Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1983, Blaðsíða 9
augardalsgarðurinn —
meö grasagarðinum og
ræktunarstööinni —
skipar vissulega virð-
HHiingarsess í hugum
Reykvíkinga, enda fer þar fram
merk starfsemi undir handleiöslu
garöyrkjustjórans í Reykjavík,
Hafliöa Jónssonar. Gróöri fleygir
þar fram meö hverju ári og nú er
svo komið að garðurinn er
sannkallað griöland öllum þeim
sem þangaö sækja.
Árið 1954 keypti borgin Laug-
ardalsgarð af Eiríki Hjartarsyni
sem hóf þar garðyrkjustörf og
rak gróörarstöö frá árinu 1929.
Síðan hefur ræktunarsvæðið
verið stækkaö að mun.
Grasagarðurinn, þar sem eru
sýnishorn af blómplöntum
og runnum, tók til starfa áriö
1963 og telst meö merkari stofn-
unum af því tagi á norðurhveli
jarðar. Þar eru tegundirnar um
4000 og stööugt bætist við. Það-
an er rekið gott og mikiö sam-
starf við grasagarða víðs vegar
um heim en fræskipti milli slíkra
stofnana eru undirstööuatriöi.
Listaverkið „Móðir jörð“ var sett upp í Laugardalsgarðinum árið
myndhöggvara.
Ræktunarstöð borgarinnar er
líka staösett í Laugardal og
tekur nú yfir 5 ha lands. Þar eru
framleiddar trjáplöntur og blóm,
sem síðan er dreift á úti-
vistarsvæöi borgarinnar.
Hafliði Jónsson hefur skipu-
lagt svæðiö í Laugardal meö
hliösjón af því sem þegar var
komið og hefur tekist mjög vel
eins og þeir sjá sem garðinn
heimsækja. Laugardaiur er
skjólsæll staður. Þar er þó meiri
hætta á næturfrostum en víða
annars staðar, sem gerir það
aftur að verkum að plöntur sem
þar þrífast geta dafnað víðast í
1963 í tilefni 70 ára afmælis höfundarins, Asmundar Sveinssonar
görðum á höfuðborgarsvæðinu.
Garöurinn er mikiö sóttur,
ekki hvað síst af utanbæjarfólki
og útlendingum, en að sögn
garðyrkjustjóra eru of mikil
brögð að því að Reykvíkingar
viti ekki af þessum unaðsreit.
Dæmi eru þó um aö á sólskins-
degi hafi verið talið um 800
manns í garðinum í einu. Þaö
má gott teljast.
En nú haustar að. Innan tíðar
veröur garöinum lokað. Nú eru
því síöustu forvöð að njóta þeirr-
ar feguröar sem haustlitirnir á
trjánum bjóöa gestum upp á.
H.V.
Trjágöng í Laugardalsgaröi sem sýna glöggt þá miklu grósku sem þar er aö finna.
9