Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1982, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1982, Qupperneq 14
Geisli aö heiðna guðsdýrkunarsetrið í Uppsölum leið undir lok, lifa kristni og heiðni hlið við hlið, og kraftur kvæöisins felst einmitt í spennunnni milli þessara meginafla: Þaö er einmitt hörkubarátta heiöni og kristni sem skapar kvæðið — þar sem Ólafur vinnur sem sigrandi riddari Guðs meö því aö „Geisli", Ijós guödómsins, fær að ryöja sér rúm inn á svið hins gamla tíma og um- breyta því. I kvæðinu lifir heiöiö og kristið myndmál jafnhliöa. Kristna Ijóstáknmálið getum við hæglega skilið. En í kvæöinu felast líka ýmis atriöi miðaldaguðfræði sem eru að mestu gleymd nú á dögum. Þaö á líka t.d. við þegar Einar Skúlason skrifar í inngang- inum aö „Geisla" (2. vers) um sólina sem „leet berask maðr fra biartri flædarstiörnu" (sem lét sig fæðast sem mann af hlnni skæru hafstjörnu). Hafstjarnan skæra, þaö er mynd Maríu og á upphaf aö rekja til latnesku oröanna Stella Maris (maris af mare = haf) — sem var skýring hellags Hierónýmusar allt frá fjóröu öld — og til norrænnar þýöingar flæðarstjarna, haf- stjarna. Sólin sem ímynd guðdómsins er ein af elztu, venjulegustu myndum sem viö þekkjum. Það er sama sól og verður á vegi okkar í Jóhannesarguöspjalli „hiö sanna Ijós, sem upp lýsir hvern mann, var að koma í heiminn“. Þegar sólin lét sig fæöast af hinni skæru hafstjörnu, þá er átt við guðdóm Jesú sem fæddur var af jómfrú Maríu. Framandlega á nútímalesanda virkar líka 4. versið þar sem Einar Skúlason skrifar aö meö upprisu Jesú frá ríki dauöra „veit ek at mildur megin-fjöldi hölda reis frá molldu med haanum“ (ég veit að margir réttlátir risu úr moldu með honum, Kristi). ( kirkju okkar er starf Jesú í dauöraríkinu dimmu og gátum hjúpaö og er aö mestu einfaldað með oröum trúarjátningarinnar um að Hann steig niöur til heljar og sté upp þaöan á þriöja degi. En á miðöldum var starf Jesú í dauðraríkinu — eöa helvíti — alþekkt þema. Á norrænni tungu var til „Niðrstign- ingarsaga" — áður um talað — sem m.a. lýsir því hvernig Jesús brýzt inn í helvíti og frelsar réttláta frá gamla sáttmála undan valdi djöfulsins, og í bókmenntunum finn- um viö kvikuna t.d. í Maríukvæöinu mikla, „Lilju“. „Geisli“ er fullur af djúpúðugu orðskrauti sem heyröi gömlu skáldlistinni til, þar sem ein myndin fléttast inn í aðra og þar sem hver myndpunktur getur veriö samsettur af mörgum minni — og liggur eftirtakanlega miklu nær skáldlegum „módernisma” okkar tíma en t.d. 19. aldar rómantík. En eins og skrautiö frá gamla tímanum er rist inn í tré og sjá má í stafkirkjunum og vætt- irnar eru höggnar í stein og komið fyrir inni í dómikrjunni þannig endurleysist dreka- mynstriö í kvæöinu: elska þá Karlsvagns stóra stýri — skáldiö þagnar. — o — í hinni dásamlegu „Passio Olavi“ er sagt að er þjáningastund Ólafs á Stiklarstöðum var lokið, bar það við að þegar menn kon- ungs höfðu laugað helgan líkama hans í húsi þar, hafi þeir hellt niöur fyrir utan dyrnar vatni blóði blöndnu, haföi blóðiö runnið úr sárum hins heilaga píslarvotts. Þá kom blindur maöur gangandi meöfram húsveggnum, og hann rann tll, því aö blautt var á eftir blóðið. Þegar hann svo nuddaöi augu sín meö votum fingrunum hvarf þokan brátt af augum hans, og hann fékk sjónina. Maðurinn sem guðdómlega kraftaverkið hafði gerzt á varö hræddur, og hann vildi vita hvers manns blóði heföi ver- ið biandaö við vatnið. Og þá fékk hann fulla vissu fyrir því að hann haföi öðlazt sjón fyrir meðalgöngu heilags Ólafs. Þannig segir sagan á einum stað frá þjáningum og kraftaverkum heilags Ólafs á 11. öld. Blóð og vatn, það eru hin miðlægu kristnu orö um víddir sálar og anda: Fyrir vatnið, sem haföi hreinsað líkama píslar- í'rh. á bls. 16. Fjölskrúðug fuglabyggð Hvarvetna er tekið á móti okkur með einstakri alúð og bóndinn á Kroppey segist hafa friðað fugla og seli á sinni eyju og sé okkur velkomið að skoða svæðið. Fyrst er farið um magellan- mörgæsabyggð. Er vaðið í gegnum mik- inn þúfnakarga, þar sem grasið er víða yfir tveggja metra hátt. Hluti af þúfna- kollunum er gömul sina, sem safnast saman í þurra hrauka. Er því mikil eldhætta í þessu gróðurlendi. Heita má að í hverjum hól búi magellan-mörgæs, sem hrín óskaplega með hásum lúðra- blæstri líkt og asni, sem rymur. Þaðan er komið fram á kletta, þar sem suður-amerískar kríur verpa í stór- um hópi. Yfir þúsund kríur eru þarna gargandi og fljúgandi eins og hvítt ský, sem bylgjast upp og niður. Vestan á klettóttri strönd er hópur af kletta- skörfum og þönglagæsir eru á sundi við ströndina. Steggurinn er hvítur og kerl- ingin grá með svörtum vængfjöðrum. Þar má einnig sjá ástral-þresti, en mús- arrindill á hreiður í vörðubroti. Hvar- vetna eru tussack-fuglar að snuðra í farangri eða að hoppa fyrir fótum manns. Við Sigrún göngum upp undir fjallseggjar og horfum yfir svæðið. Þangað flýgur að okkur ungur og spakur förufálki. Snæðum við nesti okkar úti við fuglabyggðina og horfum á samfélag gentoo-mörgæsa. Þar eru samankomnir hundruð einstaklinga. Yfir þeim sitja skúmar og vaka yfir hverri hreyfingu þeirra fugla, sem liggja á eggjum. Á fjörukambinum vex blámenguð og gul- blóma malurtartegund og úti við klettana sogast þangið til og frá í öldu- rótinu. • ■■■..... . * HÉBI Um kvöldið er haldið suðvestur að Út- höfðaeyju (West Point Island), sem er í byggð. Þar er lagzt fyrir um nóttina í vík norðan við eyna. Við dögun er farið í bátum að vörinni, sem er framan við bæina. Gengið er upp brekkuna að bæj- arhúsunum og þaðan fram á bjargbrún, til þess að sjá brúnastyrmi og kletta- skvettu-mörgæsir og varpstöðvar þeirra. Styrmirinn hefur að mestu ung- að út en sumir fuglanna liggja þó enn á eggjum. Kæfandi lykt, hrinur og rokur Hreiðrin eru gerð sem leirkörfur og líta helzt út eins og háir og sívalir blómsturpottar. Yfirleitt er eitt egg eða einn ungi í hreiðri. Þessir fuglar eru stórir og tígulegir. Er sagt að þeir geti orðið 30 ára gamlir. Styrmirinn flýgur út á rúmsjó og heldur þar til við veiðar á vetrum, en kemur að eyjunum um varptímann. Verpa þeir þá í fuglabyggð- um, ýmist á syllum eða uppi á sjávar- höfðum. Klettaskvettu-mörgæsir eru auðþekktar frá öðrum frænkum sínum á gulum skúfum yfir augunum og bleikum fótum. Þær eru rúmt fet á hæð og hafa sérkennilegt göngulag. Hoppa þær jafn- fætis frá einum kletti á annan. Stund- um iðar allur hópurinn eins og allt sam- kvæmið sé dansandi. Varpstöðvar þess- ara fugla eru í grjóturðum og í þúfna- karga á sjávarhöfða. Sums staðar eru þeir í sambýli við styrmana og er byggð- in þá mjög þétt og blönduð og hreiðrin hlið við hlið. Ungar eru orðnir nokkuð stálpaðir og hópast saman, en í miðri þyrpingu má sjá eina eða tvær mör- gæsamæður, sem virðast gæta marera unga. Miklar hrinur og rokur kveða við frá samfélaginu. Fullorðnir fuglar ríf- ast við unga, eða skammast yfir því að einhver nágranninn hafði dirfzt að ganga yfir hreiðurstæði þeirra. Lyktin er kæfandi sterk og steinar sleipir af fugladriti. Sé farið um fuglabyggðina, verður maður að vaða guano-eðjuna á milli risaþúfna, en í miðri byggðinni er allur gróður brunninn af megnri sterkju. Úti á mjóum höfða, sem nefnd- ur er Djöflanöf, sjást fuglabjörgin á báðar hliðar. í sjónum fyrir neðan ber suðvestan- áttin öldur að bjarginu og baðar það í hvítu löðri. Saltið slettist upp á klettana og rýkur yfir fugla, gróður og menn, og allt er kámað í kvoðu af söltu fugladriti. Við stiklum um höfðann á flötum hell- um og flögum, sem eru alsettar marglit- um skófum, en sums staðar eru þétt burknastóð. Víða eru miklir þúfnakarg- ar vaxnir kolla-sveifgrasi (Poa flabel- ata), sem þykir gott til vetrarbeitar. Stendur það vel upp úr snjónum og helzt grænt allan veturinn. í kringum bæinn vex gulblóma þyrnirunni af ertublóma- ætt, sem plantað hefur verið utan um túnið í stað girðingar, því engin skepna hættir sér inn í þyrnigerðið. Eftirtekt- arvert er hve snöggt graslendið er. Sagt er að það þurfi um 10 hektara lands til beitar fyrir hverja lambá. Enda þótt fugl sé víða og mikill áburður um allt, er gróður hálfvisinn og kyrkingslegur. Telja bændur að fuglinn spilli beitiland- inu með uppgreftri fremur en að hann bæti það með áburðargjöf. Farið í kaupstað einu sinni á ári Heimafólk býður okkur að skoða garðinn, sem er skemmtilega gerður með stígum, hlöðnum veggjum og stétt- um. Þar er mikið lúpínuskraut, valmúi og ýmis sumarblóm og grænmeti. Okkur er síðan boðið inn til þess að þiggja hefðbundnar veitingar, te og kökur. Húsakynni eru svipuð og á Kroppey. Eldavélin er í stofunni. Enn hanga jóla- og nýársskreytingar á veggjum. Fólkið er afar gestrisið og vingjarnlegt og svo heimakært, að það vill helzt aldrei hreyfa sig burt af sinni eyju. Bóndakon- an sagðist þó fara einu sinni á ári í þorpið Port Stanley til innkaupa. Ann- ars er allt unnið á staðnum og hver bóndi sjálfum sér nægur. Póst fá þeir sendan með lítilli flugvél. Er bögglinum hent niður til þeirra úr vélinni. Börn fá kennslu um útvarp, og einnig kemur farandkennari og er á heimilinu í nokkrar vikur á ári. Bændur stunda ekki fiskveiðar að neinu ráði, en lifa af landinu, aðallega af sauðfé, en einnig eiga þeir nautgripi og hross. Við tínum krækling í fjörunni og steikjum hann á hióðum og njótum þessara hlunninda eyjanna. Haldið er út í skipið um kvöldið eftir sólríkan og veðursterkan dag og siglt út víkina og fyrir höfðann, þar sem við höfðum áður staðið og skoðað fugla. Mátti sjá fuglabælin eins og bera bletti víða í grænni hlíðinni. Farið er í suður að lítilli eyju, sem er vestasti útvörður Falklandseyjaklasans. Heitir hún Nýja- ey. Þar býr einn bóndi, Evans að nafni. Hann er fjáreigandi og hugsar einnig um féð fyrir meðeiganda eyjarinnar. Bær hans stendur við víkina Suðurhöfn. Lent er í gúmbáti inni á skelja- sandsfjöru. Þar er flak úr skipi, sem var tundurduflaslæðari í fyrri heimsstyrj- öld. Síðan keypti hvalbræðslufélag skip- ið og átti eyjarskeggi hlut í félaginu sem varð gjaldþrota, og bóndi fékk hlut sinn greiddan með skipinu. Þessi eignarhluti hans liggur nú í fjörunni og smáhrörn- ar. Á ströndinni er stór soðpottur og tankur, sem eru einnig leifar frá tímum hvala-, sela- og mörgæsabræðslu. Nú eru hvalirnir að mestu horfnir, en selir :14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.