Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1983, Page 14
Margeir Pétursson
Marshall
árásin
hefur
staðist
tímans tönn
í HUGUM margra skákáhuga-
manna er Marshall-árásin í
spænska leiknum sveipuð
dýrðarljóma og ekkl að
ástæðulausu, því ef svartur
nær að beita henni losnar
hann viö að verjast í þung-
lamalegu Chigorin-afbrigð-
inu, en fær í staðinn
skemmtileg sóknarfæri með
því að fórna peði. Það var
hugmyndaríkur bandarískur
stórmeistari, Frank Marshall,
sem fyrstur beitti afbrigði
þessu á öörum áratug aldar-
innar, og dregur það nafn sitt
af honum.
Það hefur æ síðan verið afar
vinsælt og mikið teflt, en því
Stjarna Þórðar
var í austri
an fiski- og flutningaskipaflota
á Vestfjörðum á 13du öld. Þórði
og hans mönnum voru alls stað-
ar tiltæk skip á tíma sögunnar.
Það er ekki vitað, hvenær það
verður málvenja á Vestfjörðum
að kalla sexæringinn skip og
þaðan af stærri báta, en fjagra
manna för og minni fleytur báta.
Þessi málvenja getur hafa
myndazt snemma með sjómönn-
um, þótt söguriturum á 13du öld
væri hún ekki töm og það er
ekkert hægt að átta sig í Sögun-
um eða Sturlungu á stærð þeirra
fleyta, sem við sögu koma á
orðafarinu skip eða bátur. Það er
greinilega allt á reiki um þau
skil hjá söguriturunum. Þeir
kalla flestar fiskifleytur skip.
Það gætu því orðalagsins vegna
hafa verið fjagra eða fimm
manna för í þessum fjölskipa
flota Þórðar en það er ekki lík-
legt þó, að hann hafi lagt uppí
langferð og siglingar fyrir
Látrabjarg á minni bátum en
sexæringum og mest hafa þetta
verið útróðrabátar Vestfirðinga,
sexæringar, áttæringar, teinær-
ingar en tólfæringar eflaust fá-
ir.
Það hefur ekki verið neinn
smáræðis fiskifloti á Vestfjörð-
14
meira sem það hefur verið teflt
og rannsakað síðustu 65 árin því
lengra virðist vera í nokkra sjá-
anlega niðurstöðu um það hvort
peðsfórnin eigi rétt á sér eða
ekki. Árás Marshalls hefur að
þessu leyti algjöra sérstöðu á
meðal bragða þeirra eða gam-
bíta sem réðu ríkjum á skák-
mótum hér áður fyrr, en hafa nú
að mestu fallið í gleymsku, að
stöku þrákálfi undanskildum.
Marshall virðist hins vegar hafa
smíðað vopn sitt úr ryðfríu stáli,
því enn skýtur árásin mörgum
skelk í bringu og jafnvel hefur
verið fundið upp svonefnt „Anti-
-Marshall“-afbrigði spænska
leiksins, en það miðar fyrst og
fremst að því að hindra að
svartur geti nýtt sér hugmynd
Marshalls.
Áhorfendur fá yfirleitt eitt-
hvað fyrir sinn snúð þegar af-
brigðið verður upp á teningnum,
því það leiðir nærri undantekn-
ingarlaust til mjög snarprar
baráttu. Skákin hér á eftir er
heldur ekki af lakara taginu.
Þar eigast við tveir af öflugustu
skákmönnum Sovétmanna. Lev
Psakhis, ungur og frumlegur
stórmeistari reynir að hrekja
árásina með nýstárlegum að-
ferðum, en að baki henni stend-
ur gamall kunningi okkar, sókn-
arjaxlinn og byrjanasérfræðing-
urinn Efim Geller, sem er nú
farinn að nálgast sextugt og bú-
inn að fást við Marshall-árásina
í áratugi. Skákin er tefld á
minningarmótinu um Chigorin í
Sochi við Svartahaf fyrir ára-
mótin.
Hvítt: Psakhis
Svart: Geller
Spænski leikurinn
1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5
— a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. (M) — Be7,
6. Hel — b5, 7. Bb3 — 0-0, 8. c3
Psakhis er óhræddur, en
margir kjósa að leika hér 8. d4,
af einskærum ótta við árás
Marshalls.
7. —d5
Á minningarmótinu um
Michael Chigorin, sem oft er
nefndur faðir rússneska skák-
skólans hefði e.t.v. verið meira
viðeigandi að tefla hið rólega
Chigorin-afbrigði og leika 8. —
d6, 9. h3 — Ra5. (Þannig teflir
Bronstein alltaf gamlar
kóngspeðsbyrjanir á minn-
ingarmótinu um Keres, en á
þeim hafði eistlenski stórmeist-
arinn mikið uppáhald). En það
verður hver að þjóna eigin lund
og sviptingarnar í framhaldinu
eiga vel við hvassan skákstíl
Gellers.
9. exd5 — Rxd5, 10. Rxe5 —
Rxe5, 11. Hxe5 — c6, 12. d4 —
Bd6
Svartur hefur misst peð, en
vinnur nú tíma með því að
stugga við hvíta hróknum.
13. He2!?
Miklu algengara er 13. Hel —
Dh4, 14. g3 - Dh3, 15. Be3 -
Bg4, 16. Dd3 - Hae8,17. Rd2 -
He6, og framhaldið í skák þeirra
Tals og Gellers, sovézka meist-
aramótinu 1975 varð 18. a4 —
f5!, 19. Dfl - Dh5, 20. f4 -
bxa4,21. Hxa4 og nú hefði svart-
ur átt að leika 21. — Hb8!
13. — Dh4,14. g3 — Dh5,15. Rd2
— Bh3
Endurbót Gellers á skák
þeirra Balashovs og Tsesh-
kovskys á sovézka meistaramót-
inu 1980/81, sem tefldist: 15. —
Bg4, 16. f3 - Bxf3, 17. Rxf3 -
Dxf3, 18. Dfl og hvítur getur
einnig leikið 18. Hf2 og hefur í
báðum tilfellum biskupaparið.
16. Hel?
Mistök sem gera svörtum
kleift að hrifsa til sín frum-
kvæðið. Rétt var 16. He4! því
eftir 16. — Dxdl?, 17. Bxdl —
Hae8, 18. Hxe8 — Hxe8,19. Rf3
— Bg4, 20. Bd2 og losnar hvítur
úr prísundinni. Svartur yrði því
að Ieika 16. — Dg6, og þá kemur
17. Hel vel til greina.
16. — Hae8!, 17. f3
Svartur hótaði 17. — Rf4!
17. — f5!, 18. c4 — Re3!
Geller nýtir sér það að hvítur
hefur ekki komið liði sínu á
drottningarvæng í leiknum og
fórnar tveimur mönnum fyrir
hrók til að auka sóknarþungann.
19. c5+ — Kh8,20. Hxe3 — Hxe3,
21. cxd6 - f4!, 22. Re4 — Hxf3,
23. Bxf4! — H8xf4, 24. d7!
(Sjá stöðumynd í næsta dálki.)
Psakhis er útsjónarsamur í
vörninni, þó ekki dugi það til að
bæta fyrir yfirsjónina í 16. leik.
Hér gekk hvorki 24. gxf4? —
Dg4+, 25. Rg3 - Hxg3, né 24.
um um þessar mundir, því að
varla hefur Þórður náð saman
öllum útróðraflota Vestfirðinga
og eftir var allur heimræðisflot-
inn og hann var alla tíma hlut-
fallslega stór á Vestfjörðum.
Vestfirðingar stunduðu sjóinn
almennast allra landsmanna
vegna landleysis í mörgum
sveitum, undirlendi lítið við
ströndina en góð fiskimið nær
alls staðar skammt undan landi,
því að fiskur dreifist nokkuð
jafnt um grunnin fyrir Vest-
fjörðum og gekk árstíðabundið
inn á hvern fjörð og uppá hverja
vík. Heimræði var því frá hverj-
um bæ við ströndina á fjagra
manna förum og minni fleytum,
því að víðast var smábýlt og
heimamenn réðu ekki við stærri
báta í heimræði. Þeir hentuðu
heldur ekki til að skjótast framá
miðin undan bænum oft úr öðr-
um verkum, ef vel viðraði eða
menn héldu fisk genginn.
Vestfirðingar þurftu einnig að
eiga sér sérstök flutningaskip
sökum brattra fjalla og erfiðra
hestum undir klyfjum. Fiskibát-
ar hentuðu ekki til allra flutn-
inga, til dæmis ekki rekaviðar-
flutninga eða heyflutninga.
Undir rekaviðinn voru smíðaðir
svonefndir byrðingar en ferjur
undir hey og skreið, stórgripa-
og fjárflutninga, og enn er að
nefna skútur, sem menn telja að
hafi verið almenn flutningaskip.
Flutningafloti Vestfirðinga hef-
ur þó eflaust ekki verið fjöl-
skipa, því að stórir fiskibátar
hafa dugað þeim langt og verið
liðlegastir að grípa til.
Skútur og ferjur geta hafa
verið í þessum þrjátíu og
þriggja skipa flota Þórðar en
varla hafa þau skip verið mörg.
Allt svipað og hér hefur verið
sagt af Vestfjörðum mætti segja
frá Breiðafirði en þótt undarlegt
sé, þá kemur breiðfirzki flotinn
mjög lítið við sögu Þórðar. Það
gæti verið orsökin, að fylgi hans
við Breiðafjörðinn er aðallega
og reyndar einvörðungu uppi í
Dölunum en ekki á Snæfellsnes-
inu, og Breiðfirðingar voru allt-
af tvístígandi í fylginu við Þórð.
Það var ekki jafnt að eiga
Hrafn Oddsson að á Vestfjörð-
um og Sturlu Þórðarson í Döl-
unum. Þá voru og Dalamenn
meira undir högginu hjá Kol-
beini. Hann var jafnan fljótur
að bregða við að berja uppá
þeim, ef honum þótti þeir mót-
þægja sér. Snæfellingar með all-
an sinn fiskiflota koma og lítið
sem ekki við sögu Þórðar.
Þórður ráðgast
við sína „beztu
og vitrustu menn“
Það spurðist í Selvoga, þar
sem Þórður lá með liði sínu, að
Broddi og Hafur Bjarnarsynir,
væru komnir á átta skipum und-
ir Æðey. Þórður kallaði til sína
„beztu og vitrustu" menn í liði
sínu til að ráðgast við þá. Einn
foringja Sturlungaaldar notar
Þórður þessa „herráðsaðferð" að
staðaldri. Hann leggur ekki til
orustu án þess að ráðgast fyrst
við sína „beztu og vitrustu"
menn.
Furðulega oft um svo skap-
mikinn og ráðríkan mann fer að
hann að ráðum foringja sinna,
þótt honum sýnist annað sjálf-
um. Þórður veit að hann á undir
högg að sækja á flestum sviðum
og hann má ekki gera neitt, sem
hrekur hans öflugustu menn frá
honum.
Þá hefur Þórður áttað sig á
því strax eftir fundinn með
bændum í Hjarðarholti í upp-
hafi baráttu sinnar, að honum
dugði ekki, hafði styrk til þess
að fara að bændum með ofsa í
liðsbóninni.
Þá var honum það einnig
nauðsynlegt, svo liðfár sem
hann var, að fara til orustu með
einhuga lið, að minnsta kosti
alla sína helztu menn, sem leiða
áttu bardagann. Hann hefur og
vitað, að ef Svarthöfða, Hrafni
Oddssyni eða Teiti Styrmissyni
þætti eitthvað ófært, þá myndu
margir aðrir reynast honum
lausir í fylkingu, þegar í orustu
kæmi.
Rd2 — De8!, 25. Rxf3 — De3+,
26. Khl - Df2, 27. Rh4 - Hxh4.
24. — Bxd7, 25. Rd3 — Bh3, 26.
Rxf3 — Hxf3, 27. Dd2 — Hf8
Hvítum hefur tekist að kom-
ast með jafnt lið út úr ógöngun-
um, en á enn í vök að verjast
vegna ótryggrar kóngsstöðu
sinnar.
28. De3 — Df5, 29. De2 — c5!, 30.
Bc2 — Dd5
ónákvæmni sem gefur Psakh-
is kost á að lengja taflið. Rétt
var 30. — Df6!, því 31. dxc5?
gengur ekki vegna 31. — Dd4,
32. Khl - Bg4!.
31. De4! — Dxd4+, 32. Dxd4 —
cxd4, 33. Be4 — g6, 34. Hdl —
Kg7, 35. Bg2 — Bxg2, 36. Kxg2 -
Hc8, 37. Hd2 — Kf6, 38. Hxd4 —
Hc2+, 39. Kh3 — Ke5!, 40. Hb4
— Kd5, 41. a3 — Kc5, 42. Hh4 —
Hxb2, 43. Hxh7 — Hb3, 44. Hc7+
— Kb6, 45. Hg7 — Hxa3, 46.
Hxg6+ — Kc5
Enn er liðið orðið jafnt, en
svartur er langt á undan í
kapphlaupinu með peðin.
47. Kg2 — b4, 48. h4 — b3, 49.
Hg8 — Ha5, 50. Hc8+ — Kd4 og
hvítur gafst upp.
Þórður vildi leggja norður til
móts við þá Brodda og Hafur, ^n
Teiti og Svarthöfða var meira
um að leita suður til Breiða-
fjarðar. Þeir vissu Kolbein vera
að herja um Dalina og hafa lík-
lega hugsað sér að leggja til at-
lögu við hann. Talið meiri slæg í
því, en eltast norður við þá
Brodda og Hafur á einum átta
skipum. Norðurfrá sögðu þeir
ekki vera: „nema búkarla og
fiskimenn og þá er ekki var
mannsmót að. Sögðu það og,
sem satt var, að suður frá væri
allir fylgdarmenn Þórðar, þeir
er fræknastir voru.“ Það kom
ekki fram í þessum leiðangri
hverjir þeir fræknu menn voru.
Á flota Þórðar hafa verið sem
fyrr er getið á fjórða hundrað
manna og nær allt Vestfirð-
ingar, og ekki aðrir en vígfærir
menn. Það hefur því ekki verið
eftir neinum mannafla að slægj-
ast norður við Djúp og ekki
heldur tekið því að verja þær
sveitir. Þar var enga að drepa
sem „mannsmót var að“ fyrir þá
Brodda og Hafur, enda drápu
þeir enga. Ef Þórður kæmist
með allt þetta lið suður til
Breiðafjarðar, þar sem hann
hélt sig eiga liðs von, þá gat
hann reynzt hafa mannafla til
að ráðast á Kolbein sjálfan.
Það ráð var tekið að halda
suður með allan flotann.
Áframhald síðar.