Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1983, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1983, Blaðsíða 6
Að túlka lífs- flóttann FRANZ KAFKA — aldarafmæli Franz Kafka, þýskur rithöfundur, fæddur 1883 í Prag, lést af berklum nærri Vínarborg 1924. Þjóðverjum þótti lítið til þeirra verka hans koma er birtust meðan hann var enn á lífi, og því varð það hlutskipti hans að verða heims- frægur löngu eftir að hann var kominn undir græna torfu. Þýðingar á verkum hans á ensku urðu til þess að skipa honum á bekk með virtustu rithöfundum aldarinnar enda þykja verk hans lýsa öðrum betur angist og vonleysi mannsins í óskiljanlegum heimi þar sem enginn fær ráðið örlögum sínum sjálfur heldur er reikull eins og rótlaust þangið. Sá lífsótti, sektarkennd og einangrun sera einkennir verk hans eiga rætur að rekja til lífs Kafka sjálfs. Hann var fæddur Gyðingur í þjóðfélagi sem var fjandsamlegt Gyðingum, kúgaður af föður sfnum, skrifaði verk sín nauðbeygður á þýsku, varð að vinna hjá trygginga- fyrirtæki til að hafa í sig og á, og kaus að taka skáldskapinn fram yfir konur, en það er hverjum manni þungbær ákvörðun. En þrátt fyrir þessar raunir var hann sagður skemmtilegur maður og fyndinn. Bækur Kafka les maður ekki sér til afþreyingar. Sjálfur sagði hann: „Ef bók sem við iesum vekur okkur ekki eins og við værum lamin í hausinn með henni, hví þá að lesa hana? í von um að hún færi okkur hamingju? Guð veit að við værum Ifka hamingjusöm án bóka, og bækur sem færa okkur hamingju gætum við, ef svo bæri undir, skrifað sjálf. En við getum ekki verið án bóka sem dynja yfir okkur einsog ógæfa og valda okkur hugraunum einsog dauði einhvers sem við elskum meira en okkur sjálf, eins og sjálfsmorð. Bókin verður að vera öxi til að kurla íshafiö innra með okkur.“ Helstu bækur Kafka eru Málaferlin (Der Prozess) Slotið (Das Schloss), í Refsinýlendunni (In der Strafkolonie), en auk þess hafa dagbækur hans, spakmæli og smásögur aukið mjög á hróður hans. Lengsta smásaga hans Hamskiptin (Die Verwandlung) kom út á íslensku í þýðingu Hannesar Péturssonar 1960, en annað hefur ekki birst eftir hann í bókarformi hér. Þó hafa nokkrar smásagna hans birst í tímaritum. líÓKMIENNTIR Franz Kafka SKÝRSLA flutt Akademíu Æruverðugu herrar í Aka- demíunni! Það er mér mikill heiður, að þið skulið.fara þess á leit við mig, að ég lýsi fyrir Akademí- unni fyrra lífi mínu sem api. í raun og veru get ég því mið- ur ekki komið til móts við óskir ykkar. Það eru næstum fimm ár síðan ég sagði skilið við apalífið. Á dagatali er sá tími kannski ekki svo langur, en allt að því óendanlegur hafi maður lifað hann eins og ég hef gert. Að váu hef ég oftlega verið hvattur áfram af góðum mönnum, holl- um ráðum, undirleik hljóðfæra og lófataki, en í reynd hef ég staðið einn, því til að fyrir- myndin hefði tilætluð áhrif, varð öll leiðsögn að koma úr hæfilegri fjarlægð. Þetta afrek mitt hefði verið óhugsandi ef ég af eigingirni hefði viljað halda fast í bernskuminningar mínar og uppruna. Aðalásetningur minn var einmitt að útrýma slíkum þvergirðingshætti: þetta ok lagði ég á mig sem frjáls api. En endurminningarnar eiga svar við þessu og kvikna nú allt í kringum mig. I upphafi hefði ég kannski getað snúið aftur, það er að segja ef mennirnir hefðu leyft mér það, um hið tröllaukna hlið sem mér stóð opið milli himinsins og jarðar- innar, en er ég pískaði sjálfan mig áfram eftir framabraut- inni, skrapp það saman að baki mín í öllum betri sýningarhöll- um hins siðmenntaða heims væri ekki bjargföst. Ég er frá Gullströndinni. Ég verð að hafa orð annarra fyrir því hvernig ég var fangaður. Veiðiflokkur frá dýragarði Hag- enbecks — síðarmeir hef ég drukkið marga ágæta rauðvíns- flösku með foringja hópsins — lá eitt kvöldið í leyni í runna- gróðri á vatnsbakkanum, þegar ég kom þangað ásamt hjörðinni til að drekka. Það gall við skot, ég einn var hæfður, mig hittu tvö skot. Eitt í kinnina, það var lítið sár, en lét eftir sig stórt rautt ör, sem varð þess valdandi að síðan hefur loðað við mig and- styggilegt og öldungis óviðeig- andi auknefni, Rauði-Pétur, Framhald á bls. 15 mér og ég varð innlyksa á mín- um bás í heimi mannanna. Áður stóð stormur í bakið á mér úr fortíðinni, hann lægði og nú er það aðeins andvari sem leikur um hæla mér. Endur fyrir löngu kom ég út um þennan hellis- munna, þar sem vindurinn næð- ir nú í fjarska, en nú er hann orðin svo þröngur, að þótt kraft- ar mínir og vilji nægðu til að komast þangað aftur, yrði ég að flá af mér feldinn til að komast í gegn. Ég veit að mér er gjarnt að lýsa meiningu minni í myndmáli; en ykkur að segja herrar mínir: Éf þið eigið ein- hvers konar apalíf að baki, get- ur það ekki verið ykkur ná- komnara en mitt mér. Þó klæjar alla sem á jörðinni ganga í ilj- arnar, jafnt smæsta simpansa sem hinn mikla Akkilles. í þrengsta skilningi get ég þó ef til vill svarað fyrirspurn ykk- ar og geri það reyndar með mestu ánægju. Það fyrsta sem ég lærði var að taka í hendur, handtak ber vott um opinskátt hugarfar. Nú þegar ég stend á hápunkti ferils míns væri þess bara óskandi að hið opinskáa orð gæti fylgt hverju handtaki. Þetta er ekkert nýnæmi fyrir Akademíuna og stendur langt að baki því sem falast var eftir og ég get ekki upplýst, þótt ég sé allur af vilja gerður. Hvað um það, þetta ætti að sýna leiðina sem fyrrverandi api fetaði inn í mannheim og hvernig hann hef- ur búið þar um sig. Þó þyrði ég tæplega að segja frá, jafnvel ekki þeim smámunum sem hér fara á eftir, ef ég væri ekki ör- uggur um sjálfan mig og staða Eftir þessari sögu Kafka var saminn leikþáttur, sem sýndur var nú í vor í Félags- stofnun stúdenta. Höfund- ur leikgeröarinnar er Rúnar Guðbrandsson leikari og fór hann sjálfur með hlut- verk apans. Myndir þær, sem hér fylgja með, eru af Rúnari í þessu hlutverki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.