Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1983, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1983, Blaðsíða 7
hlaut að gera hlut Þórðar mik- inn, hirðmanns síns, sem hann hafði í raun gefið leyfi til að fara út til íslands til að þjarma að Kolbeini, sem var ekki hand- genginn konungi og ekki í neinni vináttu við hann. Kolbeinn hlýtur að ganga að því vísu, að konungsúrskurður verði á þá lund, að Kolbeini beri að afhenda Þórði allar hans arfaeignir í Eyjafirði og greiða að auki bætur fyrir frændur Þórðar og ólöglega eignaupp- töku. Um allt þetta gat Kolbeinn samið beint við Þórð og sú varð líka raunin á. Þegar Kolbeinn veikist lætur hann ekki Brand ganga inn í þessa sætt, að leggja málin undir konung, heldur tek- ur upp beina sáttargerð við Þórð. Hvað veldur þessum sinnaskiptum Kolbeins? Þórður barðist aldrei í nafni konungs Það er tvennt, sem Kolbein gæti hafa haft í huga, þegar hann vorið 1245 gerir þessa und- arlegu sátt við Þórð, að skjóta málum þeirra til konungs. Kol- beinn er þá ekki lagstur sjúkur en veit sig samt ekki ganga heil- Þaö dregur af haröjaxl- inum Kolbeini í veikind- um hans og þegar hann sér aö hverju stefnir, er ákveöiö, aö Þóröi kak- ala skuli gefnar upp sveitir noröanlands an til skógar og hann treystir sér ekki lengur til að verja ríki sitt fyrir Þórði. Yfir Kolbeini og Skagfirðingum vofir, að Þórður, sem nú hefur eflzt að styrk, nái að sameina Eyfirðinga (sem eru orðnir í miklum uppreisnarhug og sjá að Kolbeinn er farinn að dala) og Vestfirðinga og Breið- firðinga gegn Skagfirðingum. Kolbeinn veit, að Þórður stefnir að því að leggja undir sig allt Norðurland í eigin nafni — ekki konungs, og af tvennu illu vill Kolbeinn heldur að konungur komist í málið heldur en Þórður fái að fara sínu fram óbundinn af konungsgerð. Hann veit, Kolbeinn, að Þórður er fullur hefndarhugar í garð Skagfirð- inga og muni ekki reynast þeim hlífisamur. Það er líklegt hann hafi hugsað sér að gerast sjálfur handgenginn konungi, eða þá láta Brand gera það, og bjarga þannig ríki Ásbirninga undan Þórði í hendur konungi, sem myndi þá hafa látið Kolbein eða Brand sitja áfram sem sína menn í ríki Ásbirninga. Þetta gat verndað Skagfirðinga fyrir Þórði. Það er mjög líklegt, að Kolbeinn hafi átt uppástunguna að því, að skjóta málunum til konungs. Þórður gat ekki neitað því sem hirðmaður konungs og ekki heldur vegna liðsmanna sinna langþreyttra. Þeim hlaut að finnast þetta gott boð, sem ekki væri hægt að hafna, miðað við þá aðstöðu sem Þórður var ennþá í, þótt Þórður sjálfur hafi eflaust hugsað annað og lengra. Þórði hefur ekki verið ljúft að taka við eignum sínum svo gott sem úr hendi Hákonar konungs og láta hann síðan skipta Norð- urlandi milli sín og Ásbirninga. Eins og fram er komið í sögu Þórðar, þá er hann aldrei að berjast itnafni konungs, og gerir til dæmis engar kröfur til eigna Snorra frænda síns, í nafni kon- ungs, svo sem Þorgils skarði gerði síðar, en svo sem kunnugt er taldi Hákon sig eiga þær all- ar, eignir Snorra, þar sem Snorri hafði verið lendur maður Hákonar. Með því að skjóta málum til konungs er Kolbeinn sem sé að velja á milli Þórðar og Hákonar og hann kýs heldur Hákon, en erkifjandann Þórð. Eftir hinn langa ófrið á Sturlungaöld og hatrið sem honum fylgdi, vildi hver einasti íslenzkur höfðingi heldur gefa upp héruð sín í hendur Noregskonungs en svar- ins óvinar, sem drepið hafði frændur þeirra og vini. Orsökin til þess, að Brandur gengur ekki inní þessa sætt, sem Kolbeinn hafði gert við Þórð, heldur gera þeir Kolbeinn, Brandur og Gissur sátt við Þórð sjálfan, er eflaust sú, að Þórður sér að hverju dregur með Kol- bein, hann er að dauða kominn, og þar með er horfin mesta fyrirstaðan. Þórði og liðs- mönnum hans gat hafa ógnað að halda áfram baráttunni við Kolbein og því sætzt á konungs- úrskurð, en með dauða Kolbeins, þeirrar miklu kempu, horfðu málin allt öðru vísi við. Það var engin þörf að endurnýja við Brand þessa sátt um konungs- úrskurð. Nú gilti að láta kné fylgja kviði. Svarthöfði siglir út með varning Þórðar, en Þórður ríður norður réttum hálfum mánuði eftir dauða Kolbeins. Og víkur þá aftur að hugleið- ingum að sáttargerð Kolbeins og Þórðar, því að Kolbeinn gæti hafa haft annað í hug en val milli Hákonar og Þórðar — hann gæti hafa hugsað sér að svíkja sættina á síðustu stundu, narra Þórð burt af landinu, og sitja sjálfur eftir. Fláttskapur Kolbeins Þegar hugleiddur er flátt- skapur Kolbeins, sem hann hef- ur oft gert sig sekan að, svo sem í brigðmælgi sinni og slóttug- heitum, þegar hann sendi Þor- stein í Hvammi með sáttaboðin til Þórðar eða narraði Órækju yfir Hvítárbrú, þá er leyfilegt að ætla honum að narra Þórð af landi brott en sitja sjálfur eftir. Ef það bragð tækist átti hann og hans fylgismenn að líkindum allskostar við fylgismenn Þórð- ar, svo sem verið hafði áður en Þórður kom út hingað 1242. Hrafn Oddsson var enn ungur að árum, rúmt átján ára, og Sturla Þórðarson myndi ekki reynast Kolbeini örðugri nú en fyrr sem foringi Sturlunga. All- ur móður og uppreisnarhugur væri einnig úr Eyfirðingum um leið og Þórður væri farinn af landi brott. 5. Stráðu á lífsins tregatorg tilfinningablómum. Það er bart í þungri sorg þar á auðnum tómum. Þeir voru vinir og sveitungar Hjálmar frá Hofi og Kolbeinn í Kollafirði. Stundum kastaðist þó í kekki með þeim. Honum sendi Hjálmar fyrstu bók sína með þessari áritun: Engum gef ég gull f sjóð, gjörir það erfðasyndin. Þú skalt eiga þessi Ijóð þau eru sálarmyndin. Kolbeinn orti strax. Inn í flestöll islen.sk kot, — andans veldur styrkur — geta nú þín Geislabrot gjört að ljósi myrkur. Á sömu bók ritaði Hjálmar þessa vísu og sendi vitringnum dr. Helga Pjeturss: Leiðir handan lýsa nú Ijósin stranda þinna. Stærstum anda eykur þú auðinn landa minna. Einhverju sinn frétti Hjálmar af ferðum Kolbeins, sem þá var hreppstjóri í Kjalarneshreppi. Hann hafði komið á næsta bæ við Hof en ekki litið við hjá skáldbróður sínum. Þá urðu til þessar vísur: Þeir sem ég vildi hafa hitt heiraa, — hvað sem veldur — koma síst í kotið mitt, Kolbeinn ekki heldur. Leist þér ekki að líta mig, — lengi er vonin ýkin — Hefur hún getaö heillað þig hreppapólitíkin? En þeir voru víst ekki alltaf samflokksmenn, kunningjarnir. Kolbeinn orti: Illær við pálmi í hendi þér, hreinir málmar skína. Kæri Hjálmar, komdu hér, kveddu sálma þína. Seinna fluttist Kolbeinn til Reykjavíkur og gerðist starfs- maður Áfengisverslunar ríkis- ins. Heldur þótti Hjálmari naumt skammtað í þeirri búð, vildi fá tvær flöskur, en var bú- inn að fá skammt sinn. Nú skyldi reynt á mátt vísunnar: Óðs í málum enn er fær aldinn skálabjóður. Tappafálur fæ ég tvær fyrir sálargróður. Kolbeinn mun hafa neytt stöðu sinnar að þessu sinni og gert vini sínum nokkra úrlausn. Þeir voru góðir kunningjar Hjálmar og Sigurður ívarsson, Það er reyndar vandséð, hvernig Þórður hefur ætlað sér að tryggja að Kolbeinn svíki hann ekki. Þórður ætlar að sigla úr Borgafirði, en Kolbeinn ef- laust frá Gásum í Eyjafirði. Þótt Kolbeinn biði í Borgarfirði þar til hann hefði öruggar fregnir af því að Kolbeinn væri sigldur frá Gásum, þá var það ekki nóg til að víst væri að Kol- beinn hætti ekki við siglingu til Noregs. Hann átti fyrir höndum langa siglingu með landi fram, áður en hann legði í haf frá Austfjörðum. Hann gat tekið land og snúið heim löngu eftir að Þórður var látinn í haf, þótt hann sigldi af stað á undan Þórði. Þá er það næst að athuga, en því hafa menn velt mikið fyrir sér, af hverju Gissur neitar að taka við ríki Ásbirninga þegar Kolbeinn býður honum það, seg- ist þess „eigi búinn“. Gissur gerir sér auðvitað ljósa þá klemmu, sem Skagfirðingar eru komir í með Eyfirðinga austan við sig og Vestfirðinga, Breiðfirðinga og Dalamenn að vestan og Þórð fyrirliða þessara allra og ekki vantaði hefndar- huginn. Gissur er að vísu hirð- maður Hákonar, en það myndi ekki hamla Þórði að ráðast á Skagfirðinga, af því að Gissur setzt í ríki Ásbirninga án nokk- urs umboðs frá konungi. Það var svo áliðið sumars að það gat ekki náðst til konungs að skipa neitt málum þessara hirðmanna sinna fyrr en að ári liðnu og Gissur telur víst, að Þórður muni ekki bíða skipana frá Hákoni, heldur nota tæki- færið sem honum gafst við dauða Kolbeins til að fara sínu fram og leggja undir sig Norð- urland, áður en konungur kæm- ist í málið. Gissur gat alls ekki verið viss um nema hann hlyti ónáð síns herra, ef hann setti fótinn fyrir Þórð við að ná undir sig öllu Norðurlandi. Hákoni gat fundizt það æskileg lausn í bili að minnsta kosti, að hirðmenn hans skiptu með sér landinu fremur en berðust um það, ef til vill með þeim afleiðingum, að þriðji maður, sem ekki væri handgenginn konungi, hæfist til valda uppúr þeim val, sem þeir Gissur og Þórður létu eftir sig. Málum var nefnilega þannig komið, að Hákon konungur átti enga aðra' menn, en Gissur og Þórð, sér handgengna á íslandi. sem orti í Spegilinn og hafði bókstafinn setu sem höfundar- nafn. Einhverju sinni hittust þeir á veitingahúsi. Dró Hjálmar þá upp landaflösku og hellti í bolla hjá Sigurði. Hann orti þá strax þessa vísu, sem þegar varð landfleyg: Hjálmar greiðir hispurslaust úr hverjum vanda. Bruggað hefur ljóð og landa, lagtækur til munns og handa. Hjálmar orti: Léttist Sigga Ijósa brún, þá skenkt er skálin. Þó löngum syrti lífs í álinn, leikur á nótur Bragasálin. J.G.J. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.