Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1984, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1984, Blaðsíða 2
Si afsKektii elárdalur í Ketildala- hreppi í Arnarfirði telst | ekki beint í alfaraleið; fáir hafa komið þangað í afskektina, en þeim mun fleiri þekkja staðinn af afspurn og myndum, bæði í sjónvarpi og blöðum. Þar skal fyrst frægan nefna Gísla í Uppsölum, sem varð þjóðfrægur maður í einni svipan eftir sjónvarpsþátt. í annan stað hefur kempan Hannibal Valdemarsson gert garðinn frægan; hann bjó þar og lýsti Selárdal eftirminnilega í stikluþætti Ómars Ragnarsson- ar. Sá þriðji og sá sem hér verður lítillega minnst, sr Samúel Jónsson, bóndi og listamaður, sem látið hefur eftir sig sérstæð- ar minjar í Selárdal. Samúels er minnst núna vegna þess að hann hefði orðið 100 ára í sept., en hann lézt 1969. Hann var af vestfirzk- um úppruna, en af búskap hans fara litlar sögur; hann bjó þó víðar en í Selárdal og eignaðist þrjú börn með ráðskonu sinni, sem öll dóu í æsku. Hugur Sam- úels hefur ugglaust staðið til nefndin vildi ekki láta hana í Selárdalskirkju. Kirkjan er með laukturni og útskotum og mun Samúel að mestu hafa lokið við hana, en það ótrúlegasta er, að Samúel bar alla mölina sem þurfti í steypuna á bakinu neðan úr fjöru. Hann virðist hafa verið tilbúinn til að leggja á sig ýtr- asta erfiði til þess að koma alt- aristöflunni sinni í verðugt hús og það hefur verið stór stund, þegar hann festi upp myndina í kórnum. En óupphitað hús er ekki hentugt til geymslu á mál- verki og svo fór, að myndin lá undir skemmdum. Það var verk Hannibals Valdemarssonar að bjarga henni og koma henni í varðveizlu á Listasafn ASf. Þar er nú einnig varðveittur hluti af líkani því, sem Samúel smiðaði af Péturskirkjunni í Róm; einnig það hafði skemmst. Hann gerði fleiri líkön, m.a. af austurlenzku musteri og þessum likönum svo og málverkum sín- um ætlaði hann stað í sérstöku tveggja hæða steinhúsi, sem hann byggði við hliðina á kirkj- unni — og hafði sama hátt á: Samúel Jónsson í Selirdal. Ljósm. Hannea Pilaaon. Ustamaður Bar mölina á sjálfum sér neðan úr fjöru. Eins og sjá má af myndinni hefur þetta verið allstórt hús og varla nokkur von að bóndinn í Selárdal hefði bolmagn til að fjármagna slíkar framkvæmdir einsamall. Svalir, sem áttu að vera utanmeð húsinu, eru rétt á byrjunarstigi og allt ytra útlitið ber þess vott, að Samúel hafi hvorki enzt fjármunir né ævi- dagar til að ljúka verkinu. í fáum orðum sagt: Verk Sam- úels í Selárdal eru talandi tákn um mann, sem reynir það ómögulega eins og ekkert sé sjálfsagðara, og það á einhverju afskekktasta byggðu bóli, sem fundið verður á landinu. Einn af vinum og aðdáendum Samúels á Vestfjörðum, Jón Kr. Ólafsson á Bíldudal, hefur beitt sér fyrir því að Samúel verði reistur veglegur minnisvarði úr stuðlabergi á leiði hans í Selár- dalskirkjugarði. Hefur Jón að eigin frumkvæði gefið út lit- prentað kort með málverki af Samúel og verkum hans í Sel- árdal til að kosta minnisvarð- ann, en áður hafði Jón beitt sér fyrir minnisvarða um Mugg á Bíldudal með miklum dugnaði. Verður víst að teljast fátítt að menn kosti til verulegum tíma og fjármunum til að halda á lofti minningu genginna listamanna á sínum heimaslóðum sem Jón Kr. Ólafsson. En Vestfirðingar þurfa að taka á með Jóni í þá veru að halda minningu Samúels í Sel- árdal lifandi. Það yrði bezt gert með bamshjarta 100 ára minning Samúels í Selárdal Það sem eftir stendur af rerkum Samúels í Selárdal. Kirkjan til bægri og listasafnið til vinstri. Allt steypuefni bar hann i sjilfum sér neðan úr fjöru. Líkan af Péturskirkjunni eftir Samúel. annars en búskapar; hann hlýtur að teljast sígilt dæmi um al- þýðulistamann, sem átti sér draum. Sú saga var ágætlega sögð í Lesbókinni fyrir 8 árum, — það gerði raunar Hannibal Valdemarsson, sem minntist þessa nágranna síns frá Selár- dalsárunum og nefndi hann þar „Listamann með barnshjarta". Eins og margir góðir lista- menn hafði Samúel varðveitt barnið í sjálfum sér, — og til voru þeir sem afgreiddu alla listræna viðleitni Selárdals- bóndans sem barnaskap, meira að segja hlægilegan barnaskap. Samúel fékkst við málverk og hefur m.a. látið eftir sig altaris- töflu, sem nú er varðveitt í Listasafni ASÍ og var hún á Kirkjulistarsýningunni á Kjar- valsstöðum 1983. Hún sver sig í ætt við sambærileg verk annarra alþýðulistamanna, sem ráðast á garðinn, þar sem hann er óneit- anlega nokkuð hár. En það er þó öllu fremur það sem Samúel hefur látið eftir sig í Selárdal, sem vekur bæði undr- un og aðdáun. Þar er draumur Selárdalsbóndans, að hluta í steinsteypu, en því miður að hluta í öðrum forgengilegri efn- um. Þar er m.a. eftirmynd Sam- úels af ljónagarðinum í Al- hambra á Spáni — allt úr steinsteypu en því miður niður- brotið og nálega ónýtt. Einnig kirkja, sem Samúel byggði utan um altaristöfluna, þegar sóknar- Minningarsteinn um listamann- inn, sem Jón Kr. Ólafsson hefur látið gera i leiðið í Selárdals- kirkjugarði. með því að viðhalda sjálfu minn- ismerkinu um drauminn: Kirkj- unni, listasafninu og ljónagarð- inum. Kannski mætti þá láta þann draum Samúels rætast, að verk hans yrðu til frambúðar á þessum stað. Eitt sinn hélt Sam- úel málverkasýningu á Bíldudal; lengra út í heiminn hætti hann sér ekki til þeirra hluta. Vest- firðingar ættu að safna þessum myndum saman í listasafnið í Selárdal — og ef til vill ein- hverju öðru, sem verðugt væri að varðveita — og sjá sóma sinn í því að fullgera og halda við því, sem Samúel Jónsson dreymdi um og reyndi að koma á fót. Það ætti varla að standa í heilum landsfjórðungi. Gísli Sigurðsson 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.