Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1983, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1983, Blaðsíða 9
Höfundur texta: Halldór Björn Runólfsson, listfræðingur. Útgefandi: Bókaútgáfan Lögberg og Listasafn ASÍ Verur í manns’ mynd, mad- urinn án per- sónulegra sérkenna, hefur verid algengasti efniviður Jó- hanns. Eva í Paradís, 1956, leyti sem Jóhann dvaldist þar var málarinn Otto Dix. Hann var aðalboðari hinnar nýju hlutlægni í þýskri list Weimar-lýðveldisins og einnig prófessor við Aka- demíið í Dresden á árunum 1927-33. Hið kaldranalega og vél- ræna raunsæi Dix og önnur sú list, sem bar svipmót hinna stöðugu þrenginga þýska lýðveldisins, hafði lítil áhrif á Jóhann. Hann virðist fremur hafa verið mótfallinn þeirri ströngu þjóðfélagslegu höfðun sem lýsti sér í verk- um af þessum toga. Það er ofur skiljanlegt þegar haft er í huga úr hvaða samfélagi hann var sprottinn. Þó getur verið að hin almenna and- staða á þessum árum gegn huglægri og óhlutbundinni list hafi eitthvað mótað af- stöðu Jóhanns til abstrak- sjónar. Reyndar er express- ionismi hans eins laus við huglægni og slík list getur verið, enda aðhylltist lista- maðurinn aldrei stefnuna þrátt fyrir öll þau gildi sem hann tileinkaði sér úr henni. Eflaust hafa kennarar Jó- hanns á Akdemíinu, im- pressionistar af þýska skól- anum, hvatt hann til að ganga ótrauðan hina per- sónulegu leið, utan við tíma- bundnar stefnur. Sem úr- valsnemandi, Meisterschúl- er, síðasta árið í Dresden lagði Jóhann meira kapp á að móta sína eigin list, agaða og yfirvegaða, en eltast við þýskar stefnur. Reyndar hafði veturinn sem hann dvaldist á Islandi, áður en hann lauk námi, haft heilla- drjúg áhrif á frekari mótun hans. kom það skýrar fram en í list þess hóps sem kenndi sig við „Brúna“ og starfaði í borg- inni Dresden, höfuðstað Saxlands. Það var í Dresden fremur en Berlín að þýsk nútímalist leit dagsins ljós. Þótt tímar væru breyttir þegar Jóhann hélt þangað til náms sveif andi expression- ismans enn yfir vötnum. Byr undir báða vængi fékk stefn- an með komu austurríska málarans Oskars Kokoschka til borgarinnar. Hann dvald- ist þar á árunum 1917—24 og var á þeim tíma skipaður prófessor við Akademíið. Áhrif slíks manns voru víð- tæk. En þegar líða tók á þriðja áratuginn og vísbend- ingar um aðsteðjandi vanda Þýskalands urðu hverjum manni augljósar fór að gæta æ meiri sundrungar í lista- og menningarlífi landsins. Expressionisminn fór hall- oka fyrir alls kyns stefnum sem flestar áttu það sam- merkt að vera andsnúnar framúrstefnu fyrri áratuga. Bauhaus-skólinn var eina undantekningin, en áhrifa hans gætti lítt í Dresden og reyndar var farið að hrikta í stoðum hans, enda var stofn- unin komin á hálfgerðan vergang. Sá maður sem einna mest áhrif hafði á listalíf borgarinnar um það Via Appia Antica, 1962. Gamli vegurinn hjá Grjóthól, vatnaiitir. aranum alltaf að finna þar endalausa uppsprettu frjórr- ar tjáningar. Afstaða hans til mynd- málsins varpar nokkru ljósi á sérstöðu hans sem málara. Seigla yrkisefnisins er nefni- lega hlutgerving þeirrar þrautseigju sem býr í Jó- hanni og endurspeglar sterka og festulega ásýnd listar hans. Fáir íslenskir listamenn af þessari kynslóð hafa sýnt slíkt stílrænt stöð- uglyndi. Flestir hafa þeir unnið sig frá einu viðfangs- efninu til annars, kreist úr því safann eða þurrausið og snúið sér síðan að öðru, gjarnan með gjörbyltum stílbrigðum. Þvílíkt ferli, sem opnast og lokast lotu- bundið, er andstætt hinu spíralkennda þróunarferli Jóhanns þar sem tengslin rofna aldrei. Undirstaðan er stíll lista- mannsins og þau myndgildi sem hann er byggður á. Stílfræðilega heyra verk Jó- hanns undir þá stefnu sem nefnd hefur verið express- ionismi og á rætur að rekja til landanna beggja vegna Rínarfljóts. Sem stefna fæddist expressionisminn skömmu eftir aldamót og var nokkurs konar huglægt and- svar við hlutrænu inntaki impressionismans. Hvergi 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.