Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1983, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1983, Blaðsíða 6
/A I 17. þáttur Og enn er það nær mínu hugboði, að á þessum fundi hafi ham- ingjuskipti orðið með okkur Þórði. Þessi voru ummæli Kolbeins að loknum Flóabardaga og svip- að virðist Þórður hafa hugsað, þegar hann segir: „Væntir mig nú í dag muni yður þykja hafa um turnað hamingjan með okkur Kolbeini ... “ Norðurreið Þórðar Það var síðast sagt af Þórði í kaflanum næstum á undan þess- um hér: „Þórður fór þá vestur í fjörðu og sat á Eyri um sumarið. Var þá kyrrt um hríð.“ Ekki var samt svo, að Þórður væri setztur á friðarstól eða ætlaði að gefa Kolbeini og Skag- firðingum hans langa hvíldina því að svo segir í sögunni: „Þórður kom vestan milli Máríumessna (það ber eflaust að skilja svo að hann hafi lagt af stað síðustu vikuna í ágúst) með mikla sveit, og riðu þeir Sturla þá suður í Dali og kvöddu menn upp. Þeir fengu þá enn hundrað manna og riðu norður í Hauka- dalsskarð og ætluðu að Kolbeini í Skagafirði. Þeir riðu til Mið- fjarðar og svo norður, þar til þeir komu í Miðhóp. Þá sáu þeir að njósnir gengu fyrir þá út til Þingeyrar, en þar voru menn Kolbeins, Ólafur chaim og ann- ar maður. Maður hét Harri er þar bjó í Miðhópi. Hann var þá á braut riðinn og hafði hest all-góðan. Riðu þeir Þórður norður til Hólavaðs (á Víðidalsá). Sá þá norður til bæjanna, að sumir hleyptu í fjallið, en sumir norð- ur leiðina (það er á leið til Skagafjarðar). Gerðist þá kurr í liðinu að óráðlegt væri að ríða lengra. Var þá um rætt, að Sturla skyldi eiga um það við Þórð, að aftur væri snúið. Sturla vildi það eigi, því að honum þótti þeir hafa ámælt sér um sumarið, að þeir hefðu slæglega riðið að þeim Brandi Kolbeinssyni. Riðu þeir, þar til þeir komu til Giljár. Þá ræddi Þórður um að þeir skyldu snúa aftur. „Sé ég nú að þér metið við mig atkvæði um þetta (viljið láta mig ráða).“ Þeir riðu um kveldið í Miðhóp en um dag- inn vestur til Hrútafjarðar og lágu úti um nóttina á Hrúta- fjarðarhálsi: En þann aftan kom Kolbeinn með þrjú hundruð manna í Miðfjörð, og komust þeir nauð- uglega í kirkju Gíslasynir, Kálf- ur og Úlfhéðinn. En síðar sendi Kolbeinn Kálf vestur eftir Þórði að leita um sættir eða grið og fann hann Þórð á Staðarhóli. Voru þá enn sett grið til vetur- nátta (15. okt. 1244). Jafnan lét Kolbeinn leita um sættir, en aldrei vildi hann upp- gefa sveitir eða goðorð eða fé það er átt hafði Sighvatur. „Meðan þeir voru norður (það er: meðan þeir Þórður voru fyrir norðan í aðförinni að Kolbeini) urðu afturreka tvö skip í Hvítá: Eyvindur brattur, er lét út úr Dögurðarnesi og Höfðabúzan, er þar hafði útlátið (þ.e. Hvítá). Þórður fór í fjörðu vestur og var á Eyri um veturinn, en stundum suður í sveitum. Þann vetur kvongaðist Hákon galinn. Um vorið tókust meðalferðir (milli Þórðar og Kolbeins). Var þá mælt, að þeir myndi fara utan báðir, Kolbeinn og Þórður og skyldi Hákon konungur gera um öll mál þeirra, en Kolbeinn skyldi láta Þórð fá sex hundraða vaðmála til fararefna (sex hundruð vaðmála = 720 álnir = 6 kýrverð =6 hundruð í jörð). Þáttaskil í sögu Þóröar Það verða þáttaskil í baráttu Sjúkleiki herjar á Kolbein og þegar hann sér hvert stefnir, gerist hann ögn bljúgari og ákveður að gefa Þórði upp sveitir norðan Úxnadalsheiðar og föðurleifð hans og lífi Þórðar kakala þetta sumar, 1245, en það verða líka þáttaskil í þeirri sögu sem rituð er af honum. Það verður annar heimildarmaður að sögunni á árunum 1245—1247 og sá heim- ildarmaður hefur sáralítið um Þórð að segja. Þórðarsaga hefur til þessa verið mjög skilmerkileg og glöggt er að sögumaðurinn hef- ur verið þátttakandi í flestum meiri háttar atburðum sögunn- ar. Menn hafa ætlað Svarthöfða aðalheimildarmanninn. Það styður þá skoðun, að sagan tek- ur algerum stakkaskiptum við brottför Svarthöfða sumarið 1245 (sjá síðar) og hann kemur ekki út aftur fyrr en sumarið 1247. Sá sem segir Þórðarsögu á árunum 1245—1247 er greini- lega Skagfirðingur eða að minnsta kosti einn af fylgis- mönnum Brands Kolbeinssonar, og svo vilhallur Skagfirðingum, að sagan verður mest af þeim, þótt hún heiti enn Þórðarsaga, og hann gengur svo úr öllum ham við að gera hlut Brandar og Skagfirðinga hans sem mestan, að sagan verður næsta hláleg, þegar kemur að mannskæðustu orustu íslandssögunnar, Haugs- nessbardaga, sem síðar verður lýst. Vissulega hefðum við viljað vita meira um Þórð á þessum miklu tímamótum í lífi hans og baráttu. Sögukaflinn af dauða Kol- beins og sagan af Brandi er hvort tveggja góð saga, þótt hún sé vilhöll og verði það langtum of í lýsingunni á Haugsness- bardaga, og Þórður sé nánast aukapersóna í sögunni á árun- um 1245—47. Eftir 1247 er svo ekki sögð nein saga, heldur er um snögg- soðna samantekt að ræða, svonefnda „viðbót“ við Þórðar- sögu. Það halda menn, að annað hvort hafi týnzt aftan af Þórð- arsögu eða hún upprunalega ekki náð nema fram að 1247, en svo hafi einhver ritari síðar, sem vissi nokkur deili á því sem gerðist á árunum 1247—50, botnað söguna með stuttri sam- antekt fram að 1250. Nokkuð er svo sagt frá Þórði eftir 1247 í íslendingasögu og Hákonarsögu og honum bregður fyrir í Þorgilssögu skarða og lít- illega í Svínfellingasögu. Hér á eftir ber því lesendum að hafa þetta allt í huga: það skiptir um sögumann 1245 og eftir 1247 er enginn raunveruleg saga, heldu snöggsoðinn sögu- botn síðari tíma ritara og loks samtíningur úr öðrum heimild- um. Kolbeinn gugnar í veikindum sínum En er áleið vorið, tók mein Kolbeins að vaxa, og lagðist hann í rekkju. Sá hann þá, að hann var ekki fær til utanferð- ar. Var þá sent eftir Gissuri og kom hann norður. Tók þá að líða að um mátt Kolbeins. Vildi hann öll mannaforráð fá Gissuri í hendur og Brandi Kolbeinssyni. En Gissur var þess eigi búinn, en hét að veita Brandi frænda sínum, ef hann væri fyrir sveitum, allt slíkt gott, sem hann hefði fdng á og færi. Var það þá til ráðs tekið, að sent var vestur til Þórðar og voru þá uppgefnar sveitir fyrir norðan Öxnadalsheiði og svo öll hans föðurleifð. Skyldi hann þá selja grið á móti og játa sættum. (Feitletrað vegna hugleiðinga síðar.) En öll héruð fyrir vestan Öxnadalsheiði voru fengið Brandi Kolbeinssyni allt til Hrútafjarðarár. Skyldi hann veita Gissuri slíkt, er hann mætti og hvor þeirra öðrum. Voru bændur í Skagafirði til Brands fúsastir, því að hann var vinsæll af allri alþýðu. Vildi Kolbeinn og helzt Brand í sinn stað. Lýsti Kolbeinn því fyrir mönnum, er komu að finna hann í sjúkleikanum, að Brandur ætti allan þorra goðorða í Skagafirði og mikið fyrir vestan heiði (Vatnsskarð) „þó að hann hafi mér vel unnað með að fara“. (Tumi, afi Kolbeins unga Arn- órssonar, var ekki skilgetinn, en það var afturámóti Arnór afi Brandar: Kolbeinn Tumason, annar mesti höfðingi Ásbirn- inga, var því heldur ekki í þeim legg Ásbirninga frá ættföðurn- um, Ásbirni Arnórssyni, sem réttborinn var til erfða á goð- orðum ættarinnar, en í þann legginn, sem rétt borinn var, voru meiri friðsemdarmenn og ekki þvílíkir skörungar og Kol- beinn ungi og föðurbróðir hans, Kolbeinn Tumason, og hafa sætt sig við, að þessi yfirgangssömu frændur þeirra réðu ríkjum í Skagafirði og goðorðum Ásbirn- inga vestan heiðar.) „Viðstaddir þetta tal Kolbeins (um réttar erfðir Brandar) voru þeir Staðar-Kolbeinn (faðir Brandar, sem var einnig kall- aður Kolbeinn kaldaljós) og Brandur prestur Jónsson er síð- ar varð biskup á Hólum. Hann kom sunnan með Gissuri og var systrungur Brandar Kolbeins- sonar. Þeir eggjuðu báðir, (Staðar-Kolbeinn og Brandur prestur) Brand Kolbeinsson til viðtöku sveitanna. Fylgdar- mannasveit Kolbeins unga bað öll Brand að bindazt fyrir mál- um þeirra. Var Brandur þá á Flugumýri en Gissur reið suð- ur.“ Hvað olli sinna- skiptum Kolbeins? (Hér þarf að stanza til hug- leiðinga, því að margt hefur nú gerst með óvenjulegum hætti og er ekki skýrt í sögunni. Það er fyrst undarlegt, að Kolbeinn gerir þá sætt við Þórð að leggja mál þeirra í konungs- dóm, vitandi auðvitað að Hákon Ástar minnar þrestir Kolbeinn Högnason 1889—1948 var kenndur við Kollafjörð í Kjós, fæddur þar og lengi bóndi. Hann varð snemma kunnur fyrir tækifærisvísur sín- ar og kvæði. Ekki komu þó út eftir hann bækur fyrr en á árun- um 1943—1946. Þá komu fjögur ljóðasöfn og ein smásagnabók. Nokkur sýnishorn verða hér að þessu sinni, meira síðar. Vinátta var með þeim Kol- beini og Magnúsi Stefánssyni, sem kunnastur varð sem skáldið Örn Arnarson. Sá síðarnefndi orti 1909: Endist lengur lífiö þitt, láttu ekki bíða að leggja blóm á leiðið mitt, — Ijóöið angurblfða. Kolbeinn svaraði strax: Ef ég lifi lengur þér, listaprúði drengur, minning þinni enginn er að því blómi fengur. En nú fór svo að Magnús varð fyrri til að kveðja. Og í bók sinni Kræklur birti Kolbeinn um hann eftirmæli, alllangt kvæði. Því miður ekki undir ferskeyttum hætti og birtist því ekkert úr því hér. Úr Hnoðnöglum: 1. Síðan drauma sökk mín borg, sortnuðu vona álfur, hlut á ég að hvers manns sorg, hjálpar þarfnast sjálfur. 2. Ég get þó með hinum hleypt hress og glaður núna. Folann hef ég frækinn keypt fyrir bestu kúna. 3. Þegar haustsins hefjast fyrst hret, og snjóa festir, alltaf fljúga á þinn kvist ástar minnar þrestir. Næstu tvær vísur eiga saman. 4. Far ei geyst um lánsins lönd, lífið á áttir margar. Réttu aumum hjálparhönd hafirðu ráð til bjargar. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.