Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1983, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1983, Blaðsíða 14
Viðtal við PETRU KELL Y sem verið hefur potturinn og pannan í baráttu Græningj- anna, umhverfissinnaðra stjórnmálasamtaka, sem búin eru að ná fðtfestu í Vestur-Pýzkaianúi. „Frekar kjarnorkustríð en þessa Petru Kelly,“ segja sumir. „Bara Kelly getur komið í veg fyrir kjarnorkustríð“, segja aðrir. í augum sumra er hún hreinasti djöfull, sem lætur uppi efasemdir um grundvallarreglur lýðræðis- ins; í hugum annarra er hún hreinasti engill, sem hefur uppgötvað friðinn á nýjan leik og einnig kærleikann milli manna. Sumir elta hana á röndum, níða hana niður og senda henni morðhótanir; um karlmönnum, sem heyja pólitíska baráttu við hlið henn- ar; jafnvel Jimmy Carter („alveg hlægilegt!") hafi ekki getað staðist töfrabrögð hennar. Þeg- ar rógurinn gegn henni er far- inn að verða einum of óþverra- legur, hefur það stundum komið fyrir, að Petra Kelly hefur brostið í grát í allra augsýn. Þá er hún aftur á móti ásökuð fyrir að vera allt of viðkvæm sál til þess að geta staðið í pólitískri baráttu. Og þó tekur hún þátt í stjórnmálabaráttunni, af því að hún er tilfinningarík kona að eðlisfari, það er að segja kona, sem þjáist. Petra Kelly. Samkvæmt leikreglum samtakanna vék hún úr formanns- sæti á síðastliðnu ári — en allir vita að hún er eftir sem áður áhrifamest. Þessi vitneskja hennar styrkir pólitískar röksemdafærslur hennar. En hins vegar er hið tvöfalda vinnuálag á henni, bæði í erilsömu starfi háttsetts embættismanns hjá Efnahags- bandalaginu og stjórnmálaaf- skipti hennar á sama tíma, tekið að verða einum of mikið fyrir hana. Þannig hefur hún séð um sinn skerf þeirra vinnu, sem hún leysir af hendi fyrir Hina grænu, á kvöldin eftir lok skrifstofutíma í Brússel, á nótt- unni og um hverja einustu helgi. Sem barn hafði Petra orðið að gangast undir marga uppskurði Vt hlutar annars nýrans voru fjarlægðir; heilsa hennar var um langan tíma léleg, og hún hefur að staðaldri þurft að vera á sérstöku mataræði. Sú stað- reynd, að hin fremur veiklulega Gerðu ávallt eins og hjartað býður þér aðrir biðja hana um ráðlegg- ingar og hjálp i vandkvæðum einkalífsins eða í pólitískum vandamálum. Skoðanir, sem skiptast svo mjög í tvö horn, hljóta að vekja forvitni manna: Hver er hún þessi Petra Kelly? Hún er 34 ára gömul, ógift, fínleg og fagurlimuð. Þegar hún, í hléi milli tveggja opinberra umræðufunda í Múnchen, kem- ur í blaðaviðtalið, er hún með dökka bauga undir augunum, og röddin er hás. Hún sefur of lítið — aðeins þrjá til fimm tíma á nóttu, og hún talar of mikið — eða nærri því allan daginn. Þetta hvorutveggja hefur oft verið nauðsynlegt fyrir hana, t.d. þegar hún í haust tók af lífi og sál þátt í hinni harðvítugu kosningabaráttu í fylkiskosn- ingunum í Bæjaralandi sem frambjóðandi Hinna grænu, sem svo nefna sig. Mun þyngri í skauti en öll áreynslan og taugaálagið í sam- bandi við kosningabaráttuna er henni þó sú staðreynd, að póli- tískir andstæðingar gera hverja illkvittnislegu rógsherferðina á fætur annari á hendur henni: Samkvæmt þeim gróusögum er hún ýmist á mála hjá Atlants- hafsbandalaginu eða hjá Kreml, hefur hún með kvenlegri fjöl- kynngi sinni náð valdi yfir öll- Hinn 17. febrúar árið 1970 dó Grace, tíu ára gömul systir Petru Kelly. Banamein hennar var sjaldgæf tegund krabba- meins í augum. Níu árum síðar, á dánardægri systur sinnar, sagði Petra Kelly skilið við vestur-þýzka jafnaðarmanna- flokkinn, SPD, — vegna óheil- inda þessa flokks í heilbrigðis- og orkumálum, í málefnum frið- ar og viðhorfum flokksins til pólitískrar jafnréttisbaráttu kvenna. Hún stofnaði víðtæk samtök til styrktar rannsóknum á krabbameini í börnum og fór að taka virkan þátt í jafnréttis- hreyfingu kvenna, friðarhreyf- ingu og pólitískum samtökum kjarnorkuandsætðinga í Evr- ópu. Hún hvatti mjög til þess,að stofnuð yrðu pólitísk samtök græningja „til þess að koma á föstum pólitískum baráttuað- ferðum, sem drægju til sín at- kvæði frá öðrum flokkum. sú þróun ógnar veldi þeirra, sem um stjórntaumana halda, miklu áþreifanlegar heldur en allir þessir mótmælafundir." Frá því í marz 1980 og þar til í nóvember 1982 var Petra Kelly ein af þremur flokksforingjum Hinna grænu. (Formlega er hún ekki ein af foringjunum í bili og átti þetta að gerast til að koma í veg fyrir persónudýrkun. Þar fyrir er Petra Kelly í vitund al- mennings hinn eini sanni for- ingi samtakanna. (Innsk. þýð.) Það eru mestar líkur á, að hún verði kosin á Sambandsþingið í Bonn í næstu almennu þing- kosningum í Vestur-Þýskalandi. Þar vill hún líka gjarnan vinna að baráttumálum Hinna grænu: „Til þess að varpa ljósi á það, sem þar er að gerast. Til þess að ryðja hinum almenna borgara þessa lands braut beint inn á löggjafarþingið, en samkvæmt hinu forna fyrirkomulagi lýð- ræðisins á það eimitt að vera staðurinn, þar sem allir þegnar eiga að geta komið og gert grein fyrir skoðunum sínum." Lagði stund á stjórnmálafræði Petra Kelly tekur tekur því með stökustu rósemi, þegar Hinir grænu eru sakaðir um að vera ekkert nema hópar af ruglukollum. „Það er bara af því að við birt- umst ekki á sjónarsviðinu öll uppstrokin og stífpressuð eins og þeir herramenn, sem með völdin fara og ekki hafa orðið hina minnstu hugmynd um hversdagslegt líf fólksins." Einnig þá fullyrðingu and- stæðinga sinna, að baráttumál græningjanna séu eintómir hug- arórar og útópía, lætur hún sér í léttu rúmi liggja: „Ef menn álíta að ofbeldislaus „þjóðfélagsleg andspyrna" sé hreinasta útópía ... “ Hins vegar getur hún ekki fallist á, að hún sé einhver ein- feldningur: “Ég veit, um hvað ég er að tala.“ Petra Kelly lagði stund á stjórnmálafræði við háskóla í Bandaríkjunum, starfaði síðar á kosningaskrifstofum þeirra Roberts Kennedys og Huberts Humphreys og var í nánum tengslum við bandarísku fjölda- hreyfinguna gegn styrjöldinni í Víetnam og fylgdist náið með Martin Luther King-hreyfing- unni þar vestra. Eftir að hún hafði lokið eins árs háskólanámi í Amsterdam til viðbótar, hóf hún störf hjá stjórnarnefnd Efnahagsbandalags Evrópu í Brússel, og var ráðningartími hennar í fyrstu ákveðinn aðeins til eins árs. í lok ársins 1972 hreppti hún svo fasta stöðu sem deildarstjóri hjá stjórnarnefnd Efnahagsbandalagsins, en um þá girnilegu stöðu höfðu, auk hennar, sótt fjölmargir karl- menn með mikla starfsreynslu, svo og þrjár aðrar konur:“ Um skrifborðið mitt í Brússel hefur legið leið allra mikilvægustu skjala Efnahagsbandalagsins síðustu fimm á. Petra Kelly skuli hafa getað þolað allt það taugaálag og alla þá vinnu, sem hún hefur innt af hendi undanfarin ár, er stuðn- ingi móðurömmu hennar Kuni- gunde Birle frá Núrnberg að þakka. „Græna amman" eins og hún er alls staðar kölluð, er dótturdóttir sinni í senn móðir og vinkona; hún er auk þess rit- ari hennar, skjalavörður og samherji í hinni pólitísku bar- áttu ... Petra Kelly, sem er annars afar sjálfstæð í einu og öllu, þarf svo mjög á ömmu sinni að halda, að Kunigunde Birle segir: „Ég má ekki deyja.“ Auðvitað var amman viðstödd blaðaviðtalið. Blm.: Þú ert sem sagt þessi hættulega kona, sem hvetur fólk til að óhlýðnast? Petra Kelly (hlær): Já, ekki að- eins í stjórnmálum. Heldur hvet ég einnig konurnar til óhlýðni í heimahúsum eða á vinnustaðn- um. Það er fyrir löngu tími til kominn, að fólk fari að óhlýðn- ast í Vestur-Þýzkalandi. Blm. Hvernig dettur einmitt þér óhlýðni í hug? Eg hélt, að þú hefð- ir verið einkar þægur nemandi í klausturskóla? Petra Kelly: Einmitt þess vegna. Valdaskiptingin þar var svo mikil og kúgunin, að maður varð að komast innundir hjá að minnsta kosti einni nunnu, svo 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.