Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1983, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1983, Blaðsíða 2
ítilefni 50 ára rit- höfundarferils Snemma í október í haust eru 50 ár síðan fyrsta bók Guðmundar Daníelssonar kom út, ljóðabókin: Ég heilsa þér. Hún var 112 síður og hafði inni að halda 51 kvæði. í eftirmála 2. útgáfu skáld- sagnanna Bræðranna frá Gras- haga og Ilms daganna fer Guð- mundur nokkrum orðum um ljóðabók sína: .. Haustið 1933, þegar ég var í Kennaraskólanum réðist ég í það hæpna fyrirtæki að gefa út ljóðabók eftir sjálfan mig: Eg heilsa þér. Skólastjórinn minn, Freysteinn Gunnarsson hafði lesið prófarkirnar og afhent mér þær aftur með hlýlegri umsögn um kvæðin, en Steingrímur Guð- mundsson, prentsmiðjustjóri í Gutenberg, tók að sér prentun og band og var ráðunautur minn um ytri búning kversins. Allt gekk stórslysalaust: bókin kom út snemma í október, ýmsir gagnrýnendur skrifuðu vinsam- lega um þessa frumsmíð og mér tókst að standa í skilum með útgáfukostnaðinn. Sumum þótti það ekki spá góðu um framtíð mína sem skálds að ég skyldi greiða skuldir. Þeir töldu það sýna smáborgaralegan heiðarleika, sem væri andstæða hinnar sönnu list- ar. Mig minnir að bókin kæmi út í 600 eintökum. Salan gekk þolan- lega. Eftir hálft annað ár seldi ég ísafoldarprentsmiðju það sem eft- ir var af upplaginu ...“. Lesbók Morgunblaðsins birtir hér eitt kvæði sem sýnishorn úr þessari 50 ára gömlu bók: Rósin, sem höfundur mun hafa ort 19 ára að aldri. Hún gaf mér þessa gulu rós í gær um sólarlag. Og svo kom nóttin svört og hlý og svæfði þreyttan dag. Og þá rann fljótsins þunga röst svo þögul fram í ós. Þá kvað ég ljóð um konuna, sem kom með þessa rós. Ég er hinn krýndi konungur við kvöldsins nautnaborð. Þar teyga ég hið tryllta vin og tala skáldleg orð. Og konuna, sem kyssti mig og kom með þessa rós, ég sveik í dag, þá drekkti hún sér í dalafljótsins ós. Nú drekk ég hennar dánaröl í dagsins kveðjuglóð. Ég veit það ei hvað veldur því, að vínið er sem blóð. Og það er heilög þögn á jörð og' þrot á hverjum leik. 1 kvöld var rósin kalið blóm og krónan hennar bleik. En ég er kvöldsins konungur og klökkna aldrei meir. Og mér var gefin gáfa sú að gleyma því, sem deyr. Svo sænga ég með syndinni, unz sólin aftur rís. Ég er hinn krýndi konungur í kvöldsins paradís. 2 Tólf- tóna- fuglinn Skophryggðarskáldsaga (Upphaf óprentaðrar skáldsögu, sem höfundur lauk við í fyrra) eftir Guðmund Daníelsson 1. kapítuli: Gestir Valdimars Vinnustofa Valdimars var á efri hæð hússins. Það stóð í út- jaðri bæjarins upp með ánni, sem var breið hér og lygn, en mjókkaði og varð straumharðari því neðar sem dró og nær brúnni. Hér hafði helsta afdrep Valdimars verið í fjórtán ár, alla tíð síðan hann yfirgaf samastað sinn Skerver niðri á ströndinni og hóf að búa sig undir að gera ellina að féþúfu sinni með lífeyristekjum og skáldastyrk, meðan hann biði þess að safnast til feðranna. Það voru komnar hádegis- fréttir. Valdimar teygði sig í tækið og skrúfaði frá því. Þulur- inn varð fyrir því óhappi, að nú skrjáfaði ögn í blöðum hans, en röddin var þófamjúk að venju og brást ekki. Hann var að segja athyglisverð tíðindi rétt í þessu — óneitanlega var hann að því: Að Skerverjinn Agnar og Magn- ús frá Móbergi hefði í gær gefið Landsambandi erfiðisfólks sjö hundruð listaverk, flest máluð, fáein mótuð, sennilega þúsund listaverk að meðtöldum smærri teikningum og eftirprentunum, og sal áttstrendan í höfuðstaðn- um, þar sem hægt væri að hengja verkin upp á vegg og setja þau á stall, frímerkjasafn sitt, hið stærsta í landinu, og bókagjöf verðmæta. Einsöngv- arafélaginu hefði hann hins veg- ar gefið kvikmyndahúsið: Tólf- tónabíó við Hverfisgötu og boð- ist til að láta breyta því smáveg- is, svo að hægt yrði að nýta það sem óperuhús, ennfremur sex- hundruð hljómplötur með sí- gildri tónlist, eldri og yngri, og tæki til að leika plöturnar á grammifón með eins konar þrí- víddarhljómi, sem var alveg nýtt undur tækninnar. „Jæja“, muldraði Valdimar. „Jæja? Hann hefur þá loksins afráðið að gefa sig guði á vald — að fullu og endanlega." Hann var lengi að átta sig og ramflækti sig í eigin hugsun: „Er heimsbyltingin marglofuð ásamt alræði öreiganna í raun og sann gengin í garð?“ datt honum í hug. „Eða hefur lýður- inn loksins endurheimt glataðan gullkálf sinn, svo hann geti aft- ur farið að syngja og dansa?“ Allt í einu var lýðurinn orðinn ríkari en Ríkið. Vonandi að eng- inn ævareiður síbyltinga-Móses komi þessu sinni ofan af fjöllum og mylji allt í smátt. Lofaður veri Agnar og Magnús! Enginn íslendingur hafði fyrr né síðar gefið aðra eins gjöf. í krónum var hún virt á milljónatugi, að menningargildi var hún ómetanleg. Oft hafði sú munnmælasaga skotið upp kolli, að Agnar og Magnús vaslaði með fé bank- anna og almennings í veitinga- rekstri sínum, efnaverksmiðj- um, bókaútgáfu, tónleikahaldi og myndverkasöfnun, að sjálfur ætti hann minna en ekkert til, dýrlegur maður væri hann að vísu, en með allt í grænum sjó. Nú reyndist hann öngvu að síður auðugri en Tyrkjasoldán og Generalmótors samanlagðir. Vissulega hafði orsök og afleið- ing týnt samhengi sínu: Því fá- tækari sem þessi maður var sagður, því hóflausari gjöfum reyndist hann fær um að hlaða á aðra. Þegar fréttalestrinum var lokið, reis Valdimar á fætur. Hann slökkti á útvarpstækinu og gekk út að vesturglugganum. Malbikuð gatan niður með ánni var vot og sýndist svört. Það glampaði á hana eins og svart lakk í sólskininu. Regnskúr var nýlega gengin hjá og horfin með skugga sinn og vætu inn til landsins í átt til fjalla. Vegna fjarlægðar sýndust þau lág héð- an, blá með hvíta kolla. Umferð- in var lítil. Bílarnir sem renndu hjá vöktu ekki athygli Valdi- mars. Öðru máli gegndi um fót- gangandi mann, sem nálgaðist vestan götuna. Hann gekk löt- urhægt og bar stóra svarta tösku í annarri hendi. Líklega seig hún í, göngulag mannsins var þunglamalegt, jafnt og án tilbreytingar. Hann var mjög lágvaxinn. „Annað hvort er ferðinni heit- ið til hinsta dags eða þá þessi maður er í öngvum vafa um er- indi sitt,“ hugsaði Valdimar. Það sem honum fannst ein- kennilegast við hann til að sjá, var yfirhöfnin. Hún var kolsvört og síð og löfin slógust þyngsla- lega um ökkla hans. Þrátt fyrir fimmtán gráðu hita úti, kannski átján eða tuttugu gráðu hita, virtist hann klæddur skósíðum og svellþykkum vetrarfrakka, sem þverbraut lögmál dagsins. Nú var sá árstími, þegar sumar- ið hvílir uppi yfir jörðinni í hvirfilpunkti, í skammvinnu jafnvægi, og gerir ekki annað en vekja upp frá dauðum múg þeirra rósa, sem í fyrra gengu til moldar. Þegar maðurinn átti tuttugu metra ógengna heim að húsinu, leit hann upp og Valdimar þekkti hann. Hann dokaði þarna við drykklanga stund, gerði sig síðan háleitan og virti fyrir sér húsið. Loksins kinkaði hann kolli og hélt aftur á stað: Það var hingað sem hann ætlaði. Ruglingsleg endurminning sytraði út og inn um gluggann jafntímis og myndaði slitrótt samband milli mannanna. í fljótu bragði virtist ekki hægt að skilgreina það. Orsök og af- leiðing týna ávallt samhengi sínu, þótt þær séu tengdar hvur annarri í allar áttir. „Hvað eru mörg ár síðan ég sá Guðmund annálahöfund síð- ast?“ hugsaði Valdimar. „Lík- lega ekki síðan á afmælisári skólans — kringum hundrað ára hátíðina." Þá hafði Valdimar horft á Guðmund Arason stika löngum föstum skrefum burt frá sér út um dyrnar, með þessa sömu tösku í höndunum, en í annarri og léttari yfirhöfn. Það var reyndar ekki hér í Hlaðbæ, heldur úti i Skerveri. Það sem núna var öðruvísi en þá, breytti hins vegar ekki kjarna málsins: villtur maður gengur ævinlega í hring, hann kemur fyrr eða síð- ar að sömu vörðunni aftur. Guð- mundur Arason var kominn aft- ur. „Heyrðu, þú ert þó víst ekki að verða gamall, Guðmundur? — Ég horfði á þig nálgast og ætlaði ekki að þekkja þig,“ sagði Valdi- mar, þegar gesturinn hafði losað sig við yfirhafnarflykkið og þeg- ið sæti. „Gamall?" hváði hann hissa. „Ég sem endurnýjast daglega eins og Myndjón og Agnar og Magnús. Hitt er síðan allt önnur saga, að þú ert orðinn svo áber- andi í dagblöðum okkar og bóka- hillum, að ég hef orðið að hafa mig allan við til þess að finna prívat persónu þína. í hugskoti mínu er hún búin að vera utan við mig og ofan við mig í einn og hálfan mannsaldur, svo ég orði þetta nú heldur vísindalega." „Ansi ótrúlegt, Guðmundur minn," sagði Valdimar. „Ég er hagspakur hérna á gresjunum og hreyfi mig lítið í seinni tíð. Þú hlýtur að hafa verið vant við látinn.“ „Ekki segi ég það nú beinlínis og afdráttarlaust. Annars hef ég verið að nagldraga mótatimbur undanfarin ár, sópa tréspónum og sagi og troða þessu í poka, svona eins og til að gera þokka- legt á verkstæðinu eftir vinnu á kvöldin, hjá húsasmíðameistar- anum þjóðfræga, sem reisti Höll Verslunarinnar, bankahúsin stóru og hótelin. Það var nú margt sem mig langaði til að eignast hér áður fyrr, og fæst af því hef ég eignast, en eitt af því var nú naglbítur, og loksins eftir ár og dag þegar ég eignaðist hann, þá fannst mér ég eigin- lega siðferðilega séð vera skuld- bundinn til að brúka hann, og fór út í að nagldraga timbur hjá Friðfinni. Sjáðu til, verkfæri sín verður maður að brúka, annars ryðga þau, og þar á ég ekki síður við sjálfan pennann." „Taskan þín er úttroðin og þung. Ég þykist vita að þú sért kominn til að selja mér nýjan annál,“ sagði Valdimar. „Hvað eru annálar þínir orðnir marg- ir?“ „Ja — ?“ sagði Guðmundur. Hann hleypti brúnum og dró langan seim á sérhljóðanum, „þeim fjölgar. Þeim smá fjölgar. Nákvæma tölu hef ég nú ekki.“ Hann opnaði töskuna, tók upp úr henni þrjú heldur þunn kver, nefndi verðið. Valdimar fleygði peningaseðli á borðið og lagði bæklingana til hliðar. „Kemurðu neðan að?“ spurði hann. „Já. Akkúrat. Frá kapteinin- um og henni Höllu systur hans. Nú er hann Hannes bróðir þeirra dáinn og grafinn, eins og þú veist kannski. Hann þoldi ekki traktorana, þennan mikla og harða hristing út um tún og móa og í kálgörðunum. Nýrun eyðilögðust, þau bókstaflega hrundu úr honum. Ég var hjá þeim á Stærri-Lágeyrinni í nótt, þvi að þar er nú autt rúm eftir hann Hannes sáluga. Og í morg- un gaf hún Halla mér gamla sparifrakkann hans, þennan sem ég kom í núna. Hún sagði, þessi góða einhleypa kona, að ég ætti að brúka hann í vetur þegar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.