Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1984, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1984, Blaðsíða 3
E F iggpánr ImI @ ® [®] [m! ® [1] E ® @ ® Œl ® ® Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthlas Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Glsli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Slml 10100. Forsíðan Roðnar í rót, olíumálverk eftir Braga Hannesson frá 1983 og var á sýningu hans í Norræna húsinu í haust. Sjá einnig samtal við Braga í tilefni sýningar hans. Haustljóð eru til eftir flest íslenzk skáld. Lesbókin stendur að samantekt um þetta efni og birtist fyrri hluti í síðasta blaði, en hér í síðari hluta eru tínd til nokkur haustljóð eftir þá Jón óskar, Kristján frá Djúpalæk, Matthías Johannessen, Hannes Pétursson, Snorra Hjartar- son og Ólaf Jóhann Sigurðsson. Lífsgleði er ekki aðeins ákaflega skemmti- legt fyrirbæri, heldur er hún bezta meðalið, eða með öðrum orðum: Versti óvinur sjúkdómanna. Það er svo annað mál, hvort skilyrði fyrir lífsgleði hafi batnað með aukinni velsæld. Morð héldu menn að hefði verið framið og var kallað á lögreglu, þegar lík með snöru um hálsinn var dregið uppúr mýri í Danmörku — og morð hafði það að vísu verið, — en fyrir 2000 árum. Síðan hafa mörg lík verið dregin uppúr mýrarfenj- um og er talið að þessu fólki hafi verið fórnað. JAROSLAV SEIFERT: Söngurinn um spegilinn Jóhann Hjálmarsson þýddi Ég brýni þig — syngdu! Um hvað? Um það sem þú vilt syngja, eins og þig lystir! En láttu nú loks verða af því. Kannski um kvöldið og lampann eða blævænginn. Og getirðu ekki haldið aftur af þér syngdu þá um ást. Að lokum um dauðann, um stundina þegar hann réttir öllum svartan spegil. En láttu nú sönginn hljóma! En íguðanna bænum ruglaðu ekki saman. Kvöldi og lampa, ást og blævæng, spegli og dauða. Á kvöldin kemur ástin, það veistu, hún ber á dyr, gengur inn, skrúfar niður í lampanum og síðan er öll nóttin full af henni. í kveðjuskyni hvíslar hún bak við blævænginn: kannski — Dauðinn kemur í dögun. Hann er í speglinum sem nóttin réttir þér. Það verður svo hljótt, þú heyrir aðeins þinn eigin andardrátt og þegar þú horfir varnarlaus í spegilinn segir dauðinn: kannski — Tékkneska skáldiö Jaroslav Seifert (f. 1901) hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels 1984. Hornsteinar þjóðfélagsins að mun hafa verið árið 1940, sem leikskóli tók til starfa að Tjarnargötu 33 hér í borg og nefndur Tjarnarborg. Lengst af þessum 44 árum hefi ég verið andbýlingur barn- anna og haft gott tækifæri til þess að fylgjast með þeim, sem í leikskólanum dvelja svo og foreldrum þeirra, þegar þau fylgja börnum sínum þangað og sækja þau aftur að leiktíma loknum. Flestar mæð- urnar koma börnum sínum á leikskóla þennan til þess að geta unnið úti hálfan daginn. Reykjavíkurborg greiðir 42,5% af dval- arkostnaði barnanna á leikskólanum, en foreldrarnir 57,5%. Á síðari tímum í stækkandi borg á öld bifreiðarinnar þurfa foreldrarnir oft á tíð- um að eiga bifreið til þess að koma barn- inu á leikskólann og sækja það, þótt reiðhjólið sjáist nú æ oftar. Bifreiðakostn- aðinn mætti í mörgum tilfellum spara. Þegar reikningsdæmið er gert upp er ég hræddur um að í sumum tilfellum verði útkoman neikvæð bæði fyrir viðkomandi foreldra svo og þjóðfélagið í heild. Vel stæðir foreldrar eiga tvímælalaust að greiða fullt leikskólagjald. Til er fjöldi ein- stæðra og efnalítilla foreldra, sem verður að koma börnum sínum á leikskóla til þess að geta unnið fyrir fjölskyldunni. Þá hópa er sjálfsagt að styðja eftir megni. Skiljan- legt er það þó, að konur, sem aflað hafa sér staðgóðrar menntunar í löngu og ströngu námi, vilji nýta þekkingu sína á vinnu- markaðinum og er það vel. Einnig er ein- birnum nauðsynlegt að fá félagsskap á leikskólum. En til er fjöldi mæðra í góðum efnum, vel giftar, sem koma börnum sín- um á leikskóla af þeirri ástæðu einni, að þeim finnst skrifstofan skemmtilegri vinnustaður en heimili. Þar er farið inn á varhugaverða braut. Þrýstihóparnir þvinga stöðugt fram fleiri og fleiri leik- skóla og er ólíklegt að lát verði á því í bili. Þegar börn hafa náð sex ára aldri og leikskólatíma lýkur, tekur grunnskólinn við. Þá vandast málið fyrir foreldrana. Eitthvað mun vera um skóladagheimili, er börnin geta dvalið á frá því að skólatíma lýkur á daginn, en miklu algengara mun vera dagmömmukerfið eða þá hin hvim- leiða aðferð að hengja lykil að útidyra- hurðinni um háls barnsins. Hin svo nefndu lyklabörn. Þau koma að tómu húsi eftir skólatímann, foreldrarnir báðir að vinna úti, en gamla fólkið í fjölskyldunni komið á elliheimili. í besta falli eiga Tommi og Jenni að hafa ofan af fyrir börnunum í myndbandatækinu. Getur þetta talist þroskavænlegt uppeldi? Ekki verður horfið aftur til hinna gömlu samfélagshátta, þar sem húsbóndinn sá einn um að vinna fyrir fjölskyldunni, en húsmóðirin var jafnan til taks á heimilinu að sinna börnum, matseld og þjónustu- brögðum. Afinn og amman höfðu gjarnan horn í baðstofunni fyrir sig og þangað gat barnið jafnan leitað, ef eitthvað það bját- aði á, sem foreldrarnir máttu ekki vera að að sinna. Nú er kappkostað að koma gömlu fólki á elliheimilin sem fyrst og komast færri að en vilja. Alls staöar langir biðlistar. Vissu- lega er margt gamalt fólk svo veikt og Iasburða, að það á ekki heima annars stað- ar en á elliheimilum og sjúkradeildum þar. En væri ekki rétt að stefna að því að eyða kynslóðabilinu, gefa gamla fólkinu tækifæri til þess að dvelja sem lengst á heimilum afkomenda sinna. Þá gæti gamla fólkið í fjölskyldunni litið til með afkom- endum sínum í stað Tomma og Jenna. Það yrðu örugglega góð skipti. Kunningjahjón mín á ellilífeyrisaldri voru nýlega á ferð í Kína. Þau höfðu konu eina sem einkatúlk. Eftir nokkurra daga kynni segir túlkurinn: „Hvað eruð þið ann- ars að þvælast hér hinum megin á hnettin- um, þið ættuð að vera heima á íslandi að passa afkomendur ykkar. Það gerir gamla fólkið hjá okkur." I hinum óhugnanlegu glæpamálum, sem tröllriðu þjóðlífinu hér á landi fyrir nokkr- um árum, var til kvaddur rannsóknarlög- reglumaður frá Vestur-Þýskalandi, Karl Schutz að nafni. Hann leysti þessi flóknu mál á skömmum tíma og vakti hér mikla athygli. Það sem mér er minnisstæðast úr blaðaviðtölum við mann þennan var þetta: Sá hættulegasti úr þessum afbrotamanna- hópi hafði aldrei notið hlýju í barnæsku sinni, því varð hann svo stórhættulegur umhverfi sínu. Þessu skulum við gefa gaum áður en það er um seinan. Hefur hinn mikli fjöldi fíkniefnaneytenda og ógæfufólks hér á landi lent á þeim glötun- arstígum vegna þess að þeim var eigi sýnd- ur nægur kærleiki í æsku? Hvað segir ekki Páll postuli: „Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, yrði ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla." (Kor. 13.1) Heimilið verður að fá sinn forna sess á ný, því það er hornsteinn þjóð- félagsins. LEIFUR SVEINSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. NÓVEMBER 1984 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.