Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1983, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1983, Blaðsíða 12
Afbrigðilegt veðurfar í heiminum Vetrarbrimiö sleikir utan húsaröö á strandbyggð í Kaliforníu. Flód, hrirfilrindar Hvirfilvindur hefur valdið skemmdum í kirkju á Tahiti. Járnarusl allt í kring. í sunnanverðri Afríku, í Botswana, Zimbabwe, Zambíu, Angola og Mozambique valda þurrkar miklum hörmung- um, og þeir eru taldir hinir verstu í sögu þessa hluta álfunn- ar. Skepnur hafa drepizt tugþús- undum saman, uppskera hefur minnkaö um þriöjung og mann- fellir vofir yfir. Þurrkar hjrá 15 fylki af 22 í Indlandi, yfir 20 milljónir hekt- ara lands eru að sviðna, en þar búa yfir 260 milljónir manna. Verst hefur þó ástandið orðið í fylkinu Tamil Nadu, sunnarlega í landinu, þar sem gallon af vatni kostar einn dollara. í Madras, þar sem þurrkar eru venjulegt vandamál, eru þeir sagðir nú hinir verstu í manna minnurn. Ógurlegir þurrkar hafa verið í Ástralíu, hinir verstu síðan hvítir menn hófu landnám þar fyrir tveim öldum. Nokkurt heil- næmt regn gerði þó hlé á löngu þurrkaskeiði seinni hluta marzmánaðar, en þó ekki fyrr en skógareldar höfðu geisað í Viktóríufylki og Suður-Ástralíu, sem kostuðu 72 menn lífið og 8.000 heimili sín. 87 milljónir fjár og 15 milljónir nautgripa eru enn i hættu vegna þurrk- anna. Á þessu ári hafa orðið þurrk- ar á óvenjulegum stöðum á vest- anverðu Kyrrahafi, til dæmis á Jövu og suðureyjum Filippseyja, þar sem yfirleitt rignir meira en nóg. Regnið hefur haldið í aust- urátt. Á svæðinu umhverfis Ta- hítí gerðu skaðvænlegir hvirf- ilvindar vart við sig síðla árs í fyrra og héldu því áfram fram í apríl. Enn austar var hvassvirði með rigningu á vesturströnd Norður- og Suður-Ameríku. í Bandaríkjunum náði það inn í landið og olli flóði í Great Salt Lake, æddi frá Kyrrahafi inn í Mexíkóflóa og hellti sér yfir Louisíana og önnur ríki við fló- ann og réðist síðan á austur- ströndina. Á einni helgi um miðjan apríl varð metrigning með roki í New York-borg og 66 sm snjór hlóðst á Vermont-fjall. Flóðin í apríl í Louisíana, Mississippi og Alabama, sem fylgdu í kjölfar mikils vatna- gangs um veturinn, kostuðu að minnsta kosti tíu manns lífið og neyddu 60.000 manns til að yfir- gefa heimili sín. Á vesturströnd- inni, þar sem meira en tugur manns týndi lífi, var ofviðri með rigningu og fágætum fellibylj- um til áréttingar. Tjón varð gíf- urlegt og meðal annars í mið- borg Los Angeles. Eyðileggingin í Suður-Amer- íku var að minnsta kosti ekki minni. í Ecuador urðu mestu flóð á þessari öld og heilar borg- ir voru einangraðar. í Perú skemmdust 85 þjóðvegir mjög af skriðuföllum, og ansjósurnar hurfu af Perúmiðum. „Barnið“ í Kyrrahafinu Á bak við allt þetta að því er virðist tilviljanakennda og með sanni furðulega veðurfar er þó mynstur — margþætt og flókið kerfi strauma, þverstrauma, vinda, hæða og lægða. Það er svo flókið, að vísindamenn eru nú aðeins að byrja að gera sér grein fyrir því. Og þeir eru held- ur ekki allir sammála um gildi fyrstu lauslegu niðurstaðanna. En engu að síður telja þeir óhætt að skella miklu af skuld- inni vegna þessara veðurham- fara á meginhaf, sem ekki á skilið það nafn, er það ber, Kyrrahaf. Nánar tiltekið eiga vísindamenn þá sérstaklega við stóra bletti af hlýjum sjó í haf- inu, en það fyrirbæri hefur einn- ig hlotið rangnefni og er kallað „E1 Nino“, sem er spænska og þýðir barnið. „EI ninjóin" eru eiginlega ekki svo sjaldgæf fyrirbæri eða svo finnst vísindamönnum eftir að hafa kannað þau í 30 ár, sem eru tiltölulega skammur tími. Á um það bil fimm ára fresti tekur loftvogin að falla á Suðaustur- Kyrrahafi, staðvindar lognast út af og á dularfullan hátt fara svæði með hlýjum sjó að mynd- ast úti fyrir strönd Perú. Þar sem þessir volgu „blettir" koma yfirleitt í ljós um jólaleytið, skírðu fiskimenn frá Perú þá eftir Jesúbarninu. Venjulegt „el ninjó" gerir ekki mikið meira en að breyta samsetningu þeirra fisktegunda, sem hafast við í litlum hluta Kyrrahafsins. Til dæmis hverfa ansjósurnar, en í staðinn koma torfur af túnfiski. En þó skeður það stundum, að „e! ninjó" tekur að ólmast og gerist heitari og stærri en venjulega. Það átti sér stað um „el ninjó“ 1972, sem eyðilagði nær alveg ansjósuiðnað Perú og hið sama endurtók sig 1976. Fornleifafræðingurinn Michael Mosley frá Chicagó kennir jafn- vel örlagaríku „el ninjó" um fall forns konungdæmis í Perú um 1100 fyrir Krist. Hann telur, að flóð, sem það hafi valdið, hafi eyðilagt hið vandaða áveitu- kerfi, sem Chimu-þjóðflokkur- inn hafi komið sér upp til að vökva hinn þurra jarðveg. Þetta olli mikilli hungursneyð, sem dró úr viðnámsþrótti þjóðarinn- ar gegn innrás að sunnan. Þó að það velti ekki neinu konungdæmi að þessu sinni, var þó fyrirbærið núna á árinu með- al hinna meiriháttar. Og vís- indamenn eru nú nokkru nær, hvað það sé, sem geri venjulegt „el ninjó" svo óstýrilátt. Svo virðist nefnilega sem barn þessa árs hafi bara verið að líkja eftir foreldrum sínum: Kyrrahafið og loftið yfir því höfðu einnig ólæti í frammi. Einu eða tveimur stigum hlýrra á stóru svæði Upplýsingar, sem bárust í maí 1982, frá gervihnöttum, farskip- um og duflum, gáfu til kynna, að allt miðbaugsbeltið á Indlands- hafi og Kyrrahafi, sem næmi tíu breiddargráðum í norður og suð- ur, væri um einu til tveimur stigum á Fahrenheit hlýrra en venjulega. Þetta hefði að öðru jöfnu verið eðlileg hliðaráhrif frá „el ninjó“ — en nú var það sjö mánuðum fyrir tímann. Veð- urfræðingar ypptu öxlum og kváðu þetta vera eins og þegar um „el ninjó“ væri að ræða. En í júní tóku þeir eftir öðrum 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.