Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1984, Blaðsíða 11
Listahátíð 1984
Philharmonia
Einn af hápunktum Listahátíðar verður leikur þessarar frægu hljómsveitar
nú um þessa helgi, en hún var stofnuð í London í stríðslokin og á að baki
fleiri hljómplötuupptökur en nokkur önnur sinfóníuhljómsveit
EFTIR HALLDÖR HANSEN LÆKNI
að er ekki á hverjum degi, að ein fremsta og viðurkenndasta
sinfóníuhljómsveit heims gistir ísland. En nú ber svo við, að
hljómsveitin „Philharmonia" er væntanleg á listahátíð í
Reykjavík á næstunni og á vafalaust eftir að gleðja eyru
hinna fjölmörgu, sem hafa mætur á sígildri tónlist.
Mörgum kann að þykja nafnið „Philharmonia" heldur
snubbótt og stuttaralegt, en það á sína sögu og hana
merkilegri en halda mætti eftir nafninu einu.
Hljómsveitin „Philharmonia" er samt engan veginn
ein af elztu hljómsveitum álfunnar. Hugmyndin að
henni fæddist í síðari heimsstyrjöldinni í kollinum á
Walter Legge, sem var mikill tónlistarjöfur og hafði
feiknarleg áhrif á allt tónlistarlíf á Bretlandseyjum
áratugum saman, enda þótt hann væri ekki menntaður
tónlistarmaður. Walter Legge er nú látinn fyrir nokkru,
en hann var langa lengi starfsmaður EMI hljómplötu-
fyrirtækisins og auk þess aðstoðarmaður Sir Thomas
Beecham við stjórn Covent Garden-óperunnar á árun-
um fyrir síðustu heimsstyrjöld.
í stríðslok áttu hljómsveitir á Bretlandseyjum erfitt
uppdráttar. Herskyldan dró margan tónlistarmanninn
út á vígvöllinn og blóðtaka í röðum tónlistarmanna sem
annarra var mikil. Walter Legge gerði sér þegar á
stríðsárunum grein fyrir því, að skortur mundi verða á
góðum hljóðfæraleikurum, en taldi þó að nægilegur
fjöldi frábærra fagmanna myndi vera fyrir hendi til að
stofna fyrsta flokks hljómsveit í Lundúnum, svo fram-
arlega sem stefnt væri að því að stofna eina einustu
hljómsveit en ekki margar. Sú hljómsveit gæti orðið á
heimsmælikvarða og samkeppnisfær við það bezta sem
gerðist í heiminum. Fyrirmyndin, sem Walter Legge sá
fyrir sér, var sinfóniuhljómsveit Vínarborgar, en hún er
sem kunnugt er að hluta til óperuhljómsveit, auk þess
sem hún sér Vínarbúum fyrir reglubundnum sinfóníu-
tónleikum að aðalstarfi. Walter Legge hafði verið mjög
óánægður með hljómsveit Covent Garden-óperunnar á
árunum fyrir heimsstyrjöldina og taldi réttilega, að góð
hljómsveit væri undirstaða fyrsta flokks óperuflutnings
eins og reyndar alls þess tónlistarlífs, sem fæst við
sígilda tónlist.
Það hvarflaði ekki annað að honum en hann sjálfur
og Sir Thomas Beecham mundu taka upp þráðinn sem
stjórnendur Covent Garden-óperunnar aftur, þegar hún
lyki upp dyrum sínum eftir stríðslok, en henni var lokað
öll stríðsárin. En margt fer öðru visi en ætlað er og
þegar þar að kom var það austurríski hljómsveitar-
stjórinn Karl Rankl, sem settur var yfir Covent Gard-
en-óperuna en Sir Thomas Beecham og Walter Legge
fengu hvergi að koma nærri.
Þetta varð hins vegar til þess, að Walter Legge var á
lausu til að snúa sér af alefli að stofnun hljómsveitar-
innar auk þess sem hann lét hendur standa fram úr
ermum við að leita uppi nýja listamenn á meginlandi
Evrópu fyrir EMI-hljómplötufyrirtækið og endurnýja
samninga við listamenn, sem fyrirtækið hafði misst
samband við á stríðsárunum. Einn af þessum nýju lista-
mönnum var söngkonan Elisabeth Schwarzkopf, sem
síðar varð eiginkona Walter Legge og það er hennar
verk, að frásögn Walter Legge um stofnun og starf
hljómsveitarinnar „Philharmonia“ komst á prent.
Hljómsveitin „Philharmonia" hélt fyrstu tónleika
sína í októbermánuði árið 1945 í Kingsway Hall í Lund-
únum undir stjórn Sir Thomas Beecham, sem var á
lausu af sömu ástæðu og Walter Legge, auk þess sem
hann var nýkominn aftur til Bretlandseyja frá Banda-
ríkjunum.
Sigur hljómsveitarinnar var algjör og Sir Thomas
Beecham hinn ánægðasti. Hann hafði lýst því yfir, að
hann ætlaði að hverfa aftur til Bretlandseyja til að
stofna hljómsveit og þótti nú sem hljómsveit hefði lagst
upp í hendur sér. Hins vegar kvað hann nafnið „Phil-
harmonia" með öllu ómögulegt. Því yrði að breyta í
eitthvað, sem gengi betur í áheyrendur, ella væri
hljómsveitin fyrirfram dauðadæmd. Sir Thomas Beech-
am var ekki vanur því, að honum væri mótmælt, en
stundum hittir skrattinn ömmu sina, og svo fór að
þessu sinni, því að Walter Legge var jafnstaðráðinn í
því að halda nafninu óbreyttu á hverju sem gengi og við
það sat. En ágreiningurinn var miklu dýpri en hvað
varðaði nafnið eitt. Walter Legge vildi heldur ekki, að
hljómsveitin hefði fastan stjórnanda og vildi einnig
geta ráðið tónlistarmenn og sagt þeim upp aftur eftir
geðþótta. Hann var sannfærður um, að einn falskur
tónn gæti eyðilagt heildaráhrif hljómsveitarinnar og
óttaðist að fastur stjórnandi mundi setja um of sitt
persónulega mót á hljómsveitina og ræna hana þar með
þeim sveigjanleika og aðlögunarhæfni sem hún þyrfti
til að vera gjaldgeng á alheimsmarkaðinum.
f þessum átökum bar Walter Legge fullan sigur af
hólmi, þótt hann yrði nokkru seinna að gera ýmsar
tilhliðranir eins og t.d. að greiða beztu hljóðfæraleikur-
unum eitthvað fast til að halda þeim í hljómsveitinni.
En að öðru leyti hafði Walter Legge litla trú á lýðræð-
islegum vinnubrögðum á sviði tónlistarinnar og trúði
því einlæglega, að enginn hljóðfæraleikari mundi leggja
sig fram af lífi og sál til lengdar, nema hann ætti
stöðugt á hættu að missa atvinnuna. Hins vegar vildi
hann gera stöðurnar í hljómsveitinni eftirsóknarverðar
bæði frá listrænu og peningalegu sjónarmiði.
Það er altalað, að hljómsveitin „Philharmonia" hafi í
raun verið stofnuð til að annast hljóðritanir fyrir EMI-
hljómplötufyrirtækið í Lundúnum. En Elisabeth
Schwarzkopf, ekkja Walter Legge, hefur borið harðlega
á móti þessu og segir hljómsveitina hafa verið stofnaða
fyrst og fremst til að annast tónleikahald. Annað hafi
verið til að halda henni fjárhagslega á réttum kili. Og
víst er að hljómsveitin átti erfitt uppdráttar fjárhags-
lega, þangað til ágóði af hljóðritunum fór að berast
aftur heim til föðurhúsanna og til að drýgja tekjurnar
og skapa næga atvinnu vann hljómsveitin sleitulaust að
hljóðritunum og jafnvel að kvikmyndum. Um tíma
bjargaði það fjárhagshliðinni að Maharajahann af Mys-
ore hafði óbilandi áhuga á tónlist rússneska tónskálds-
ins Nicolai Medtner og vildi allt til vinna til að tónlist
hans yrði hljóðrituð. Maharajahann var ungur, bráð-
músíkalskur og vellauðugur og lét tilleiðast að styrkja
hljómsveitina fjárhagslega til að koma áformum sinum
i gegn. En þetta var þó skammgóður vermir og fjárhag-
urinn komst ekki á verulega fastan kjöl fyrr en systur-
fyrirtæki EMI „Angel Records", var stofnað í New York
undir stjórn Dario Soria og hljóðritanir hljómsveitar-
innar fóru að seljast eins og heitar lummur á risamark-
aði Bandaríkjanna.
Á fyrsta starfsári sínu lék hljómsveitin „Philharm-
onia“ undir stjórn Issay Dobrowen, Alceo Galliera og
Paul Kletzki auk Sir Thomas Beechams og árið 1947 var
Herbert von Karajan.
Vínarhljómsreitinni.
Það markaði þáttaskil fyrir Philharmoniu, þegar hann ákvað að skipa henni á bekk með
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9. JONÍ 1984 1 1