Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1983, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1983, Blaðsíða 10
Fullkomnustu eldflaugakafbátar Bandaríkjanna eru af svonefndri Ohio-gerö og eru þeir búnir Trident-eldflaugum sem draga 6500 kflómetra. Þessar þrjár myndir sýna Ohio-kafbát. Á efstu myndinni sjást skotiúgurnar 24 en kafbáturinn ber jafnmargar eldflaugar. Á myndinni í miöju sitja þrír úr áhöfn kafbátsins við stjórntæki eldflauganna í kafbátnum. Á neðstu myndinni sést kafbáturinn en hann er 170 metra langur og hinn stærsti sem Bandaríkjamenn hafa smíöaö. éskan fiskiskipaflota. Þrjú sov- ésk rannsóknaskip sáust líka, eitt fyrir vestan Orkneyjar, ann- að fyrir austan ísland og hið þriðja næstum utan við kortið við sundin inn í Eystrasalt. Hins vegar sást lítið til kaf- bátanna. Einn sovéskur kafbát- ur sást á ferð út af nyrsta odda Noregs, Knöskanesi. Hann hafði verið svo lengi ofansjávar að NATO var ekki að upplýsa neitt sérstakt um vitneskju sína með því að viðurkenna verustað hans. Á annarri töflu hefði ef til vill mátt sjá fleiri kafbáta en hún var hulin bláu tjaldi meðan við dvöldumst í stjórnstöðinni. Af þeim 110 mönnum, her- mönnum og embættismönnum, sem starfa í neðanjarðarstjórn- stöðinni sjá aðeins örfáir alla myndina sem dregin er upp með aðstoð eftirlitstækjanna. Þeir -einir fá að fara inn í „bakher- bergið" þar sem öllum upplýs- ingum um ferðir á hernaðarlega mikilvægustu heimsbraut kaf- bátanna er safnað saman. Við fengum ekki að fara inn í það. Hefðum við fengið að stiga inn í „hið allra helgasta" kynn- um við að hafa séð, að sovésku kafbátarnir héldu sig á svipuð- um slóðum og þeir gerðu ári áð- ur, þegar ég var í neðanjarðar- stjórnstöð Bandaríkjamanna í fjalli skammt frá Colorado Springs, þar sem er höfuðstöð bandaríska viðvörunarkerfisins. Þar sá ég sjónvarpsskjá með 10 krossum, og stóð hver þeirra fyrir sovéskan eldflaugabát. Tveir voru nokkrar mílur úti í Atlantshafi beint undan Wash- ington, tveir nokkur hundruð mílur úti í Kyrrahafi undan Los Angeles, fimm fyrir norðan GIUK-hliðið og einn vestur af írlandi annað hvort á siglingu eða skotstöð með Bretland og Vestur-Evrópu í sigti. Flogið með Nimrod Daginn eftir að ég var í Pitre- avie horfði ég niður á eldflauga- kafbát á siglingu. Ég hafði feng- ið leyfi 'til að fljúga með Nim- rod, breskri kafbátaeftirlits- þotu, frá herflugstöðinni í Kin- loss, skammt frá Inverness í Skotlandi. Nimrod-þotan var hlaðin rafeindatækjum sem hafa upp á kafbátum, meðal þeirra er fullkomnasta ratsjá í heimi, Searchwater, en með henni er unnt að sjá útlínur allra skipa sem fylgt er eftir og auðveldar það leitarmönnum að ákvarða gerðina. Við vorum á flugi yfir hafinu á milli Skotlands og írlands þeg- ar depill birtist á ratsjánni. Áhöfnin brást þannig við að ég hélt að hún hefði fundið sovésk- an kafbát. En þarna var þá bandarískur Poseidon-kafbátur á ferð, en þeir sækja til hafnar í Holy Loch í Skotlandi. Sigldi hann ofansjávar í suður. Við flugum í hringi yfir honum svo að áhöfnin gæti virt hann betur fyrir sér og ég gat séð á þilfari hans 16 kringlótt lok í tveimur röðum. Undir þessum lokum eru 16 lóðrétt hylki en í hverju þeirra er kjarnorkueldflaug sem dregur um 4600 km og hittir í mark svo ekki skeikar meiru en um 500 m. í hverri eldflaug get- ur verið allt að 14 kjarnaoddum og má skjóta þeim á jafn mörg skotmörk. Þetta svarta ferlíki getur því varpað sprengjum sem hver um sig er þrisvar sinnum öflugri en kjarnorkusprengjan í Hiroshima á ekki færri en 324 „skotmörk". Frá skotstöð í ír- landshafi getur kafbátur af þessari gerð eyðilagt siðmenn- inguna í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu. Til eru tvær gerðir kafbáta, önnur knúin kjarnorku en hin „venjulegri“ orku. Kjarnorku- kafbátarnir eru annað hvort árásarkafbátar, sem elta og ráð- ast á aðra kafbáta og skip, eða eldflaugakafbátar eins og Posei- don-báturinn sem ég sá. Þeir eru í felum í undirdjúpunum og miða eldflaugum sínum ávallt á borgir og bæi „óvinarins". Bret- ar eiga nú fjóra eldflaugakaf- báta og er einn þeirra að minnsta kosti alltaf úti. Tvær áhafnir eru á hverjum báti og skiptast þær á um að vera átta vikur um borð í senn. Þegar kaf- bátarnir hafa náð þeim stað þar sem þeir eiga að halda sig „sveirna" þeir í kafi rétt undir yfirborði sjávar og miða eld- flaugunum á Sovétríkin. Þeir sem unnið hafa um borð í þeim segja að það sé mjög leiðinlegt. Áhöfnin hefur allar nýjustu kvikmyndirnar með sér í ferðina og hún fær besta fæðið sem flot- inn veitir. Undrun áhafnarinnar í Nim- rod-þotunni yfir því að rekast á bandarískan eldflaugakafbát er til marks um það að jafnvel bandamennirnir innan NATO gefa hverjir öðrum takmarkað- ar upplýsingar um ferðir kaf- báta sinna. Bretar segja ekki Bandaríkjamönnum hvar bresku Polaris-kafbátarnir eru. Þeir láta sér nægja að skýra frá því að eldflaugum bátanna sé miðað á ákveðin skotmörk. í höfuðstöðvum bandaríska kjarnorkuheraflans, Strategic Air Commánd, við borgina Omaha í Nebraska-fylki í Bandríkjunum, er listi yfir skotmörk í Sovétríkjunum og öðrum löndum Austur-Evrópu. Þessi listi er þekktur undir stöf- unum SIOP sem standa fyrir Single Intergrated Operational Plan. Á listanum eru yfir 40 þúsund skotmörk. Breskur foringi á sæti í nefndinni sem ber ábyrgð á SIOP til að tryggja að Banda- ríkjamenn og Bretar miði ekki á sömu skotmörk. Bandarískur foringi er á hinn bóginn með að- setur í herstjórninni í North- wood skammt frá London, en þaðan er Polaris-kafbátunum stjórnað. Um borð í kafbátum Til að kynnast lífinu um borð í kafbátum vorum við í nokkra daga á ferð með tveimur bresk- um kafbátum, annar var knúinn kjarnorku, hinn ekki. Kafbátalífið er síður en svo formfast og við vorum minntir á það, líklega fyrir tilviljun, þegar við fórum um borð í hinn fyrri og frá hinum síðari. Við hoppuð- um á þilfar kjarnorkukafbátsins úr bandi sem hékk neðan í þyrlu vetrarmorgun út af Skye-eyju. Við yfirgáfum hinn á Ermar- sundi klukkan 3 að nóttu og urð- um að feta okkur eftir þilfarinu í niðamyrkri. Okkur fannst við ganga á þverslá, því að þilfarið er mjótt og hvergi handfesta. Kjarorkukafbáturinn heitir Sceptre, árásarkafbátur síðan 1978. Hann kostaði rúmar 43 milljónir punda eða um 1900 milljónir íslenskra króna, heimahöfn hans er í Devonport. Þetta er furðulegt skip, knúið áfram af kjarnakljúf sem getur veitt meðalstórum bæ orku sam- fleytt í sjö ár. Þar sem kafbátur- inn framleiðir sjálfur súrefni gæti hann fræðilega verið neð- ansjávar í sjö ár ef áhöfnin hefði nægar vistir og gengi ekki af vitinu. Úrgangi er blandað í sjó og spýtt út eða hann er sett- ur í hylki og sökkt á hafsbotn til að kafbáturinn skilji ekki eftir nein merki. Báturinn er hrað- skreiður, kraftmikill og getur kafað djúpt. Skipstjórinn, Douglas Littlejohn, fór miklum viðurkenningarorðum um far- kostinn. Farið er með einstök atriði varðandi hæfni hans sem leyndarmál, en í nýjustu útgáfu af „Jane’s Fighting Ships“ segir að hann geti siglt með 30 hnúta hraða neðansjávar. Einn bát- anna af þessari gerð, Sovereign, sigldi undir Norðurpólinn 1976. Annar kjarnorkukafbátur, Vali- ant, setti breskt met í neðan- sjávarsiglingu þegar hann fór 12 þúsund mílur í kafi frá Singa- pore til Bretlands. Kafbátar eru þröngir og valda innilokunarkennd en tiltölulega þægilegir fyrir áhöfnina. Ofan- sjávar velta þeir þyngslalega en allt verður kyrrt í kafi. Eina merkið um hreyfingu er smá- titringur frá túrbínunum og manni finnst að farið sé upp eða niður brekku eftir því hvort stefninu er beint upp eða niður. Plássið fyrir gesti er ekki mikið og í tvær nætur sváfum við í bærilegum þægindum ofan á tundurskeytum, sem eru í hill- um við kinnunginn. Meðalaldur foringjanna var 25 ár. Littlejohn, skipstjóri, var elstur, 35 ára. Næstæðsti yfir- maðurinn, David Russel, sem einnig er fulllærður kafbátafor- ingi, var 29 ára. Flestir voru með háskólapróf. Það er erfitt að fá skipstjórnarréttindi um borð í kafbáti. Allir foringjar sem sækjast eftir að stjórna kafbátum verða að standast erf- itt lokapróf. Um þriðjungur þeirra fellur og fær ekki tæki- færi til að reyna aftur. Með því að falla detta menn ekki út flot- anum en verða að gangast undir þjálfun að nýju til að geta starf- að á herskipum. í kafbátum umgangast yfir- menn og undirmenn frjálslega. Menn eru hvattir til að læra störf hver annars til að áhöfnin nýtist sem best við erfiðar að- stæður. Klæðaburður er jafn óformlegur og samskipti yfir- manna og undirmanna. Menn eru beðnir um að raka sig ekki til að spara vatn. Á fótum bera þeir létta sandala og ekki er skylt að klæðast einkennisbún- ingi. Það er ekki vinsælt innan flotans að vera um borð í kaf- bátum. 40% af áhöfninni eru skylduð til að starfa þar og köll- uð til af herskipum. Mennirnir fá aukagreiðslu sem nemur um 180 krónum á dag, en hún vegur ekki uppi á móti því að fá ekki að heimsækja erlendar hafnir. í fáum höfnum er kafbátum fagn- að, sérstaklega kjarnorku- knúnum, þótt af þeim stafi minni hætta en olíuskipum. Kjarnorkukafbátar fá aðeins að koma í 10 hafnir í Vestur- Evrópu og eru 4 þeirra á Bret- landseyjum. Kafbátum er skipt niður í nokkur vatnsþétt hólf og á hættustundu er hólfunum lokað á svipstundu með þykkum stál- hurðum. Það eru neyðarútgang- ar bæði í stefni og skut, en þeir sem lokast öfugu megin við þá drukkna. Út um neyðarútgang- inn fara menn í öfugri röð við þá ábyrgð sem þeir bera. Skipstjór- inn og aðrir yfirmenn væru í stjórnklefanum miðskips á hættustundu og færust því hvort sem er með bátnum. Öllum NATO-kafbátum er stjórnað samkvæmt kerfi sem minnir dálítið á umferðarreglur. Hverjum þeirra er úthlutað ákveðnum „reit“ í sjónum, einn kafbátur er í hverjum reit. Við áttum að fara suður eftir ír- landshafi, í kafi, og bátnum hafði verið sagt að fara um reit fyrir vestan Galloway. Um klukkan 15 vorum við í suður- enda reitsins en þá bárust fyrir- mæli um að báturinn mætti ekki fara inn í næsta reit fyrr en klukkan 18, væntanlega vegna þess að annar NATO-kafbátur var enn í reitnum. Við fórum því fram og aftur um okkar reit og sigldum varfærnislega umhverf- is svæði sem á siglingakortinu var auðkennt með orðunum „Köfun bönnuð". Þetta er hættusvæði fyrir kafbáta vegna þess að þar eru enn virkar djúpsprengjur, úrgangur úr vopnaverksmiðju frá tímum síð- ari heimsstyrjaldarinnar. Það var erfitt að átta sig á því hvað tímanum leið þegar við sigldum suður írlandshaf og beygðum í vestur út af Scilly- eyjum. Til að tryggja að „líf- fræðilegar" klukkur áhafnar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.