Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1983, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1983, Blaðsíða 14
 Próf í viðskiptadeild á sl. vori. fagþekkingu og svo nýliöar á vinnumarkaðnum. Fátæka fólk- ið ber mjög stóran hluta af kostnaðinum við að koma þjóð- arskútunni aftur á réttan kjöl. Kannski tekst svo lækningin ekki. A hinn bóginn var ekkert blómaskeið framundan, nema síður væri, hjá lágtekjuhópum í Bretlandi, ef breskir stjórn- málamenn hefðu haldið áfram að nota gömlu meðulin. Ég þekki enga lausn á vanda Breta, sem er í senn réttlát, ódýr og áhrifarík. Kannski ná þeir sér aldrei aftur á strik. Sagan segir okkur, að öll voldug og auðug ríki líði undir lok um síðir.“ — Og mun ekki óréttlætið vaxa við tæknivæðinguna, er vélmenni taka við störfum verkamanna? „Öreindabyltingin hefur gert mönnum kleift að búa til vélar „Hagkerfi þrýsti- hópanna: Þrýsti- hóparnir frysta hagkerfið“ sem stýrt er af tölvum og fram- leiða sjálfvirkt, svonefndir rob- otar eða vélmenni. Fólk kemur vart nálægt framleiðslunni. Við þurfum að undirbúa okkur að mæta þessari byltingu. Ef vel er á spilunum haldið, verður nóg að gera fyrir alla, en störfin munu breytast, sífellt stærri hópar vinna við hvers konar gagnavinnslu og eftirlit, og þjónustu af ýmsu tagi. Kannski er þarna tækifæri til að stór- bæta kjör almennings, tækifæri sem hugsjónamenn hefur lengi dreymt um. Með prófblaðið fyrir framan sig — eins gott að hafa eitthvað gluggað f fræðin. Stund milli stríða í prófönnum. Við í viðskiptadeild höfum lagt aukna áherslu á gagna- vinnslu í tölvu og komið upp sér- stöku rafreiknasviði. Við kenn- um hvernig gera megi reiknilík- ön af hagkerfinu í tölvu, og einnig er mönnum kennt að koma fjármálum fyrirtækja í tölvu. Á svonefndu framleiðslu- sviði kennum við stjórnun fram- leiðslu og ræðum meðal annars hluti eins og robota í verksmiðj- um. Hins vegar verða okkar nemendur ekki tölvusérfræð- ingar eða verkfræðingar, sem þekkja innviði tölvunnar. — Engum blöðum er um það að fletta, að miklar breytingar verða á atvinnulífinu af þessum sökum, og við verðum að búa okkur undir það.“ — Hvernig bregðist þið sem kennarar við þessum nýju við- horfum? „Við erum sífellt að breyta námsskipaninni, til þess að hún svari kröfum líðandi stundar. Við höfum nýverið gert þriðju meiriháttar breytinguna á reglugerðinni á síðari árum. Við höfum tekið upp ný námssvið, sem nútíminn krefst og fjölgað kostum á fjórða ári náms. Fyrstu tvö árin veitum við al- menna menntun, til dæmis í stærðfræði og rökfræði, menn kynnast íslenska þjóðfélaginu í haglýsingunni og kynnast und- irstöðuatriðunum í hagfræði og viðskiptafræðum. Þetta veitir almenna menntun, sem kemur að haldi víða, þótt menn hætti eftir 2ja ára nám og ljúki ekki, eins og hendir í öllum deildum. En á þriðja ári skiptast nemend- ur í tvo hópa. Annar velur við- skiptafræðigreinar og hinn þjóðhagfræði. Á fjórða og síð- asta ári markast þessir tveir hópar skýrar. Þjóðhagfræði- hópnum er boðið upp á strangt prógram, þeir læra um fjármál hins opinbera, um skatta, pen- ingamál, vandamál vinnumark- aðarins og alþjóðahagfræði. Við reynum að gera þá sérfræðinga í stjórn efnahagsmála og teljum þá standa jafnfætis þeim sem erlendis nema. Viðskiptafræði- hópurinn getur aftur á móti val- ið um ein fimm eða sex svið, eft- Frh. á bls. 16.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.