Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1984, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1984, Blaðsíða 5
Öflin tvö: Yin og Yang Ikínverskri heimspeki og trúarbrögðum er talað um öflin tvö yin og yang. Yin einkennir það sem dökkt er, neikvætt og kvenlegt, en Yang það sem er jákvætt, ljóst og karlmannlegt. Samkvæmt þess- ari heimspeki hefur samspil þessara afla áhrif á örlög lifandi vera og hluta. Þeir sem neyta langlífisfæðu (macrobiotic diet) taka margir mjög mið af þessum öflum, enda hægt að flokka flest undir annaðhvort yin eða yang. Eftirfarandi hefur yin-eiginleika: myrkur, kuldi, vatn, raki, mýkt, mót- tækilegur, þiggjandi, grænmeti, blár, grænn, purpurarauður, sætur, súr, kryddaður, léttur, vex að sumarlagi, útþenjandi, stór. Yang-eiginleikar eru m.a.: Ljós, hiti, þurr, harður, gerandi, skapandi, dýr, gulur, rauður, appelsínugulur, saltur, bitur, vex að vetrarlagi, smár, dregst saman, þungur. Af þessu má sjá að kalda loftslagið á íslandi er yin, og þar sem stefnt er að jafnvægi í þessari lífsspeki er best að neyta þess sem hefur eiginleika yang svo sem kornmetis og fisks, gulróta, og rótargrænmetis yfirleitt. Hér kennir margra grasa: Tóta rið afgreiðslu í búðinni Fríðu frænku. Frá teppasýningu, sem Tóta héit í Nýlistasafninu. Fróðleiksmolar af borði langlífinga Of mikil saltneysla hefur í för með sér harðlífi og sársauka. Sömu sögu er að segja um ofneyslu vökva. Heilsuhraustur maður er mjög viðkvæmur. í Bandaríkjun- um kitlar aðeins einn af hverjum tíu. Hefðbundin kveðja Japana er að hneigja sig eins og gras á akri. Á Vesturlöndum tökumst við í hendur: Við erum kjötaétur. Kjötætur eru útskeifar, þeir sem lifa á jurtafæði innskeifir. Mikið sælgætisát deyfir kynhvötina. Allir vöðvar líkamans taka þátt í að tyggja. Tyggðu mat þinn vel, mjög vel, og þú munt njóta himnaríkis á jörðu. Kjötætur verða nærsýnar, en ávaxta- og grænmetisætur fjærsýnar. Borðið ferskan lífrænan mat, en ekki dósamat, litaðan mat eða mat sem er efnabættur. Best er að borða þann mat sem vex í sama loftslagi og þú býrð í sjálfur. Drekkið ekki kaffi, pakkate, gosdrykki. Drekkið ekki með mat, heldur í smásopum að máltíð lokinni. lifa því, ég sá engan tilgang í lífinu nema helst hjá gömlu fólki, og ég hafði ekki þá frekar en nú áhuga á því að safna sófasett- um. Ég bað til Guðs að eiginmaður minn yrði ekki sjómaður. Það var fyrst í öræfa- sveitinni, en þar var ég í sveit nokkur sum- ur, að ég kynntist fólki sem var eðlilegt í sínu umhverfi, en það var meira en hægt var að segja um Siglfirðinga. Svo kynntist ég Tomma 1 Menntaskólanum á Akureyri — fyrst fannst mér hann bölvaður mont- hani sem ég vildi ekkert með hafa að gera ... en svo kom Jonni í heiminn og nokkr- um árum síðar vorum við búin að kaupa okkur litla íbúð við Vitastíginn í Reykja- vík. Tvö börn eiginlega með barn upp á arminn og meðan Tommi var að ákveða hvað hann vildi gera við líf sitt, fann ég að við vorum að festast í brauðstritinu og ég hafði aldrei ætlað mér að kafna í því svo mikið var ég fegin þegar við fórum til Englands að læra. Við tókum Jonna með okkur og á Englandi fæddist Rut. Þá var stundum þröngt í búi hjá smáfuglunum í útlandinu, kjötið dýrt, og fiskurinn dýrari en kjötið, en hins vegar ágætis grænmet- ismarkaður í Leichester þar sem við vor- um. — Eruð þið þá einfaldlega grænmetisæt- ur? Tommi: Nei, við borðum langlífisfæðu (Macrobiotic diet). Sumir hafa litið þessa fæðu hornauga og talið hana stundartísku- fyrirbrigði sem hippar fluttu til Vestur- landa frá Japan, en sannleikurinn er sá að maðurinn hefur neytt þessarar fæðu í ár- þúsundir í öllum álfum heims. Einkunnar- orð þessarar fæðu er jafnvægi. Kornmeti er undirstaða hennar og síðan þær afurðir náttúrunnar sem vaxa og dafna óspilltar í næsta umhverfi manns hverju sinni. Það má kalla þá sem neyta þessarar fæðu lang- lífinga. Langlífingur er sá sem leitast við að skynja bæði hvernig líkami hans starf- ar og lífrænt umhverfi sitt og öðlast þann- ig sátt við veröldina. Vegna þess að fæðan sem hann neytir á mestan þátt í því hver hann er, neytir hann langlífisfæðu til að ná jafnvægi í lífi sínu og til að njóta hvers- dagslegra atburða betur. Sá sem fyrstur kynnti langlífisfæðu fyrir Vesturlandabúum Georges Ohsawa. Þegar hann var á táningsaldri tjáðu vest- rænir læknar honum að hann ætti aðeins fáeina mánuði eftir ólifaða vegna berkla á háu stigi og blæðandi magasárs. Honum þótti illt að una þessum úrskurði, sökkti sér niður í ævafornar austurlenskar lækn- ingabækur og kynntist þar lögmálum yin og yang um sameiningu andstæðna og læknaði sjálfan sig á skömmum tíma. Georges dó 74 ára árið 1965 og var þá orðinn víðfrægur sem helsti talsmaður langlífisfæðu. Nú eru reknir langlífismat- sölustaðir víða um veröld, og ganga vel. — Var Á NÆSTU GRÖSUM, sem þið rák- uð, ekki slíkur staður? Tóta: Jú, en rekstrargrundvöllurinn var ekki fyrir hendi. Svona matreiðsla má aldrei verða færibandavinna. Við sem að þessu stóðum, bökuðum okkar eigin brauð og ætluðum okkur að hafa fyrsta flokks rétti — því ekki má kasta höndunum til neins í þessari matreiðslu. En dæmið gekk ekki upp í þetta sinn. Tommi: Það hefur ekki verið okkur minni skóli að iðka þetta mataræði en mitt háskólanám í Bretlandi var mér. Þó eru þetta alls engin trúarbrögð heldur sveigj- anlegur lífsstíll. Hér gilda engin boð eða bönn, menn geta lagt sér það til munns sem þeir vilja en þeir verða að gera sér grein fyrir því hvaða orka það er sem held- ur manni gangandi, og hvaða fæði það er sem hefur jákvæð áhrif á heill líkama og sálar. Eins og kom fram áðan er vitundin um jafnvægi í náttúrunni grundvöllurinn að hugsun langlífinga. Þegar maður er far- inn að skynja samspil yin og yang í sjálf- um sér og fæðu sinni fer maður að sjá þetta jafnvægi allstaðar í kringum sig í hringrás náttúrunnar. Þetta jafnvægi lík- ama og sálar gerir það að verkum að mað- ur verður fær um að horfast í augu við hvað sem er án þess að láta það raska ró sinni. Ég tala nú ekki um hvað þetta hefur haft góð áhrif á fjölskyldulífið, ekki síst börnin, en Rut og Ári, þau tvö yngstu, eru alin upp á svona fæðu frá því að þau fædd- ust. — Hvaða mat eiga þá íslendingar að borða til að ná þessari ró hugans? Tóta: Við þurfum að borða eftir árstíð- um. Undirstaðan i okkar mat eru hýðis- hrísgrjón allan ársins hring, en svo borð- um við fisk og grænmeti bæði ferskt á sumrin og haustin og þurrkað á veturna. Við borðum lífræna fæðu, en borðum ekki mikið af kælandi vatnsmiklum mat eins og ávöxtum. Þeir henta betur þeim sem búa á hlýrri svæðum jarðar, enda vaxa þeir þar. ísland gefur af sér feikinóg af afurðum sem eru hollar og hæfa okkur vel. Þrjár uppskriftir frá Tomma og Tótu Tftl * 1 Blomkals- súpa fyrir 8 2 litlar gulrætur 1 laukur 1 kg blómkál Vi bolli heilhveiti 2 matsk. kornolía fyrir hveiti. 1 matsk. kornolía fyrir grænmetið 1 lítri sjóðandi Vatn Steikið laukinn fyrst á pönnu og síðan grænmetið við háan hita. Hrærið í á meðan. Ristið hveitið í feitinni þar til það er gullið. Setjið grænmetið út í sjóðandi vatnið og síðan hveitið og eldið í einn klukkutíma yfir mjög lágum hita. Sumarsalat 3 litlir laukar 2 stangir sellerí 2 stórar gulrætur 5 hvítkálsblöð 1 næpa eða rófa 2 epli 1 egg 250 grömm af fínt söxuðum fíflablöðum 4 stór salatblöð skreytið salatið með spírum Sósan 5 matsk. ólífuolía 3 tsk. hafsalt safí úr einni appelsínu Saxið laukana og selleríið smátt, skerið gulræturnar fínt niður og gufusjóðið i 2 mínútur. Skerið næpuna í smáa bita og stráið salti yfir. Látið hana liggja í 10 mínútur og þurrkið siðan. Skerið eplin í þunnar sneiðar og saltið lítillega. Harðsjóðið eggið. Blandið olíuna með saltinu og safanum úr appelsínunni. Öllu grænmetinu er nú blandað saman og það skreytt með blaðsalatinu, eplinu og spírunum. Þetta er heil máltíð fyrir fjóra. Tempura Djúpsteikt grænmeti, fiskur og skelfiskur Deigið 1 bolli heilhveiti 1 V* bolli vatn XA tsk. salt 1 egg (má sleppa) Fiskinn og grænmetið má setja í plast- poka og hrista með deiginu svo það festist á. Feitin er hituð og fískurinn og græn- metið sett í. Steikið stutt og borðið strax. Ljúffengt með nýsoðnu grænmeti. Eftirréttur 1 epli á mann Skerið toppinn af eplinu og kjarnann burt. Fyllið með rúsínum. Bætið ögn af kanel við og tamari (sojasósa sem fæst í Kornmarkaðnum) og bakið við lágan hita í 1 Vfe tíma. (Má vera 4 tíma). Berið fram með ögn af þeyttum rjóma. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 27. OKTÖBER 1984 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.