Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1983, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1983, Blaðsíða 9
Bædi Atlantshafsbandaiagið og Varsjárbandalagiö hafa lagt sífellt aukna áherslu á kafbátaflota sinn, en hluti hans er kjarnorkuknúinn. Þetta hefur veriö kölluö „leynilegasta leyniþjónust- an“, sem sést m.a. af því aö kafbátar taka á móti skeytasendingum, en svara þeim alls ekki. Svo magnaöur er þessi árásarfloti aö kjarnorkuvígbúnaöur á landi sýnist út í hött — og til marks um stærö hans má nefna, aö í sovéska flotanum eru nú 84 kjarnorkuknúnir ejdflaugakafbátar og 259 árásarkafbátar. í flota Bandaríkjanna og annarra NATO-ríkja eru færri kafbátar, en miklu betur búnir. Til dæmis eru þeir bandarísku búnir 5.000 kjarnaoddum en 1.700 eru í þeim sovésku. „Því miður get ég ekki nefnt nein- ar tölur um fjölda sovéskra kafbáta sem við finnum og fylgjumst með á ári hverju. Raunar vildi ég helst geta sagt ykkur hve marga við finn- um dag hvern... En farið er með þessar tölur sem algjört leyndar- mál, af því að það gæti komið hugs- anlegum óvini að notum ef frá þeim yrði skýrt. Eina sem ég get sagt ykkur er að það er ógnvænlegt hvað þessar tölur hækka ört. Síðustu tíu ár hefur miklum fjölda kafbáta ver- ið haldið úti frá stöðvum Norður- flotans. Svo til allir kafbátar sov- éska Norðurflotans sem sendir eru til athafnasvæða á Norður-Atlants- hafi, Miðjarðarhafi eða annars staðar verða að fara fram hjá íslandi. Síðustu 10 ár hefur þeim kjarnorku- knúnu kafbátum Sovétríkjanna sem sigla út úr Noregshafi einnig fjölg- að mikið. Athuganir okkar sýna að þessar ferðir kjarnorkuknúinna sovéskra kafbáta hafa aukist um meira en 300% á þessu 10 ára bili.“ Hin tilvitnuðu orð eru úr ræðu Ronald Marryott, aðmíráls, yfir- mann varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, sem hann flutti skömmu fyrir brottför sína frá landinu til starfa í Washington á fundi Sam- taka um vestræna samvinnu og Varðbergs 21. júní síðastliðinn. Ummæli aðmírálsins um kafbáta- ferðir umhverfis ísland eru staðfest í þeirri grein sem hér birtist og rit- uð er af Ian Mather, blaðamanns breska vikublaðsins Observer, sem sérhæfir sig í skrifum um varnar- og öryggismál. Engar vígvélar eru laumulegri en kafbátar. Þeir njósna. Þeir liggja í leyni. Hvorki vinir né óvinir eiga að sjá þá. Þá er ekki unnt að nota til að sýna vald með sama hætti og orrustuskip. Þó kafbátur beri nafn og númer sést hvorugt að öllum jafnaði, og þar sem allir kafbátar eru málaðir svartir eiga sérfræð- ingar í erfiðleikum með að þekkja þá eða staðfesta þjóðerni þeirra. Pitreavie-kastali ekki langt frá Edinborg í Skotlandi hýsir herstjórn NATO á norður- hafsvæðinu. Þaðan er fylgst með ferðum sovéskra kafbáta á Norður-Atlantshafi sem hefur úrslitagildi í hernaðarlegu til- liti. Norður-Atlantshaf er mikil- vægasta hafsvæði veraldar fyrir kafbáta. Langstærsti floti Sov- étríkjanna, Norðurflotinn, á heimahafnir á Kóla-kaga í norð- vesturhluta Sovétríkjanna. Það- an sigla sovéskir Yankee-kaf- bátar sem eru búnir kjarnorku- eldflaugum er draga um 3000 km til skotstöðva við austur- strönd Bandaríkjanna. Með eld- flaugum þessara kafbáta má gjöreyða Washington 11 mínút- um eftir að þeim er skotið á loft. Frá Kóla-skaga koma einnig árásarkafbátar Sovétmanna. Sumir þeirra elta sjötta flota Bandaríkjanna á Miðjarðarhafi. Aðrir eru á ferð um Atlantshaf og eiga á stríðstímum að ráðast á liðsflutningaskip á leið frá Ameríku til Evrópu. Til að komast út á Atlantshaf verða allir sovéskir kafbátar frá Kóla-skaga að fara um GIUK- hliðið svonefnda eða um haf- svæðin milli Grænlands, íslands og Bretlands (UK). "Einmitt i þessu hliði leggur NATO mesta áherslu á að finna kafbátana. í stjórnbyrginu í Pitreavie, þrjá- tíu metrum undir kastalaveggn- um, sjást allar ferðir flugvéla og skipa á svæðinu á gegnsæjum töflum. Á einni töflunni af Norður- Atlantshafi voru ýmis tákn. „Vinveitt" og hlutlaus herskip voru blá að lit. Sovésk njósna- skip voru auðkennd með rauðum stjörnum og sovésk herskip með rauðum hringjum. Eitt njósnaskip var undan vesturströnd írlands og annað fyrir austan Orkneyjar. Þar var njósnaskipið Krenometr á ferð, en það heldur venjulega kyrru fyrir á alþjóðlegu hafsvæði út af mynni Clyde-ár til að fylgjast með ferðum breskra og banda- rískra kjarnorkueldflaugakaf- báta, sem leita hafnar í Skot- landi. Krenometr var í vari vegna óveðurs. Skammt frá því við Orkneyjar var sovéskur dráttarbátur, Baykalsk MB 15, sem hjá NATO er kallaður „hjálparskip kafbáta". Á norð- urleið við Færeyjar var sovésk- ur tundurduflaslæðari á heim- leið frá Vestur-Afríku þar sem hann hafði verið að aðstoða sov- SJÁ NÆSTU SÍÐU 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.