Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1983, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1983, Blaðsíða 4
IJEIKI.IST Haustiö 1981 er Rex Harrison kominn einu sinni enn til Broad- way í gervi Henry Higgins, hlut- verkinu sem hann gerði ódauð- legt í frumflutningnum í My Fair Lady. „Ég hef aldrei gert annaö eins,“ sagði Rex Harri- son, og átti þá viö árslanga leik- ferð um Bandaríkin með endur- fædda My Fair Lady, sem síöan fór á Broadway. „Ætli mér hafi ekki fundist aö svo margir mínir líkar væru búnir að leika í öllum þessum bæjum að það væri yel til fundiö að gera það sjálfur. Ég hélt bara ekki að ferðin yrði svona langdregin. Þetta hefur verið heillangur róður.“ Harrison, sem varð 73 ára í mars umrætt ár, stóð sig samt með prýði. Hann virtist í góðu formi að sjá hann utan sviðs — í gulri kasmírpeysu og gráum flannelbuxum — og hann hlakk- aði til frumsýningarinnar í Uris Theatre, Broadway, í ágúst. Þeg- ar Harrison tekst nú aftur á við My Fair Lady í hlutverki Higg- ins (sem færði honum Tony- leiklistarverðlaunin 1957 og Óskarinn fyrir kvikmyndina 1964), finnst honum það eins og endurfundir við gamlan vin, sem hefur aðeins breyst á árunum sem hafa liðið. „Mér finnst ég túlka Higgins svipað og áður,“ segir hann. „En ég geri ráð fyrir í tilefni sýningar LA á My fair Lady Rex Harrison síungur og óþreytandi við Higgins því að ef maður breytist sjálfur, breytist hlutverkið líka. Árið 1956 átti ég í erfiðleikum heima fyrir. (Kay Kendall, eig- inkona Rex Harrisons, var að deyja úr hvítblæði.) Þar af leið- andi var ég ef til vill mun upp- stökkari Higgins, en ég er núna. Nú er ég afslappaðri, hef betri sjálfsstjórn. Ég held að það sé hægt að sjá það í sýningunni." Eitt hefur ekki breyst á þess- um 25 árum og það er afstaða Higgins til kvenna. Higgins er óforbetranleg karlremba, eins og Georg Bernard Shaw, sem mótaði skapgerð málvísinda- prófessorsins fyrir leikrit sitt „Pygmalion", sem söngleikurinn My Fair Lady er byggður á. „Honum er illa við konur," segir Harrison. „Hann bregst sárreið- ur við, þegar hann kemst að því að hann getur ekki án Elísu ver- ið. Shaw lenti sjálfur í mörgum frægum ástarævintýrum, en mér kæmi ekki á óvart, ef það kæmi í ljós að hann hefði verið hreinn sveinn, þegar hann dó.“ Harrison finnst að ef Shaw hefði lifað, hefði hann mót- mælt því, hve söngleikurinn er látinn enda vel. „Þótt það sé ekki gefið í skyn að Elísa og Higgins muni verða í stöð- ugri sambúð, bera þau gagn- kvæma virðingu hvort fyrir öðru að Iokum. “ Harrison er sannfærður um það, að sam- band þeirra hefði haldið áfram á þann veg að Higgins notaði Elísu til að snúast fyrir sig og hún hefði ekki mótmælt, því henni hefði fundist hún enn vera að Jæra. „Ég er viss um það, “ segir Harrison, „að þau hefðu ekki hlaupið í næstu kirkju og lát- ið pússa sig saman. “ Þegar Lerner og Loewe fóru fyrst fram á það við Rex Harri- son að hann léki Higgins, hafði honum aldrei dottið í hug að taka þátt í söngleik. „Ég reyndi að syngja bona fide bel canto, en ég gerði mér fljótlega grein fyrir því að ég var ekki fæddur söngvari. Ég reyndi í staðinn að tala söngvana eins og gömlu grínleikararnir í revíunum. Það byrjaði eins og tal, síðan tal með tóni, svo fór ég að hitta á nót- urnar, sem ég var að tala á.“ Harrison getur ekki útskýrt, hvers vegna enginn annar hefur náð alveg valdi á þessari’tækni. — „Allt sem ég get sagt, er, að til að geta gert þetta rétt, verður maður að hafa meðfædda til- finningu fyrir hrynjanda." Rex Harrison var skírður Reginald Carey Harrison. Faðir hans vár úr enskri yfirmiðstétt og framleiddi brynvarnir fyrir herskip í fyrri heimsstyrjöld- inni, en móðir hans var úr ' enskri trúboðafjölskyldu í bapt- istakirkjunni. Þegar hann var 16 ára, breytti hann nafninu Reginald í Rex, og 16 ára fór hann að leika með borgarleik- húsinu í Liverpool og hefur aldr- ei dottið í hug að gera neitt ann- að síðan. („Ég geri ráð fyrir að þetta hafi verið köllun — eitt- hvað, sem var í blóðinu.") For- eldrar hans skildu ekki áhuga hans á leiklistinni, en studdu hann samt dyggilega. „Þau hefðu átt að vera hneyksluð, en voru það ekki. Það sem ég gerði var frekar byltingarkennt á þeim tíma.“ Á fyrstu árum sínum sem leikari í London var Harri- son öllum stundum í kringum leiksviðið og fylgdist með frægustu leikurum þess tíma, eins og Gerald Du Maurier og A.E. Matthews. Af þeim lærði hann hinn sérstaka óaðfinnanlega leikstíl sinn. „Þessir leikarar höfðu stór- kostlega hæfileika fyrir þró- aðan gamanleik, þeir léku svo leikandi létt og afslapp- að,“ sagði hann. „Nú á dögum skrifar enginn þá gerð af leikritum, sem þeir léku í, svo þessi sérkennilegi stíll er að deyja út nema hjá minni kynslóð.“ Harrison hefur þó haft tæki- færi til að leika fjölmörg ólík hlutverk í timanna rás — „Plat- onov“ eftir Chekov, „Sesar og Kleópötru" eftir Shaw, „Henry IV“ eftir Pirandello og síðast birtist hann á sviði í New York ásamt Claudette Colbert í „The Kingfisher", léttum gamanleik eftir William Douglas Home. En þegar litið er yfir leikferil hans kemur það á óvart að hann skuli aldrei hafa fengist við stórt hlutverk í Shakespeare-leikriti eins og „Hamlet", „King Lear“ eða „Macbeth". „Eina Shakespeare-leikritið, sem ég hef leikið í, var smárulla í Ríkharði þriðja í London á kreppuárunum upp úr 1930," sagði hann. „Það var í fyrsta og síðasta sinn, sem ég birtist í Shakespeare-leikriti. Mér finnst einfaldlega mjög erfitt að ná tökum á bundna málinu. Það fer ekki vel við leikstíl minn. Það er of glæsilegt. John Gielgud hitti skemmtilega naglann á höfuðið í sambandi við Shakespeare- leikrit. Hann sagði að ekki þyrfti að húgsa um hvert orð fyrir sig í Shakespeare-ljóði, maður reyndi bara að hitta á tilfinninguna í gegnum orðin. Þetta tilfinningaflæði í gegnum orð er nokkuð, sem mér hefur aldrei tekist að sigrast á.“ Harrison, sem átt hefur sex eiginkonur (þrjár þeirra leikkonur — Lily Palmer, Kay Kendall og Rachel Rob- erts) er nú kvæntur Mercia Tinker, sem hefur ekkert Frh. á bls. 16. skrifstofustörf fyrir neðan virð- ingu afkomenda svona fínnar fjöl- skyldu, og móðir hans hafði helst hugsað sér að leysa fjárhagsvanda þeirra með því að hann krækti sér í ríkt gjaforð. Má því nærri geta að henni hefur orðið nokkuð bilt við þegar hann gekk að eiga rétta og slétta blómasölustúlku sem hækkað hafði í þjóðfélagsstigan- um við afar sérkennilegar aðstæð- ur sem voru á allra vitorði. Hlutskipti ungu hjónanna varð því að eyða hveitibrauðsdögunum algerlega blönk, að undanskildum 500 pundum, brúðargjöf til Elisu frá Pickering ofursta, peningar sem þó entust lengi meðal annars vegna þess að Freddy kunni ekki að eyða peningum, og Elisa klædd- ist fötum sínum svo lengi sem þau héngu saman. En auðvitað gátu þessir peningar ekki enst til eilífð- ar, og til að gera langa sögu stutta, þá tóku þau það til bragðs að tilhlutan Pickerings að setja á stofn blómabúð þá sem Elisu hafði svo lengi dreymt um að koma á fót. Eftir mikið jaml, japl og fuður var búðin opnuð í forsal járn- brautarstöðvar nálægt Victoria. Og hafði nú ekki allt endað vel? „Nú, hér er síðasta tækifærið fyrir rómantík. Væri það ekki afbragð ef þú værir sannfærð- ur um það að búðin gangi glimrandi vel, þökk sé persónu- töfrum EIisu og þeirri þekk- ingu á viðskiptum sem hún hafði áður öðlast í Covent Garden. Því miður. Sannleik- urinn er sagna bestur. Lengi bar búðin sig ekki, einfaldlega vegna þess að Elisa og hann Freddy hennar kunnu ekki að reka hana.“ Þetta er allt og sumt. Að sönnu tók verslunin að ganga betur, en það var ekki fyrr en þau höfðu stritað á alls kyns tilgangslausum verslunarnámskeiðum með byrj- endum, og að lokum farið að láta verslunina að mestu sjá um sig sjálfa. Það er semsagt ekkert róm- antískt við líf þeirra Elisu og Freddys. Nema þá að sjálft hið hversdagslega mannlíf sé allt ein rómantík. Það er svosem enginn kominn til með að segja það að Elisa hefði orðið neitt hamingju- samari þó að hún hefði farið að giftast Higgins, og sú spurning vaknar hvort hún hefði ekki orðið allt eins hamingjusöm, hefði hún aldrei kynnst Higgins. Hvað sam- band hennar við Higgins varðar, þá lýsa niðurlagsorð þessa kald- hæðna og bitra, en þó svo mann- lega eftirmála því ef til vill best: „En þegar kemur að viðskiptun- um, að því lífi sem hún lifir í raunveruleikanum, svo aðskilið frá draumum og ævintýrum, þá fellur henni vel við Freddy, en henni fellur ekki við Higgins og Doolittle. Galateu fellur aldrei við Pygmalion. Samband þeirra er of goðsagnakennt til að vera raun- verulegt." Júlí 1934. Shaw á æfingu á leikriti sínu „Andrókles og Ijón- ið“ í útileikhúsinu í Regent’s Park. Hjá honum sitja leikar- arnir Clare Harris (Megaera) og Arthur Hambling (Centur- ion). 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.