Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1982, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1982, Blaðsíða 7
Bezta eldsneytisnýtnin fæst út dísilhreyflum meö beinni innspýt- ingu. Þeir eru stundum einnig með forþjöppu eins og Daimler-Benz hreyfillinn, sem myndin er af og eykst þá afl þeirra miöað viö þyngd til muna. Að undanförnu hafa staðiö yfir tilraunir á vegum Raunvísindastofnunar Háskólans með að láta bílhreyfil (VW) ganga fyrir ammoníaki. Þetta er fyrsta tilraun sem gerð er hér á landi meö innlent, „annars konar eldsneyti“. Dr. Bragi Árnason er frumkvöðull tilraunanna, og sést hann hér ásamt þeim Þorbirni Sigurgeirssyni (t.v.) og Runólfi Valdimarssyni (t.h.), sem einníg hafa boriö hita og þunga af þessum tilraunum. Myndin var tekin þegar hreyfillinn gekk í fyrsta sinn fyrir ammoníaki, á gamlársdag 1981. mikilla breytinga aö vænta á þessu sviði sem öörum, þar sem nýjustu fregnir frá Bandaríkjunum herma, aö þar eigi menn jafnvel von aö rafgeymar, sem innihalda rafleiöandi gerfiefni í staöinn fyrir blýplötur, komist í fjöldaframleiöslu á þessum áratug. Þessir polymer-rafgeymar eiga aö hafa mun meira rými en sambærilegir blýgeym- ar, auk þess aðvera léttari og endingar- betri. Þessir nýju geymar kæmu því til með að vera mun hentugri orkugjafi fyrir rafbíla, heldur en þeir geymar sem núna þekkjast. Einnig eru til í þessu sambandi bílar meö svokölluð hybrid-kerfi, þar sem lítill brunahreyfill er notaöur til þess aö framleiða rafmagn fyrir rafhreyflana og hlaða geymana. Þannig er hægt aö drepa á brunahreyflinum þegar ekiö er um þéttbýl svæöi, til þess að halda loft- og hljóömeng- un í skefjum. En vandinn, sem stafar af þyngslunum á útbúnaöinum, er aðeins leystur aö nokkru leyti meö þessari út- færslu. Drifrásin er ekki síður mikilvæg þegar rætt er um að fá hámarksnýtingu úrelds- neytinu, því um hana fer aflið til hjólanna. Þaö gerist náttúrlega meö afföllum sem einnig þarf aö reyna aö halda í lágmarki. Gírkassinn er sá hluti drifrásarinnar sem ennþá má hvaö mest betrumbæta. Meö réttri aöhæfingu snúningshraða aö álagi, og með réttum gír- og drifhlutföllum á leiö- inni frá hreyfli til hjóla, má ná fram aukinni nýtni. Aöferðin er ekki ný af nálinni; hér áöur fyrr var það algengt aö svonefndur yfirgír eöa spargír væri meö í útbúnaöi margra fólksbíla. Reyndar hvarf þessi út- færsla næstum á tímabili, þar sem óþæg- indi þóttu stafa af svo mörgum gírskipting- um. En þrýstingurinn í átt til minnkaörar eldsneytiseyöslu kemur núna til með að leiða til þróunar gírkassa meö auknu notk- unarsviði; stööugt aöhæföu gírhlutfalli að álagi. Það gerist meö fjölgun gíra, eða ein- faldlega sameiningu allra gíra í einn, þ.e. í stiglausri skiptingu (Hub van Doorne-skipt- ing, áöur í DAF-fólksbílum, nú að hluta til í Volvo 340-línunni og Fiat Ritmo). Þegar vinnuforskriftina fyrir þessa skiptingu verö- ur hægt aö samræma á hagkvæman hátt venjulegu álagi, ásamt hámarkshröðun þegar hennar er þörf, má búast viö mikilli útbreiðslu á notkun þessara skiptinga, sem kemur til meö aö hafa í för meö sér umtals- veröan eldsneytissparnað. Allir aflyfirfærsluhlutar drifrásarinnar koma í framtíöinni til meö aö verða endur- skoöaöir og endurbættir meö tilliti til minnkaðs núningsviönáms. Auk þess er í vissum tilfellum hugsanlegt aö koma viö búnaöi til þess aö geyma og/ eöa nýta þá orku sem fer til spillis viö hemlun. I því íilfelli koma jafnt kasthjól sem hreyfiorku- geymar, og vökvatankar sem varmaorku- geymar til greina og eru í reynslu sem slík- ir. Um framtíðarmöguleika slikra orku- geymsluaðferöa í fjöldaframleiöslu er þó ekkert hægt aö segja aö svo stöddu. Þau drifkerfi, sem hér hefur veriö minnstá, byggö á hybrid- eöa orkuendurvinnslu- grunni, virðast ekki enn hagkvæmnislega samkeppnisfær viö þau venjulegu drifkerfi sem þekkjast í dag; þ.e. drifkerfi sem byggja á hugmyndinni umvenjulegan brunahreyfil ásamt venjulegri drifrás. í ná- inni framtíð mun því fátt breytast á þessu sviöi, þar sem efnis- og smíöakostnaður þessara áöurnefndu kerfa er verulega miklu hærri en venjulegra. Munu þau enn um sinn verða of dýr í framleiðslu fyrir hinn almenna markaö. Þýtt og tekið saman úr Silddeutsche Zeitung. Einfölduð mynd af Stirling-hreyfli. Þessi hreyfilgerð nýtir bæði útþenslu brunagassins viö brunann og sam- drátt þess við kælingu. Með þessu næst 40—50% nýtni á eldsneytinu og þar aö auki mjög hreinn útblást- ur. Þróun Stirling-hreyfilsins er hins vegar skammt á veg komin. 7 j

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.