Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1983, Page 4
FRU HEIBERG
Taumlaus
aðdáun
— en öfundin var heldur
ekki langt undan —
Síðari hluti. Anna María Þórisdóttir tók saman
Johanne Luise Heiberg — ung og upprennandi leikkona og klædd sam-
kvæmt tízku tíraans.
Nafnlausar ástar-
játningar bárust
heim til hennar
En hveitibrauðsdögunum lauk
og Heibergs-hjónin urðu að
flytjast inn í Kaupmannahöfn í
byrjun september, þar sem þá
hófust æfingar í Konunglega
leikhúsinu. Þau settust að í
Brogaden 3 í Christianshavn,
andspænis húsinu þar sem
Pátges-systurnar dönsuðu uppi
á billjarðborðinu forðum.
Unga frúin hefði auðvitað
viljað búa ein með manni sínum,
en gamla frú Gyllembourg gat
ekki hugsað sér að yfirgefa þau,
svo að hún og fóstursonur henn-
ar, Georg Buntzen, bjuggu hjá
þeim — gamla frúin reyndar til
æviloka. Fyrsta kvöldið afhenti
hún frú Heiberg heimilisreikn-
ingabókina með þessum orðum:
„Hér afhendi ég þér yfirráðin og
stíg niður úr hásæti mínu.“
Vinsældir frú Heiberg jukust
ár frá ári. Hún hlaut lof og
klapp á sviðinu, ljóðabréf, blóm,
gjafir og nafnlausar ástarjátn-
ingar bárust heim til hennar og
heimboðum rigndi yfir þau hjón,
en Heiberg hafnaði þeim flest-
um, ungu frúnni til sárrar
óánægju í fyrstu. En margir
lærðir menn, svo og skáld og
heimspekingar sóttu þau hjón
heim og frú Heiberg fræddist
mjög af umræðum þeirra við
mann hennar. Heiberg undrað-
ist stundum gáfulegar athuga-
semdir hennar og spurði: „Hvað-
an veistu þetta? Þú kannt eins
og af sjálfu sér þaö, sem við
þurfum að lesa okkur vandlega
til um.“
Skáldið Herz var mikill vinur
þeirra hjóna og rigningarsum-
arið 1832 dvöldust þau ásamt
honum og frú Gyllembourg á
Hirscholm, þar sem fyrrum
lifðu ástarævintýri sitt Matt-
hildur drottning (móðir Friðriks
6.) og Struensee. Uppáhalds-
staður ungu frúarinnar var í
toppi mórberjatrés, þar sem hún
sat og lærði hlutverk fyrir
næsta vetur. Þremenningarnir,
Heiberg-hjónin og Herz, léku
billjarð og áttu bágt með að
hætta, þegar frú Gyllembourg
vildi fá þau í te. Á kvöldin sungu
þau Bellmans-söngva sem þá
voru lítt þekktir í Danmörku og
í endurminningum sínum kallar
frú Heiberg þetta sumar Bell-
mans-sumarið.
Frú Heiberg átti eftir að leika
í mörgum leikritum, sem Hertz
samdi fyrir Konunglega leikhús-
ið, svo og í leikritum Oehl-
enschlágers, en þeir Heiberg
voru engir vinir á timabili vegna
frægra ritdeilna í sambandi við
gagnrýni Heibergs á skáldskap
Oehlenschlágers. Skáldið dáði
frú Heiberg þó alla tíð og var
gamall vinur frú Gyllembourg
og heimsótti hana oft, svo og
tónskáldið Weyse.
Dramatískur höfund-
ur gat H.C. Andersen
aldrei orðið
Skáld og rithöfundar kepptust
um að skrifa leikrit með hlut-
verkum fyrir frú Heiberg. Einn
þeirra var H.C. Andersen. Frú
Heiberg hafði leikið í leikriti
hans „Múlattinn“, sem gert
hafði mikla lukku hjá áhorfend-
um. Sjálf var frúin lítið hrifin af
stykkinu og henti gaman að því
ásamt meðleikurum að tjalda-
baki. Uppveðraður af viðtökum
áhorfenda réðst Andersen í að
skrifa annað leikrit og ennþá
lengra, „Márastúlkuna“ og auð-
vitað skyldi frú Heiberg leika
aðalhlutverkið, mikið að vöxtum
og langt. Hún færðist eindregið
undan, bar m.a. við slæmsku í
hálsi, sem ágerðist. Hún reyndi.
að skýra undanfærslu sína
ákveðið fyrir Andersen og færa
rök fyrir máli sínu. En hann
hagaði sér eins og óþægt og erf-
itt barn og kallaði upp yfir sig:
„Þetta er ljótt af yður, þetta er
ljótt af yður.“ Frú Heiberg var
hrifin af ævintýrum Andersens
og ein hinna fyrstu, sem hrós-
uðu honum fyrir þau. En
„dramatískur rithöfundur gat
Andersen aldrei orðið; til þess
var eðli hans of kvenlegt," segir
hún.
Andersen sármóðgaðist yfir
þessum viðtökum, en tók þó
seinna upp samband við frú Hei-
berg og færði henni t.d. nýtt og
snoturlega innbundið bindi af
ævintýrum sínum árið 1858. Þá
sagi hann henni frá síðustu ferð
sinni til Englands, þar sem hann
sat í besta yfirlæti í boði Charl-
es Dickens. En dag einn barst
honum að heiman neikvæð
gagnrýni úr blöðunum. Hann
rauk frá borðum og út í garð og
kastaði sér hágrátandi í grasið.
„Ég þoli ekki gagnrýni," sagði
hann.
Frú Heiberg segir frá heim-
komu Thorvaldsens og móttök-
um íbúanna, en bætir því jafn-
framt við að í rauninni hafi al-
menningur lítið sem ekkert vit-
að um hann og verk hans, sem
t.d. kom fram í því að mann-
fjöldinn á Kóngsins Nýjatorgi
hrópaði „Tordenskjold", þegar
hann vildi fá listamanninn fram
á svalirnar á Charlottenborg.
Thorvaldsen lézt
í leikhúsinu
Thorvaldsen og Oehlenschlág-
er voru ákafir leikhúsunnendur
og komu næstum á hverja ein-
ustu sýningu og söknuðu leikar-
arnir þeirra mjög, annars hvít-
hærðs og hins svarthærðs, þegar
þeir féllu frá og sátu ekki lengur
á sínum stað í áhorfendasætun-
um. Thorvaldsen varð bráð-
kvaddur í Konunglega leikhús-
inu 1844, en Oehlenschláger lést
1850.
Bestu og tryggustu vinir Hei-
bergs-hjónanna voru Collin,
gamli leikhússtjórinn, sem frú
Heiberg hélt tryggð við og heim-
sótti löngu eftir að hann var
gleymdur af umheiminum og
bjó einn með þjóni sínum og
hundum, og Martensen biskup
og frú, en þeir Heiberg og bisk-
upinn áttu langar viðræður um
heimspeki, trú og siðfræði.
Eftir að Heiberg-þrenningin
flutti úr Brogaden bjuggu þau
um skeið í Bredgade, en 12.
október 1844 fluttu þau í
Sökvæst-húsið við Christi-
anshavn og bjuggu þar til ævi-
loka Heibergs. Ibúðinni fylgdi
stór garður, sem frú Heiberg
annaðist af mikilli alúð alla tíð
og varð henni til mikillar
ánægju. Eftir 5—6 ár segist hún
hafa farið að sitja í skugga
fyrstu trjánna, sem hún lét
gróðursetja og garðhús hennar
umvafið síblómstrandi berg-
fléttu vakti mikla athygli. Stutt
var að ganga frá heimilinu út á
Amager. Eftir tíu mínútna gang
var frú Heiberg komin langt út í
sveit, þar sem bændur unnu við
bú sín og hún kynntist fólki á
næstum öllum bæjunum. Oft sat
hún á gömlum rústum úti á
sléttunni og sá þá stundum héra
skjótast hjá. Hún horfði á segl-
bátana undan Kalvebodstrand,
sem virtust sigla eftir grænni
sléttunni, en sjórinn var í
hvarfi. Hún sá veðurbarða hafn-
sögumennina í hvítum, þykkum
ullarpeysum með barðastóra
hatta og litríkur klæðnaður
fólksins í hollenskum stíl hreif
hana. Hún frétti af böllum á
Amagerkránni á sunnudögum
og Lisbet, Jochum og óham-
ingjusami elskhuginn Rasmus
birtust í hugarheimi hennar.
Leikkonan var oft
einmana á kvöldin
En oft var frú Heiberg ein-
mana í Sökvæst-húsinu. Eigin-
maðurinn hafði nú fengið aldeil-
is ágætt húsnæði til að stunda
stjörnuathuganir, herbergi á
efri hæð hússins, þar sem hann
eyddi öllum stundum sínum við
kíkja sína og reiknitöflur.
Gamla frúin var heilsuveil og
fór snemma að sofa, svo að frú
Heiberg fann til mikillar ein-
semdar, þegar hún kom heim úr
leikhúsinu á kvöldin, oft í upp-
námi eftir erfiðar sýningar og í
þörf fyrir að úthella hjarta sínu
fyrir einhverjum. Að vísu kom
eiginmaðurinn niður til hennar i
te, en flýtti sér svo aftur á fund
„Uraníu". Frú Heiberg fannst
nú bestu stundir þeirra liðnar,
þegar þau sátu saman á síð-
kvöldum í sófanum og töluðu
undir fjögur augu. Oft sveipaði
hún hvíta sjalinu sínu þétt að
sér og fór út í garðinn og reikaði
þar um og horfði á stjörnurnar,
sem eiginmaðurinn athugaði á
vísindalegan hátt og fylgdist
með ljósinu í gluggum hans,
þangað til hann slökkti. „Ólýs-
anleg viðkvæmni greip mig
stundum á þessum næturgöng-
um, hljóðlaust runnu tár mín í
nafnlausri þrá, þrá sem virðist
ætla að fylgja mér frá vöggu til
grafar," segir hún.
En þetta varð til þess að frúin
fór að rifja upp píanóleik sinn
og svo kom að þessar einsemdar
næturstundir urðu miklar ham-
ingjustundir. Hún fór að semja
lítil lög og seinna texta við þau
og upp úr þessum stundum
spruttu leikrit hennar „Apa-
kötturinn" og „Sunnudagur á
Amager", sem gengu árum sam-
an í Konunglega leikhúsinu og
hafa verið leikin hér á íslandi
næstum fram á þennan dag.
Lengi vel vissi enginn hver höf-