Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1983, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1983, Blaðsíða 6
Saga byggingarlistar 3. hl. bastri, sem settar voru á stóra veggfleti, einkum konungshall- anna. Lýsa- þær oft hernaðar- afrekum Assýríumanna á raun- sæjan og hryllilegan hátt. Sitt hvorum megin við inngang kon- ungshallanna voru yfirleitt risa- stórir, vængjaðir steintarfar, sem „gættu“ dyranna. Assýríu- menn fundu upp á því að brenna liti í glerhúð múrsteina, og voru þeir notaðir sem skreytingar á veggi og þakhvelfingar. Svifgarðarnir — eitt af undrum veraldar Eftir fall Assýríuríkis hófst mikil barátta milli Egypta og Babýlonsríkis um yfirráð þeirra landsvæða, sem lotið höfðu Ass- ýríumönnum. Nebúkadnesar 2. komst til valda í Babýlon árið 650 f.Kr., og vann hann mikla sigra á andstæðingum sínum. Ríkti hann fram til dauðadags árið 563 f.Kr., og dafnaði hagur Babýlonar mjög á valdatíma hans. Nebúkadnesar 2. lét endurbyggja miðborg Babýlon- ar. Hann lét reisa mikla víggirta borgarmúra umhverfis hana, stórfenglegar hallir og svifgarð- ana frægu, eitt furðuverka forn- aldar. Borginni var skipt í tvo hluta. Var innri hlutinn næstum ferningslaga, og hver hlið um 1,3 km á lengd. í þessum hluta voru allar helztu byggingarnar, og var þeim komið fyrir reglulega meðfram götum, sem gengu hornrétt hver á aðra. Eufrat rann meðfram einni hliðinni, og lágu dýrustu byggingarnar að fljótinu. Þar á meðal var höll Nebúkadnesars og í tengslum við hana voru svifgarðarnir, sem voru hið mesta augnayndi. Hallarsvæðið var um 200x300 m og á því voru margar samtengd- ar byggingar. Stærstur var mik- ill krýningarsalur, skreyttur glerhúðuðum múrsteinum. Fyrir miðri fljótshlíðinni var aðal- musteri borgarinnar, helgað borgarguðnum Mardúk. Við hlið þess var hinn frægi Babelsturn, sjö hæða ziggúrat, sem var næstum 100x100 m að grunn- fleti. Ytri borgarhlutinn var einnig víggirtur og voru í honum íbúðarhús og minni ziggúratar. Náði bygging ziggúrata í Mesó- pótamíu hámarki á valdatímum Nebúkadnesars 2. Þegar hann féll frá upphófust miklir flokka- drættir í Babýlon, og logaði allt í innanríkisdeilum, sem leiddu til falls Babýloníuríkis í hendur Persa árið 539 f.Kr. Persar sóttu fyrir- myndir til Egypta og Mesópótamíu Persar bjuggu rétt austan við Mesópótamíu, og bar lítið á þeim fyrr en á valdatímum Nebúkadnesars 2. Kýros 2. Persakonungur vann sér miklar vinsældir um gjörvalla Litlu- Asíu vegna göfugmennsku sinn- ar, og gengu mörg ríki honum á hönd af frjálsum vilja eftir fall Babýloníuríkis. Lögðu Persar fljótlega undir sig alla Litlu- Endurbyggð Urnammúsziggúratsins (um 2125 f.Kr.) Höll Sargons II í Khorsabad Assiríu (755-705 f.Kr.) fagurra bygginga í höfuðborg- inni Persepólís. Byggingarlist Persa var byggð á öðrum grunni en þjóða Mesópótamíu. Þeir bjuggu ekki að langri bygg- ingarhefð, en leituðu sér þekk- ingar til annarra þjóða heims- veldis síns. í grafhýsum og höll- um sóttu Persar fyrirmyndir sínar í byggingarlist Egypta og Mesópótamíumanna. Notuðu þeir undirstöðupallana frá Mesópótamíumönnum, en klæddu þá þó steini, en aðal- burðarvirki bygginganna voru steinsúlur eins og hjá Egyptum. Þök bygginganna voru jafnan úr timbri og gátu því steinsúlurn- ar, sem héldu þeim uppi verið Asíu og mikil lönd í Egypta- landi. Varð heimsveldi þeirra hið öflugasta, sem þekkzt hafði fram að því. Fylgdu miklar framkvæmdir í kjölfarið. Daríus 1. lét grafa skipaskurð milli Rauðahafs og Nílar. í stjórnar- tíð hans (522—486 f.Kr.) eignuð- ust Persar lönd að Dóná og allt austur að Indusfljóti. Var margt Hundrað-súlna-höllin í Perse- pólis skammt frá Shiraz í íran (518-460) mjög grannar. Herbergi Persa voru mun stærri en þekktust meðal þjóða Mesópótamíu. Væru byggingarnar hærri en ein hæð, var milliloftum haldið uppi af timburbitum, klæddum tréborðum eða strámottu, sem leirsteypu var hellt ofan á. Persaveldi leið undir lok árið 331 f.Kr., þegar Alexander mikli braut það á bak aftur. Grísk áhrif í Austur- löndum eftir daga Alex- anders mikla í vestanverðri Litlu-Asíu, Sýrlandi, Líbanon og ísrael, bjuggu gamalgrónar menning- arþjóðir, en þessu landsvæði var skipt í fjölmörg smáríki, sem ekki gátu bundizt samtökum, jafnvel þótt þau lytu erlendu hervaldi. Stórveldin í austri og vestri ágirntust timburauð landsins, og var hafnarborgin Býblos stofnuð snemma á öldum til að gegna hlutverki útflutn- ingsmiðstöðvar timburs. Marg- ar hirðingjaþjóðir herjuðu á landið, og myndaðist aldrei sjálfstæð byggingarlist á þessu landsvæði, heldur voru fyrir- myndirnar einkum sóttar til Egyptalands og Mesópótamíu. Elztu íbúðarhús voru byggð upp á trégrind, og var leirsteypu síð- an klínt utan á grindina. Var leirinn síðan kalkþveginn, síðar urðu múrsteinshús allsráðandi. Musteri voru yfirleitt reist úr sólþurrkuðum múrsteini. ísra- elsríki varð til um 1200 f.Kr. Bjuggu Fönikíumenn á miðri Miðj arðarhaf sstrandlengj u Sýrlands, og þar voru hafnar- borgirnar Týros og Sídon stærstar. Fílistear bjuggu í Pal- estínu í suðurhluta Litlu-Asíu. Fönikíumenn urðu mikið stór- veldi í Miðjarðarhafsviðskiptun- um og stofnuðu fjölda nýlendna víða á Miðjarðarhafsströndum. Þeirra öflugust varð Karþagó á norðurströnd Afríku, sem þeir stofnuðu um 814 f.Kr. Eftir sigur Alexanders mikla yfir Persum fluttust margir Makedóníumenn og Grikkir til Litlu-Asíu. Fylgdi þeim ný menning, sem breiddist vítt út meðal íbúanna. Döfnuðu grísk borgríki víða vel á alllöngu tímabili, og var grísk menning þar allsráðandi. Árið 226 var Sassaníuríkib stofnað í Mesó- pótamíu og var höfuðborg þess Ctesífón, skammt frá Babýlon. Stóð þetta ríki fram til ársins 642, og var á þessu tímabili reistur fjöldi merkra bygginga í landinu í stíl, sem er eins konar millistig hins forna stíls Mesó- pótamíu og býzanzka stílsins, sem síðar varð allsráðandi í þessum heimshluta og síðar verður fjallað um í þessum greinum. Byggingar þessar voru reistar úr múrsteinum, og eru leifar margra þeirra til enn í dag. Flest eru þetta hallir, sem á voru miklar valarhvelfingar, en mun minna var um trúarlegar byggingar. Er þarna að finna mikil byggingarafrek, sem standa lítið að baki því, sem hæst reis í Rómaveldi. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.