Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1982, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1982, Blaðsíða 8
 Barn síns HRAFNHILDUR SCHRAM SKRIFAR UM VIGDÍSI KRISTJÁNSDÓTTUR VEFLISTAKONU Limrúnir 1968, myndvefnaður. Ólafur Liijurós, vatnslitir 1945. Þingvallavatn, vatnslitir 1945. Frumherjum á öllum sviðum mannlegrar sköpunar hefur löngum fylgt viss einangrun og skortur á sálufélagi og tækifærum til aö ræöa við fólk sem glímir viö sömu vanda- mál. Stundum uppsker einherjinn ríkulega umbun síns erfiöis, en iðu- lega nýtur hann ekki sannmælis og býr við tómlæti samtíðar sinnar. Síðasta áratuginn hefur athygli dregist að listrænni sköpun kvenna. Gagnasöfnun hefur hafist og mörg- um menningarverömætum bjargað úr glatkistunni. Nýjar kynslóöir hafa náð sambandi við hinar eldri til að varðveita verkkunnáttu og veitt henni til nýrrar, persónulegrar sköp- unar. Vefjarlistin er hluti íslensku kvennasögunnar, en þó verður aö setja hana inn í félagslegt og póli- tískt samhengi, en ekki líta á hana sem einangraö fyrirbæri og sérmál kvenna. Hér á íslandi hefur verið ofiö frá því landiö byggöist. Fyrst í kljá- steinavefstaönum, aöallega þó nytja- vefnaður þar sem vaömál var um aldur helsta útflutningsvaran. Mynd- rænn vefnaður mun þó einnig hafa veriö ofinn í kljásteinavefstaönum, þaö sanna ritaðar heimildir sem varðveist hafa. Er þar um aö ræða fyrirsagnir um glitvefnaö, salúns- vefnaö og brekán og auk þess svonefndan hringavefnað. Þá bera nokkrar af krossvefnaöarábreiöum þeim sem varöveittar eru í Þjóö- minjasafni ísiands þaö meö sér aö þær voru ofnar í vefstaö. Þessar upplýsingar hefur Elsa E. Guöjóns- son safnvöröur gefiö. Snemma á 19. öld haföi lárétti vefstíllinn danski aö mestu útrýmt gamla íslenska vefstaönum. Mynd- rænn vefnaöur fellur niður fyrir síö- ustu aldamót og er þaö ekki fyrr en með stofnun húsmæöraskólanna, aö vefnaöarkennsla er hafin um 1930. Það er því ekki fyrr en á fjóröa áratug þessarar aldar aö myndrænn vefnaður er endurvakinn. Vigdís Kristjánsdóttir er ein þeirra kvenna sem átti sinn stóra þátt í því. Hún fæddist á Korpúlfsstöðum í Mosfellssveit 11. september 1904. Foreldrar Vigdísar voru Sveinsína Rannveig Þóröardóttir og Kristján Magnússon bóndi. Rannveig og Kristján eignuöust alls sjö börn. Af þeim er nú á lífi sonurinn Þorsteinn. Móður sína missti Vigdís aöeins fjögurra ára gömul og var hún þá send í fóstur til móöursystur sinnar, Sigríðar Þórðardóttur sem rak í mörg ár mjólkur- og brauösölu að Lauga- vegi 46. Vigdís náði rétt upp fyrir búöar- diskinn þegar hún fer aö aöstoöa frænku sína viö afgreiösluna, en þegar frístundir gáfust var hún rokin burt frá brauöi og bakkelsi út á túnin sem lágu aö bænum. Faöir Vigdísar lést þegar hún var átján ára gömul. Þar fór vonin um fjárhagsstuöning, en á þeim árum stóö hugur Vigdísar til tónlistarnáms. Páll ísólfsson haföi nýlega stofnaö tónlistarskóla í Reykjavík og hefur Vigdís þar píanónám. Hún fer síöan til Þýskalands og er þar viö tónlistarnám í eitt ár. Eftir heimkomuna sest hún í Tónlist- arskólann í Reykjavík. Píanó stóö síðan alltaf í stofunni hjá Vigdísi og greip hún í þaö milli þess sem hún setti upp í vefinn. Jafnhliöa tónlistarnáminu haföi Vigdís sótt teiknitíma í kvöldskóla hjá Stefáni Ei- ríkssyni og Ríkharöi Jónssyni. Listmálar- arnir Finnur Jónsson og Jóhann Briem höföu snúiö heim eftir námsdvöl í Þýska- landi og stofnað kvöldskóla sem var til húsa í Menntaskólanum í Reykjavík. Þar var kennt tvö kvöld í viku og var aöal- 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.