Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1984, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1984, Blaðsíða 7
rúm, sem ævinlega varð í kringum göngur og réttir og eftir situr sérstaklega eitt nafn, sem bar með sér dulúð, jafnvel ótta, því það tengdist sögum af mögnuðum draugagangi. Þetta rifjar Hannes upp í Heimkynnum við sjó: Eitt haust þegar gránuðu hliðar niður til miðs frá engjum sló kuli og karlarnir bjuggust í göngur þá nam ég orð aðkomustrákur í sveit — leitarmannaorð úr ómdjúpum bassa: Bugakofi. Þar komu þeir ávallt oggistu kátir og hreifír áður harkan tæki við. Bugakofi: Rökkur. Brennivín. Móðir hestar. Torfveggjalykt og lykt af hnökkum og snærum. Bögur. Kvæðalög. Kólnandi haust yfir. En Hannesi fer líkt og fleirum; hann fílósóferar um haustið, maður á miðjum aldri, — sér í því „dauðans óvissa tíma" svo vitnað sé í Hallgrím: Haust. Oggarðflatir grænar við sjóinn fram. En reyniviðarhríslur rauðar, ígulu Ijósi. Samtímis deyja ekki sumarsins grös og lauf. Allt deyr að eigin hætti Allt deyr en óviss er dauðans tími. Dauðinn er regla sem reglur ná ekki til. Kristján frá Djúpalæk sér „depurð og angur í auga“, þegar Hágangar hvítna og þá er að hverfa inn á við til hinna andlegu verðmæta í sögnum, hljómi og brag; það er þó huggun harmi gegn, þegar sólin er í hálfa stöng. Svo segir Kristján í ljóði sínu Ilaustþankar: ínótt urðu Hágangar hvítir, oggránað er hálendið niður í sveit. Og féð, sem er runnið af fjalli í morgun, um fjöruna dreifíst á beit. Nú engið er slegið og áin í steinum og elftingin sölnuð í túnsins fít. En stormurinn dúnmjúkri fífunni feykir, og fjallshlíðin skiptir um lit Það hljóðnar sem óðast íhjörtum og runni sú harpa, er sumarið sló, ogsjá má nú depurð og angur í auga, sem áður af fögnuði hló. En vissa um það gæti verið oss styrkur, er vetrarins hrammur að dyrum knýr, að vorið á heimfúsan væng einsog lóan og veit hvar þessi elskhugi býr. En senn verður úrræði sefans að flýja til sagna, til hljóma og brags, því brátt tekur nótt við af nóttu, án fylgdar hins norræna elskaða dags. Því sumarið heldur með haust í blóði til hafs sínum kugg, gegnum veður ströng, með septembermánann við sigluhúna og sólina í hálfa stöng. Mér virðist Snorri Hjartarson hafa oftar gert haustið að yrkisefni en nokkurt annað skáld og í síðustu bók sinni undirstrikar hann raunar með nafni hennar, hvað hon- um er þessi árstíð hugleikin: Hauströkkrið yfir mér. Áður hafði Snorri fyllt þann flokk skálda, sem gaumgæfa litina, líkt og væru þeir að lýsa málverki. Þar er enginn tregi — aðeins gleði yfir fagur-fjöllitum haust- degi — og heitir Á Gnitaheiði: Sá ég ei fyrr svo fagur- fjöllitan dag, nýr snjór í grænu grasi; rauð og gul lauf í snjónum, fellið ris úr ryðbrúnum trjánum mjall- rekið og blátt, stál- gljátt og silfurhvítt: söng-rún á sverð-tungu. Myrknættið skríður úr höll hins glóðrauða gulls. Hver gengur til vígs í slóð þess? dagur, ó líf. Af svipuðum toga og án trega er annað haustljóð Snorra: í dag er hlíðin hélugrá og rauð þvi haustið kom í nótt, égsá það koma vestan vatn igegnum svefninn; vatnið er hemað þar sem slóð þess lá. Hér er skáldinu jafn fagnaðarríkt að skoða fegurð haustdaganna og annarra árstíða. En Snorri á til marga strengi um haustið og sumir eru ekki eins fagnaðar- ríkir. Svo yrkir hann í ljóðinu Að haust- nóttum: Nú er nakin hver grein, nú bíður jörð vetrar, hríð í hnjúka og skor helrúnir letrar. Rökkvar af rauðri nótt, ráðvillt og þreytt hjarta hniprar sig hrakinn fugl við hamra svarta. Lítur ekki sem áður unga né blóm gróa handan við myrkur og hregg, handan viö sýlda skóga. Enn á eftir að sortna; nú er það ekki lengur fagur-fjöllitur dagur, heldur kuld- ans myrka vald, sem allt gengur í haginn. Ljóðið ber yfirskriftina Haustið er komið. Haustið er komið handan yfir sæinn, hvarmaljós blárrar nætur dökkna af kvíða og þungar slæður hylja hárið síða, hárbrimið gullna er lék sér frjálst við blæinn. ogseiddi í leikinn sólskinsrjóðan daginn; nú sezt hann grár og stúrinn upp tii hlíða og veit að það er eftir engu að bíða, allt gengur kuldans myrka valdi I haginn. Hann heyrir stráin fölna og falla, sér fuglana hverfa burt á vængjum þöndum, blómfræ af vindum borin suður höf, og brár hans lykjast aftur; austan fer annarleg nótt og dimm með sigð í höndum, með reidda sigð við rifin skýjatröf. • Við hittum Snorra næst í síðustu bók hans. Hér yrkir hann með miklu knappara formi; sparar orðin því orð eru dýr, en „kvöldskin á efsta klifi" og „hauströkkrið yfir mér“. Þetta ljóð nefnir Snorri Haust- myndir: / Lyngið erfallið aðlaufí holtin regnvot oghljóð Tilefni þessarar samantektar var nýtt haustljóð eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson, sem birtist í síðustu Lesbók, afbragðsljóð i anda þeirrar hugsunar, sem fram kemur hjá Grími Thomsen: „f lífi mannsins haustar einnig að“. Haustyrkingar Ólafs Jóhanns eru í senn tregablandnar og karlmannlegar: Þú veizt að vor þitt er liðið og þú átt ferð fyrir höndum — og þá er að taka því. Lifið er leit og hvað hefur sú leit fært þér, þegar hrímið fellur á hár þitt eins og Ólafur Jóhann segir í ljóðinu Leit: Lengi hefur þú leitað að lind sem er svöl og tær, að björtum kliðandi brunni sem bíði þín silfurskær. í nótt flugu fuglar til suðurs og fylltu myrkrið þyt. Nú gránar haginn afhélu og heiðin ber rauðan lit. Um sefa þinn svifar trega, — sóttir þú langt yfir skammt? Hrímið fellur á hár þitt, en haldið skal áfram samt Þú veizt að vötn eru tærust þegar veður kólna um haust, sú uppspretta svölust allra sem undan klaka brauzt. Ó fínnist sá blikandi brunnur, þá bergir þú endalaust. kvöldskin á efsta klifí. II íjafnföllnum haustsnjó eldtungur rauðra rósa. III Hauströkkrið yfir mér kvikt af vængjum yfír auðu hreiðri í störinni við fljótið. IV Milli trjánna veður tunglið ídimmu laufí hausttungl haustnæturgestur áförum eins og við og allt eins og laufið sem hrynur. Við erum laufið sem hrynur samkvæmt lögmálinu. Samt skiljum við ekki við Snorra með hauströkkrið yfir sér, heldur hverfum við með honum aftur í tímann, þegar tilveran var friður og dýrð, einnig á þessari árstið. Það ljóð heitir Minning: Þegar Ólafur Jóhann yrkir um lækinn sinn og vatnið, þá er nokkurn veginn víst að hann er með hugann við æskustöðvarn- ar hjá Álftavatninu fagra í Grafningi. En þegar frá líður verður veruleikinn aldrei samhljóma minningunni; lækurinn virðist breyttur og vatnið í honum vegmótt eins og skáldið. Ljóðið heitir Haust hjá læk: Það liður að kvöldi, lækur minn, ognú loga ekki framar sóleyjar né glóa. Breyttur er ég — og breyttur er einnig þú. Sefíð erfallið. Blómljós á bökkum þínum bitrir stormar af jöklum hafa slökkt. Sumir spá því að senn muni fara að snjóa. Vatnið þitt tært, ó vatnið þitt er orðið vegmótt og skuggadökkt. Bergir það húm sem blóðið í æðum mínum. Við lækinn sinn eða vatnið hlustar skáldið á þögnina; veit að vorið er liðið og einnig sumarið. Skáldið á ferð fyrir hönd- um og að þeirri ferð er einnig vikið í haust- ljóði Ólafs Jóhanns, sem birtist í síðustu Lesbók: Loks þegar hlíð fær hrím á kinn hneggjar þú á mig, fákur minn. Sú ferð verður farin um dulfæru húms og frosta — og fyllir þig geig og spurnum — eins og Ólafur Jóhann orðar það í ljóði sínu Þögn og brumar: Heiður haustdagur égsit undir hlöðugafli ungur drengur og tálga mér hest úr fjalarbút sólskin ogkyrrð yfír öllu sem ég ann grænu túni bliknaðri mýri fjöllunum íkring klettum og húsum ég einn í þessu Ijósi ogfriði ogdýrð einn og samur því öllu. Þú hlustar á þögnina. Þytur gullinna skóga og þungur niður fíjótsins renna saman við hinztu angan úr haustlegum runnum og lundum, hljóðlátan trega, Ijós af tungli og stjörnu. Þú hlustar á þögnina og veizt að vor þitt er liðið. Vorið þitt liðna birtist þér aldrei framar. Aldrei sumar, en samt áttu ferð fyrir höndum Sönglausa vegi?dulfæru húms ogfrosta? stuttar og brattar leiðir? langar og greiðar? Lok þeirra ein — ogfylla þiggeig ogspurnum. Þú hlustará þögnina, þyt skógarins, niðinn, unz þögnin færir þér svölun horfinna brunna. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. NÖVEMBER 1984 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.