Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1984, Blaðsíða 3
LESBOK
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthlas Jo-
hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar-
fulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin
Jónsson. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Slmi 10100.
Bókasöfn
voru áður fyrr afþreyingarstofnanir fyrir
sérvitringa og oft voru það grúskarar, sem
völdust þar til starfa. Nú eru bókasöfn að
verða samfélagsnauðsyn, segir Sigrún Klara
Hannesdóttir lektor í bókasafnsfræði í sam-
tali við Lesbók.
Konuleit
cand. theol. Þorsteins Björnssonar frá Bæ
gekk ekki snurðulaust, þótt hann kæmist í
hjónabandið um síðir. Þessi kynlegi kvistur
var úti í Þýzkalandi á þriðja áratugnum og
Friðrik Dungal, sem var þar ásamt honum,
rifjar upp eitt og annað af Þorsteini.
Listviöburöur
verður það án efa — og það í meira lagi —
þegar Ashkenazy hefur upp tónsprotann til
að stjórna Philharmoniu á listahátíðinni hér,
en Philharmonia er ein frægasta sinfóníu-
hljómsveit heims og Halldór Hansen læknir
skrifar um hana í tilefni heimsóknarinnar.
Forsíðan
er eins og síðast í tilefni listahátíðar, sem nú
stendur yfir og hér er það sjálfsmynd eftir
Louisu Matthíasdóttur í New York, sem öðl-
ast hefur verðskuldaða viðurkenningu í
heimsborginni, en Aðalsteinn Ingólfsson
skrifar um hana grein, sem birtist hér í blað-
inu.
JÓN ÚR VÖR
I dönskum
fiskibæ
Á trébekk fremst á bryggjunni
sitja þrír gamlir sjómenn,
hallast þegjandi fram á stafi sína
og horfa út á sjóinn.
I eyrum þeirra hljómar vélarhljóð bátsins,
sem nálgast óðum.
Skammt frá þeim liggja nokkrir drengir,
með höfuð og hendur
fram af bryggjusporðinum.
Þeir fylgjast í orðlausum ákafa
með hreyfingum smáfiskanna,
sem narta í beituna.
Skyldu þeir ekki ætla að taka?
Dunk dunk dunk, segir vél bátsins,
og fuglarnir sem elta hann,
tala sama mál og fuglarnir heima.
Það kveikir í báru
þegar sjávarflöturinn gárast.
Karlarnir rísa á fætur,
viðbúnir að taka við fangalínunni.
Allt eins og heima.
Hópar sem lítils-
virða landslög
R
Allar götur frá því að ís-
land varð sjálfstætt lýð-
veldi hefur okkur lands-
mönnum verið innrætt,
að við búum við eitthvert
mesta lýðræði, sem þekk-
ist á byggðu bóli. Okkur
er jafnframt sagt frá blautu barnsbeini að
virða lög og rétt, þar sem landslög eru
hornsteinn lýðræðisins. í skjóli laga og
frelsis eiga svo þegnar landsins að lifa og
starfa, kynslóð fram af kynslóð, heildinni í
hag.
En lífsmunstrið virðist ekki svona ein-
falt, ef t.d. má marka ýmsa atburði, sem
gerst hafa í maímánuði og fjallað hefur
verið um í fjölmiðlum, en þeir gefa til
kynna, að ýmsir þegna þjóðfélagsins telja
sig ekki þurfa að fara að lögum eða eftir
settum leikreglum.
Hópur starfsmanna Pósts og síma, sem
segist óánægður með kjör sín, tekur þaö
upp hjá sjálfum sér að trufla símasam-
band, öðrum til óþæginda, og kröfum sín-
um til áréttingar, þótt slíkt athæfi varði
við landslög.
Öflugur hópur manna, sem náð hefur
tökum á bændastétt í nafni samvinnu-
hugsjónar, sýnir nú landsmönnum enn á
ný fyrirlitningu í anda einokunarverslun-
arinnar, sem þjóðin hélt að rekin hefði
verið úr landi fyrir áratugum. Þessir aðil-
ar neita að greiða skatta af ákveðnum
framleiðsluvörum sínum, sem lagðir voru
á af löggjafarsamkundu þjóðarinnar. Þeir
neita einnig alfarið að greina frá því,
hvernig verð umræddra vörutegunda
ákvarðast, þótt framleiðendur sambæri-
legra vörutegunda verði að gera slíkt,
hvort sem þeim líkar það betur eða verr.
Aftur á móti er þess krafist að neytendur
haldi áfram að greiða gott betur en raun-
virði fyrir vöruna og sköttum skuli sleppt,
eða þá að þeir verði lagðir á framleiðslu-
vörur annarra framleiðenda, sem enga
sambærilega vernd hafa.
Sami hagsmunahópur reynir að neyða
almenning til þess að leggja sér skemmdar
kartöflur til munns, hvað svo sem tautar
og raular. Þetta er líka gert í nafni bænda,
sem hér eiga lítinn hlut að máli. Þessir
aðilar hafa eflaust í huga skemmda mjölið,
sem hin illræmda einokunarverslun lét ís-
lendinga borða hér fyrr á öldum. Vitringar
valdahópsins sitja einhverskonar hrafna-
þing sólarhringum saman til þess að koma
í veg fyrir að meirihluti þjóðarinnar fái að
velja sér óskemmda matvöru á frjálsum
markaði.
Loks lesum við ummæli leiðtoga flug-
manna, sem eiga í kjaradeilum við yfir-
menn sína, þar sem þeir fullyrða að stór
hluti launa þeirra renni til þess „að fólk
geti byggt yfir sig íbúðir" og að ríkið geti
„haldið uppi lánakerfi, „svo hægt sé að
byggja hús á fslandi". Og enn meira er
tekið af launum þeirra í skatta: „m.a. til
þess að geta haldið uppi svo og svo mörg-
um börnum hjá tannlæknum í fríum
tannlækningum og haldið svo og svo mörg-
um skólum opnum.“ En þetta er ekki nóg.
„Ef við hefðum dálítið lægri laun, kæmi
minna fjármagn frá okkur í þessa sam-
neyslu." Við megum því fagna því að fá að
borga einhver hæstu flugfargjöld heims-
byggðarinnar, svo að þessir lítillátu menn
geti „haldið svo og svo mörgum skólum
opnum". Hvað gerir allt hitt fólkið í land-
B
inu? Hvað er það að bardúsa alla daga? Ég
efast ekki um að kjaradeilan er báðum að
kenna. Sjaldan veldur einn, þá tveir deila.
Lög voru sett í deilumálinu af lýðræðislega
kjörnum þingfulltrúum, sem þessir menn
gátu ekki virt, eflaust vegna þess að þeir
líta svo á, að lög séu sett fyrir þiggjendur
en ekki þolendur. Flugmenn þessir eiga
samt margt gott skilið fyrir að halda uppi
flugsamgöngum við umheiminn, en þar
sem.þeir búa erlendis stóran hluta úr ári,
kann nú að vera komið svo að þeir hafi
fjarlægst svo þjóðlífið, að þeir séu ekki
lengur í takt við það.
Það sem mestan ugg vekur í brjósti
manna eru þær fregnir af Alþingi, að sum-
ir réttkjörnir lagasmiðir þjóðarinnar
reyni á síðustu dögum þingsins að þvælast
fyrir málum í nefndum, sem þeir eru ekki
sammála, þrátt fyrir að vitað sé að mikill
meirihluti landsmanna sé þeim fylgjandi.
Hvernig á fólkið í landinu að virða leik-
reglur lýðræðisins þegar þingmenn sýna
slíkt fordæmi. Morgunblaðið hefur undan-
farið hvatt landsmenn til að vernda tungu-
tak þjóðarinnar, sem á í vök að verjast, til
þess að menning þjóðarinnar blómstri
áfram. En það er ekki nóg. Það þarf líka að
vernda lög og rétt svo að lýðræðið blómstri
áfram. Það má ekki gleyma, að með lögum
skal iand byggja, en ólögum eyða.
JÓN HÁKON MAGNÚSSON
LESBÓK MORGUNBLAOSINS 9. JÚNÍ 1984 3