Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1983, Síða 2
„Ég lít svo á að leikrit, ekki síður en ljóð eða
skáldsaga, sé fyrst og fremst eins manns verk,
sem unnið er innan fjögurra veggja. Meðan ég
er að skrifa leikrit loka ég mig af eins og kostur
er, lifi með því fólki sem kemur til mín gegnum
skáldskapinn og þarf ekki á öðrum að halda.
Hópvinna í leikhúsi er fjarri mér.“
lllugi Jökulsson ræöir viö Birgi Sigurösson rithöfund í tilefni þess aö
nýtt leikrit hans, Grasmaökur, verður senn á fjölum Þjóöleikhússins
Það er ekki auðveldasta
verk í heimi að ná viðtali við
Birgi Sigurðsson; í þessu til-
felli um nýtt leikrit hans sem
frumsýnt verður í Þjóðleikhús-
inu innan skamms. Fyrst neit-
aði hann. „Eg á afskaplega erf-
itt með að tala um verk mín
áður en þau eru komin fyrir
almenningssjónir. En viltu tala
um eitthvað annað?“ Það vildi
ég víst ekki og lét málið niður
falla. En svo skömmuðu þeir
hann í Þjóðleikhúsinu fyrir að
vilja ekki taka þátt í að aug-
lýsa leikritið og hann féllst á
viðtal. „Eg sagði þeim í Ieik-
húsinu að ég væri hættur að
skrifa leikrit,“ segir hann. „Ég
sagði þeim að nú ætlaði ég að
fara að skrifa skáldsögur og
kaupa allt upplagið sjálfur.
Síðan ætlaði ég að flytja út í
sveit og kannski gauka einu
og einu eintaki að þeim sem
eiga leið hjá og hafa áhuga.
Þeim þótti þetta ekkert snið-
ugt. Skrýtið fólk í Þjóðleikhús-
inu.“
En ég er alltjent mættur inn i
stofu til hans að tala um leikrit-
ið, Grasmaðk. Hann er nýkom-
inn af æfingu og segist vera úr-
vinda. „Ég er alltaf eins og lurk-
um laminn eftir æfingar. Það
rennur af mér svitinn, þó ég geri
ekki annað en að sitja og horfa
á. Ég mæti reyndar ekki á
hverja einustu æfingu — það
væri mér ofviða — en er svona
til reiðu þegar leikstjórinn eða
leikararnir þurfa að fá útskýr-
ingu á einhverju. Aftur á móti
geri ég aldrei breytingar á leik-
ritum mínum á æfingum; eða
svo að segja aldrei. Hnika
kannski til fjórum fimm setn-
ingum. Ég lít svo á að leikrit,
ekki síður en ljóð eða skáldsaga,
sé fyrst og fremst eins manns
verk, sem unnið er innan fjög-
urra veggja. Meðan ég er að
skrifa leikrit loka ég mig af eins
og kostur er, lifi með því fólki
sem kemur til mín gegnum
skáldskapinn og þarf ekki á öðr-
um að halda. Hópvinna í leik-
húsi er fjarri mér.“
Áður en lengra er haldið —
Brynja Benediktsdóttir er
leikstjóri Grasmaðksins.
Hlutverk eru fimm en með
þau fara sex leikarar. Fjórir
þeirra eru flestum kunnir:
Margrét Guðmundsdóttir,
Gísli Alfreðsson, Sigurður
Sigurjónsson og Hjalti
Rögnvaldsson, en tværfjór-
tán ára stúlkur munu skipt-
ast á um fimmta hlutverkið,
þær María Dís Cilia og Hall-
dóra Geirharðsdóttir. Leik-
ritið verður flutt á stóra
sviðinu og Ragnheiður
Jónsdóttir annast búninga
oggerir tjöld. Er þetta í
fyrsta sinn sem hún vinnur
fyrir leikhús, en hún er kunn
fyrir grafík sína. Þess má
einniggeta, að leikritið kem-
ur út í bókarformi á frum-
sýningardag á vegum
bókaforlagsins Iðunnar.
Birgir var að tala um hvern-
ig hann skrifaði leikrit sín.
Eg spurði hver væri kveikja
þeirra; hvort hann hæfist
handa með fólk sem skyti
upp kollinum í huga hans,
eða hvort það væru hug-
myndir, sitúasjónir eða eitt-
hvað annað sem hann gengi
út frá.
„Ja, hvað þetta nýja leikrit
varðar, þá hef ég verið að hugsa
um það í mörg ár. Það er að
nokkrum hluta til byggt á minni
eigin reynslu, en hún hefur síð-
an umskapast í skáldskap. Þar
kemur jafnan að það hættir að
skipta máli hvaðan tiltekið efni
er komið; það öðlast sinn eigin
veruleika sem krefst eigin lög-
mála. Þegar ég er að vinna með
fólk í leikriti er það á endanum
orðið mér svo raunverulegt, að
ég er satt að segja hissa á því að
það skuli ekki standa fyrir
framan mig, vera af holdi og
blóði. En hver kveikjan er? Það
er ósköp frumstætt. Ég heyri
rödd, sé andlit, kannski grettu
eða bros. Svo fer fólkið að tala,
fyrst nokkur orð, síðan heilar
setningar. Að lokum hittist
fólkið og ég verð að ráða fram úr
því hvað það gerir þá, hvernig
hver grípur inn í annars líf. Og
svo framvegis."
Á þessi þróun sér stað á papp-
írnum, eða hefstu ef til vill ekki
handa fyrr en þú veist nokkurn
veginn á hvaða leið þú ert?
„Ég byrja aldrei fyrr en ég
veit að mestu leyti hvað muni
gerast, hvernig, hvenær og um-
fram allt; hvernig allt muni
enda. Að vita það skiptir mig
öllu máli. Leiðin heim er að end-
inum. Þetta er spennandi verk
en jafnframt erfitt. Ég hef verið
að vinna að Grasmaðkinum í
fjórtán mánuði, en annars
skiptir tímalengdin í sjálfu sér
engu máli. Þegar þú hlustar á
söngvara, spyrðu ekki hversu
lengi hann hafi verið að æfa háa
c-ið; þú spyrð hvernig var tónn-
inn? Besta leikrit sitt, Orðið,
skrifaði Kaj Munk á aðeins tíu
dögum, en hin sem eru ekki eins
góð var hann að sýsla við í eitt
tvö ár. Spurningin er sem sé
ekki um tíma. Eg vinn þar til ég
kemst ekki lengra, þar til mér
finnst allt ganga upp; vera rétt.
Auðvitað kann að vera að
eitthvað passi ekki alveg, en það
verður þá að hafa það.“
Birgir vék sér fimlega undan
öllum spurningum um efni leik-
ritsins. Fyrsta tilraunin fór
svona:
„Um hvað það fjallar? Því á
ég erfitt með að svara. Um hvað
fjallar Hamlet? Eða Makbeð; er
það leikrit um morð? Auðvitað
er Makbeð um morð, en það seg-
ir þó nákvæmlega ekki neitt.
Heyrðu — spurðu mig heldur
um nafn verksins."
Ókei. Þetta er skrýtið nafn:
Grasmaðkur. Hvað á það að
þýða?
„Sjáðu nú til. Segjum að vor-
dag einn farir þú út í garð með
barnið þitt. Barnið er ungt og
ekki byrjað í skóla; það er ekki
búið að læra neitt í náttúru-
fræði. Þar sem þið liggið í gras-
inu þá sér barnið allt í einu lítið
grængult dýr sem það hefur
aldrei séð áður. Það spyr þig og
þú svarar: Þetta er grasmaðkur.
Og svo segir þú barninu að einn
daginn muni grasmaðkurinn fá
vængi og fljúga; vera þá orðinn
fiðrildi. Ef að líkum lætur mun
barnið verða stórkostlega undr-
andi. Það sér nefnilega að þessi
skepna er um það bil ólíklegasta
dýrið til að fara allt í einu að
fljúga."
Ojæja, hugsa ég. Sjálfum
þætti mér meiri tíðindum sæta
að sjá kú fá vængi og fljúga
burt. Þá segir Birgir upp úr
þurru:
„Það er meira að segja lík-
legra að belja taki upp á því að
fljúga en þessi grasmaðkur, svo
barnið verður stórhissa. Þú ert
Sumir hafa
slitnað úr tengslum
við kraftaverkið