Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1983, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1983, Blaðsíða 16
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu 5ooð Skiaui FUKI- L'lNA ' HBB Bffia JWB STrá STT- ÓRNA siur*» f 16- ÍNt-UR }|VWP £ F L A ÞIota ÍUiLhiA Æ Ð A L’lf- r/in’ fílaCk M Ý R A i: OfR- IÞAR L J 'o T A K FÓLJK Fl t L A R A þÚFA J> A Ð A R MM-V \f A R £> A £> 1 ( 5\JK.LP, PAUtft. iKOTT it. P A R VcfTAR R A K A R Pesr tl STIHL jJlRFA A L B R ú H J d N 1 N F ú L 1 A • 'o S BLÍFA 1 Sr«*>iR í. A N n nc- . VONÞ ’A S J A R ec c> Æ F T E R T A GflOB LEIT A R R \ie FÆRI '0 1 (>Ii>A ToMí L A $!tr, iitxm 1 i> U R < L ■! Si.o R £ KVtH- IKfMMT A 5 5 A NAf N ’ A V R 1 Á'JOKT- Ult A l JLKVI KV£N- I>*R ! L L WjEgá S*lKA \J R K;. íKeip • > ! • 7o' j A R A M Toma A u A FtLhL K i ■£> Æ í. A fíÐA JðTAR Jvrip K Æ N U R san TlL l-lóri < K A P A Míiar K R A F A K \/ÍÍAN WEMMA Á T A K A N £R r- IÐI Æ SkikKi uR K U F L A R STÁM- AR- VvBiÐ ’A T U N A KIISK- UNN N ’A © r£i A T A : A R M b R FLoiOC ANA R 1 £> L A A í |OM- A ÐAfi- MANM PÚNI íkea- AR AU | VRATt- ASr fDWA óf?óí>- uR - P.'|VC\ KAÐ- A LL Du/v-I L £ Ck |i 'as- VNTA V AF- KV£M 1 UU - MR- LM- L\R H Roí + Fl SKI- L'i NA : ► EN o- »N>a Bor. kA, \ SKERfK ÍKP- IF- AR UWNI Sf F U G L £fto£>Uft 1- ík£io lí> ÞÁT T- TOKU Höldur HAM P- LEClC^S tahói J)UL- L£G,- A. R E VÐA fARDAM 1 f> N H 1 þJA //ÆCaIR VERKUR STARA ER ; \I AFA ÍTRIT- AÍT \JiÐ Túmman FAO.- INA PAÐ sen ÁTr 6(K HfRiKIP FAMdA- MhRK STÆ {•& PP./CÐI- H£|fi STARF TRVí-L- UM £ata HkkU- IR fíomA ve ir LEVFUT FÆ£>A H OR.- Af>A Á , FAUM 5T6ð«m ÞARMA ASKAK ■ TÍMA- Bilið 'OíAM - $rÆS>i(Z u Riftun FlíKUR Nk'MA D&WL IM lhcíhl YAF 5Tug l'ik FLANA Æ £> ÆV|- 5KAmm- ÍTÖFcín 'ILÁT/I'I Ara s- toTt i ÁVT- USlD - UNiNr\ IC PLZ- L6l VC- ANN £ RF- 1 £>l NA(k- AR Í.JÓ TIL L'l F- FÆRI Ol? MlMU HORMI Á torgurn lífs og listar Þegar þessi orð eru rituð er nýlátinn í Kópavogi einn af frumherjum þeirrar byggðar Þórður Þorsteinsson fyrrverandi hreppstjóri. Ég gat ekki komið því við að fylgja honum til graf- ar og ætia ekki heldur að rita um hann eftirmæli. Nefni hér aðeins nafn hans. Hann varð háaldrað- ur maður. Síðustu árin dvaldist hann og kona hans Helga Sveinsdóttir, ættuð af Rauða- sandi, í hjúkrunarheimili Kópa- vogs. Hún er á lífi. Þórður Þorsteinsson hrepp- stjóri á Sæbóli í Kópavogi átti að mörgu leyti sérkennilega sögu. Guðmundur G. Hagalín hefur skrifað bók um æskuár hans, en svo sinnaðist þeim og ekkert varð úr framhaldinu. Sú bók heitir Á torgi lífsins og er ágætlega skemmtileg, eins og flestar bækur höfundarins. Fíla- beinshöllin er ein af sjálfssögum Hagalíns og gerist öll í Kópa- vogi. Þar segir og töluvert af Þórði á Sæbóli. Hagalín krítar alltaf liðugt í minningabókum sínum og ætlast því miður til, að því manni virðist, að lesandinn trúi hverju orði, enda gerir hann það líklega sjálfur. Hagalín er mikill meistari máls og stíls og verður því, eins og öðrum stór- mennum í rithöfundastétt, margt fyrirgefið þessvegna. Endilega þyrfti að velja úr rit- gerðum hans og greinum og gefa það út. Ekki verð ég þó öllu þar sammála. Þar er sumt af því besta, sem hann hefur ritað. Þar hefur hann marga hildi háð og engum hlíft, enda þótti honum á meðan hann var og hét gaman að öllum bardögum. En nokkuð einsýnn hefur Hagalín jafnan verið í pólitískum palladómum, óþarft að taka þar allt með. Kópavogur var auðvitað ís- lenskur sögustaður löngu áður en nokkur teljandi byggð var á þeim slóðum, þótt nokkuð hljótt væri um hann á síðustu manns- öldrum, uns Þórður og Finnbogi Rútur komu til sögunnar. Þeir fóru þá fljótt að berjast um völd- in, annar varð svo oddviti, hinn hreppstjóri. En áður en jafnvel þetta gerð- ist voru þeir félagar og þeirra þegnar einfaldlega skrifaðir í hreppsbók Seltjarnarness. Fyrsta sameiginlega þrekvirki okkar — þá var undirritaður kominn þangað — var að hefja sjálfstæðisbaráttu og bylta af okkur Seltjarnarnessveldinu. Þegar ég settist að í Kópavogi varð ég að fara með strætisvagni í skólahúsið á Valhúsahæð og sækja þangað skilríki til þess að geta fengið miða hjá heimilis- lækni til þess að geta svo fengið afhentan ákveðinn skammt af bleyjuefni í Laugavegsapóteki. Þetta var haustið 1948, ennþá stríðsástand. — en um þetta ætl- aði ég raunar ekki að tala. — Nokkrum misserum síðar feng- um við sjálfstæði, en Seltjarn- arhreppur hélt Viðey, eins og sjálfsagt var, og það kemur ekki heldur málinu við. Nú er hún sem betur fer orðin reykvísk. En Þórður varð semsagt hreppstjóri og hélt þeirri tign- arstöðu sinni uns Kópavogs- hreppi var löngu seinna breytt í kaupstað og varð skömmu siðar önnur stærsta borg á íslandi. Þá tók bæjarfógeti við. — Og þá er í einni setningu hægt að segja þau stórmerki um Þórð á Sæbóli, að hann muni vera eini maðurinn í heiminum sem hvorki á fyrir- rennara né eftirmann á valda- stóli hreppstjóra. Það hefur víst enginn gætt þess að koma þess- ari staðreynd í heimsmetabók- ina á meðan góður tími var til. Fyrir mörgum árum, þegar Sæbólshjón voru farin að draga saman seglin í sinni alkunnu at- hafnasemi, gáfu þau sér tíma til að takast á hendur nokkurskon- ar heimsreisu. Þegar heim kom höfðu þau frá mörgu að segja og komu með mikið myndasafn. Við sem heima sátum, ungir sem aldnir, áttum þess kost að fá að skoða. — Og á samkomum aldr- aðra í Kópavogi var það haft fyrir skemmtiatriði að horfa á skuggamyndir. Þórður útskýrði. Það var á slíkri samkomu sem Þórður kom til mín og sagði mér eftirfarandi sögu: — Oft varð ég nú undrandi í þessari ferð sagði hann. Við vor- um einhverju sinni uppi í fjöll- um í Ameríku, og settumst þar að um kvöld á miklum, en ekki dýrum næturgististað. Þar voru veitingasalir og tómstundaher- bergi. Ég settist hjá borði sem var hlaðið allskonar lesmáli, — og af einhverri rælni fór ég að fletta tímariti með myndum. Og hvað heldurðu að ég sjái: Kunn- ugt andlit heiman úr Kópavogi. Það var þá mynd af skáldinu okkar, sem hjá mér situr, grein og kvæði, allt á ensku auðvitað. — Mikið varð ég hissa. Undirritaður hefur oft hugsað til þessarar sögu, sem ég hef ekki ástæðu til annars en að trúa að sé sönn. Við segjum íslend- ingar: Heimurinn er lítill, þegar við, fulltrúar þessarar litlu þjóð- ar erum að rekast hvert á annað, svo að segja á hverju heims- horni. Hið sama mun ekki síður vera hægt að segja um það sem við hugsum og ritum. Ekki er þetta vegna þess að við séum eitthvað merkilegri en annaö fólk. Heldur bara: við erum eins og við vitum, einmitt svona og öðrum þykir það stórmerkilegt að svona útkjálkafólk skuli ekki vera vitlausara en raun ber vitni. íslendingar verða glaðir þegar vel er talað um okkur sem þjóð í útlandinu. Það er hægt að vinna sér margt til frægðar á mörgum sviðum. Og það er einmitt ágætt, ef við erum að leita eftir viður- kenningu annarra. Iþróttamenn, kaupsýslumenn, listamenn, fyrirmenn. Allir gera sitt gagn. En enn meira er þó um það vert, að við gerum eitthvað hér heima, sem eykur okkur trú og öryggi, svo að við vitum að við erum allsstaðar hlutgengir: menn með mönnum, finnum hæfilega til okkar, án þess að loka augum fyrir manndómi og gáfum ann- arra. Það er í sjálfu sér ekkert merkilegt þótt einhver rekist á efni frá Islandi á ólíklegustu stöðum í heiminum. Hingað koma margir útlendingar. Sumir þeirra stoppa stutt. En í búð- arglugga hér eða erlendis hafa þeir kannski rekist á greinar um landið, jafnvel heilar bækur. Þangað sækja þessir menn efni, upplýsingar, myndir, sögur, kvæði og fleira. Þeir tengja þetta sinni eigin reynslu og sjóða upp úr því greinar og menningar- sögulegar ritgerðir. Með þessu er ég að benda á það að þótt við rithöfundarnir, sem sitjum yfir þvi einn manns- aldur eða svo, að koma saman bókum, við gerum líka okkar gagn. í fyrsta lagi þurfa allar kynslóðir landsins að eiga sinn eigin fulltrúa í listinni, þar má aldrei skapast ginnungagap. Og í öðru lagi tökum við örlítinn þátt í því að laða hingað til lands fólk, sem dáist að okkur og kaup- ir í leiðinni nokkrar peysur og litaðar gærur. Hugsast getur líka að út á okkur seljist í amer- ískri búð nokkur fiskflök. Hið raunverulega gagn sem við telj- um okkur kannski trú um að við gerum með tilveru okkar og starfi nenni ég ekki að nefna. Einhver segir eflaust: En allar krónurnar sem rithöfundarnir fá fyrir ai^.ýstu bækurnar? Um þær skulið þið spyrja einhverja aðra en okkur. Þeir, sem gætu svarað þeirri spurningu úr okkar hópi, eru ekki fleiri en fingurnir á annarri hendi. Jón úr Vör 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.