Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1983, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1983, Page 15
Hér á græni liturinn erfitt uppdrátt- ar og raunar ofur eðlilegt að samtök eins og Die Griine — Græningjarnir — spretti upp til varnar og verndar upprunalegu umhverfi. Því fylgir oft mögnuð andstaða við nútíma lifnað- arhætti og sumir áhangendur hafa sagt skilið við borgarlíf og reynt að taka upp fábrotna lifnaðarhætti og lifa af jörðinni. Um leið hafa sam- tökin haft afvopnun og afnám kjarn- orkuvopna á stefnuskrá sinni. að ekki væri alltaf verið að refsa manni. Blm.: Sem sagt verið að ala upp undirlægjur? Petra Kelly: Já. Þvinganir gera menn mjög svo passíva — óvirka; sífelldar þvinganir hafa þau áhrif, að fólkið tekur að samsinna öllu þegar í stað. Það hugarfar er mjög ríkt með Þjóð- verjum. í því sambandi ætla ég að upplýsa fólk eins vel og ég get. Við græningjar erum ennþá allt of liógværir í pólitískri framgöngu okkar, við verðum að gera miklu meira til þess að koma af stað óhlýðni, þegar eitt- hvað það er að gerast, sem ógnar lífi manna og tilveru. Til dæmis að margir segi þá ein- faldlega skilið við hermennsku og gangi úr vestur-þýska hern- um, Bundeswehr. Blm.: Það skal engan undra, að þú skulir vera álitin hættuleg. Og hvað svo, ef helmingur mannanna í Bundeswehr hætti núna einfald- lega herþjónustu og færi heim til sín? Petra Kelly: Ja, þá skyldi ég hlæja, þá yrði mér reglulega skemmt. Blm. En það virðist margt benda til þess, að þetta verði frek- ar þvert á móti: Konur vilja nú orðið einnig fá að gegna herþjón- ustu í Bundeswehr. Petra Kelly: Þar eru að verki áhrif frá konum eins og henni Renger og henni Wex og meira að segja Alice Schwarzer, því þessar konur segja: „Við höfum fengið jöfn réttindi á við karla, og nú verðum við líka að gegna sömu skyldum og þeir.“ Eins og konur hafi ekki svo sannarlega nóg af skyldum! Þær mega fæða börn í þennan heim, og þau börn eru svo gerð að fallbyssufóðri; mitt inni í húsarústunum mega þær svo vinna við uppbyggingu á nýjan leik eins og konur gerðu eftir síðustu heimsstyrjöld ... Af hverju þurfum við endilega að tileinka okkur þetta gamla gildismat karlmannanna, þótt við öðlumst jafnrétti á við þá? Okkur ber öllu fremur að draga þetta gildismat þeirra í efa! Ein- mitt vegna þess, að konur fá ekki inngöngu í herinn, hafa þær alla möguleika á að vinna í þágu friðarhreyfingarinnar. Þeim gefst tækifæri til að valda straumhvörfum. Blm.: Eru ekki margar konur ósköp fegnar, ef þær fá bara að njóta friðar í einkalífi sínu heima fyrir? Petra Kelly: Jú, og það get ég meira að segja mjög vel skilið. Ég verð svo greinilega vör við þessi vandamál með karlmenn- ina einnig hjá Græningjunum, þar sem margar virkar konur starfa. Sumir af karlmönnunum í samtökum Grænjngja eru allra manna óhreinlyndastir. Þeir stefna að þjóðfélagi, þar sem konur eiga að sitja við rokkana og spinna, gera osta, búa til saft og hamingjan má vita, hvað það er, sem þær eiga ekki að hafa fyrir stafni í þessum lífríkis- búskap á heimilunum, en það eiga aftur á móti að vera karl- menn, sem leggja drögin að gerð vindmylla og skipuleggja þjóð- félag, sem hafi lífríkið umhverf- is að leiðarljósi og grundvelli. Blm.: Sem sagt, afturhvarf til hefðbundinnar þjóðfélagsgerðar fyrir alla? Petra Kelly: Já, einmitt. Frjálst, óþvingað þjóðfélag — það er í augum karlmannanna einfaldlega, að tæknin líti öðru vísi út, en tengslin verði hin sömu og áður. Á fyrsta ári starf- semi Græningjanna var jafn- ræði mjög þýðingarmikið atriði; það var eins og tískuorð — 50 prósent konur í stjórnum og ráðum. En núna er aftur á móti sagt: „Það er út af fyrir sig gott og blessað, en það verður að vera hæf kona.“ Áð til séu einn- ig mjög margir karlar, óhæfir til slíkra starfa, á það er auðvit- að aldrei minnst. I kjördæmi mínu, Allgáu, gerði ég það núna að skilyrði, að á öllum opinberum umræðu- fundum í kosningabaráttunni sætu nákvæmlega jafn margar konur og karlar. Blm.: Eru konur ekki hlédræg- ari í þessum efnum, af því að þær hafa svo mörg önnur verkefni með höndum? Hvernig eiga konur að hafa innri kraft og tíma til að standa í stjórnmálabaráttu? Petra Kelly: Auðvitað. Konur verða þá að neita sér um slík tengsl eins og hjónaband og börn. En karlmenn hafa allt þetta: starfsferil utan heimil- isins, fjölskyldu, og þeir eru með í stjórnmálum. Ég hef veitt því athygli, að karlmenn eru alltaf færir um að taka aftur til við hlutina með nýjum eldmóði, eft- ir að hafa endurnærst hjá kon- um sínum. Ég hefði gaman af að sjá karlmann, sem vinnur heim- ilisstörf — húskarl — sem um leið er pólitískt virkur. En svo- leiðis karlmaður er víst einungis til í ævintýrabókum, af því að karlmaður er ekki fær um að lúta í lægra haldi og láta eins og ekkert sé. Blm.: Myndi það ekki bara þýða, að hlutverkunum væri snúið við? Petra Kelly: Þetta átti nú bara að vera háð hjá mér. Ég er hvort eð er andvíg hjónaböndum, and- víg slíkri gerð fjölskyldna. Ég þekki bara til margra hræsnis- fullra hjónabanda, þar sem óheilindi ráða ríkjum. Mér finnst, að því er varðar tengsl manna á milli, að mannkynið hafi alls engu fengið áorkað. Blm.: Hvernig myndu þá beztu og heppilegustu tengslin líta út í þínum augum? Petra Kelly: Ég vil ekki vera lagalega bundin við hinn aðil- ann. Slík tengsl eiga að vera án borgaralegs ytra byrðis eins og trúlofunar og hjónabands. Ég vil, að báðir aðilar veiti hvor öðrum eins mikið frelsi og frek- ast er unnt, vil að hreinskilni ríki. Jafnvel þótt ég sé þriðji að- ilinn í hjónabandi, sem mjög oft hefur verið mitt hlutskipti, vil ég samt ekki vera svikin, og ekki heldur svíkja hinn aðilann. Ekki heldur hina konuna. Af því að hver og einn á rétt á því að vita um þessi tengsl — jafnvel þótt því fylgi sársauki. Blm.: Hefur nú nokkurn tíma reynt að búa með karlmanni? Petra Kelly: Einasta tímabilið af því tagi á ævi minni var með Sicco Mansholt; það stóð í eitt ár. En skilyrðin voru mjög erfið: I fyrsta lagi var þessi maður þegar kominn á eftirlaun hjá Efnahagsbandalaginu, var orð- inn 65 ára — ég var .þá 24, og það er mikill aldursmunur — og í öðru lagi var hann í hjóna- bandi. í mínum augum var það tvöfalt siðferði, og ég reyndi — hvernig á ég að orða það — að ná samstöðu við eiginkonu hans, þar til ég komst að raun um, að hún gat ekki tekið þessu, og dró mig til baka. Það var gert vegna konunnar, af því að hún hafði næstum því látið bugast út af þessu. Hún hafði víst alltaf átt mjög erfitt í sambúðinni, og svo varð ég dropinn, sem fyllti mæl- inn. í pólitísku tilliti voru þessi tengsl mín við Sicco Mansholt mér mjög mikils virði. En þegar ég var þrjár, fjórar vikur sam- fleytt með honum, fékk ég þá tilfinningu, að ég yrði að vera honum allt í senn: lagskona, fé- lagi og móðir — bókstaflega allt. Blm.: Þú varöst sem sagt aö taka á þig viöbótarverkefni? Petra Kelly: Það var búist við meiru af mér en ég gat vænst af hans hálfu. Ég er alls ekki móð- urleg í mér, og ég fæ heldur ekki skilið, hvers vegna ég á að ann- ast alla karlmenn. Auk þess er líka samstaðan með hinni kon- unni mjög þýðingarmikið atriði í mínum augum. Því miður kemst slík samstaða ekki oft á laggirnar. Flestum konum er svo farið, að þær segja einfald- lega: „Ég á hann þennan.“ Og þetta viðhorf eyðileggur öll tengsl mjög fljótlega. Að leggja stund á frjálsar ást- ir er, held ég, eitt alerfiðasta viðfangsefnið í pólitíkinni, af því að þarmeð-er verið að fitja upp á nýrri þjóðfélagsgerð og um leið verið að leggja drög að nýrri manngerð. Blm.: Þekkir þú ekkert til af- brýðisemi? Petra Kelly: Eiginlega ekki. En ég þekki hins vegar til hennar í þeirri mynd, sem hún kemur fram í hjá karlmönnum, og það er alveg hræðilegt, af því að hún er eyðileggjandi. Ef maður elsk- ar einhverja manneskju — hvað er þá svo erfitt við það, þótt aðr- ir elski hana líka? Blm.: Veldur slík afstaöa ekki einmanalcika? Petra Kelly: Sjálfstæði mínu fylgir mikill einmanaleiki. Um leið og ég verð á einhvern hátt háð öðrum, til dæmis sálfræði- lega, efnahagslega eða á annan hátt, þá er ég ekki lengur frjáls. Ég held til að mynda, að það sé í raun og veru hægt að elska tvær manneskjur í einu — því trúi ég statt og stöðugt. Það er bara svo erfitt að miðla undir þannig kringumstæðum, og karlmönn- um hættir nú einu sinni mjög til að vilja kasta eign sinni á allt og alla, sem þeir koma nálægt. Það á líka við um hann John ... Blm.: Þú átt viö írska verka- lýðsleiötogann John Carroll? Petra Kelly: Já, við höfum nú verið saman í sjö ár; í fyrstu var það bara hrein og ómenguð vin- átta, alveg platónskt samband. En nú orðið sjáumst við varla... Ég gæti aldrei búið með honum undir einu þaki, enda þótt það sé víst einmitt það, sem hann stefnir að. Hann fer mjög bráðlega á eftirlaun, og ég gæti haft það ósköp þægilegt hjá honum — allt væri í góðu samræmi, hann sæi fyrir mér og skilur meira að segja þörf mína fyrir frjálsræði, veit meira að segja að ég þarf og vil eiga aðra vini. En ég gæti aldrei fallist á það. Ég vissi þá, að ég hefði gert málamiðlunarsamkomulag við sjálfa mig, en ég gerð að vera söm og trúverðug í mínum eigin augum. Blm.: Hvernig hugsar þú þér þitt eigiö líf? Aö vera alltaf ein á báti og eiga vini og elskhuga við og við? Petra Kelly: Fyrirmyndin er nú eiginlega það lífsform, sem Alexandra Kollontoi vildi fyrr á árum. Lífsvenjur hennar og skoðanir á lífinu hafa gefið mér ákveðið fordæmi: Frjálsar ástir, frjáls sameign og frjáls sam- skipti. Það var Lenin, sem svo flæmdi hana úr ráðherrastóli í rússnesku ríkisstjórninni með vatns-kenningunni sinni — „Kynlíf er eins og vatn“. — Þessi kona sagði það, sem í mín- um augum er mjög byltingar- SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.