Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1983, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1983, Blaðsíða 2
Blómasölustúlkan í búningl hefðarkonu: Kagnheiður Steindórsdóttir fer með hlutverk Elísu og mun birtast leikhúsgestum í þessum veglega kjól, en myndina tók Páii A. Pálsson í Lystigarðinum á Akureyri. Leikfélag Akureyrar frumsýnir söngleikinn My fair Lady í leikhúsinu á Akureyri föstudaginn 21. október. Söngleikinn sömdu þeir Lerner og Loewe eftir leikritinu Pygmalion eftir Bern- ard Shaw. My fair Lady var frumsýnd á Broadway 1956 og hefur síðan farið sigurför um allan heim. Hún var sýnd í Þjóðleikhús- inu 1962 við miklar vinsældir, þar sem Vala Kristjánsdóttir og Rúrik Haraldsson voru í aðalhlutverkunum. My fair Lady er viðamesta verk, sem komið hefur á fjalirnar á Akureyri. Með leikurum, dönsurum, hluta Passíukórsins og hljómsveit Tónlistarskólans á Akureyri taka um 50 manns þátt í sýningunni. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir og semur alla dansa í sýningunni og Roar Kvam æfir og stjórnar tónlistinni. Búninga- hönnuðurinn Una Coilins kemur frá Bretlandi, Jón Þórisson hann- ar leikmyndina og Viðar Garðarson lýsinguna. Efni leiksins er á þá lund að málvísindamaðurinn Henry Higg- ins (Arnar Jónsson) veðjar um það við vin sinn Pickering ofursta (Marinó Þorsteinsson) að á 6 mánuðum muni honum takast að kenna blómasölustúlkunni Elísu (Ragnheiður Steindórsdóttir) að tala óaðfinnanlega ensku og mannasiði, svo vel að hægt verði að kynna hana sem hertogaynju á sendiráðsdansleik án þess að nokkurn gruni uppruna hennar. Með söng og leik er síðan sögð sagan um tildrög þessa veðmáls, dvöl Elísu á heimili Higgins og togstreitu þeirra, og síðan árangur og eftirköst veðmálsins. Fjöl- margir skemmtilegir karakterar koma við sögu úr skuggahverf- um og hástétt Lundúnaborgar. í helstu hlutverkum öðrum eru Þráinn Karlsson (Doolittle, faðir Elísu), Þórey Aðalsteinsdóttir (frú Pearce, ráðskona Higgins), Sunna Borg (móðir Higgins og frú Hopkins), Gestur E. Jónsson (Freddy og Jamie), Theodór Júlíusson (Zoltan Karpathy og Harry) og fleiri. Leikfélag Akureyrar mun sýna My fair Lady á þriðjudögum, fimmtudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum fram í desember. Flugleiðir og ferðaskrifstofan Farandi verða með pakkaferðir frá Reykjavík á sýninguna og hópar utan af landi fá afslátt af miðaverði. a Akur- eyri Reynir Antonsson Bernard Shaw og rómantíkin Grein í tilefni sýningar LA á My Fair Lady í kringum miðbik þessarar aldar voru gerðar í Bandaríkjun- um allmargar tilraunir til þess að endurlífga og endurskapa hina vinsælu Vínaróperettu. Söngleikurinn My Fair Lady er vafalítið eitt þekktasta og best heppnaða afsprengi þessara til- rauna, en nú á haustmánuðum mun Leikfélag Akureyrar ráðast í það stórvirki, að ekki sé sagt þrekvirki, að flytja Norðlending- um og öðrum landsmönnum þetta vinsæla leikhúsverk. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem Broadwaysöngleikur er fluttur á sviði norðan heiða. Höfundar söngleiksins eru þeir félagarnir Alan Jay Lerner, sem samdi textann, og Frederick Loewe, sem sá um tónlistina, en til gam- ans má geta þess að tónlist þessi komst nýverið í fréttirnar, því það var einmitt hún sem áhang- endur Glistrups hins danska sungu þegar þeir fylgdu honum til fangelsisins þar sem afplánar dóm sinn fyrir skattsvik. Eins og títt var um marga ameríska söngleiki á þessum tíma, er My Fair Lady byggt á eldra leikhús- verki, að þessu sinni leikriti háð- fuglsins breska G. Bernard Shaw, Pygmalion, en það leikrit nýtur enn talsverðra vinsælda og er oftlega á fjölunum víða um heim. Drykkfelldur faðir George Bernard Shaw fæddist í Dublin á írlandi árið 1856, og hann lést á Englandi háaldraður árið 1950. Faðir hans var minni- háttar embættismaður og drykk- felldur með afbrigðum. Var hinum unga Bernard aldrei um föður sinn gefið af þessum sökum, en sjálfur var hann alla ævi ofstæk- isfullur bindindismaður bæði á áfengi og tóbak, auk þess að vera grænmetisæta. Vera kann að fyrirmyndin að Alfred P. Doo- little, föður Elisu í Pygmalion, sé sótt til föður hans. Móðir Shaws yfirgaf þá feðgana þegar hann var á unga aldri og hélt til London, en Bernard fylgdi á eftir árið 1876, en svo virðist sem hann hafi ávallt metið móður sína mikils, enda mun hún hafa kennt honum frum- atriði tónlistar og dráttlistar, og yfirhöfuð að meta fagrar listir. Fyrstu árin vann hann fyrir sér sem tónlistar- og leiklistargagn- rýnandi við ýmis blöð og var oft hart í ári hjá honum. A þessum árum hneigðist hann að sósíal- isma og gerist félagi í Fabianfé- laginu, sem var kunnur félags- skapur sósíaldemókrata. Shaw taldi sig alla ævi sósíalista, en það fældi hann ekki frá því að lýsa yfir aðdáun sinni á Mussolini og Hitler, og tala máli bæði hins menntaða einveldis og stjórnleys- is. Ferill Shaws sem leikritahöf- undar hófst árið 1894, og áður en yfir lauk hafði hann sent frá sér yfir fimmtíu leikrit. Meðal hinna þekktustu eru: Vopn og maður (1894), Candida (1895), Caesar og Kleópatra (1898), Menn og ofur- menni (1901—1903), og meistara- verkið Heilög Jóhanna (1923). í öllum þessum verkum fer saman meitlaður stíll, leiftrandi háð, bit- urleiki en jafnframt næmur skiln- ingur á mannlegu eðli og mann- legum örlögum. Samúðin er alltaf með hinum undirokaða í samfé- laginu, þó svo hann sé á stundum sýndur í harla skoplegu ljósi mis- kunnarlausrar kaldhæðni. Pygmalion Goðsögnin um Pygmalion og Galateu hina fögru er upprunnin í Grikklandi hinu forna, og síðar tekin upp af skáldinu Ovid sem stílfærir hana og færir nær sam- tíð sinni. Þar er Pygmalion myndhöggvari sem verður yfir sig ástfanginn af einni af styttum sín- um, svo ástfanginn að guðirnir veita honum það að styttan gæðist lífi. Þessa sögu tekur svo Bernard Shaw upp á arma sína, lagar enn til og færir til nútímans I leikriti sínu Pygmalion sem frumsýnt var í London árið 1913. Hér er Pyg- malion prófessor nokkur í málvís- indum, Henry Higgins að nafni. Hans helsta ástríða .í lífinu er hljóðfræði. Eitt sinn þegar hann er að sinna þessari ástríðu sinni fyrir utan Covent Garden-óperuna rekst hann á blómasölustúlku eina, Elisu að nafni, og af sam- skiptum þeirra leiðir að hann veðjar við vin sinn Pickering ofursta um að hann geti gert þessa stúlku að svo óviðjafnanlegri hefð- arkonu á sex mánuðum, að hann geti tekið hana með sér í veislu 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.