Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1983, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1983, Blaðsíða 3
veður kólnuðu, því að sér hefði oft sýnst vera hrollur í mér á ísaldartíð þorrans og góunnar — undanfarin ár. En svo fór ég bara í hann strax heldur en bera hann undir hendinni í böggli. Þannig er það. Já, frá mínum persónuhætti séð.“ „Halla er yndælis kvenmað- ur,“ samsinnti Valdimar. „Kapt- einninn bró&ir hennar er góður líka og stórmerkilegur. En illa fór með hafskipahöfnina hans og dráttarbrautina: allt fyrir bí.“ „Veistu til að höfuðskepnurn- ar láti hemja sig?“ spurði gest- urinn byrstur. „Sandur og vikur sækja í hafnirnar, sjór gengur yfir slippstöðvarnar í fárviðrum og laskar þær meir og meir, þangað til ekkert er eftir annað en stórt gaphús og kolryðgaðir járnteinar. Þetta breytir reynd- ar öngvu. Skerverjar gefast ekki upp. Þeir eru ósigrandi eins og arfinn og kálmaðkurinn." „Hvað er til marks um það? Er ekki Oddný Mark flutt burt með sína frísklegu óstjórn og allir hættir að greiða árgjöld í Slysavarnafélagið? Og er ekki Elías hættur að vera sveitar- stjóri, oddviti og frystihússfor- maður og búinn að afhenda öðr- um völdin og yfirleitt hættur að stórna?" „Að vísu hættur að stjórna," sagði Guðmundur Arason. „En þess í stað er hann búinn að brýna vel tálgubussann og er farinn að gera módel af öllu eins og það var, þar á meðal er kramvörubúðin mikla, sem furstinn af Hlaðbæ lét rífa og leggja í rúst og jafna yfir með jarðýtu, hafskipahöfn kapteins- ins ásamt dráttarbraut — með þremur svolitlum mótorbátum á stokkum. Þar með er þetta allt orðið ævarandi og ódauðlegt, vil ég segja, eins og skinnbrók Þur- íðar formanns og Skarðsbók, því að módelin eru flutt á minjasafn kapteinsins jafnóðum og þau eru fullgerð, og þar geymast þau um aldur og ár.“ „Þú segist hafa gist hjá Höllu og Geirjóni, Guðmundur. Það fór nú aldrei mikið fyrir Hann- esi sáluga. Finnst ennþá pláss í húsinu, Stærri-Lágeyri, innan um allar fornminjarnar?" Gesturinn miðaði dimmum sjónum á Valdimar og rönt- genmyndaði hann. „Það mætti halda að þú værir sálaður og genginn til grafar fyrir löngu," varð honum loksins að orði. „Veistu ekki að Geirjón kapteinn hefur reist einka- safnhús úr sementshræru og eikarviði á lóð sinni og flutt í það Jónsbæjarskipið fræga og alla hluti aðra, sem Hlaðbæjar- Skúla sást yfir þegar hann fór ránshendi um Skerver á því herrans ári, þegar kapteinninn gekk í land, rétt fyrir hundrað ára skólaafmælið?" „Nei,“ sagði Valdimar. „Ég hef verið að gera bækur um for- feður mína, rassaköst þjóðlífs- ins og sálarlíf marglyttunnar. Jæja, svo kapteinninn er búinn að opna einkasafn í Skerveri?" „Opna! Biddu fyrir þér, Valdi- mar! Nei, það er harðlæst, og hérumbil gluggalaust, og hlerar fyrir þeim fáu og smáu gluggum sem á veggjunum eru, hátt frá jörðu. Það er alveg útilokað að leggjast á gluggana þar og virða fyrir sér dýrgripasafnið." „Fær kannski enginn að skoða minjasafn þetta?" „Kapteinninn gengur með lyk- ilinn á sér. Jú, ef þú biður hann að sýna þér liðna tíð, þá gengur hann með þér út í safn og þú færð að sjá innbúið. Gerðu svo vel, það kostar ekki neitt." „Hefurðu séð Agnar og Magn- ús nýlega?" spurði Valdimar, „manninn sem haft hefur enda- skipti á eignamiðlun forsjónar- innar: Gert fátæktina að auðæf- um og auðinn að sjávarfroðu?" „Ja, ekki á fæti, satt að segja, en líklega sitjandi undir stýr- ishjóli, — og svo náttúrlega á myndum í Morgunblaðinu í dag.“ „Lífið er listasafn," sagði Valdimar. „Einu sinni var sagt það væri saltfiskur, það passar ekki lengur. Lífið er listasafn erfiðisfólks og óperuhús. Hvurn- ig heldurðu að Agga-Magga verði umbunað, Guðmundur?" „Ja, ég gæti trúað hann yrði uppnuminn til himins fyrr en seinna," sagði Guðmundur Arason, „er það ekki hámarkið? Líkt og þeim var launað frelsar- anum og Elía spámanni á sinni tíð. Ég held nú sá fyrrnefndi hafi reyndar ekkert farartæki haft — nema innbyggðan lyft- ikraftinn í sjálfum sér, hinn fór í eldvagni, má ég segja, ekki beint jeppa, heldur svona gam- aldags hestakerru frá guðsrík- isdögum, í líkingu við drottn- ingarvagninn enska. Ætli eld- flaug verði ekki sett undir okkar mann nú á dögum, — amerísk geimskutla, ha?“ „Mjög athyglisverð tilgáta, Guðmundur minn,“ sagði Valdi- mar við gest sinn. „Jæja — jæja, spurning hvort maður hafi þá fleira til að skrafa um í bili? Ég er einn heima og hef ekki upp á neitt ætilegt að bjóða. Þú getur komið seinna og þá orðið svo heppinn að hitta konuna, góða og gestrisna. Þar að auki er ég núna, eins og reyndar annað slagið mörg undangengin ár, að skrifa sögu sem byggð er upp og stíluð í tengdum hringjum sem þrengjast inn á við og endar í henni miðri á gati.“ Annálahöfundurinn leit rann- sakandi framan í Valdimar, en svipbrigðalaus, ekki vitund hissa. „Þú hefur alla tíð verið tölu- vert undarlegur, eins og reyndar Agnar og Magnús og ég sjálfur, Valdimar — og það ágerist," sagði Guðmundur Arason. „Það er lítið hægt að yrkja með vitinu einu saman. Ég er ansi hræddur um að viss skammtur af geggjun verði að fylgja — og henni ólæknandi,“ sagði Valdimar. „Hefurðu ekki fleira til að segja mér, fyrst þú þrjóskast við að fara?“ „Var ég búinn að segja þér, að fræðimaðurinn Lýður bróðir, prófarkalesari menningarinnar og Agnars og Magnúsar, hefur rakið ættir okkar saman? — Við erum allir, að herra Agnari og Magnúsi meðtöldum, náskyldir í móðurættina, sem kennd er við Brand nokkurn í Skollhóli og sumir segja að hann hafi verið kominn af Gyðingum, sem eins og þú veist eru dreifðir um allan heim, allt frá því að fjölskyldu- mál Abrahams komust á ring- ulreið." „Um Agnar og Magnús hef ég nýlega frétt að við værum að þriðja og fjórða, eins og það er orðað í ættfræðinni. Um þig vissi ég aftur á móti ekki. En þetta kemur mér sosum ekki á óvart," sagði Valdimar. „Fyrir langa-löngu, eftir að ég kynntist þér á Skerversárunum, laumað- ist stundum að mér líkt og ógleði, að kannski værum við með vissum hætti einn og sami maðurinn. Þú veist að Njála hef- ur bæði komið út í skrautlausu vasabókarbroti og gangstéttar- hellubroti með teiknimyndum af hetjum, og kálfskinni utan um — gullklístruðu?" „Kannski skil ég þig ekki al- farið núna,“ sagði gesturinn íhugull. „Eitt er þó víst: mínar bækur eru styttri en þínar." „Skiptir ekki máli. Það er ekki lengd og breidd sem skiptir máli, heldur friðarins guð og frjálsræðisandinn. Frændur mínir ofsækja mig, einkum þeir dauðu, og segjast vera ég. Það versta er, að ég held þeir hafi rétt fyrir sér. Við erum hlekkj- aðir saman og mislukkaðir. Lögreglan drap einn okkar í bakhússporti hérna um árið. Það var þaggað niður. Fyrir rúmlega fimmtíu árum vorum við saman í skóla og þessi frændi minn sagði stundum við mig: „Það sem gerir þennan skóla- stað þolanlegan, það er svína- stían.“ Það var myrkur. Glóðin í pípunni hans glæddist og dofn- aði á víxl. „Þeir gleymdu mér, þegar svínunum var slátrað,“ muldraði hann milli þess sem hann svelgdi reykinn. Hann hafði þessa skelfilegu krafta í herðum og handleggjum. Lög- regluþjónunum tókst ekki að yf- irbuga hann með hefðbundnum hætti, þess vegna gripu þeir til annarra ráða. Það fór svo, að fyrst brutu þeir á honum haus- inn, svo keyrðu þeir hann í steininn. Hann raknaði aldrei við. Heyrðu mig, Guðmundur, þú hefur einkennilegan haus, hann er í laginu eins og nátt- pottur á hvolfi. Varaðu þig á lögreglunni." „Þú ge-gerir mig bara smeyk- an. É-ég er farinn," sagði Guð- mundur og var ekki laus við að stama. Hann reis á fætur, greip töskuna og frakkann og dembdi hatti á heljarstórt og nauða- sköllótt höfuð sitt. Og kvaddi. Valdimar sat einn eftir í þönkum. Dagurinn leið. Það hafði fáeinum sinnum komið fyrir allra síðustu árin, einkum í ljósaskiptunum, sérstaklega á síðsumri, að malbikuð gatan meðfram ánni ummyndaðist og yrði að langri liðinni tíð. Sem betur fer gerðist það ekki oft, en það gerðist í kvöld, í kvöld var ekki frítt við að það gerðist. Valdimar stóð við gluggann og horfði út. Hann sá gegnsæja menn nálgast húsið. Feður hans komu gangandi hvur á eftir öðr- um, einnig bræður þeirra og af- komendur, eins og þeir kæmu úr ánni þar sem hún hvarf undir hengibrúna. Rafljós loguðu á bak við þá vestur í bænum, hann sá þá ekki fyrr en ljósastaurun- um sleppti og grænir vellir ár- bakkans tóku við — þar sem gatan lá gegnum rökkvað kvöld- ið austur eftir grónum árbakk- anum. Þeir stefndu sjálflýsandi að húsi hans, og þó svartir innan í sér, eins og vatn í djúpum brunni. Samt voru þeir fremur í ætt við loft heldur en vatn, eða þeir voru hræring í loftinu, og vitund Valdimars laukst upp fyrir þeim. Þar með voru þeir ekki lengur til nema í holdi hans og önd. Hann hét Valdimar og einnig þeir hétu allir því nafni. Valdimar hét einn og sérhvur þeirra, og reyndar voru þeir — ef dýpra var skyggnst — ekki annað en framhald sama mannsins, endurtekning hans, dálitið breytileg endurtekning. Þarna komu þeir einn á fætur öðrum, hlekkjaðir saman, án þess að vita hvur til annars, tengdir hringir, sem þrengdust inn á við, kynslóð eftir kynslóð, og hurfu ævinlega undir vestur- gaflinn á húsinu, vestast í nýja bæjarhverfinu, þar sem rafljós- in stóðu á verði gegn kvöld- rökkrinu. Þeir hurfu þar, og Valdimar fann þeir voru komnir inn í vitund hans, þangað sem þeir áttu heima. Hann og þeir voru eitt og það sama. Almennt talað, þá er keðjan ein, þó að hlekkirnir séu margir. „Ég er mónúmentið sem þeir hafa reist yfir sig, svo þeir geti gleymst í friði — í krossbundn- um pappírsbögglum, í fúnum og rykföllnum kirkjubókum þjóð- skjalasafns," hugsaði Valdimar. Þangað stefndi hann sjálfur — sömu leið og þeir. 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.