Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1983, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1983, Side 6
Rabelais (©argantút Ilin stór-hrikalega ævisaga Gargantúa hins niikla föður Pantagrúls forðum sett saman af meistara Alkófrýbasi Annar hluti Þýðandi: Erlingur E. Halldórsson Við blessaðir sakleysingjar drekkum of mikið án nokkurs þorsta. En ég er syndugur, ég drekk aldrei án þorsta, ef ekki núverandi þá komandi. Ég bý í haginn fyrir hann, sérðu. Drekk fyrir væntan- legan þorsta. Ég drekk eilíflega. Því eilífð mín er drykkja, og drykkjan eilífð. Syngjum, drekkum, kvökum eina mótettu! Hvað er sprotinn minn? Hvað! Ég aðeins drekk gegnum umboðsmann! Bleytið þið innyflin til að þurrka þau, eða þurrkið þið þau til að væta þau? Ég botna ekkert í kenningunni, en ég klára mig í verki! Stopp! Ég væti varirnar, ég bleyti í þorstanum, ég hvolfi því í mig, af því ég óttast að deyja. Drekkið jafnt og stöðugt, og þá deyið þið aldrei! Ef ég drekk ekki þá skrælna ég upp, er svo gott sem dauður. Sálin flýr út í einhvern froskapoll. Sálin lifir ekki í þurrki. Sveinar, þið breytið brauði í hold og vini í blóð, breytið mér sem ekki drekk í drykkjumann! Eilífa vökvun á þessi herptu og strengdu iður mín! Til einskis að drekka ef maður finnur ekki breytingu! Þetta flæðir um æðarnar; það er gagnslaust að pissa! Ég vil skola kálfsvömbina sem ég paraði í morgun! Eg hef tekið ballest í kviðinn! Ef pappírinn í skuldabréfum mínum drykki í sig jafn mikið og ég, þá fengju lánardrottnarnir nóg að starfa að stauta sig fram úr þeim. Þessi hönd þín skaddar á þér nefið! Ó, hve mörg teyga ég áður en ég Gargantúi Fimmti kapituli Ölteiti Eftir átið tóku menn að spjalla þarna á staðnum. Þá fóru fleygar að ganga hringinn, flesk að berast um, bikarar að fljúga og glös að klingja: Súptu! Láttu ganga! Fylltu! Bland! Gefðu mér það án vatns, sisvona, vinur minn! Stingtu út úr þessu glasi í hvelli! Skenktu mér rauðvín'sglögg, svo út úr flói! Slökkvum þorstann! Fólski hrollur, ætlarðu ekki að snauta? Guð hjálpi mér, væna mín, ég get ekki kyngt! Þú ert með skjálfta, kæra? Satt segirðu. Við sankti Quenets vömb, ræð- um drykkjuskap! Ég drekk aðeins á mínum tíma eins og asnakjálki páfans! Ég drekk aðeins úr bænabókar- fleygnum, eins og velæruverður yfirklerkur! Hvort fer á undan, drykkjan eða þorstinn? Þorstinn. Því hver hefði drukkið án þorsta fyrir syndafall? Drykkja^, því privatio presuppon- it habitum. Ég er latínulærður. Facund^calices quem non fecere disertum? Um höfund Gargantúa RABELAIS 1494—1553 Fautte d’œrgent... 1532 var mikið happaár í lífi Rabelais. Tveim árum fyrr hafði hann lokið kandi- datsprófi í læknisfræði við háskólann í Montpellier, eft- ir sex vikna nám, en það sýn- ir að hann hefur verið vel undir það búinn. Kandidatar voru skyldugir að halda opinbera fyrirlestra; hann valdi sér að viðfangsefni Hippokrates og Galen, oggat nú ólíkt öðrum kennurum stuðst við gríska frumtext- ann. Það var ávallt húsfyllir. Þá var Lyon miklu fremur menningarmiðstöð Frakk- lands heldur en París. Þar voru stærstu bókaútgefend- urnir; markaðir Lyons- borgar voru annálaðir um alla Evrópu. Og þangað hélt Rabelais. í ársbyrjun kom út frá hans hendi bréfasafn á latínu eftir ítalskan lækni, Giovanni Manardi, með formála um læknisfræði- kennslu. Síðan komu Spak- mæli Hippokratesar, ásamt skýringum sem Rabelais hyggði á gríska textanum. Vegna þessarar útgáfu var hann ráðinn, 1. nóvember 1532, læknir við Pont-du- Rhone-spítalann í Lyon. Um þetta leyti var lítil bók eftir ókunnan höfund mikið lesin í Lyon. Hún nefndist, Hinar miklu sagnir af þeim mikla og ógurlega rísa Garg- antúa. Rabelais varð þess áskynja að þó að bókin væri ekki hátt skrifuð hjá fræði- mönnum, „þá hafa selst af henni hjá prenturunum fleiri eintök á tveim mánuðum en af biblíunni á níu árum Hann ákvað því — læknis- launin voru lág — að skrifa „aðra bók af líkum toga“. Að söguefni valdi hann sér ann- an risa, son Gargantúa, og gaf honum nafnið Panta- grúll: Hinar hryllilegu og ægi- legu gerðir og hreystiverk þess stórfræga Pantagrúls, kon- ungs dipsóda, eftir Alkofryb- as Nasier. 1 þjóðsögum er getið um Iítinn sæskratta, Pantagrúl, sem er persónugervingur þorstans. Helstu afrek hans eru að þeyta salti upp í gin drykkjumanna. Rabelais gerði hann að risa til að þóknast bókmenntasmekkn- um. Sex útgáfur birtust af bókinni frá 1532—1534. í bókinni er sagt frá barn- æsku risans, furðulegri mat- arlyst hans og hrikalegum veislum. í bland við þjóð- sagnaefni og hrjúfar skemmtisögur koma eggj- andi athugasemdir um trú- arbrögð, stjórnmál og upp- eldismál á þann hátt að það hlaut að vekja reiði. Sor- bonne þóttist kenna hvert spjótunum væri beint, guð- fræðingarnir brugðust hart við og bönnuðu bókina 1533, vegna „obcénité“ (kláms); á þessum tímum merkti orðið 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.