Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1983, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1983, Blaðsíða 16
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu ■ r«uM- EFMI BflMA AB X fRAKIM II>N UN4- LlN 4- ABWIR FAlT 1 HKt> IH DÁlO MTÚK CliCA IIMADI Durr TR JA,- SToFN 3 o L U R eiTut. rai'. K I R T 1 L L róNM rjóN L A MlHIL M£«4t» 'o T A L SPoTr H A ■f> EEVKJA A L £ l T í N SrA,uffn( SKRÐI A F r A R r T o N iveu. URlHN i s> A N 4 T u M A FLVT- 1R A s 1 ÓAII4A Á T 1 P L A —+ n E O vecuR F A N L \ £> 1 HU 7 D r1 M A 4 A ÍKAP AST L E Ð SK- E MMO F Ci 1 > BoLVAg, Jforr K A <S N A K EIMUR ffteinu 4 U F A V REYfl E KÍAFT INUM T fnTÓNA ’A R L A ríNDi HREIMH L A S FUC, t VAR- u M á A R N A u T L SÍiVCl K ítEHT ABI S K Æ L D 1 fHÞ i A L I n 4 Æ T N A Smi- AVRIt) V E L L A N FLON N A R R A R & * (X” OHV- • -.a:a A T A ÖÞdFiM íxóll AJ l T 1 N 5ÆLA U N A i u R Rónw. TAla L l Huí- UR n IX N l AT- uenvi D u U U R L evf- IST A H l OP A s K A n u N N 1 V£4ue INN L E 1 i> / N DKEIOCA ; tetck ÁSTundA Se+t\- B AUOUfJU V óeisLfl- HSuPIVH BAun- iR. HITANN V uajf\a SMerr/ SV AR- A©l íl'a T - IS MÁL TonN VOPN- A E>A lioid KÓmO . tala E'JRóPH MCNN V FUCe L BlOJA UM fHDIWd. \\ViOr* KASS 1 ÍTTOÉH- AR - UMP/EHI 5ÁLO T hlifa ; . p)ut.Dia + 2 EIHS / h VI- R£>- IR VFRVC- 5ÁR 'ATT s>ua~ L £CkT 5 T/\ £ FTlO, L / K MÁLM- UR- » N N StTN- / N 2 E’HS Blóm illl- ÍWfKW fsic- K'oRN Hviíldir S.KLU- Nafn kXt AOAí?l?- Aл 5ÁRT Av'trr- IhSUl ll-LA BÚN- AR 5K. ST. FUC L* A NA V&HD- Rl l’iw:- Hi-ur- I MN r SÓL HRo AMÐ- UOUM FDL AiaS> VlNN/\ KARL- dVrs 5T o ELO- iT/£f> m ÍAM- MtaT- ANDI riiK-u«- IMH KLAKI ÍTfiiF t A. j UMA Lseiuir n I AÐUR luey OM OT rit ToNN NFR4D B£*M 5|/EL4«R Ekki MoRÚ. Hor- M)UR Tamri Ise MMA kraft- K"dm- AST VEIBAC- FÆ«I Iauli 5korp J hann líka sjálfur meö stórvax- inni vinarhendi. Hann var ekki illur út í mig, hann skildi að við börðumst hlið við hlið gegn apa- eðlinu og að ég átti mér erfiðara hlutskiptið. Hvílíkur sigur var það þá ekki eitt kvöldið, jafnt fyrir hann sem mig, og það fyrir framan stóran hóp áhorfenda — kannski var veisla, það var spil- að á grammófón og yfirmaður gekk um hópinn — þetta kvöld, þegar enginn sá til, greip ég brennivínsflösku sem í gáleysi hafði verið skilin eftir við búrið, aftappaði hana kórrétt við vax- andi athygli hópsins, bar hana að vörum mér og drakk, án þess að hika, án þess að gretta mig, með glenntum augum og þöndu koki, endanlega og sannarlega í botn, kastaði flöskunni burt, ekki lengur í ofboði, heldur eins og listamaður, gleymdi að vísu að strjúka mér um búkinn, en í staðinn, vegna þess að ég gat ekki annað, vegna þess að það knúði á, vegna þess að mig sundlaði, hrópaði ég stutt og laggott „Halló!" með manns- röddu og stökk með þessu hrópi inn í mannfélagið og enduróm- urinn: „Heyriði, hann talar!" var eins og koss á minn svita- stokkna líkama. Ég endurtek: það freistaði mín engan veginn að apa eftir mönnunum, ég apaði eftir, vegna þess að ég leitaði að und- ankomu, af engri annarri ástæðu. Auk þess var þessi sigur aðeins lítið skref. Röddin brást mér undireins aftur, kom ekki að nýju fyrr en mánuðum síðar, andstyggðin á brennivínsflösk- unni varð megnari en áður. En hvað sem þessu leið var stefnan fastákveðin í eitt skipti fyrir öll. Þegar ég kom til Hamborgar og var seldur í hendur fyrsta þjálfaranum, sá ég fljótt að tvær leiðir stóðu mér til boða: dýragarðurinn eða fjölleikahús- ið. Ég hikaði ekki. Ég sagði við sjálfan mig: neyttu allra krafta til að komast í fjölleikahúsið, það er undankomuleiðin, dýra- garðurinn er ekkert nema nýtt rimlabúr, ef þú hafnar þar inni ertu glataður. Og ég lærði, herrar mínir. Já, maður lærir, þegar maður má til, maður lærir, þegar maður ætlar sér undankomu, maður lærir baki brotnu. Maður vakir yfir sjálfum sér með svipu, mað- ur hýðir sjálfan sig við minnsta mótþróa. Apaeðlið flúði gersigr- að út úr mér og burt, svo að fyrsti kennari minn virtist næstum apalegur, varð að hætta við kennsluna og leggjast á heilsuhæli. Blessunarlega kom hann fljótt þaðan aftur. En ég þurfti marga kennara og meira að segja nokkra í einu. Það birti yfir framtíð minni um leið og ég varð mér betur vit- andi um hæfileika mína og al- menningur fór að fylgjast með framförunum. Ég réð sjálfur til mín kennara, setti þá í fimm samliggjandi herbergi, hljóp stöðugt úr einu herbergi í annað og lærði hjá öllum í senn. Hvílíkar framfarir! Hvernig geislar viskunnar brutust úr öll- um áttum inn í þennan vakandi heila! Ég neita því ekki: mér fannst það undarlegt. En ég verð líka að játa: ég ofmat það ekki, ekki þá og enn síður nú. Með átaki sem til þessa á ekki sinn líka á jörðinni, náði ég menntunarstigi meðal Evrópu- manns. í sjálfu sér er það kannski smávægilegt, en samt nokkurs virði, þar sem það kom mér út úr búrinu og færði mér þessa undankomuleið, mannlegu undankomuleiðina. Það er alveg prýðilegur talsmáti: að stinga af, það gerði ég, ég stakk af. Mér var engin önnur leið fær, því frá upphafi stóð frelsið mér ekki til boða. Þegar ég lít yfir þroskaferil minn og hvert hann hefur leitt mig, kvarta ég hvorki né er fylli- lega ánægður. Ég sit til hálfs, ligg til hálfs í ruggustól, með hendur í vösum, vínflösku á borðinu og horfi út um glugg- ann. Ef einhver kemur í heim- sókn tek ég á móti honum eins og við á. Umboðsmaður minn situr í forstofunni, þegar ég kalla kemur hann og hlustar á það sem ég hef að segja. Á kvöldin er oftastnær sýning og viðtökurnar gætu varla orðið betri en þær eru nú. Þegar ég kem heim síðla nætur úr veisl- um, af fræðafélagsfundum eða eftir hugguleg kvöldboð, bíður mín hálftamin simpansína, sem ég nýt að hætti apa. Á daginn vil ég ekki sjá hana, í augum hennar er nefnilega ruglun og ráðleysi tamdra dýra. Það sér enginn nema ég og ég fæ ekki afborið það. Svona yfirleitt hef ég náð því marki sem ég setti mér. Segið ekki að það hafi ekki verið ómaksins vert. Annars vil ég ekki að menn felli dóm um mig, ég vil aðeins efla þekkingu, ég er bara að segja frá, og ykkur líka, æruverðugu herrar í Aka- demíunni, hef ég bara sagt frá. Rex Harrison Frh. af bls. 4. með skemmtanaiðnaðinn að gera — „nema að annast mig, “ segir Harrison. „Það getur stundum gengið að vera kvæntur leikkonu og stundum ekki.“ Þegar það gengur ekki er það yfirleitt vegna afbrýðisemi í starfi. „Því var stundum þannig varið með eiginkonur mínar,“ segir Harrison. „Svo hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það sé betra að vera með einhverjum, sem hefur áhuga á leikhúsinu, en er ekki bein- línis tengdur því. “ Harrison finnst félagsskapur vera mjög mikilvægur þáttur í lífinu. Hann staðhæfir að án Merciu konu sinnar hefði hann ekki getað þraukað hina erfiðu leikför með My Fair Lady um Bandaríkin. „Við höfum ferðast eins og fjölleikahúsfólk, sífellt verið að taka upp úr töskum og setja aftur niður í þær. En hún var dásamleg." Hann viðurkennir að hann sé hálfgerður einfari. ,,Ég er ekki mjög félagslyndur. Ég hef aldrei verið það. Líf mitt er á sviðinu og síðan hverf ég. Ég held einka- lífinu fyrir mig. Hins vegar kann ég vel við að hafa einhvern hjá mér sem er góður félagi en ekki hjúkrunarkona." Þegar Harrison er á leik- ferð, er dagurinn vel skipu- lagður. Hann fer á fætur kl. 10 að morgni og fær þá nudd. Síðan rakar hann sig, fer í bað og svo í gönguferð. („Það er mjög áríðandi að ganga. Fæturnir koma fyrstir eins og þú veist.“) Hann snæðir síðbúinn hádegisverð og fær sér síðan blund frá 3—6 eftir hádegi. Eftir sýningu fer hann sárasjaldan út. Þess í stað fer hann til svítu sinnar, þar sem heitur matur bíður hans frá hótelinu. Þá les hann, horfir á sjónvarp og slakar á til kl. 2 um nóttina. Stöku sinnum fæst Rex Harri- son til að gefa viðtal. Einu sinni voru samskipti hans við fjöl- miðla mjög stormasöm. Hann segir það aðallega hafa verið eigin skapvonsku að kenna. Hann heldur því fram að þegar leikari eldist fari fjölmiðlar að bera meiri virðingu fyrir hon- um. „Auk þess,“ segir Harrison „hefur skapgerð mín breyst, því að lífsstíll minn hefur breyst. Mig hryllti við þeim bölvaða merkimiða, sem Walter Win- chell klíndi á mig, „Sexy Rexy“. Nú er því sem betur fer lokið. Það er ekki hægt að halda áfram að vera kynþokkafullur, þegar komið er á minn aldur. En samt er ég enn lítið hrifinn af dálka- höfundum." Þegar sýningum á My Fair Lady lýkur, segist Rex Harri- son langa til að leikstýra eða leika í einhverjum leikritum fyrir Peter Hall við þjóð- leikhús Breta, eða láta taka upp á kapaisjónvarp leikrit eftir Shaw, Chekov, Coward og Rattigan. En draga sig í hlé? Aldrei! „Ég var vanur að hugleiða dauðann mun meira en ég geri nú,“ sagði Harrison hugsandi. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að ég hef náð svo háum aldri eða það, að þegar ég var um fimmtugt hryllti mig við tilhugsuninni um dauðann. En það geri ég ekki lengur. Staðreyndin er sú, að núna nýt ég lífsins og hlakka til að njóta þess enn meira.“ Signý Pálsdóttir þýddi viðtalið, sem er eftir Bernard Carragher og birtist í amer- íska leikhúsritinu Playbill. Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Haraldur Sveinsson Ritstjórar: Matthías Johannessen Styrmir Gunnarsson Ritstj.fltr.: Gísli Sigurdsson Auglýsingar: Baldvin Jónsson Ritstjórn: AAalstræti 6. Sími 10100

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.