Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1984, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1984, Blaðsíða 3
E T.EgPáHT ImI @ U [ö] ® ® [í] E H [öl ® [D 0 ® Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthlas Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Glsli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Slmi 10100. Glerlist var til sýnis á Kjarvalsstöðum í haust, en Lesbókin kom þá ekki út og því eru þessum ágætu gripum gerð nokkur skil nú. Við höfum eignast glerlistamenn, sem hafa gert garðinn frægan í Bergvík á Kjalar- nesi: Sigrúnu og Sören, en til liðs við sig fengu þau tvo danska glerlistamenn. Yin og Yang eru tvö andstæð öfl samkvæmt kínverskri heimspeki og til eru þeir sem lifa sam- kvæmt kenningum þeirrar speki og haga t.d. mataræði sínum þar eftir. Þeirra á meðal eru Tommi og Tóta, sem Guðbrand- ur Gíslason talaði við. Forsíöan 25 höggmyndir eftir Einar Jónsson hafa verið steyptar í eir og komið fyrir í fögrum trjágarði við safnið, sem snýr út að Freyjugötu. Þar er m.a. þessi áhrifamikla mynd, Skuld, en í baksýn er Listasafn Einars Jónssonar og turninn á Hallgríms- kirkju. Ljósm./Leabók: Árni Sæberg. Fjallferðir sem á Norðurlandi heita göngur, eru að vísu liðnar, þegar þetta blað kemur út. En í tilefni þessa árlega viðburðar í sveitum er rifjaður upp dagur úr fjallferð fyrir 38 árum, þegar enn var farið með búnað og vistir á trússahestum og tveir menn fóru með 26 trússahesta úr Hvítárnesi á Hvera- velli. Þeir hrepptu aftakaveður, en komust þó á leiðarenda. GUÐMUNDUR DANlELSSON Tvö Ijóð um Homo Sapiens I. Tegundin maður Hann bjó í Neander-dal í dável gerðum helli, og hyski sínu af hörku varð hann að stjórna þar. Að kasta grjóti oggrenja, svo gæti haldið velli, var ræða hans og röksemd og réttlátt stjórnarfar. En mánnsins sonarsonum, þeim sýndist mega bæta þá aðferð gamla afa í umgengni við lýð: og byssu og sverð sér bjuggu. Ef braust út arg og þræta, þeir skutu hina og hjuggu. Svo hófst hin nýja tíð: Þeim tókst að kljúfa kjarnann og „kveikjuþráð“ að spinna og tundurskeyti að skutla. Loks skildist þeirra mál í þeirra hópi og hinna: „Ef þú á hnappinn þrýstir og þykist ætla að vinna, á örskotsstund oss öllum mun eyða hið sama bál!“ (1984) II. Menn Vér fylktum voru liði, vér hófum mikið stríð. Vér berjumst fyrir friði og frelsi um alla tíð. í morgun var messa sungin, um miðaftan soðið stál. í kvöld var svo sprengjan sprungin. Hvar sprakk hún ? — í vorri sál! — Vér létum heiminn hverfa í helvítis bál og reyk, og þú átt öskuna að erfa, ástin mín grönn og veik. Vit okkar reyndist grunnt — grunnt. Hvað — gráthljóð íbjöllunum? — Látum oss biðja: Trunt-trunt og tröllin í fjöllunum! — Halifax Nova Scotia 1945. Fróðleiksfýsn — frelsisskerðing ÆT g er ekki forvitin heldur fróðleiksfús, og á því er mikill munur. Þetta sagði kona ein, sem ég vann með sumarlangt fyrir mörgum árum, og tilefnið var, að ég hafði látið í ljós furðu á, hversu spurul hún var. Hana fýsti að vita hvaðeina, sem snerti einkahagi samstarfsfólksins og að- standenda þess. Ættir rakti hún þvers og kruss og það þótti sök sér, því að maður var alinn upp við að slíkt væri afsprengi græskulausrar fróðleiksfýsn- ar. Verra var, að hún vildi ólm komast að raun um í hvers konar híbýlum mað- ur væri alinn upp, hvað væri á borðum á jólunum og hvort einhver í fjölskyld- unni væri örvhentur, brúkaði neftóbak eða hefði likþorn. En verst af öllu var, að því betri þótti henni fróðleikurinn, sem henni fannst á einhvern hallað, og þá kjammsaði hún mest, ef fróðleiks- molarnir sem urðu á vegi hennar snertu á einhvern hátt lauslæti, gjaldþrot eða mannlegan harmleik. Ekki fór hjá því að margir hefðu horn í síðu kerlingar og teldu hana stór- hættulegan slefbera. Vafalaust hefur nokkuð verið til í því. En öðrum þræði var henni vorkunn. Trúlega hefur hún þrátt fyrir allt verið fróðleiksfús að eðl- isfari, en ekki haft tök á að mennta sig og því leiðzt út í að fá fýsn sinni svalað á þennan ógeðfellda hátt. Þótt hún væri svolítið sér á parti, munu margir hafa verið svipuðu marki brenndir hér fyrr á árum og reynt að hressa upp á fábreytni hvunndagsins með því að velta sér upp úr kjaftasögum um aðra. Þjóðfélagshættir hafa breytzt mikið og fólki býðzt betri dægrasytting en fyrri kynslóðum. Eigi að síður er hvers kyns fróðleikur um náungann ennþá þakksamlega þeginn. Slíkt hjal er iðu- lega meinlítið og getur skoðazt sem eðli- legur og jafnvel notalegur liður í mann- legum samskiptum á íslandi. En stund- um er farið rækilega út fyrir þau mörk. Ekki sízt þegar í hlut á nafntogað fólk, sem hegðar sér öðruvísi en fjöldinn. Við borð liggur að slíkt fólk sé hundelt og ofsótt með alls kyns slúðri og slefburði, sem stundum er næsta lítill fótur fyrir. Og svo er kjammsað líkt og gamla kon- an gerði fyrrum. Það er því flestum mikið kappsmál að gefa ekki höggstað á sér. Þaðan er okkur áreiðanlega komin sú landlæga árátta að snurfusa hjá okkur yfirborð hlut- anna, þannig að allt virðist slétt og fellt og samkvæmt venjulegu lífsmynstri. Ef einhver meinsemd grefur um sig í sam- búð hjóna og barna eða í sálarlífi ein- staklinga er oft meira kapp lagt á að koma henni undan augliti annarra en að leita skýringa og lausna. Og margur er sá sem reisir sér hurðarás um öxl til að standast þær kröfur, sem hann telur að almenningsálitið geri til sín. Þá er ekki alltaf spurt að leikslokum. Hugtakið frelsi ber oft á góma um þessar mundir. Fólk vill hafa frelsi til að borða gott grænmeti og kaupa áfeng- an bjór og slíkar kröfur erú eðlilegar í nútímaþjóðfélagi. En frelsi er til í öðru formi en föstu og fljótandi, og við ætt- um að hafa þokazt spottakorn frá nesja- mennsku þeirri, sem ól af sér hnýsni og stöðugan ótta við almenningsálitið og felur í sér mun meiri frelsisskerðingu en úreltir viðskiptahættir, þegar öllu er á botninn hvolft. — GUÐRÚN EGILSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. OKTÓBER 1984 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.