Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1984, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1984, Blaðsíða 12
hún búin að ná þeim yfirburðum, að tónskáldið Richard Strauss, sem einnig var frábær hljómsveitarstjóri, valdi að stjórna henni, þegar hann hélt hina víðfrægu og eftirminnilegu eftirstríðstónleika sína í Lundúnum. Þrem árum síðar frumflutti hljómsveitin Wier lezte Lieder" eftir Richard Strauss og þá undir stjórn Vil- helms Furtwaengler og einsöngvari var Kirsten Flagstad. En í raun og veru var það Herbert von Karaj- an, sem kom hljómsveitinni í þann gæðaflokk, sem Walter Legge dreymdi um. Herbert von Karajan fór áð vinna með hljómsveitinni árið 1947, en fann henni það til foráttu, að strengirnir stæðust ekki samanburð við það bezta sem gerðist í öðrum hljómsveitum. Hann vatt þó bráðan bug að því að bæta úr þessum ágalla og afréð árið 1951 að gera ekki hljóðritanir með annarri hljómsveit. Frá 1946 hafði EMI hljóðritað hinar raun- verulegu sinfónísku tónbókmenntir með aðstoð Vínar Fílharmoníuhljómsveitarinnar undir stjórn Karajans, Furwtenglers og Böhm, en notazt við hljómsveitina „Philharmonia" til að leika undir hjá einleikurum og söngvurum. Það var því mikið framfaraskref fyrir „Philharmonia", þegar Karajan ákvað að skipa henni á bekk með Vínarhljómsveitinni og taka hana jafnvel fram yfir. Árið 1952 þótti tímabært, að hljómsveitin færi að láta í sér heyra utan Bretlandseyja. Hún tókst á hendur hljómleikaferð til Parísar, Zurich, Basel, Genf, Torino, Milano, Vínarborgar, Munchen og Berlínar. Hinn frægi hljómsveitarstjóri Arturo Toscanini heyrði hljómsveitina í útvarpinu á Ítalíu og lét í ljós áhuga á að stjórna henni á tónleikum í Lundúnum. Allar fyrri tilraunir til að vekja áhuga hans á hljóm- sveitinni höfðu mistekizt og jafnvel eftir að hann hafði lýst yfir áhuga sínum gekk á ýmsu, þar til loks tókst að skipuleggja tónleika hans í Lundúnum 28. september og 1. október 1952. Það þarf ekki að orðlengja, að samstarf- ið við Toscanini reyndist mikil lyftistöng fyrir hljóm- sveitina, sem varð nú eftirsótt á tónlistarhátíðum víða um heim. Árið 1953 lék hún undir stjórn Herbert von Karajans og Sir Adrian Boults á Edinborgarhátíðinni og 1954 í Aix-en-Provence og Luzern í Sviss undir stjórn Furtwaenglers, Edwin Fischer, Kubelik, Fricsay og Cluytens og að því loknu kom hún aftur fram á Edin- borgarhátíðinni undir stjórn Herberts von Karajans og Guido Cantelli. Kichardo Muti, tónlistar- Núrerandi stjórnandi stjóri hljómsveitarinnar frá Philharmoniu, Giuseppe Si- 1979. nopoli. Árið 1955 fór hljómsveitin til Bandaríkjanna í fyrsta skipti og kom fram tuttugu og fjórum sinnum á tuttugu og átta dögum. Wieland Wagner lét í ljós áhuga á að hljómsveitin léki í Bayreuth-leikhúsinu en af því gat ekki orðið, þar eð samtök þýzkra tónlistarmanna snerust gegn því. Hins vegar tók hljómsveitin þátt í því að hylla Mozart á tónlistarhátíðinni í Salzburg á tvö hundruð ára afmæli tónskáldsins og var það nokkur sárabót. Og í Vínarborg lék hljómsveitin undir stjórn Klemperer, Giulini og Krips. Aðalstjórnandi hljómsveitarinnar og sá mikilvægasti var þó áfram Herbert von Karajan. En það lá nokkuð ljóst fyrir, að Karajan stefndi að því að verða eftirmað- ur Wilhelm Furtwaenglers sem aðalstjórnandi Berlínar Fílharmoníuhljómsveitarinnar. Að sögn Walter Legge barðist Furtweaengler gegn því af oddi og egg, en Kar- ajan hélt sínu striki engu að síður, svo að það fór ekki á milli mála, hvert hann stefndi. Legge sá sig því til- neyddan að fara að svipast um eftir öðrum hljómsveit- arstjóra sem haldið gæti orðstír hljómsveitarinnar „Philharmonia" jafnhátt og Karajan. Hann hafði auga- stað á Georg Szell en hann var ekki á lausu. Honum leist einnig vel á Wolfgang Sawallisch en hann átti ekki upp á pallborðið í Lundúnum. Hann uppgötvaði einnig Carlo Maria Giulini, sem þá var aðstoðarmaður Vittorio de Sabata í Milano, en Giulini var ungur, feiknalega vandvirkur en svo hægvirkur að hann var ekki búinn að ná valdi á öllum þeim tónsmíðum, sem hann þurfti að hafa á takteinunum sem aðalstjórnandi hljómsveitar- innar. Lorin Maazel, Bandaríkjamaður af frönskum ættum, var annar ungur hljómsveitarstjóri, sem Legge hafði augastað á, en hann krafðist hærri launa en hljómsveitin réð við að greiða. Fyrir valinu varð loks Otto Klemperer virtur og við- urkenndur hljómsveitarstjóri með langa starfsreynslu að baki. Það fór ekkert á milli mála, að Otto Klemperer var snillingur, en hann átti sér erfiðan feril að baki. Hann þjáðist af svokölluðum manio-depressivum geð- sveiflum og var annaðhvort á barmi örvæntingarinnar eða svo hástemmdur, að raunveruleikinn skipti hann litlu máli. Hann var því erfiður maður til alls sam- starfs, en Legge lét það ekki á sig fá og taldi sig reyndar færan í flestan sjó eftir að hafa staðið i eldlínunni á milli Wilhelm Furtwaengler og Herbert von Karajans árum saman. Otto Klemperer var þýzkur gyðingur og hafði orðið að flýja Þýzkaland nazistanna. A stríðsárunum var hann landflótta í Bandaríkjunum og gat sér góðan orðstír sem hljómsveitarstjóri en tókst ekki að koma undir sig fótunum fjárhagslega og átti auk þess erfitt uppdráttar vegna veikinda sinna. Það vildi honum til láns að hann fékk stöðu við óperuna í Budapest, þar sem menn létu ekki stormasamt skapferli hans á sig fá. Klemperer stóð á erfiðum tímamótum, þegar fundum hans og Walter Legge bar saman. Amerískt vegabréf hans var um það bil að renna út og hann sá sig knúinn til að snúa umsvifalaust aftur til Bandaríkjanna eða missa land- vistarleyfi sitt þar að öðrum kosti. Walter Legge lofaði að tryggja fjárhagslega framtíð Otto Klemperer, ef hann vildi taka að sér stjórn hljómsveitarinnar „Philharmonia" og setjast að í Evr- ópu. Það varð úr, að Klemperer settist að í Zúrich og lét ameríska vegabréfið lönd og leiðir. Á yngri árum hafði Klemperer verið frægur braut- ryðjandi framúrstefnutónlistar og var oft frægur að endemum, en nú sneri hann sér af miklum alvöruþunga að klassískri og rómantískri hlið þýzkra tónbókmennta. Klemperer var fyrst og fremst maður hins fullkomna forms og strangleiki hans á þessu sviði leyfði oft lítið svigrúm fyrir leik og lit. En á sínu sviði og innan sinna takmarka átti hann vart sinn líka, enda lét frægðin og viðurkenningin ekki á sér standa. Blómaskeið Otto Klemperers og hljómsveitarinnar „Philharmonia" hófst í október 1954 og stóð órofið í nokkur ár. En strax árið 1961 fór að bera á skýjum á himninum og þykkna upp verulega allnokkru seinna. Spjótin beindust aðallega að einveldi Walter Legge. Breyttar aðstæður urðu þess valdandi að hann varð að beygja sig undir félagasam- þykktir og nefndaákvarðanir, þótt honum væri það þvert um geð. Aðrar hljómsveitir fóru að hafa fjár- hagslegt bolmagn til að bjóða í hljóðfæraleikara „Phil- harmonia" og bjóða betur. Hljóðritanir hljómsveitar- innar drógust saman, vegna þess að Bítlaæðið var að grípa um sig og EMI þótti fjárhagslega hagkvæmt að stefna á þau mið. Herbert von Karajan var búinn að yngja upp og endurnýja Berlínarhljómsveitina með þeim árangri að Philharmonia-hljómsveitinni stóð ugg- ur af. Árið 1963 sagði Walter Legge upp stöðu sinni hjá EMI til að vera á lausu til að fara til Bandaríkjanna og Tónskáldid og hljómsreitar- stjórinn Richard Strauss stjórnaði hljómsreitinni tveimur árum eftir að hún var stofnuð. reyna að semja við hljómplötufyrirtæki þar um að veita Philharmonia verkefni og viðunandi rekstrargrundvöll. En allt kom fyrir ekki og árið 1964 ákvað Walter Legge að leggja hljómsveitina niður, þar sem hann taldi starfsgrundvöll hennar brostinn, en vandalaust fyrir hljóðfæraleikarana að fá stöður við aðrar hljómsveitir. Það þarf ekki að orðlengja, að þessi ákvörðun Legge olli töluverðum úlfaþyt og ekki voru allir á einu máli um réttmæti hennar. Mörgum þótti afstaða Legge ger- ræðisleg og þótti sem vel mætti finna annan starfs- og rekstrargrundvöll. f þessum hópi voru flestir hljóðfæra- leikarar hljómsveitarinnar, sem ákváðu loks að taka málin í sínar hendur og taka að sér reksturinn undir nýju nafni. Hljómsveitin hlaut nú nafnið „The New Philharmonia Orchestra" eða Nýja fílharmoníuhljóm- sveitin og samtímis var Otto Klemperer gerður að aðal- stjórnanda hennar sem og forstjóri hennar svo lengi sem honum entist aldur til. Þegar Klemperer dró sig í hlé frá hljómsveitarstjórn árið 1971 tók Lorin Maazel við, en þegar Klemperer lézt árið 1973 varð hinn glæsilegi ungi ítalski hljómsveitar- stjóri Riccardo Muti fyrir valinu sem eftirmaður hans. Fyrsta september 1977 breytti hljómsveitin svo aftur nafni sínu yfir í hið upprunalega nafn „Philharmonia" og endurnýjaði samstarf við Carlo Maria Giulini, sem hafði verið hljómsveitinni innan handar öðru hvoru um margra ára skeið. í ágúst 1979 var stofnuð staða tónlistarstjóra hljómsveitarinnar í fyrsta sinn og var hún veitt Ricc- ardo Muti, sem einnig hlaut nafnbótina „Conductor Laureate" í lok hljómleikaársins 81/82. Árið 1980 gerð- ist prinsinn af Wales verndari hljómsveitarinnar, sem einnig hefur notið samstarfs við Simon Rattle, Andrew Davis og Vladimir Ashkenazy. Og loks var það í janúar á þessu ári, sem Giuseppe Sinopoli tók við sem aðal- stjórnandi hljómsveitarinnar. Hljómsveitin „Philharmonia“ hefur átt sér litskrúð- ugan feril og hún hefur haldið velli sem ein af allra fremstu hljómsveitum heimsins. Engin hljómsveit hef- ur gert fleiri hljóðritanir og fáar ferðazt jafnmikið eða haldið tónleika jafnvíða. Auk reglubundinna tónleika í Royal Festival Hall í Lundúnum og tónleika um allar Bretlandseyjar, þar með talin tónlistarhátíðin í Edinborg, liggur fyrir hljómsveitinni að gista Bandaríkin, Ástralíu og Evrópu á árinu 1984 og heimsækja Spán, Norðurlönd og Japan á hljómleikaárinu 1984/85. Fyrir hálfu öðru ári birtist í þýsku bílablaði grein eftir þá- verandi stjórn- anda rannsóknarsviðs Daimler-Benz, Dr. Hans J. Förster. Megininntak þessarar greinar var spá um það hvaða mynd bíla- framleiðslan muni helst taka á sig í fram- tíðinni, í samræmi við þær breyttu að- stæður sem þá verða væntanlega fyrir hendi. Hér er ætlunin að kanna hvort og að hve miklu leyti spár Dr. Försters eru farnar að rætast. í grein sinni benti Dr. Förster réttilega á að mjög ólíklegt sé að bíllinn eigi eftir að missa nokkuð af vinsældum sínum í fram- tíðinni eða honum verði rutt úr vegi af fullkomnu opinberu fólksflutningakerfi, — og því síður af reiðhjólum. Og því er ekki um annað að ræða en að gera bíla eins vel úr garði og hægt er, með áherslu á bætta umgengni við umhverfið. Samkvæmt spám, sem hafa verið gerðar á vegum þýskra umferðaryfirvalda, má gera ráð fyrir því að um næstu aldamót verði tæplega 60% alls aksturs bundin við borgarumferð. Ætla má að hið sama gildi um flest önnur Evrópulönd. Til þess að koma til móts við þær kröfur, sem gerðar verða til bíla í framtíðinni, á Dr. Förster von á því að venjuleg fjölskylda muni hafa yfir tveimur bílum að ráða, þar sem annar er hugsaður fyrir borgarumferð en hinn fyrir frítíma og ferðalög. Með borgarumferð er átt við daglegar vegalengdir innan við 50 km. Önnur ein- kenni borgarumferðar eru lítil sætanýting í bíl (1,2 persónur að meðaltali), hraði vel innan við 100 km/h og frekar takmörkuð þörf fyrir farangursrými. f samræmi við þetta gæti bíll, sem væri sérstaklega hann- aður fyrir borgarumferð haft eftirfarandi eiginleika: — yfirferð með einni orkufyllingu a.m.k. 100 km — viðbragð frá 0 upp í 100 km/h á 30 sek. — pláss fyrir tvo fullvaxna ásamt barni í einni sætaröð — heildarlengd innan við 2,50 m — breidd milli 1,50 og 1,60 m — beygjuradíus innan við 3,5 m — þyngd innan við 500 kg — stórar rennihurðir, auðveldur umgang- ur — sjálfskipting, vökvastýri og sjálfvirk bílbelti. Ferða- og frítímabíllinn yrði hins vegar stærra farartæki, skutbíll með plássi fyrir a.m.k. 6 manns eða margvíslegan útilífs- búnað, eða þá flutning. Þessi bíll yrði sennilega um 5 metrar að lengd með tiltö- lulega lágum vindstuðli og hefði auk þess 5 gíra sjálfskiptingu, fjórhjóladrif og loft- og vökvafjöðrun, sem gerir kleift að stilla hæð undir bílinn frá 18 upp í 28 senti- metra. Þá verður bíllinn einnig búinn sér- stökum mótor, sem sér um rafmagnsfram- leiðslu, upphitun og kælingu, gerist þess þörf. Einnig væri mögulegt að knýja ýmiss konar aukabúnað með þessum hjálparmót- or, s.s. tjakk, loftdælu og garðáhöld. „FRÍTÍMABÍLAR“ Orðn- IR að veruleika Nú, og hverjar eru svo horfurnar á því að áðurnefndir spádómar rætist? Jú, það virðist sem við þurfum ekki að bíða allt of lengi eftir þvi að bílaframleiðendur fari að sveigja sig inn á þær brautir, sem var lýst hér að framan. Alla vega er þegar tekið að gæta ákveðinnar tilhneigingar í þessa átt hjá nokkrum bílaframleiðendum. Bæði á það við um framúrstefnulega smábíla, sem mætti kannski kalla borgarbíla, og eins frítíma- og ferðabíla. í bílagrein, sem birt- ist í lesbókinni fyrr á þessu ári, var minnst á nýja stefnu Japana í bílaframleiðslu. Það var í sambandi við bíla, sem sameina á vissan hátt sendiferða- og fólks(flutn- inga)bíla í einum bíl. Eins konar „geim- ferjur" eins og Japanir kjósa að kalla þá, sbr. Space Wagon og Space Shuttle. Ekki er að sjá annað en að framtíðarsýn Dr. Försters sé hér lifandi komin, að minnsta kosti hvað flutningsmöguleikum og útliti viðvíkur. Ford-verksmiðjurnar þýsku hafa einnig fengist við útfærslu í anda þessarar hug- myndar. Útkoman varö eitt eintak af Ford APV (all purpose vehicle) sem við snörum lauslega í Ford allrahanda, teiknaður hjá Ghia í Torino. Ég fæ ekki betur séð, ef af myndinni skal dæma, en að þarna sé kom- inn bíll, sem gæti átt framtíð fyrir sér. Hann samræmist nokkuð vel hugmyndum manna um útlit bíla á komandi árum, hef- ur mjög lágan vindstuðul fyrir bíl af þess- ari gerð (0,33), sjö sæta en er þó byggður á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.