Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1984, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1984, Blaðsíða 13
Einn sem leynir á sér Eins og sakir standa hér á landi, er fyrst og fremst sala í öllum smærri bílum, bæði hreinræktuðum smábílum og bílum í smærri millistærðar- flokki. Þarna er um mikið úrval að ræða í verðflokki.sem nær frá 200 þúsundum uppí 350. að sjálfsögðu væri ósanngjarnt að bera þá ódýrustu í þessum flokki saman við þá dýrustu enda verð- ur það ekki gert hér. En það er hinsvegar fróðlegt til saman- burðar, hvernig góður Evrópu- bíll í þessum flokki stendur sig á móti góðum japönskum. Fyrir valinu hefur orðið Peug- eot 205 GR, 3,70 m á lengd, 5dyra, með framhjóladrifi, 1360 rúmsm. vél og 5 gíra. Hann kost- ar nú í þessum búningi 350 þús- und, en grundvallargerðin er hinsvegar með 1100 rúmsm vél, 4 gíra og kostar 317 þúsund. Þetta er snyrtilega teiknaður bíll að utan og innan, en verður naumast til að vekja sérstaka at- hygli útlitsins vegna. Segja má að það sé mjög hefðbundið, mið- að við aðra bíla í svipuðum stærðarflokki. Sætin eru fremur mjúk að hætti Fransmanna og hlýlegt og mjúkt áklæði á þeim. Það fer vel um ökumann undir stýri og öll stjórntæki eru óaðfinnanleg, en þessi sameiginlegi evrópski galli er samt á gírskiptingunni: Hún er loðmuskuleg og fremur ónákvæm og í rauninni það eina við þennan bíl, sem í fljótu bragði væri hægt að segja að mætti standa til bóta. Þessi 1360 rúmsm. 60 hestafla vél er mjög lífleg og platar mann dálítið. Viðbragðið í 100 km hraða er 14,8 sek. samkvæmt svissnesku bílabókinni, en virð- ist vera mun betra. Þessi bíll er fremur hvetjandi til hraðaksturs vegna þess hve skemmtilegur hann er í akstri og það út af fyrir sig segir heilmikið. Ég tel verulega hættu á, að maður sem kann að meta góða aksturseig- inleika, yrði æði oft yfir lögleg- um mörkum í akstri. Samt eru tvær aðrar gerðir af Peugeot 205, sem eru mun snarpari: Önn- ur auðkennd með GT og með 11,6 sek. viðbragð og 170 km há- markshraða, — hin auðkennd með GTI og nálgast að vera al- vöru sportbíll með 190 km há- markshraða og viðbragðið í hundraðið en 9,5 sek. Sá bíll — ugglaust eitthvað endurbættur að auki — hefur staðið sig frá- bærlega í rallakstri og Finnarnir sem unnu 1000 vatna rallið í Peugeot 205 er frem- ur stór smábíll og lætur ekki mikið yfir sér í útliti, en gleður ökumanninn þeim mun meira meö fram- úrskarandi ökuhæfni Finnlandi, óku einmitt einum slíkum. Á þeim sem hér um ræðir og auðkenndur er með GR væri hægt að komast býsna greitt á hlykkjóttum malarvegi, því hann liggur vel og fjöðrunin er mjúk og góð eins og ævinlega í frönskum bílum, sem hafa nú orðið yfirburði að þessu leyti, þegar á heildina er litið. Og ekki ætti eyðslan að fæla neinn frá Peugeot 205. Samkvæmt Revue Automobile er hún frá 4,6 uppí 6,9 lítra á hundraðið. Það er auð- vitað miðað við sparakstur og segir sig sjálft, að eyðslan er eitthvað meiri, þegar bílnum er beitt þannig, að skemmtilegt sé að aka honum. Þess má geta, að Peugeot 205 er fáanlegur með dísilvél. Mér finnst verðið full hátt miðað við stærð, en því til rétt- lætingar má segja að í þessum flokki sé naumast hægt að benda á skemmtilegri bíl í akstri. Því er ekki að neita, að Japanir bjóða sambærilegar stærðir fyrir um 300 þúsund og til þess að finna muninn, ef einhver væri, prófaði ég samtímis Honda Civic 1300 sem ég tel bezt leyst- an allra japanskra bíla í þessum flokki. Hondan er 10 sm lengri, en 6 sm breiðari og kostar 40 þús. minna. Peugeot er fimm dyra, en Hondan þriggja. í akstri eru þeir svo líkir, að með ólíkindum er, enda vélin jafn stór. Gírskiptingin á Hondunni ber af, en fjöðrunin á Peugeot er mun betri og sömuleiðis sætin. Það er þó fyrst og fremst í hönn- un, sem Honda hefur yfirburði og hefur enda vakið heimsat- hygli fyrir frumlegt og listrænt útlit. Hondan er líka rúmbetri að innan og með betur teiknað mælaborð, en það er í sjálfum akstrinum — helzt á misjöfnum vegi — að hvorki Honda né neinn annar bíll í þessum verð- flokki kemst framúr Peugeot 205. Gísli Sigurðsson V Svo orti Staðarhóls-Páll, vísan er og til í breyttri mynd og öðrum eignuð. Ýtar sigla austur um sjó öldujónum káta. Skipiö er nýtt en skerið hró, skal því undan láta. Sigurður Breiðfjörð átti erfiða daga, bjó við mikla fátækt og dó í Reykjavík, sumir segja úr ófeiti og drykkjuskap. Hann var samt eitthvert vinsælasta skáld meðal alþýðu um sína daga, höfðingjar létu hann stundum yrkja fyrir sig rímnabálka og héldu hann þá vel á meðan. Hér yrkir hann um sín illu örlög og gefur um leið öðrum góð ráð: r I Lát ei kúgast þanka þinn, þá er efnin vandast. Þú skalt fljúga á forlögin, fella þau og standast. Þessi er líka eftir Sigurð: Aö lifa kátur líst mér máti bestur, þó að bjáti eitthvað á, aö því hlátur gera má. Alvarlegri er þessi: Oss mun yfir augnabrá, æðri birta skína, sem enginn heyrði og enginn sá, en allir skuggar dvína. Einu sinni á ævinni hittust þeir Sigurður og Bólu-Hjálmar. s Þeir ræddust við eina kvöld- stund og langt fram á nótt, vel fór á með þeim. Bólu-Hjálmar fylgdi Sigurði á leið um morgun- inn. Þeir komu að á og skildu þar leiðir. Sigurður mælti þá: Sú er bónin eftir ein, ei skal henni leyna: Ofan yfir Breiðfjörðs bein breið þú stöku eina. Bólu-Hjálmar svaraði all- strákslega: Ef ég stend á eyri vaðs ofar fjörs á línu, skal ég kögglum kaplataðs kasta að leiði þínu. u En þegar gamla skáldið frá Bólu frétti að Sigurður væri all- ur, orti hann nokkrar fallegar vísur. Hér koma nokkrar þeirra: Breiðfjörðs farin fet upp tína framhjá sneiða þvert ég vil. Hver hann var, það verkin sýna, vitni leiða þarf ei til. Held ég vera óðs í önnum — um það beri verðug drótt — Breiðfjörð hér með mestum mönnum að mælsku, fjeri og sálarþrótt. Breiðfirðingur allan aldur angurboða þoldi megn, heiðnyrðingur heimsins kaldur, hamingjuvoðum stóð í gegn. R Breiðfirðingur móð ei misti, menntuð sálin þrek sitt bar, neyðgirðingur hlut þó hristi hans í skálum fátæktar. Breiðfirðingur kraft með Kristi klauf fyrir stafni öldur kífs, leiðbyrðingur Rán svo risti rétt í hafnir betra lífs. Ljóðið þannig lending hæfi, látins beði frá svo sný, — hefi ég manninn alls um ævi eitt sinn séðan ferðum í. Moldum ofar minning krýni manninn sofin nás í rann, vit þó dofið verðung týni, verkin lofi meistarann. J.G.J. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. OKTÓBER 1984 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.