Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1983, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1983, Blaðsíða 12
Þessi mynd sýnir sovéskan eldflaugakafbát af Delta-gerð. Kafbátarnir eru búnir svo langdrægum kjarnorkueldflaugum að þeir ná til skotmarka í Bandaríkjunum af hafsvæðinu milli Norður-Noregs og Grænlands eða úr Barentshafi. Hér er teikning af nýjasta risakafbáti Sovétmanna, Typhoon-gerð. Talið er að Sovétmenn hafi nú þegar tekið einn kafbát af þessari gerð í notkun og er heimahöfn hans á Kóla-skaganum. Á þessari teikningu sem á að vera af sovéskri skipasmíðastöð við Hvítahaf sést þegar verið er að fullbúa árásarkafbát af Oscar-gerð. Hann er meðal annars búinn 24 stýriflaugum sem nota má til árása á skip. Kafbáta af þessari gerð senda Sovétmenn til hafsvæðanna umhverfis ísland. GIUK-hliðinu sé tengdur við land á íslandi á Stokksnesi við Hornafjörð og á vestanverðum Reykjanesskaga — innsk. þýð.) svo að upplýsingar um ferðir sovéskra kafbáta um þessi svæði berast flotastjórnum NATO. SOSUS-kerfið teygir sig inn í Mexíkóflóa og Karbíska hafið, það er við Nýfundnaland, Azor- eyjar og suðvesturströnd Spán- ar; umhverfis Gíbraltar, í Erm- arsundi, við Ítalíu og Tyrkland, meðfram Alut-eyjaklasanum til Japans, milli Japans og Kóreu og undan ströndum Hawaii og Filippseyja. 1974 kom það fram í skjölum nefndar í öldungadeild Bandaríkjaþings að það væru 22 SOSUS-stöðvar víðsvegar um jörðina. En SOSUS-kerfið dugar ekki eitt. Aðeins er unnt að notast við það þar sem dýpi er töluvert. Á grunnsævi er sjávarniðurinn of mikill fyrir kerfið. Þá er til- tölulega auðvelt að granda slíku kerfi sem bundið er við festar á fyrstu stigum átaka. Oft má sjá sovésk hafrannsóknaskip leita að SOSUS-hljóðnemum, sem bendir til þess að Sovétmönnum sé ekki sama um þá og vilji vita hvar þeir eru til að geta eyðilagt þá á stríðstímum. Sovéskum kafbáti fylgt eftir Þegar sovéskur kafbátur fer frá Kóla-skaganum finna árás- arkafbátar frá NATO-ríkjum hann fyrst í Barents-hafi. Þegar hann síðan fer milli nyrsta odda Noregs og Bjarnareyjar skráir SOSUS-kerfið bátinn. Næstum samtímis koma norskar, banda- rískar og breskar kafbátaleit- arvélar á vettvang og finna bát- inn líka. Sé um kjarnorku- eldflaugakafbát að ræða elta Bandaríkjamenn hann suður eftir Atlantshafi þar til hann stansar á þeim reit sem honum er ætlaður. Allt bendir til þess að kæmi til kjarnorkuátaka yrði þessum eldflaugakafbátum Sov- étmanna grandað áður en þeir gætu skotið flaugunum á loft. Kjarnorkuknúnir kafbátar Sov- étmanna sem geta verið lengi neðansjávar reyna að komast óséðir suður á bóginn undir haf- ísnum milli Grænlands og ís- lands. Þeir reyna einnig að nota djúpu gjárnar sem liggja frá norðri til suðurs í hafsbotninum milli Bretlands og fslands. Ein- mitt þess vegna sá ég táknin fyrir sovésku rannsóknaskipin á töflunni í Pitreavie, þau voru að kanna hafsbotninn. Allt bendir til þess að fáir sovéskir kafbátar komist óséðir í gegn, einkum eldflaugabátar. „Við hefjum eftirförina um leið og þeir láta úr höfn,“ sagði vest- rænn embættismaður. „Við bíð- um ekki eftir að þeir komi til okkar." Leitartækin eru fleiri, þar á meðal sónar sem dreginn er af skipum og þyrlur með bækistöð i móðurskipum sem smíðuð eru til gagnkafbátahernaðar eins og Invincible. Úr þyrlunum hanga sónar-tæki. Þyrlurnar eru not- aðar til að finna nákvæmlega hvar kafbáturinn er eftir að hans hefur orðið vart með öðr- um tækjabúnaði. Þyrlur og flugvélar sem notaðar eru við gagnkafbátaaðgerðir eru vopn- aðar tundurskeytum og djúp- sprengjum, sem geta verið kjarnorkuhlaðnar. CAPTOR- tundurduflið, eða djúpsjávar- sprengjan, er talið hættulegasta vopnið sem beitt er gegn kafbát- um. Þessum sprengjum má koma fyrir í þrengslum á friðartím- um. Þær eru hannaðar þannig, að þær geta sjálfar fundið, borið kennsl á, staðsett og grandað kafbátum en látið skip fara yfir óáreitt. Jafnframt greina þessar sprengjur á milli „vinveittra“ og „óvinveittra" kafbáta. Banda- rískur embættismaður lét eitt sinn þau orð falla, að með CAPTOR mætti „eyðileggja fleiri kafbáta fyrir hvern dollar en með nokkru öðru vopni“. Tæknilega standa Vestur- landabúar Sovétmönnum mörg- um árum framar í gagnkafbáta- hernaði. Sé hins vegar litið á fjölda skipa sýnast Sovétmenn hafa talsverða yfirburði. í sov- éska flotanum eru nú 84 kjarn- orkuknúnir eldflaugakafbátar og 259 árásarkafbátar, sumir búnir stýriflaugum, 99 þeirra kjarnorkuknúnir. Bandaríkja- menn eiga 36 kjarnorkuknúna eldflaugakafbáta, sem flestir eru komnir til ára sinna, og 86 árásarkafbáta, en 79 þeirra eru kjarnorkuknúnir. Þótt þeir 160 kafbátar sem tilheyra öðrum NATO-ríkjum en Bandaríkjun- um séu taldir með (í Varsjár- bandalaginu eiga önnur aðildar- ríki en Sovétríkin aðeins 8 kaf- báta) eiga Varsjárbandalagsrík- in fleiri kafbáta en NATO-ríkin. Sovétmenn hafa nú lokið smíði á stærsta kafbáti í mann- kynssögunni. Hann hefur verið kallaður Typhoon á Vesturlönd- um og kemur frá skipasmíða- stöð í Severodvinsk í nágrenni við Arkangelsk við Hvíta haf. Hann er yfir 30.000 lestir og um 200 metrar á lengd, einum þriðja stærri en stærsti bandaríski kafbáturinn, Ohio, sem einnig er verið að taka í notkun. Um borð í Typhoon verða 20 eldflaugar og verður hver þeirra hlaðin mörg- um kjarnorkusprengjum sem skjóta má til jafn margra skot- marka á jörðu niðri. Fyrir utan fullbúna kafbátinn eru þrír Typhoon-kafbátar nú í smíðum. Sovétmenn hafa einnig smíð- að hraðskreiðasta kafbát ver- aldar, Alfa, sem einnig kafar dýpra en nokkur annar bátur. Fimm kafbátar eru til af þessari gerð og hefur títaníum verið notað til að herða stálið í skrokk þeirra. Þess vegna þola þeir gíf- urlegan þrýsting og geta kafað á um 1000 metra dýpi. Alfa-kaf- bátar eru knúnir áfram af nýrri gerð af kjarnakljúfi og geta siglt á 42 hnúta hraða. Þeir ættu því að eiga auðvelt með að elta alla kafbáta Vesturlanda, svo fram- arlega sem þeir geta fundið þá. Þrátt fyrir þessi afrek við smíði kafbáta er ekki allt sem sýnist í þessum hernaði hjá Sov- étmönnum. Það veikir til dæmis stöðu þeirra, að í sovéska flotan- um eru 38 gerðir af kafbátum, og kannski aðeins einn bátur af ákveðinni tegund. Kafbátagerð- ir Bandaríkjamanna eru 22. Þessar tölur sýna ekki yfirburði Sovétmanna við lausn tækni- legra vandamála í kafbátasmíði heldur hitt að þeim hefur oft mistekist. Alfa-kafbáturinn er gott dæmi um þetta. Hann sást fyrst 1970 en reyndist misheppnaður með öllu. Kafbáturinn var rifinn í sundur. Eftir endurbæturnar eru Alfa-bátarnir framverðir í sovéskum vörnum, en hraða sín- um nær Alfa-kafbátur með því að valda miklum hávaða. Það heyrist svo hátt í kjarnorkuvél- inni að fylgjast má með kaf- bátnum úr hundruð mílna fjar- lægð, sem gefur vestrænum kaf- bátum tækifæri til að forða sér. Tilkoma Typhoon-kafbátsins er nokkurt undrunarefni. Engin fullnægjandi skýring hefur ver- ið gefin á því, hvers vegna hann er jafn stór og raun ber vitni. Helst hallast menn að því að risastærðina megi rekja til þess hve Sovétmenn eru skammt komnir í smáhlutatækni. Um borð í Typhoon eru færri eld- flaugar en bandaríska Ohio- kafbátnum, sem er meira en þriðjungi léttari. í síðustu útgáfu ritsins „Jan- e’s Fighting Ships“ kemst rit- stjórínn, John Moore kapteinn, að þessari niðurstöðu: „Þar til þessum spurningum verður svarað verður nýi sovéski kaf- báturinn sveipaður hjúpi dulúð- ar og mjög auðtekin bráð.“ Hann vitnar til „mikils metins bresks kafbátaforingja“ sem sagði: „Hvílíkt risaskotmark!" Úthald kafbátanna Það kemur flotum Vestur- landa og til góða hve litlum hluta sovéska kafbátaflotans er haldið úti hverju sinni. Venju- lega eru aðeins tíu sovéskir eldflaugakafbátar úti í rúmsjó á hverjum tíma, og nokkrir þess- ara báta eru þá á leið til og frá þeim stöðum þar sem þeir þurfa að halda sig til að eldflaugar þeirra nái til skotmarkanna. Bandaríkjamenn halda hins vegar að jafnaði um helmingi af eldflaugakafbátum sínum úti við störf, hefur þetta hlutfall hækkað undanfarið og mun enn hækka. Þá sýna Bandaríkja- menn það af og til í æfingum að þeir geta sent næstum alla kaf- 12 báta sína á haf út á hættu- stundu. Sovétmenn hafa aldrei framkvæmt svipaða æfingu. Líklegt er talið að Sovétmenn haldi svo fáum kafbátum úti vegna þess hve illa smíðaðir þeir eru og þurfi til dæmis langan tíma á milli ferða til að endur- hlaða kjarnakljúfinn. Sovéskir kjarnakljúfar eru sagðir „leka“ svo mikið, að áhafnir fái oft greidda sérstaka þóknun vegna hættu á getuleysi. Við nánari samanburð á hæfni sovéskra og bandarískra kafbáta sést enn betur hve Sov- étmenn eiga við mikla erfiðleika að etja. Séu eldflaugar um borð í kafbátum taldar, eiga Sovét- menn fleiri en Bandaríkjamenn, 950 á móti 656. Séu kjarnaoddar í eldflaugunum hins vegar taldir ná Bandaríkjamenn auðveldlega yfirhöndinni: í bandarísku kaf- bátunum eru um 5000 kjarna- oddar en 1700 um borð í hinum sovésku. Sé tekið mið af því hve miklar líkur eru á að eldflaug- arnar hitti í mark, verða yfir- burðir Bandaríkjamanna jafn- vel enn meiri, því að tiltölulega erfitt er að skjóta sovéskum kafbátaeldflaugum á „rétt“ skotmörk. Á friðartímum gilda auðvitað strangar reglur um það hvað „andstæðingar" mega gera og hvað þeir mega ekki gera. Það er venjulega talin „ögrun“ að sigla oftar en þrisvar sinnum að öðru skipi á alþjóðlegri siglingaleið, og væri skipstjóri neyddur til að breyta um stefnu yrði því vafa- laust mótmælt eftir diplómat- ískum leiðum. Sovétmenn hafa hins vegar gjörbreytt um stefnu í kafbátamálum eftir að þeim varð ljóst, að fylgst er með ferð- um kafbáta þeirra frá því að þeir leggja úr höfn og þeir geta ekki notað hinar djúpu gjár á hafsbotni til að fela eldflauga- kafbátana. Þeir hafa ákveðið að smíða stærri, djúpsæknari og hraðskreiðari kafbáta og eiga eins marga og frekast er kostur. Sovétmenn hafa í raun neyðst til að fækka ferðum kafbáta sinna út á heimshöfin og í stað þess gripið til þess ráðs að smíða stærri báta búna lang- drægari eldflaugum. Nýjasti kafbáturinn af Delta-gerð hefur til dæmis innanborðs eldflaugar sem draga um 8000 km. Þessum kafbátum nægir að halda úti á „vernduðum" sovéskum svæðum eins og til dæmis í Barents-hafi eða Okhotsk-hafi, því að þaðan ná eldflaugar þeirra til Banda- ríkjanna. I kenningum um ógnarjafn- vægið (þ.e. að átök milli stór- veldanna valdi svo gífurlegri eyðileggingu í löndum beggja aðila að hvorugur geti haft nokkurn ávinning af stríði — innsk. þýð.) felst að eldflauga- kafbátar séu besta vopnið til að fæla óvininn frá áformum sín- um um að gera árás, þá sé ekki unnt að finna og þeir geti því ávallt svarað kjarnorkuárás í sömu mynt. Ef Bandaríkjamenn eru að ná því stigi sem ekki er ólíklegt, að þeir geti eyðilagt alla sovéska eldflaugakafbáta, jafnvel þá sem eru á „vernduð- um“ svæðum, þá er grafið undan gildi kenninganna um ógnar- jafnvægið. (Þýtt og dálítið stytt Bj.Bj.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.