Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1982, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1982, Blaðsíða 4
► ► ► h ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► f ► ► K y > > ► f LJÓÐLEIKHÚS Vagn Steen, Knud Serensen, Peter Poulsen, Sten Kaale og Marianne Larsen. Þessir fimm rithöfundar hafa unnið saman í hóp, sem kallast „Ljóðleikhús“ (Digterscenen). Þau ferðast mikið um og lesa upp úr verkum sínum. Þetta Ljóðleikhús verður með dagskrá í Þjóðleikhúsinu (litla sviðinu) 30. og Norræna húsinu 31. mars 1982. Marianne Larsen er yngst skáldanna, en hún er fædd 1951. Hún er búin að gefa út 18 bækur á 10 árum. Marianne Larsen hefur að undanförnu lagt sig eftir að túlka þann einmanaleika, sem nútímasamfélagið veldur. Úr „Hinandens kræfter“ (Borg- en 1980) eru þessi Ijóð í þýðingu Krist- ínar Bjarnadóttur. Úr „Hinandens kræfter“ 1980 úrþví viö erum áþreifanleg úrþví viö erum í augsýn úrþví viö erum til frásagnar um þaö er við lágum á grænum akri til að vaxa og veröa stór og skýr og andstæö verksmiðjunni með erlenda nafninu á næsta akri úrþví hægt er að ná tali af okkur án þess aö þanta tíma fyrirfram úrþví hjörtu eru algeng úrþví litur skýjanna er algengur úrþví viö erum milljónirnar viljum við aö heimurinn hætti að hlykkjast framhjá okkur eins og hættuleg eiturslanga úrþví valdiö er sífellt kalinn blettur á akri hugans Peter Poulsen fuglar í búri úr Ijóðasafninu „Verden omkring mig“, Gyldendal 1974. Peter Poulsen er fæddur 1940. Hann hóf skáldferil sinn 1966 með Ijóðasafninu „Udskrifter“ og er síðan búinn að gefa út meira en 10 Ijóðabækur og nokkrar skáldsögur. Peter Poulsen er Ijóða- gagnrýnandi danska útvarpsins. Úlfur Hjörvar þýddi. fuglar í búri haustiö 71 ég set plötu á fóninn Ezra Pound Reading his Poetry Thus with strectched sails we went over sea till day’s [end hljómar þrumuraust hans í stofunni útifyrir drita dúfurnar á sylluna síðan er Pound allur ég get enn leikiö plötuna meö honum og heyrt rödd [hans dúfurnar bregða ekki vana sínum minningargreinarnar áttu það sammerkt sem sammerkt er minningargreinum dagblöö og dúfur eru raunar nauöalík nú geisa heimsins skáld yfir okri framtíðin heyrir þeim til sem í dag eru lokaðir inni á St. Elizabeth’s Hospital sagöi hann viö þá sem [vitjuðu hans fuglar í búri geta ekki sungið (eins og þeir sem frjálsir eru) Sten Kaalo er fæddur 1945. Fyrsta Ijóðabókin hans „Med hud og hár“ birtist 1969. Hún var gefin út af Sigvalda, og seld á Strikinu í Kaupmannahöfn. Hann hefur skrifað margar Ijóðabækur og leikrit ffyrir sjón- varp, útvarp og leiksvið, m.a. um Edward Munch (Alfa og omega) og annað um Herman Bang og Holger Drachmann. Ljóðið Morgunleiðangur er úr „Nedskrevet“, Gyldendal 1979. Úlfur Hjörvar þýddi. Morgunleiðangur í fjarska ómar norðurhjarans og dýranna hvítu augu þín duna eins og bjöllutrumbur slikja á snjókofanum innst í firðinum grænlenskur morgunn nú kemur enn einn leiöangur áleiðis yfir fjöll þín Knud Sorensen er fæddur 1928. Kund Sorensen hefur í Ijóðum sínum einkum helgað sig dönsku sveitalífi. Fyrsta bók hans „Eksplosion“ kom út 1965, og síðan hefur hver bókin rekið aöra. Knud Sorensen er fyrst og fremst Ijóðskáld en hefur gefið út tvö smásagnasöfn. Ljóðið Skömmu síðar fékk ég í bakið („Beretninger fra en dansk udkant“, Attika 1978) þýddi Nína Björk Árnadótt- ir. Skömmu síöar fékk ég í bakið Óttalegasti dagur lífs míns (sagöi hann) var áriö 52 þegar Poul Madsen var ráðinn aö verksmiðjunni og vissi ekki aö ég var duglegastur og aö þaö var ég sem ók flestum steinum aö ofninum á venjulegum vinnudegi. Poul Madsen var stór og sterklegur og allir sögöu aö hann væri sterkur og þrautseigur en allir vissu líka aö ég var duglegastur í verksmiöjunni og enginn gat keppst við mig í því aö keyra steina aö ofninum, en Poul Madsen vissi þaö ekki og hann reyndi aö dragast ekki aftur úr mér og ég jók hraðann og hann var jafn fljótur mér og ég hvíldi mig ekkert og hann hvíldi sig ekkert og ég tók fleiri steina í hjólbörurnar og þaö gerði hann líka og allir hinir hættu næstum að vinna en viö héldum áfram hlið við hliö, hraðar og hraðar allan daginn og þegar ofninn var fullur höföum við keyrt jafn marga steina en ég sá á honum aö hann var þreyttur þó svo hann hjólaöi frammúr okkur öllum á leiöinni heim Skömmu stöar fékk ég í bakiö og gat aldrei sýnt honum almennilega hver var duglegastur. Vagn Steen er fæddur 1928. Fyrsta Ijóðasafniö hans heitir „Digte?“ og síðan hefur Vagn Steen gefið út mörg Ijóðasöfn. Síðustu árin hefur hann unnið mikiö við sjón- varp og útvarp, þ.á m. hefur hann unnið útvarpsþátt um íslenskar bókmenntir og tónlist með forseta íslands. Þættin- um var útvarpað 20. mars síðastliðinn. Ljóðiö er úr Ijóðaflokknum Takk pabbi í „Digte 1972“ (Borgen). Nína Björk Arnadóttir þýddi. Úr Ijóðaflokknum „Takk pabbi“ hver þekkti þig pabbi? Sagöiröu þaö sem þig langaði, eöa hvaö? þau spuröu mig hvernig þú værir. Þau voru furöu lostin, þú opnaöir þig ekki, þú varst einn meö vandamálin, það sem þiö töluöuð var yfirþoröskennt orö til aö brúa biliö voru ekki í fortíð þinni, við stirö orö staöna tilfinningarnar eöa leynast eöa sjást bara í augunum þar varstu augu þín áttu mildi og ákafa alvara drengsins í þér fullorðnaðist ekki oröin voru rýr eöa beitt og háðsk, ég held það hafi verið vörn viö hinu létta fari Viggós hvaöan ég hafi þetta? ég sé eigindirnar hjá börnum þínum, svona lagaö endurtekur sig og þaö geta ekki allir sagt það sem þeir þurfa, þaö öðlast ekki allir orögnótt fjölskyldur þrúgast af svo mörgu ósögöu 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.