Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1984, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1984, Page 15
Guðbjörn Guðmundsson rar yfírpreníari Morgunblaðsins 1940. Til hans bárust tíðindi af þvísem gerðist að næturlagi og hann vakti þá Valtý ritstjóra stundum, til að mynda nóttina, þegar sást til herskipa úti fyrir. Fjær á myndinni er Hans Richter. Noregi til austurlands fs- lands ekki löng. Almenn- ingi var raunar ókunnugt um orðsendingu sem rík- isstjórn landsins barst daginn eftir hernám Dan- merkur frá bresku stjórninni um að bresk- ur her kynni að verða sendu,r hingað til að verða á undan þýska hernum, ef svo bæri undir. En einhvern ávæning höfðu menn af þessu. Allir þessir atburðir sem hér hafa verið raktir munu hafa farið um hug Ólafs Thors nóttina er Valtýr hringdi til hans og Ólafur gerði sínar kuldalegu athugasemd- ir. Síðar lét Ólafur samráðherra sína vita hvað var að gerast. í raun og veru átti viðskilnaðurinn við Dani sér stað 9. apríl 1940, þótt ekki færi hann formlega fram fyrr en 17. júní 1944. Ég minnist á þetta mál hér til þess að fá tækifæri til að skjóta inn eigin minningum frá þessu tímabili um áberandi áhuga Dana á íslandi. Ég var formaður Blaða- mannafélags fslands. Við reyndum á margan hátt að rífa upp félagið um þessar mundir, héldum kvöldvökur á Hótel Borg, síðdegisskemmtanir í bíóunum til ágóða fyrir Vetrarhjálpina og buðum til víðfrægs pressuballs. Éitt markverðasta átakið var þó heimboð danskra blaðamanna árið 1939 mcð þeim ásetningi að bjóða blaða- mönnum annarsstaðar úr heiminum næstu ár. Svo brá við að Danir létu sér ekki nægja að þiggja með virktum þetta kurteislega boö, heldur sendu þeir til íslands í ágúst 1939 aðalritstjórn allra helstu dagblað- anna i Kaupmannahöfn og einnig stærstu blaðanna úti á landsbyggðinni. Þessir gestir okkar ferðuðust um landið með heimamönnum, sátu veislur á Akureyri og í Siglufirði, fóru jafnvel á síldarball, döns- uðu polka við söltunarpíur, sigldu á varðskipi um sólbjartan Skagafjörð, lærðu af Guðbrandi forstjóra áfengisverslunar- innar (hann var fulltrúi Tímans í ferðinni) að drekka Angelica brennivín í mjólk (af- bragðs hugmynd! — var haft eftir ritstjóra Kristilega dagblaðsins danska). Einnig lærðu þeir dönsku að varpa steinum að beinakerlingum á Kaldadal og lýstu að lokum yfir því í kvöldveislu að Þrastar- lundi að íslendingar hefðu fram til þessa átt einn sendiherra í Kaupmannahöfn, en ættu upp frá þessu tíu. Allt fékk þetta heldur dapurlegan endi. Þegar komið var til Reykjavíkur degi síðar voru einmitt að berast þau kaldranalegu tíðindi utan úr heimi, að Hitler og Stalin hefðu gert með sér bandalag. Enginn var lengur í vafa um að stríð væri óumflýjan- legt. Upp frá þeirri stundu hugsuðu dönsku ritstjórarnir um það eitt að kom- ast heim áður en öll sund lokuðust. Þeir komust til Kaupmannahafnar daginn sem stríðið hófst. _________í næsta blafti__________ Valtýr svarar til saka fyrir frétt um sjóhernaðinn. undir sig hálft Pólland, á meðan pólski herinn átti í höggi við heri Hitlers nær átta mánuðum áður en þetta gerðist. Og þeir létu ekki þar við sitja. í skjóli Hitlers réðust þeir tveimur mánuðum síðar, í des- ember 1939, á Finnland. Þar átti vissulega Davíð í höggi við Golíat. Finnar vörðust í fulla þrjá mánuði og hetjudáð þeirra var slík að þeir voru virtir svo að minnisstætt er. Hér heima var virðingin einlæg og al- menn svo að kommar líktu henni við „hreinan finnagaldur". Tíðindin næstu vikurnar voru þau helst að Finnar voru barðir niður og vopnahlé samið 13. mars 1940. Stríð stórveldanna, Þjóðverja annarsvegar og breska samveld- isins og franska nýlenduveldisins hinsveg- ar, hélt áfram með sama hætti og átt hafði sér stað, eftir að Þjóðverjar höfðu sigrað pólska herinn: Ekkert gerðist, enda almennt fariö að kalla stríðið „platstríð" (phony war). Menn biðu þó i hálfgerðu ofvæni eftir því að upp úr syði — eitthvað hlaut að fara að gerast. Og eftir tæpan mánuð rann upp 9. apríl. Þetta reyndist sögulegur dagur, ekki síður hér á landi heldur en á hinum Norðurlönd- unum. Árla morguns hringdi síminn og í eyra mér var beinlínis hrópað af æsingi: „Veistu ekki, maður, að Þjóðverjar réðust áðan inn í Danmörku og Noreg?" Kannske komu þessi tíðindi meir á óvart en allt annað sem gerðist i síðari heimsstyrjöld- inni, a.m.k. í öndverðu stríðinu. Svo hátt- aði til í fréttamennsku hér á landi á þeim árum, að í útvarpi var eingöngu um að. ræða hádegis- og kvöldfréttir. Þennan dag var þó brugðið út af venju og útvarpsfrétt- ir lesnar kl. 11. En þá var fregnmiði frá Morgunblaðinu búinn að fara um allan miðbæinn fyrir meira en tveimur klukku- stundum. Hópur manna beið fyrir utan Morgunblaðið í Austurstræti 8 til að fylgj- ast með fréttaspjöldum, sem birtust jafn- harðan í gluggum blaðsins og eitthvað gerðist. Einhverja mun hafa órað fyrir eftir þennan dag, að svo kynni að fara fyrr en varði að stórtíðindi gerðust hér á landi. Idarhusið Fréttaspjöld og þegn miði LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7 JANÚAR 1984 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.