Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1982, Qupperneq 8
ista-
safttið á
Hótel
Holti
140x140 cm og viö sjáum á henni
konu, sem situr á rúmi og bindur skó-
þveng sinn. Þessi kona var fóstra
listamannsins og myndina málaöi
hann áriö 1931.
Litlu síöar hélt Scheving utan til
Danmerkur og hefur þá myndin verið í
farangri hans. Hún ílentist þar ytra unz
Þorvaldur Guömundsson rakst á hana
á uppboði í Kunsthallen áriö 1973 og
þar var hún slegin honum. Hann hefur
miklar mætur á þessu verki og haföi
þaö lengi á móti skrifboröinu sínu á
skrifstofunni. En nú er myndin sumsé
komin í forsalinn á Hótel Holti. Sjá
mynd á forsíðu.
2Fjórir hausar eftir Kjarval blasa
viö þegar komiö er inn úr dyrun-
um; þeir eru raunar yfir lyftudyr-
unum og myndin er öll á breidd-
ina og fer vel þarna. Þessi mynd var
áöur í eigu Siguröar Benediktssonar
uppboðshaldara, en hefur veriö í and-
dyri Hótel Holts frá stofnun þess áriö
1965. Yfir bardyrunum eru einnig þrír
hausar eftir Kjarval; heitir sú mynd
Gísli, Eiríkur og Helgi. Þetta er gaman-
söm mynd, máluö í grófum dráttum og
fer vel á sínum stað.
3Þrjár abstraktmyndir eru í for-
salnum; þar á meöal er ein lítil
eftir Nínu Tryggvadóttur og telst
mjög dæmigerö fyrir stíl hennar
eins og hann varö uppúr 1960; Margir
smáir fletir yfir miöjuna takast á við
stóra og heillega fleti aö ofan og neð-
an. Þessu líkt mun Nína hafa málað
síðasta sprettinn á ævi sinni.
4íslenzkur bóndi eftir Finn Jóns-
son, 60x70 cm. Þorvaldur hefur
átt þessa mynd um 20 ára skeið.
Finnur hefur aö líkindum málað
hana ekki löngu eftir aö hann kom
heim frá Þýzkalandi, því hún minnir aö
ýmsu leyti á expressjónískar myndir
Finns frá því tímabili. Heimkominn tók
hann aö mála þjóðleg viðfangsefni og
viröist þá hafa sótt í endurminningar
sínar frá uþpvextinum austur á fjörö-
um. Hér fer Finnur þaö langt aftur í
tímann, aö bóndi borðar úr aski —
situr aö sjálfsögðu meö hann á hnján-
um og tekur ekki ofan hattinn á meö-
an.
Færeyskur sjómaöur eftir víö-
kunnasta málara Færeyinga,
Mykines, er til hliðar viö sjó-
mann Finns Jónssonar og eru
þeir góöir saman, segir Þorvaldur.
Þessi mynd Mykiness er í raun portret
og ákaflega magnað í einfaldleik sín-
um, málaö 1963 og stæröin 80x100
8
Hvítárnes eftir Ásgrím Jónseon. SJá texta nr. 18.
Þorvaldur Guömundsson hefur safnað myndum síöan 1931 og á fágætlega gott safn.
Nú er Þorvaldur aö taka í notkun nýjan og stóran sýningarsal í Hafnarfiröi og sést
hann á efri myndinni. Salurinn verður opnaður og vígöur í dag meö sýningu Jóns
Gunnarssonar í Hafnarfirði.
Töfrar íslands eftir Jón Engilberts. Sjá texta i
Ásgrlmsmyndin í mat
sínum tíma gefin dan
hún um 700 krónur fr
sem er ur „tredobbel
þrisvar sinnum meira
cm. Þorvaldur keypti myndina hjá
Guömundi í Klausturhólum, en Guö-
mundur haföi aftur á móti keypt hana
á uppboöi í Kaupmannahöfn.
Síldarstúlkur á Hornafirði, 2x2
m, olíumálverk eftir Jón Þor-
leifsson. Myndin er máluð 1940,
þegar myndefni af þessu tagi
voru í tízku og fleiri íslenzkir málarar
voru einmitt þá að fást viö samskonar
yrkisefni. Þrjár síldarstúlkur standa
meö síldarílát á milli sín, en í baksýn
eru skipin í höfninni og sjórinn. Mynd-
in er í bláum og blágrænum, frekar
köldum litum, tæknin og litameöferöin
ættuö úr akademíinu í Kaupmanna-
höfn.
7Fjörugróöur, abstraktmynd eftir
Kristján Davíðsson, 2x2 m, mál-
uö 1970. Þessi mynd er, eins og
síldarstúlkur Jóns Þorleifssonar,
innrömmuö í óvenju djúpan ramma og
skýringin er sú, aö báöar voru þær á
sínum tíma í Þjóöleikhúskjallaranum,
sem Þorvaldur rak þá, og rammarnir
voru hugsaöir sem einskonar varnar-
virki til aö gestir færu síður utan í
myndirnar. Nú eru þessar myndir báö-
ar þar sem gengið er úr forsalnum inn
á barinn. Myndina málaöi Kristján sér-
staklega fyrir Þorvald og getur hún
talizt mjög dæmigerö fyrir stíl hans
fyrripartinn á áttunda áratugnum.