Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1983, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1983, Blaðsíða 4
Saga byggingarlistar 3. hl. Arkitektúr í Litlu-Asíu til foma Istar-hliðið í Babýlon (605—563 f.Kr.) nú í breska þjóðminjasafninu. Orðið Mesópótamía þýðir í rauninni landið milli fljót- anna, þ.e.a.s. Eufrat og Tígr- is, sem nú eru að mestu leyti innan landamæra íraks. Nú falla fljótin saman, áður en þau renna í Persaflóa, en fyrr á öldum náði flóinn lengra inn í landið, og fljótin féllu í flóann á ólíkum stöð- um. Á fornsteinöld var Mesó- pótamíusvæðið óbyggilegt vegna fenja, en landið þorn- aði upp á síðasta jökulskeið- inu. Lágslétturnar héldu þó áfram að vera óbyggilegar, því að þarna kom varla dropi úr lofti, og landið var ein eyðimörk. Á hásléttunum umhverfis Mesópótamíu var hins vegar töluverð úrkoma. Þar lifðu á síðsteinöld hirð- ingjaþjóðir, sem voru á all- háu þróunarstigi. Á vorin, þegar snjóa leysti úr fjöllun- um, héldu hirðingjarnir með bústofn sinn niður á sléttuna, en Iandnám þar hófst þó ekki fyrr en hirðingjarnir höfðu Iært kornrækt og þeim hafði síðar skilizt, að gera mætti eyðimörkina ræktan- lega með áveituframkvæmd- um. Vitað er, að um 4000 f.Kr. var þarna komið fram þróaðasta þjóðfélag jarðar- innar. Borgamyndun stóð þá þegar í blóma og bjuggu íbú- arnir við fullkomið stjórn- kerfi. Þarna voru reyndar ýmsar nýjungar í atvinnu- uppbyggingu. íbúar Mesó- pótamíu stukku inn í sagna- tímann um 3000 f.Kr., þegar þeir fundu upp ritlistina. Þeir kölluðu sig Súmera, en í rauninni er lítið vitað um uppruna þeirra. Mesópóta- mía varð upphafsland há- menningar í heiminum, og geislaði menningaráhrifum þaðan til nálægra þjóða. Tal- ið er fullvíst, að tengsi séu á milli hámenningar Súmera og íbúa Nílardals, og miklar líkur eru til þess að tengsl hafi einnig verið milli Súm- era og menningarinnar í Ind- usdal, sem fram kom um 2500 f.Kr. Leirinn varð byggingarefni Jarðvegur Mesópótamíu er að mestu leyti sambland leirs og sands, sem varð ákaflega frjó- samur, þegar vatni var veitt á hann. Eufrat og Tígris koma upp á hálendi Armeníu, og kem- ur flóð í þau í maímánuði ár hvert, þegar snjóa leysir. Pálmatré voru víða á lágslétt- unni, og voru þau notuð til ým- iss konar grófgerðra smíða, en góðan smíðavið þurfti að flytja inn í landið. Fluttu Súmerar mikið af sedrusviði frá Líbanon og Sýrlandi. Á sléttunni var ekkert um góðan stein, sem nota mátti til bygginga, heldur varð að flytja hann ofan af hálend- inu, og það sama gilti um málma. Eina byggingarefnið, sem nóg var af var því leirinn í jarðveginum. Var hann líka vel fallinn til múrsteinagerðar. Voru múrsteinarnir upphaflega sólþurrkaðir, en síðar einnig ofnbrenndir með litsterkri gler- húð, og voru þannig múrsteinar einkum notaðir til skrauts. Yfir- leitt var strábútum blandað í leirinn í sólþurrkuðu múrstein- unum, til þess að auka samloð- unina í þeim. í múrsteins- hleðslum voru múrsteinarnir oftast lagðir í jarðbik, sem íióg var af í náttúrunni, en stundum voru þeir einnig lagðir í kalkm- úr. Loftslag Mesópótamíu er töluverðum breytingum undir- orpið. Sumur eru heit og sólrík, einkum þó í suðurhéruðunum, en í norðurhéruðunum er sval- ara, og standa kaldir vindar af hálendinu á veturna. Ársúr- koma er mjög lítil, svo að gróður mundi skrælna, nyti áveitunnar úr fljótunum ekki við. í Persíu, sem nú er íran, eru hvassir vindar nokkuð tíðir á hásléttuni, en annars er veðurfar svipað og í írak. Þjóðir Mesópótamíu voru akuryrkjuþjóðir, sem áttu næst- um allt undir náttúrunni, en einnig héldu þær fjölda húsdýra og veiddu töluvert af fiski úr sjó. Orsakirnar fyrir hinu há- þróaða samfélagi í Mesópótamíu voru fyrst og fremst þarfir íbú- anna á því að takast sameigin- lega á við náttúruna. Þeim lærð- ust ákveðin vinnubrögð, og þeir sömdu lög, m.a. til að útkljá landamæradeilur. Þeim var það mikil nauðsyn að fylgjast vel með árstíðunum vegna flóðanna, og varð dagatalið til hjá þeim. íbúarnir eignuðust mikinn kornforða, sem þeir gátu selt öðrum þjóðum, en þá skorti ýmsar vörutegundir, og urðu því vöruskipti við aðrar þjóðir nauðsynleg. Súmerar náðu mjög langt í málmsmíðum, vefnaði og leirkeragerð. Voru leirtöflur notaðar til að skrifa á, og hafa þær varðveitzt mun betur en egypzki papírusinn. Frjálsir bændur unnu sjálfir að flestum stórvirkjum, þegar þeir áttu heimangengt frá bústörfum, t.d. um flóðatímann. Höfðu þeir áveituskurðina yfirleitt svo stóra, að þeir þjónuðu einnig hlutverki samgönguæða. Voru akvegir af þeim sökum að miklu leyti ónauðsynlegir. Guöunum reist stór- fengleg musteri Saga Mesópótamíu er ákaf- lega flókin og ruglingsleg, vegna mikils fjölda þjóðflokka, sem áttu í sífelldum innbyrðis átök- um. Menningarþjóðirnar, sem upphaflega höfðu setzt að á sléttunni, urðu stöðugt fyrir árásum herskárra hirðingja- þjóða hásléttnanna umhverfis Mesópótamíu. Voru ýmiss konar hernaðarbandalög mynduð við árásarþjóðirnar, sem erfitt er að henda reiður á, og oft runnu að- komuþjóðirnar saman við þær, sem fyrir voru á sléttunni. Mjög sterkt miðstjórnarvald myndað- ist aldrei í Mesópótamíu, nema í mjög skamman tíma, og síðari stórveldi Litlu-Asíu voru aldrei mjög heilsteypt, þar til Persar komu til sögunnar, því að undir- okaðar þjóðir notuðu hvert tækifæri, sem þær eygðu, til að brjótast undan yfirráðum valda- þjóðarinnar. Byggingarsögu Litlu-Asíu sögutimans er oft skipt í fimm tímabil: Ný- Súmeratímabil (3000—2015 f.Kr.), fyrra Babýlonstímabilið (2015—1231 f.Kr.), Assýríutíma- bil (1231—612 f.Kr.), síðara Bab- ýlonstímabilið (612—539 f.Kr.) og Persatímabil (539—331 f.Kr.). Trúarbrögð Mesó- pótamíumanna voru fjölgyð- istrú, og voru guðirnir taldir hafa búsetu í hálendinu. Átti trúin geysisterk ítök í lífi íbú- anna, og reistu þeir stórfengleg musteri til að tigna þá í. Galdr- ar voru víða tíðkaðir, og mikill trúnaður lagður á ýmiss konar álög. Var hjátrú alls staðar ríkj- andi, og sérhver hreyfing í nátt- úrunni var talin fyrirboði ákveðins atburðar. Þarna kom fljótlega fram öflug klerkastétt sem sótti vitneskju sína að veru- legu leyti til gangs himintungla. Varð svonefndur stjörnuklerkur æðsti ráðamaður hvers samfé- lags. Helztu guðirnir voru him- inguðinn Anu, jarðarguðinn Enlil — eða Bel — og vatnaguð- inn Ea. íbúar Litlu-Asíu trúðu ekki eins staðfastlega á fram- haldslíf og Forn-Egyptar, og var því tiltölulega lítið byggt af grafhýsum í Mesópótamíu. Frá byggingum úr pálmaviöargrind til valarhvelfinga Á Ný-Súmeratímabilinu hafði engin einstök þjóð ótvíræða hernaðarlega yfirburði yfir and- stæðinga sína, en þjóðríki komu stöðugt fram og hurfu síðan inn í þjóðadeigluna. íbúar suðurhér- aða Mesópótamíu voru afkom- endur Súmeraþjóða, en smám saman náðu semízkar þjóðir, sem bjuggu í norðurhéruðunum, undirtökunum, og menning Súmera hvarf inn í nýja menn- ingu Semíta, er var af öðrum stofni. Elztu byggingar í Mesó- pótamíu voru gerðar úr pálma- viðargrind, en leir var borinn á hana að utanverðu. í vandaðri byggingar voru notaðar inn- fluttar viðartegundir, einkum sedrusviður. En sólþurrkaður múrsteinn varð fljótlega lang- algengasta byggingarefnið. Brenndur múrsteinn kom til- tölulega snemma fram og var einkum notaður þar, sem álag var mikið í stórum byggingum og síðar til skrauts. Voru leir- veggir yfirleitt kalkþvegnir að utanverðu, en veggir mustera voru oft málaðir skærum litum. Súlur þekktust ekki fyrr en á 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.