Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1983, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1983, Blaðsíða 7
Grænlenskt landslag í grænlensku Ijósi. Fengsælir veiöimenn uröu samkvæmt grænlenskum sögnum að norðurljósum, og kringlum með rostungsandlitum, á himinhvoirinu eftir dauðann. Kistat málar konuandlit í norðurijósin til að mótmæla því að samkvæmt sögninni áttu karlar einkarétt á himnafor eftir dauöann. Myndefni úr gömlu grænlensku minni um tvær stúlkur, hval og örn. Myndefni sótt í grænlenskan sagnaheim — um blindan dreng sem fékk sjónina á ný með hjálp villigæsa. Vatnslitamynd. Tign og kyrrð Norðurheiraskautsins í fjöllum og á sæ. Kistat Lund Grænlensk lista- kona á Undanfarnar vikur hefur staðið sýning í Norræna húsinu á verkum grænlensku listakonunnar Kistat Lund, en hún hefur getið sér gott orð á sviði myndlistar, bæði í heima- landi sínu og á Norðurlöndum. Kistat Lund er kennari að mennt, en hefur ekki stundað hefðbundið listnám. Hún notar ýmsar aðferðir í myndlist sinni — grafík, olíu, pastelliti og vatnsliti. Grænlenskt menningarlíf er með miklum blóma um þessar mundir, þótt lítt fréttist af því hingað og má þá einkum um kenna örðugum og strjálum sam- göngum. Vonandi rætist þó úr þeim málum áður en langt um líð- * Islandi ur, því vissulega er fróðlegt fyrir okkur hér að frétta af hvað næstu nágrannar okkar í vestri eru að hafast að á menningarsviðinu. Konur eru víst enn sem komið er ekki fjölmennar í flokki græn- lenskra listamanna, en þar er Kistat Lund einna fremst í flokki. Hún hefur sterkan og persónu- legan stíl í verkum sínum og henni tekst vel að koma til skila sér- kennilegum ljósbrigðum í græn- lenskri náttúru. Viðfangsefni listakonunnar eru einkum grænlenskt landslag, forn grænlensk minni í bundnu og óbundnu máli, en auk þess gerir hún grænlensk nútímaljóð að yrk- isefni í myndlist sinni. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.