Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1983, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1983, Blaðsíða 13
sívaxandi. Afleiðingar þessarar svo til samhljóða skoðunar flestra bílaframleiðenda hefur mátt sjá á síðustu árum. Enginn þykir lengur vera í takt við tím- ann, nema að hafa a.m.k. eina tegund díselvélar til þess að skreyta framleiðsluprógramm sitt með. Sumir framleiðendur sáu þessa stefnubreytingu í óskum kaupenda fyrir snemma á síðasta áratug og gátu í nokkru næði hannað hentugar díselvélar fyrir þennan nýtil- komna markað. Þannig náðu þeir stórri markaðshlutdeild strax í upphafi, eins og t.d. Volkswagen og nokkrir japansk- ir bílaframleiðendur. Oðrum varð þessi nýja sveifla heldur seinna ljós, og gripu þá í snar- hasti til þess ráðs að umbreyta bensínmótorum sem fyrir voru á framleiðsluprógramminu. Opel og evrópskum Ford tókst það með viðunandi árangri, en árangur annarra varð lakari, sé fyrsta útgáfa 350 cid (5,7 1) V8 díselvélarinnar frá GM í Amer- íku höfð í huga. Þeir sem enn seinna tóku við sér urðu að kaupa vélar frá öðrum framleið- endum til að missa ekki alveg af lestinni. Þannig var með Rover, sem sjálfur hefur langa en ekki endilega nútímalega reynslu í framleiðslu díselvéla að baki, að hann fann ekki neitt nothæft í eigin landi til þess að knýja með límúsínur sínar. Því notar Rover núna vélar frá ítölsku VM-dís- elvélaframleiðendunum. Svip- aða sögu er að segja af Volvo; þar prýðir vélarrúmið 6 strokka díselvél frá Volkswagen, sem upphaflega var hönnuð fyrir sendiferðabíla. BMW tekur við sér Einna lengstan tíma hefur tekið fyrir BMW að kveikja á perunni. Þessir gamalgrónu mótoraframleiðendur í Munch- en, sem hófu að framleiða bíla árið 1928 eftir að hafa framleitt flugvélamótora frá því að fyrir- tækið var stofnað á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar, eru núna fyrst að taka sín fyrstu skref í framleiðslu díseivéla fyrir bíla. Nú fyrir skömmu komu fyrstu BMW-díselbílarnir opinberlega á markaðinn. Reyndar er ekki hreinum sofandahætti um að kenna, að BMW skuli vera svona aftarlega á merinni með þessa viðbót við það mótoraúrval sem þegar var fyrir hendi. Stjórn- endur markaðsdeildar BMW gefa — ópinberlega — þær skýru línur, að BMW eigi að vera ímynd sportlegra (fjöl- skyldu)-bíla í augum sportlegra (fjölskyldu)-manna. Og díselvél- ar hafa ekki hingað til verið beinlínis þekktar fyrir snerpu og léttleika, og annað sem ein- kennir mótora í sportbílum. En mótorarnir hafa ávallt verið ein sterkasta hlið BMW og nýjunga frá þeim á því sviði jafnan beðið með eftirvæntingu; þar býr BMW yfir mjög langri og árang- ursríkri reynslu. Því er nú svo komið, að tækniliðið hefur treyst sér til að láta reyna á kunnáttu sína í hönnun díselvél- ar. Sú vél er í samræmi við ímynd framleiðanda síns, 115 hestafla apparat sem á að gefa miðlungs bensínmótor sömu Fyrsta BMW mótorhjólið, R 32, stal senunni i bQasýningunni íParís 1923. R 32 var fyrsta mótorhjótið sem notaðist rið lottkældan þrerbggjandi Boxermótor, drífskaft fstað keðju og rörgrind. Neðri myndin: Á árunum 1923 tíl 1926 roru samtals 3100 mótorhjól afBMW R 32. Myndin er af samsetningu hjólanna tri þeim irum. « <5 ^v 3l* ^p ^Æ^ Hr. 5"~' * ' *^*^W |||§t Stöðugt koma fram nýjar bugmyndir um endurbætur í mótorum. Á bandrerks- kaupstefnunni íMtinchen tyrir rúmu érí, rar þessi stimpUstSng með „mjaðma- hnykk" sýnd í fyrsta sinn opinberlega. Mjaðmahnykkurinn gerir það að rerk- um, að bámarksátakið i sreifarisinn nær yfir lengri túna en iður. Hbfundar hugmyndarinnar ætla að spara megi attt að 30% eUsneyti með þessari útfærslu. Aðrir fagmenn eru ekki jafntrúaðir i kosti mjaðmahnykksins, meðal annars regna mun bærri framlciAslukostnaðar. ættar lítið eftir í snerpu og svör- un. Þessi dísélvéi hefur 2446 rúmsentimetra slagrými, og er byggð á minni 6 strokka bens- ínmótornum, M 60 (BMW 320 — 323i). Hún er með fádæmum þýðgeng og léttbyggð af 6 strokka díselvél að vera; hlut- fallið þyngd:afl er 1,72 kg/ha. Að vanda er því hér um tíma- mótamarkandi nýjung í mótora- smíði hjá BMW að ræða. Mjög hefur verið vandað til verksins eins og gefur að skilja með nýj- an mótor frá Bæjersku mótora- verksmiðjunum, og prófanir hafa verið gerðar með hann í tvö ár. Því ætti hann að geta fengið sama gæðastimpilinn og aðrar þær maskínur frá BMW, sem breyta eldsneyti í varma. Amer- ísku Pord-verksmiðjurnar virð- ast hafa mikla trú á þessu fyrir- tæki, og hafa þegar gert pöntun á 200 þús. vélum fyrir bíla sína. A.m.k. fyrst um sinn verða hin- ar nýju BMW-díselvélar, búnar túrbínu og forbrunahólfi í sam- Á þeasari mynd sjást kostír reltiUðar- ins greinilega. Þessi búnaður gerir Cbko kleift að balda sig meir rið jörðina en clla. ræmi við tíðarandann og fram- leiddar í nýrri verksmiðju BMW í Steyr í Austurríki. Bruni og sprengingar Það er annars undarleg árátta þeirra íslendinga sem tjá sig um bílamálefni, leikra sem lærðra, að tala jafnan um sprengihólf, sprengirými og sprengingar í mótorum í stað brunahólfs, brunarýmis og bruna. Þarna er lögð röng grundvallarmerking í orðið, því ef sprenging ætti sér raunverulega stað innan í mót- or, yrði hann liklega ekki til mikils gagns eftir það. Spreng- ing er að vísu bundin bruna, en hefur í för með sér einhverskon- ar eyðileggingu, að minnsta kosti á „umbúðunum" — sem í þessu tilfelli væri brunahólfið. Bruni í brunahólfi mótors er reyndar tiltölulega hraður, eða 10—25 m/s, en þar er þó ekki um neina sprengingu að ræða. Hávaðinn sem heyrist frá púst- kerfislausum mótor stendur heldur ekki í neinu beinu sam- bandi við eldsneytisbrunann, hvað þá að þar sé um einhvers konar sprengingar að ræða. Þessi hvelli hávaði er aðeins af- leiðing hljóðbylgja, sem mynd- ast þegar brunagasið fer út úr brunahólfinu með yfir 330 m/s hraða, þ.e. yfir hljóðhraða. Eta-mótor Svo komið sé aftur að efninu: meðan BMW fetar sig áfram með nýja díselinn er stöðugt unnið samhliða að endurbótum á öðrum mótorum. Þar ber hæst 2,7 lítra útgáfu af M 60-mótorn- um, sem hlotið hefur heitið „eta-mótor", en gríski bókstaf- urinn eta er í tæknimáli tákn fyrir nýtni. Með því móti vill ný- yrðanefnd BMW líkast til gefa í skyn að nýtni þessa mótors sé betri en nýtni annarra mótora frá þeim. Það er mikið til rétt og er fólgið í því að hámarksnýtnin nær núna yfir stærra snún- ingshraðasvið. Hámarkssnún- ingsátak mótorsins fæst einnig við lægri snúningshraða vegna aukinnar slaglengdar og breytts knastáss, en að vísu lítillega á kostnað snerpu. Þar með verður þörfin minni fyrir að skipta niður við lágan snúningshraða. Að sögn verkfræðinganna hjá BMW má ætla, að með þessum ráðstöfunum eyði eta-mótorinn um einum lítra minna af bensíni á hundraðið en jafn aflmikill en slagstyttri tveggja lítra, 125 hestafla mótor. Nýtt mótorhjól BMW lumar á enn einni nýj- unginni þetta ár. Það ætti að gleðja þá mótorhjólaáhugamenn sem litið hafa áhyggjuaugum til þróunarinnar, eða öllu heldur vanþróunarinnar í mótorhjóla- framleiðslu hjá BMW. „Boxer- inn" var að vísu mjög framúr- stefnuleg og góð hugmynd á sín- um tíma, þegar BMW hóf að framleiða mótorhjól með hinu sögufræga BMW R32, árið 1923. En samt ekki svo frábær hug- mynd, að vart mætti víkja frá þessari útfærslu næstu 60 árin. Loks virðast markaðsstjórar mótorhjólaframleiðslunnar í Berlín hafa komist að sömu niðurstöðu. Því er von á nýju mótorhjóli með eitthvað nálægt 1000 cc, 4 strokka þverstandandi mótor í haust, ekki nema rúm- um 10 árum eftir að hinir fram- sýnu Japanir sáu möguleikann á markaði fyrir hjól með þessari fjölstrokka, slagstuttu og snörpu mótorútfærslu. Hún hef- ur átt miklum vinsældum að fagna síðan, — verið tíska meðal mótorhjólamanna. 1 Máttur aug- lýsinganna til þess að gera vöru sína út- gengilegri, grípa sumir bíla- framleiðendur til ódýrra auglýs- ingabragða. Eins og fyrr sagði er ímynd BMW tengd renni- legum og snörpum fólksbílum, eða „fjölskyldusportbílum". Til að sannfæra mögulega kaupend- ur um þessa sportlegu hlið gæð- Frh. á bls. 14. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.