Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1983, Blaðsíða 11
Garðar Baldvinsson
Þögnin
hugljúfur blær
svalandi gola
kitlandi ánægja
örvandi hæglát fullnægja
Þögnin
umljúkandi slæða
þokukennd hugvekja
vermandi ábreiða
þægilegt mistur
unaðslegt faðmlag
Þögnin
ómþýð hljómkviða
dropi úr krana
mjöll af himni
hægur andardráttur
straumlétt æðaslög
Þögnin
lífið
ég vaki.
Höfundurinn er 28 ára Reykvíkingur, sem um
þessar mundir starfar við þýðingar. Ljóð hafa ekki
birzt eftir hann áður.
Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir
Þið hin
Með tungu og tönnum
fjas ykkar pressið
nú sem áður
segi égfátt
langt í burtu er ég_
laus við stressið
Sé ykkur fyrir mér
samtala hátt
í glaumi þessum
finnst ekkert næði
leið ykkar
virðist mér
einföld og mjó
Hrokafull titrandi
af hræðslu þið bæði
ódrukkin aldrei
finnið ró.
Höfundurinn er Reykvíkingur að uppruna, 26 ára,
og uppalin bæði syðra og norður í Húnavatnssýslu.
Hún er sjúkraliði og vann við það nokkur ár í Sví-
þjóð, en núna er hún nemandi í Söngskólanum og
vinnur á lögfræðiskrifstofu. Ljóð hafa ekki birzt
eftir hana áður.
Ofbeldismyndir
tjáningarfrelsi
Tjáningarfrelsið er ein dýrmætasta
eign okkar, sem búum við lýðræðislegt
þjóðskipulag og öllum ber að standa
dyggilega vörð um það. Fregnir af því
hvernig þessi sjálfsögðu mannréttindi
eru fótum troðin í einræðisríkjum heims
eru okkur víti til varnaðar.
Tjáningarfrelsið á hinu listræna sviði
er ef til vill einna mikilvægast, vegna
þess að þar býr sá vaxtarbroddur þjóð-
félagsins, sem mannkyn getur helst
bundið vonir sínar við. Sé hann heftur
eigum við á hættu að ótalin tækifæri
glatist til þess að okkur miði fram á veg.
Kvikmyndir eru áhrifamesti fjölmiðill
nútímans sem höfðar til nær allra skiln-
ingarvita mannsins og kennda hans. Við
eigum líka því láni að fagna að í þá
listgrein hafa valist margir hinir ágæt-
ustu listamenn, sem kunna að nota þá
tækni sem kvikmyndin býður upp á í
þjónustu þessarrar listgreinar.
Auðvitað hafa óvandaðir aðilar líka
notað þennan fjölmiðil í því augnamiði
einu að græða fé. Þeirra framleiðsla hef-
ur gengið sinn gang á markaðinum og
ekki skilið eftir nein spor. En á síðustu
árum hafa hins vegar bættst í þennan
flokk svo grófar ofbeldismyndir að okkur
ber að staldra við og athuga málið.
Þróunin í gerð þessarar sérstöku teg-
undar kvikmynda hefur verið ör, spann-
ar varla meira en síðasta áratug. Upp-
hafið hefur sennilega verið á þessa leið:
Kvikmynd þar sem sýnd eru hrottaleg
ofbeldisatriði kemst í hámæli, vekur at-
hygli og afhenni verður góður gróði. Síð-
an er gengið á lagið, en framleiðslan lýt-
ur ákveðnu lögmáli. Ofbeldið verður að
vera grófara með hverri mynd, viðbrögð
áhorfenda gagnvart ofbeldinu á tjaldinu
slævast við endurtekninguna, meira þarf
til næst og svo koll af kolli. Þar til svo er
komið eins og nú er, að myndin býður
ekki upp á annað en nákvæma útfærslu á
því hvernig menn geta misþyrmt, Iim-
lest, svívirt, seigdrepið og pyntað hver
■annan.
Þetta er sú tegund kvikmynda sem
verið er að fjalla um í tveimur frum-
vörpum sem liggja fyrir Alþingi og fjalla
um heftingu á dreifingu eða bann á hér á
landi. Aðrar ekki. Og í langflestum til-
vikum er í lófa lagið að greina þær frá
öðrum.
En við erum ekki ein um það hér á
landi að sjá okkur knúin til að taka á
þessu máli. Á alþjóðlegri ráðstefnu sem
haldin var í maí síðastl. á vegum breska
kvikmyndaeftirlitsins var ofbeldi í
kvikmyndum aðal umræðu- og áhyggju-
efnið. Þar gafst þátttakendum sem
komnir voru hvaðanæva að úr heiminum
m.a. kostur á að sjá atriði úr slíkum
kvikmyndum sem eru að koma á mark-
aðinn. Greinilegt er að þróunin heldur
áfram í sömu átt, meira og magnaðra
ofbeldi en fyrr hefur sést. Ef nokkur
breyting var merkjanleg frá núverandi
framleiðslu önnur, þá var hún sú að
ofbeldið beinist í nýjustu myndunum
einkum að konum — og börnum. Hvaða
tilgangi skyldi slíkum kvikmyndum vera
ætlað að þjóna ?
í umræðum manna á meðal og í fjöl-
miðlum sem orðið hafa vegna frumvarp-
anna fyrrnefndu, hefur nokkuð borið á
því að meðal þeirra sem eru hvað ákaf-
astir málsvarar tjáningarfrelsisins, hafa
alls ekki kynnt sér þessa ákveðnu tegund
kvikmynda segjast ekki hafa áhuga eða
aðstæður til að sjá slíkt eða e.t.v.: slíkt
er fyrir neðan þeirra virðingu!
Öll erum við áreiðanlega sammála um
að frelsið sé okkur hin dýrmætasta eign
en frelsinu fylgir óhjákvæmilega ábyrgð.
Sterk rök þarf til að réttlæta í nafni
tjáningafrelsis dreifingu slíkra ofbeld-
ismynda sem hér um ræðir. Þau hafa
ekki heyrst enn. En við verðum að vona
að þeir aðilar sem ákvörðun eiga að taka
um málið kynni sér það gaumgæfilega
svo hin rétta niðurstaða fáist.
Hulda Valtýsdóttir