Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1982, Side 7
í forsal: Síldar-
stúlkur Blöndals
og Mæögurnar
meö Skjöldu eft-
ir Scheving. Sjá
nánar texta nr. 9
og 13.
safiiið
Hótel Holti
í okkar örlitla þjóðfélagi er að
vonum ekki mjög margt á svo-
kallaðan heimsmælikvaröa. Þá er
ekki átt við ótal margt, sem er
jafn gott og annað um víða ver-
öid, heldur eitthvað, sem svo er
framúrskarandi, að tekið sé mið
af því. Ég ætla að gerast svo
djarfur að útnefna tvennt á sviði
atvinnu og tækni: Aflabrögð og
hæfni íslenzkra sjómanna og
hinsvegar hitaveitu Reykjavíkur,
sem ugglaust er á heimsmæli-
kvarða. Tvívegis hafa íslenzkir
rithöfundar orðið á heimsmæli-
kvarða: Þeir er á sínum tíma rit-
uðu íslendingasögur og er víst
óhætt að fullyrða, að aldrei í sögu
lands og þjóðar hefur neitt verið
aðhafst hér, sem svo mjög bar af
öðru á sama tíma. í okkar tíð nær
svo Halldór Laxness því marki aö
verða rithöfundur á heimsmæli-
kvarða og þarf ekki að fjölyrða
nánar um þaö.
En úr því fer að verða fátt um
fína drætti. Þó ætla ég aö taka þá
áhættu að gizka á eitt til viöbót-
ar. Það er hótel, sem er búið fá-
gætum og framúrskarandi mynd-
lístarverkum, að í raun er það
listasafn;
Hótel Holt.
Ekki skal þaö fullyrt hér, aö þarna sé
eitthvaö, sem aetti aö vera í heimsmeta-
bók Guinness, en ég hef innt allra víö-
förlustu íslendinga eftir þessu og þeir
vita ekki um neina hliöstæöu neinstaöar.
Hótel þykja yfirleitt ekki æskileg til aö
hýsa söfn fágætra listaverka, enda hafa
ófáir erlendir gestir á Hótel Holti látiö i
Ijósi undrun og aödáun á því trausti sem
þarna birtist gagnvart gestunum. Yfirleitt
þykir ekki fært aö hafa annað en eftir-
prentanir eöa gersamlega verölausar
myndir til aö prýöa meö forsali, matsali
og herbergi hótela, — nema þá verkin
séu þess eðlis, aö ekki sé hægt aö nema
þau burt. Jafnvel allra frægustu og fín-
ustu hótel í stórborgum nágranna-
landanna eru fátækleg aö þessu leyti og
þaö sem gert er fyrir augað, er þá í
innréttingum, innanhússarkitektúr eöa
skreytingum.
Þorvaldur Guömundsson er einstakur
í röð listunnenda og safnara í þá veru,
aö hann hefur ekki safn sitt fyrir sjálfan
sig einan eða fjölskylduna, heldur á al-
mannafæri, þar
sem margir geta
notiö þess. Hann
hóf aö safna lista-
verkum 1931 og
hefur síöan oröið
langsamlega stór-
tækastur þeirra er
teljast safnarar, og aðeins á Hótel Holti
eru samtals 305 myndir. Áhugi hans
hefur ekki nvaö sízt beinst að því aö
kaupa verk íslenzku brautryöjendanna í
myndlist og mörgum ágætisverkum
þeirra hefur hann bjargaö heim til is-
lands með því að kaupa þau á uppboö-
um í Danmörku. Af einstökum stórvirkj-
um ber þó hæst kaup Þorvalds á Lífs-
hlaupi Kjarvals, eftir að Reykjavíkurborg
hafnaöi tilboöi seljandans. Sem stendur
er Lífshlaupið vandlega innpakkaö í
plastumbúöir og geymt í nýju stórhýsi
Þorvalds í Hafnarfirði, þar sem hann er í
þann veginn að ganga frá 450 fermetra
salarkynnum til myndlistarsýninga. Sal-
urinn verður glæsilegur til sýninga og
notast þar margfalt betur aö dagsbirtu
en á Kjarvalsstööum til dæmis, og ætl-
unin er aö leigja hann út til sýninga. Á
neöri hæö hússins er kjötvinnsla Þor-
valds og er kaffistofa starfsfólksins og
fleiri staðir þar prýddir með málverkum
eftir fjölmarga íslenzka myndlistarmenn.
Ef til vill veröur Lífshlaupinu komiö
fyrir i hluta salarkynnanna á efri hæö-
inni. Og vera kann aö Þorvaldur festi þar
einnig upp stórt og dýrmætt myndlistar-
verk, sem hann keypti nýlega á uppboði
í Kaupmannahöfn. Þetta er geysistórt
veggteppi, unniö eftir fyrirmynd danska
málarans Asger Jorn. Um leiö festi Þor-
valdur kaup á verki eftir færeyska málar-
ann Mykines, sem vel má telja í röö
fremstu myndlistarmanna Norðurlanda
fyrr og síöar. Annaö verk eftir Mykines á
Þorvaldur einnig: Portret, sem er ein
höfuðprýðin í forsalnum á Hótel Holti.
Síöastliöinn vetur var til muna aukið
við safnið á Hótel Holti, þegar vígöur var
nýr bar, en þar er komið fyrir hvorki
meira né minna en 65 mannamyndum
eftir Jóhannes Kjarval. Enda þótt þessar
myndir séu flestar í svörtu og hvítu, eru
þær gæddar þeim töfrum, sem teikn-
ingar Kjarvals búa ævinlega yfir; mikilli
fjölbreytni og ríkulegri tilfinningu fyrir
rytma.
Myndir í forsal
IFóstra Gunnlaugs Scheving
blasir viö til hægri um leið og
komið er innúr dyrum á Hótel
Holti. Gagnstætt því sem oft átti
sér stað hjá Scheving, er þessi mynd
fremur þunnmáluð og kemur þá í Ijós,
aö striginn er óvenju grófur, enda ekki
venjulegur málverkastrigi. Þegar
myndin var máluö austur á Seyöisfiröi
í byrjun kreppunnar miklu, hefur hag-
ur listamannsins aö öllum líkindum
veriö þannig, aö hann hefur ekki átt
þetta hefðbundna efni til aö vinna á.
Þess í staö hefur hann útvegað sér
sykurpoka og ennþá má lesa aftan á
myndinni: Fine, English raffined Sug-
ar.
Scheving hefur aö öllum líkindum
fariö sparlega með litina af ásettu
ráði. Myndin er samt nokkuö stór,