Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1983, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1983, Blaðsíða 13
 Þóra Jónsdóttir ÁSTRÖND Éggeng í íjörunni innan um rekann. Eitt sinn kom fley nærri ströndinni það var kallast á kveðjum ég var að handleika mjólkurhvítan glerhall græn seglin hurfu hratt við kúptan hafflötinn. Með aðfalli kom hafáttin. Hvítfextar bárur hrópuðu til mín ekki koma fleiri skip út flöskuskeyti kann brimið að færa á land eftir höfuðdag. Elísabet Jökulsdóttir Á ÍSAFIRÐI sumir dagar eru betri en aðrir dagar sérstaklega þeir dagar sem mér eru færð önnur eins björg í bú og í dag mér var færður saltfiskur og kinnar jólakaka og rækjur nú er saltfiskurinn soðinn jólakakan komin á disk rækjurnar í salat og ég er að bíða eftir léttvínsflöskunni ÓÐURINN TIL VINNUNNAR stend uppá endann allan daginn vex ásmegin hægra megin þorskur karfi lúða koli langa keila steinbítur ýsa var það heillin og dagurinn líður við syrpurnar leiðara tilkynningar storm fyrir vestfjörðum og tunglskin í trjánum í indlandi hver dagurinn af öðrum stundum gerist eitthvað sem kryddar hverdaginn eftilvill kviknar í ruslafötunni inní smókherbergi eða einhver er með óvenjustóran sogblett á öðrum fæti eða einhver sker sig ífingurinn dettur á gólfinu og hryggbrýtur sig eða lendir í roðflettivélinni og síðan í hausunarvélinni Þóra er frá Laxamýri í S.-Þingeyjarsýslu, en hefur lengst af búið í Reykjavík. Hún hefur gefiö út 3 ljóðabækur og sú fjórða kemur út f bráðlega. Ljóð hefur einu sinni birst eftir Þóru í Lesbók. Elísabet Jökulsdóttir (Jakobssonar) er ung Reykjavíkurstúlka, en býr nú á ísafirði. Ljóð hafa oft birzt eftir hana í Lesbók. j Mót- mælt á Lækjar- torgi Snemma í júlímánuði kom til íslands í opinbera heimsókn varaforseti Bandaríkj- anna, George Bush. ísland var áttunda og síðasta landið sem hann heimsótti í Evrópuferð sinni að þessu sinni. Ferðin var farin til að treysta vináttubönd við þjóðir í Vestur-Evrópu og að kanna afstöðu ríkis- stjórna til hugmynda Bandaríkjamanna um varnir Vesturlanda. Varaforseti Bandaríkjanna var ekki fyrr kominn til íslands að nokkur samtök kommúnista með Alþýðubandalagið í far- arbroddi efndu til útifundar á Lækjartorgi oggöngu að loknum fundi um Lækjargötu að Laufásvegi með ályktun frá fundinum. í ályktuninni, sem afhent var í bandaríska sendiráðinu, var heimsókninni mótmælt. Doktor Ólafur Ragnar Grímsson, prófessor hélt aðalræðuna á útifundinum og var stór- orður ígarð Bandaríkjamanna. Auk hans komu fram á útifundinum nokkrir ræðu- menn og hópur söngvara, sem oftast er mættur þegar þarf að hvetja liðið til dáða. Þarna var samankominn sá hópur manna sem aldrei lætur sig vanta í mótmæla- aðgerðir er beinastgegn Atlantshafsbanda- laginu og bandaríska herliðinu á íslandi og er jafnan í felum eða hreinlega týndur þeg- ar sovésku heimsvaldasinnarnir ráðast gegn alþýðu Afghanistan, PóIIands eða annarra landa þar sem sovéskt hernám er við lýði. Þögn Alþýðubandalagsins, Fylkingarinn- ar, Samtaka herstöðvaandstæðinga, EI Salvador-nefndarinnar á íslandi og ann- arra skildra samtaka um glæpi Sovét- manna í Afghanistan, Póllandi og Austur- Evrópu er hávær og sker í eyru. Sú þögn þarf ekki að koma neinum á óvart. Greini- lega er ekki sama hvort stórveldið á hlut að máli og áróðurinn gegn Bandaríkjunum er áberandi í öllu starfi fyrrnefndra samtaka. Það heyrir til undantekninga ef fram kem- ur einhver gagnrýni á Sovétríkin og það skelfilega stjórnkerfi sem þar ríkir og traðkar á grundvallarmannréttindum. Margt fer aflaga í lýðræðisríkjum Vest- urlanda. Efnahagslegt misrétti er því mið- ur víða áberandi ásamt atvinnuleysi og margskonar glæpir tíðir. Gagnstætt því sem gerist í Sovétríkjunum, kommúnista- ríkjum í Austur-Evrópu, Asíu og Kúbu þá eru þó öll helstu mannréttindi virt á Vest- urlöndum og þar eru frjálsir fjölmiðlar, frjáls gagnrýni í blöðum, útvarpi og sjón- varpi. Slíkt frelsi í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu myndi þýða ósigur flokks- ins, ósigur sósíalismans, afnám kerfisins, RAI3I3 fall einræðisaflanna. Á Vesturlöndum eru útifundir og kröfugöngur daglegur viðburð- ur. Kommúnistar hafa kunnað að notfæra sér áróðursgildi útifunda og kröfugangna. Þeir samræmdu aðgerðir í Vestur-Evrópu vegna heimsóknar George Bush og víða kom til alvarlegra átaka milli vopnaðra fylkinga mótmælanda og lögreglu. Það fara ekki sögur af slíkum mótmælaaðgerðum þegar sovéskir ráðamenn eru í heimsókn á Vesturlöndum og líklegt að mótmælahreyf- ingarnar séu þá inní skógi eða upp til fjalla í náttúruskoðun. Án styrks og forystu Bandaríkjanna fyrir lýðræðisríkjum Vesturlanda nú á tím- um er heimsbyggðin í mikilli hættu vegna yfirgangs og útþenslustefnu Sovétríkjanna. Það er staðreynd sem vert er að hafa í huga. Fjölmargir heimskunnir sovéskir listamenn sem flúið hafa til Vesturlanda á siðustu árum hafa kvatt stjórnmálamenn og almenning til að halda vöku sinni og láta ekki blekkjast af friðartali sovéskra vald- hafa. Margir listamannanna hafa dvalið ár- um saman í fangaklefum í Gulageyjaklas- anum vegna andstöðu sinnar við einræðið og þeir þekkja af eigin raun það kerfi lyga og svika sem einkennir hið sósíaliska þjóð- félag. Mótmælaaðgerðirnar á Lækjartorgi og við Laufásveg 5. júlí síðastliðinn fengu dræmar undirtektir. Samstarf ogsamvinna Islands og Bandaríkjanna í öryggis- og varnarmálum innan Atlantshafsbanda- lagsins hefur frá fyrstu tíð reynst farsælt og báðar þjóðirnar hafa notið góðs af. Mót- mælahópurinn sem kemur reglulega saman og hrópar vígorð gegn Bandaríkjunum fær lítinn hljómgrunn meðal íslendinga. Aðild Islands að Atlantshafsbandalaginu og vera bandaríska herliðsins á íslandi á stuðning meðal meginþorra þjóðarinnar. Það eru blikur á lofti. Sovétríkin hafa komið upp neti kafbáta við íslandsstrendur og hafa mjögaukið hernaðarumsvif á hafinu kring- um landið og gegn slíkri ógnun er ekki vit- urlegt að gera ísland varnarlaust. Sú tíð kann að koma að Sovétríkin verði til viðtals um að láta af árásarstefnu sinni. Þá en ekki fyrr kemur til mála að mínu áliti að endur- skoða stefnu okkar í öryggis- og varnarmál- um. Það horfir ekki friðvænlega í heiminum nú á tímum, samt vona menn að þeir tímar komi að hér á landi verði ekki þörf erlends varnarliðs. Framtíð heimsins er undir því komin að hernaðarbrjálæðinu Ijúki sem fyrst. Ólafur Ormsson 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.