Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1983, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1983, Blaðsíða 11
Breski eldflaugakafbáturinn Besolution á siglingu undan strönd Skotlands. innar ruglist ekki eru máltíðir bornar fram á nákvæmlega rétt- um tíma, og þess er vandlega gætt að alltaf skiptist á kvik- myndakvöld og kvöldvökur. Um leið og sólin sest eru hvít dagljós slökkt og rauð næturljós kveikt, þá veit áhöfnin að myrkur er ofansjávar. Breytingin á lýsing- unni stuðlar einnig að því að sjón skipstjórans geti auðveld- lega lagað sig að birtunni ofansjávar og þar með sparist dýrmætar sekúndur ef í skyndi þyrfti að skjóta sjónpípunni upp. Til að spara tíma við að stilla glerin í pípunni eru tölur um sjón skipstjórans skráðar á hana. Á siglingunni skráði áhöfn Sceptre ferðir allra skipa sem heyrðist til og reyndi að geta sér til um af hvaða gerð þau væru. Kafbátamenn eru stoltir af því að geta fylgst með ferðum ann- arra skipa án þess að áhafnir þeirra viti af þeim. Þeir sem verða að sæta þessu eftirliti sætta sig hins vegar ekki eins vel við það og tala oft á tíðum illa um kafbátana og Iýsa fyrir- litningu sinni á áhöfnum þeirra. Skipstjóri Sceptre hafði mest- an áhuga á tveimur skipum. Þegar við komum um borð höfðu tvö sovésk skip sést úti við sjón- deildarhringinn. Var annað út- hafstogari en hitt olíuskip sem var að flytja honum eldsneyti. Kannski voru skipin þarna fyrir tilviljun. En við vorum á alþekktu æfingasvæði kafbáta og sovéski togarinn átti ekkert erindi þangað þótt ekki væri unnt að bægja honum á brott af alþjóðlegri siglingaleið. Togar- inn elti kafbátinn fram undir morgun þangað til Sceptre gat loksins stungið hann af. Ómögu- Iegt var að vita hvað fyrir hon- um vakti. Stundum virðast Sov- étmenn vita óhugnanlega mikið. Fyrir nokkrum mánuðum gerðu sjónvarpsmenn frá BBC ráðstaf- anir til að taka mynd af sovéska njósnaskipinu sem jafnan er út af Clyde, en það hvarf á haf út skömmu áður en þeir komu á vettvang í flotaþyrlu. Fyrir því eru margar ástæður að kafbátar verða að fylgjast vel með öllu sem gerist á yfirborði sjávar. Önnur skip vita ekki um ferðir þeirra og þess vegna ber kafbátaforinginn ábyrgð á því að ekki verði árekstur. Leyfi dýpi það sigla kafbátar venju- lega beina leið undir flest ofansjávarskip, jafnvel stærstu risaolíuskip. Þeir taka þó venju- lega á sig krók umhverfis fisk- veiðiflota til að forðast net og botnvörpur. í kafbátum NATO-ríkja eru mjög fullkomin hlustunartæki til að nema hljóð frá öðrum skipum og eru kafbátar „óvinar- ins“ í þeim hópi. Hlustunartæk- in eru æskilegri en ratsjár, vegna þess að þau senda ekki frá sér merki, heldur nema hljóð. Kafbáturinn sjálfur gefur ekki nein merki sem geta komið upp um hann. í hlustunarklefa kafbátsins sá ég menn vinna við sónar-tæki sem notuð eru til að nema hljóð frá skrúfum og vélum ofansjáv- arskipa. Þjálfaðir hlustendur geta þekkt skip og kafbáta af hávaðanum frá þeim, jafnvel sagt hvaða skip sé á ferðinni. Ræðst matið meðal annars af hraða skipsins, hve djúprist það er og hve mörg skrúfublöð það hefur. Flotastjórnir NATO eiga mikið segulbandasafn með skrúfuhljóðum, einkum sov- éskra kafbáta. í hlustunarklefa Sceptre notuðu þeir skeiðklukku sem hékk við eitt sónar-tækj- anna til að telja snúningshraða skrúfu á mínútu. Öll hljóð voru tekin upp á band. Fiskar valda óþægindum. Þeir laðast að kafbátum vegna hitans sem geislar út af þeim og smell- irnir í tálknunum trufla hlust- unartækin. Það verður að auka hraða kafbátsins til að losna við fiskana. Kafbátamenn heyra einnig oft í hvölum og háhyrn- ingum. Irlandshaf er ekki ákjósanlegt athafnasvæði fyrir kjarnorku- kafbáta, það er bæði of grunnt og tíðar skipaferðir um það valda óþægindum. Kafbátar eins og Sceptre geta hvorki kaf- að né komið upp á yfirborðið í skyndi. Köfunin er næsta vand- ræðaleg, því að báturinn þarf fyrst að láta skutinn síga, og það verður að fara mjög varlega þegar haldið er úr kafi til að forðast árekstur. Nóttina sem ég dvaldist um borð í Sceptre þurfti að reyna nokkrum sinn- um og það tók bátinn tvo klukkutíma að komast í þá stöðu að unnt væri að skjóta sjónpíp- unni upp fyrir yfirborðið. Staf- aði töfin bæði af tíðum skipa- ferðum og fiskiskipum sem voru að veiðum. Á grunnsævi eins og á land- grunni Bretlands er lítið gagn að kjarnorkukafbátum. Það eru of margar hindranir á vegi þeirra. Við slíkar aðstæður koma kafbátar knúnir „venju- legri“ orku að betri notum. Ég sigldi með slíkum kafbáti, Onyx, á eftirlitsferð um Erm- ar-sund frá heimahöfn hans, Portsmouth. Innilokunarkennd- in er jafnvel magnaðri í venju- legum kafbátum. Sjö foringjar sofa og matast í sama messan- um, 23 undirmenn verða að haf- ast við í öðrum litlum klefa. Samskipti bátsverja voru jafn- vel óformlegri en um borð í Sceptre. Allir, einnig yfirmenn- irnir, voru óeinkennisklæddir, í gallabuxum, bolum og með sand- ala á fótum. Á öllu var olía. Venjulegir kafbátar eru hljóð- látari en kjarnorkukafbátar. Gúmmígormar voru þar að auki undir flestum vélbúnaði Onyx til að dempa hávaðann. Báts- verjar sögðu mér að GIUK- hliðinu (hafsvæðinu frá Græn- landi um ísland til Skotlands) væri skipt í sex reiti, og væri einn venjulegur kafbátur eins og Onyx í hverjum reit. Þar lægju þeir hreyfingarlausir og biðu sovéskra kafbáta. En venjulegir kafbátar verða með reglulegu millibili að komast upp á yfir- borðið til að endurhlaða raf- hlöðurnar, þess vegna eru þeir ekki eins heppilegir og kjarn- orkukafbátar til að elta aðra kafbáta. Fjarskipti við kafbáta Meginvandi kafbátahernaðar snertir fjarskipti við bátana, því að notagildi þeirra felst í þvi að þeir eru í felum og næsta óger- legt að finna þá. Fjarskiptin eru Akkillesar-hæll kafbátanna, því að þeir verða að fara úr kafi eða nálgast yfirborðið til að taka á móti skeytum og gefa þar með höggstað á sér. Eldflaugakaf- bátar reyna að forðast þetta með öllu. Um borð í þeim eru tvenns konar loftnet fyrir mót- töku á lágtíðni-skeytum (VLF-skeytum) frá fjarskipta- stöðinni í Rugby í Bretlandi. Annað loftnetanna er í bauju sem skotið er upp á yfirborðið frá kafbátnum á hægri ferð á töluverðu dýpi. Hitt er um fimm hundruð metra langur vír sem dreginn er á talsverðum hraða en ekki á miklu dýpi. En jafnvel eldflaugabátarnir verða að senda lítið loftnet upp á yfirborðið til að taka staðar- ákvörðun. Án hennar geta þeir ekki miðað eldflaugum sínum nákvæmlega. Um borð í Polar- is-kafbátunum eru þó „skekkju- lausir" gýró-áttavitar sem sýna nákvæmlega rétta stöðu og þá þarf sjaldan að stilla með boð- um frá gervihnöttum. Skeyti eru send á dulmáli en úr þeim er lesið með sjálfvirkum hætti nema um mjög mikilvæg boð sé að ræða. Skipstjórinn og staðgengill hans nota sérstaka dulmálsvél til að lesa þessi mik- ilvægu skeyti, vél sem þeir einir kunna að nota. Breskir kafbátar fá daglega fréttaskeyti og í þeim eru meðal annars úrslit í knatt- spyrnuleikjum. Kafbátar svara ekki skeytum þar sem þeir gætu komið upp um sig með því. Loftskeytamenn í landi vita því ekki hvort boðin berast til rétts viðtakanda. Þeg- ar kafbátar elta sovéska kafbáta í hafdjúpunum líður jafnvel vika án þess að þeir geti tekið við skeytum. Littlejohn, skip- stjóri, sagðist ekki hafa frétt af innrásinni í Afganistan fyrr en nokkrum dögum eftir að hún hófst. Þar sem kafbátar svara aldrei gæti það gerst að yfirvöld vissu ekki um að einhver þeirra væri týndur fyrr en að því kæmi að hann sigldi ekki í höfn á fyrirhuguðum tíma. Mjög mikil vinna er lögð í það að finna leiðir til að geta haldið uppi jöfnum og traustum fjar- skiptum við kafbáta. 1958 hóf bandaríski flotinn að kanna hvort nota mætti sér- staklega lága tíðni (ELF), sem er talið mjög heppilegt þar sem þessar útvarpsbylgjur geta farið í gegnum vatn og því náð til kafbátanna neðansjávar. Það er einnig tiltölulega erfitt að trufla ELF-bylgjur og talið er að þær standist vel hindranir vegna náttúrulegra aðstæðna og jafn- vel kjarnorkusprengjur — þótt það taki mjög langan tíma að koma boðum með þeim. Það mun væntanlega taka 15 mínútur fyrir þriggja stafa orð að berast til kafbáts. En með því að nota mjög hnitmiðað dulmál telur bandaríski flotinn að hann geti sent allt að 17.500 orðsend- ingum um jafn mörg efni með því að nota aðeins 3 stafi og það nægi. Að minnsta kosti fimm bandarískir eldflaugakafbátar og einn árásarkafbátur hafa fengið ELF-móttökutæki og til- raunasendir í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum hefur þegar verið tekinn í notkun. Hann sendir aðeins tveggja watta út- varpsbylgjur, en vitað er að þær hafa heyrst í kafbáti á 100 metra dýpi undir 10 metra þykkum hafís á Norðurheim- skautinu. Til marks um það hve langt Bandaríkjamenn eru reiðubúnir að ganga til að tryggja fjar- skipti við kafbáta sína er TACAMO, en með skammstöf- uninni er vísað til orðanna Take Charge and Move Out, takið við stjórninni og haldið af stað. Þetta kerfi byggist á 14 sérbún- um C-130 (Hercules) flutninga- flugvélum sem mynda tvær flugsveitir og skipta þær yfir- borði jarðar jafnt á milli sín. Hvenær sem er sólarhrings eru tvær þessara véla á lofti, önnur yfir Kyrrahafi, hin yfir Atlants- hafi. Áftan úr þeim hangir um 10 km langur vír og á enda hans er senditæki. Vélarnar fljúga í hringi svo að loftnetið hangir næstum lóðrétt. Talið er að TACAMO-fjar- skiptakerfið muni endast lengst í kjarnorkustriði. En dugi ekk- ert af þessum kerfum hafa Bandaríkjamenn komið sér upp neyðarkerfi með eldflaugum (Emergency Rocket Communi- cations System). í því eru nokkrar langdrægar Minute- man-eldflaugar sem í eru sendi- tæki í stað kjarnaodda. Þær má senda fyrirvaralaust mörg hundruð kílómetra út í geiminn og frá þeim bærust síðan boð til kafbátanna um að senda á loft banvænan eldflaugafarm sinn. Gagnkafbátaaðgerðir Vesturlönd standa jafnframt betur að vígi á öðrum sviðum. Forskot þeirra fram yfir Sovét- menn í gagnkafbátahernaði er unnt að mæla í margra ára vinnu og rannsóknum. Til dæm- is hef ég heyrt bæði bandaríska og breska aðila fullyrða það, að kafbátum frá NATO-ríkjum hafi jafnan tekist að komast undan sovéskum kafbátum og stinga þá af í eltingaleik í undir- djúpunum. Flotastjórn NATO telur sig á hinn bóginn geta ábyrgst að þeir séu fáir sovésku kafbátarnir sem komist óséðir í gegnum GIUK-hliðið. Vandi flotastjórnar NATO felst í því að hún ræður ekki yfir nógu mörgum skipum til að elta þá alla. Bandaríski flotinn hefur kom- ið á fót mjög víðtæku hlustun- arkerfi neðansjávar til að hafa eftirlit með kafbátum Sovét- manna á heimshöfunum, svo- nefndu SOSUS-kerfi (Sound Surveillance System). í hverju SOSUS-kerfi eru hundruð hljóð- nema. Hljóðnemarnir eru tengd- ir saman með kapli og við stöðv- ar í landi. SOSUS-kerfi eru í þrengslum sem sovéskir kafbátar verða að fara um til að komast á haf út frá heimahöfnum. Talið er að SOSUS-kerfi sé milli Bjarnar- eyjar og Noregs og í GIUK- hliðinu (í ritinu GIUK-hliðið eftir Gunnar Gunnarsson sem Öryggismálanefnd gaf út er þessu kerfi lýst nánar eins og öllum aðstæðum í þessu mikil- væga hliði, þar er sagt að SOSUS-hlustunarbúnaður í SJÁ NÆSTU SÍÐU 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.