarlífinu reyndu á þessum árum að
skipuleggja bókmenntastarfsemi eftir
tveim leiðum, sem voru í eðli sínu and-
stæðar, bæöi út frá hugmyndafræði og
fagurfræöilegum forsendum. Þó voru menn
ásáttir um að báöar þessar stefnur ættu
rétt á sér og þyrftu að eiga sér tímarit. En
þau tímarit urðu aldrei til þar sem stjórn-
völd kæröu sig ekki um hugmyndafræði-
lega skiptingu bókmennta.
Annaö þessara tímarita átti að heita
„Europa". Að því stóð hópur rithöfunda
sem áður voru mjög hallir undir raun-
sæisstefnu, en höfðu mildaö afstöðu sína,
t.a.m. þeir Brandys og Andrzejewski. Þetta
tímarit var ekki hugsaö sem stuðningur viö
stjórnvöld, en var þó ekki andófsrit í líkingu
viö þau sem komið hafa fram hin síðari ár.
Hitt tímaritiö var nefnt „Rzecz“ (Hlutarins
eðli) og þar var í forsvari Ijóöskáldiö Julian
Przybos, gagnrýnandinn Artur Sandauer
ásamt fleirum. Þeir ætluðu að byggja sína
menningarstefnu á gömlum merg, þ.e. að
endurvekja gamla konstrúktífismann sem
stóð hvaö hæst í Rússlandi, í Bauhaus í
Þýskalandi og í Póllandi á þriðja áratug
þessarar aldar.“
„Voru það ekki einmitt þeir Ylia
Ehrenburg og El Lissitsky sem
gáfu út komstrúktíft tímarit meö
sama nafni í Berlín?“
„Alveg rétt. Menn löðuöust að þeirri
bjartsýni og tæknidýrkun sem einkenndi
það tímabil, þar sem lögð var áhersla á
listaverkið sem haganlega samsettan hlut.
Og þessi hópur konstrúktífista var bjart-
sýnn á að sósíalískt ríki mundi geta tryggt
tæknilega framþróun og velsæld.
Hvernig endaði þetta svo? Því miður,
eða e.t.v. sem betur fer, tókst pólskum
bókmenntamönnum ekki að gera alvöru úr
þessu. Tímaritiö „Hlutarins eðli“ varð aldrei
aö veruleika, fremur en tímaritiö „Eur-
opa“.“
„Af þessari lýsingu aö dæmi
virðist marmi sem Ijóölist af þessu
tagi hafi í engu tekiö miö af sögu-
legri þróun í Póllandi.“
6