Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1984, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1984, Blaðsíða 12
Svona kom bann uppúr mýrínni þessi, sem nefndur befur verið Toliundmaðurinn, eftir staðnum íDanmörku, þar sem bann fannst Hann er með snöru um báisinn; befur verið bengdur — og svo rel var bann varðveittur, að sá sem uppgötvaði bann kallaði lögregluna á staðinn og bélt að þarna befði nýlega verið framið morð. við fáum að vita, að í stað þess að fleygja illgresinu notuðu iárnaldarmenn það til að drýgja fæðuna. I þessari síðustu máltíð var einungis vorkorn, sem segir til um, á hvaða árstíma Tollundmaðurinn lét lífið. Mannfórnir En hvernig stóð á því, að þessi virðulegi og svipfríði maður var hengdur eða kyrkt- ur og síðan ofurseldur hinni dimmu og dulúðgu þögn mýrarinnar? Ef litið er til annarra mýrargreftrana, koma ýmsar vísbendingar í ljós. Dauða Grauballemannsins, sem fannst í innan við 20 km fjarlægð frá Tollund (1952, en hinn 1950), bar að með allt öðrum hætti. Hann lá á grúfu í mýrinni, og munnurinn var afmyndaður af angist og kvöl. Hann hafði verið skorinn á háls eyrna á milli, og skurðurinn var svo djúp- ur, að vélindað var alveg sundur og höfuðið nær af bolnum. En mýrin geymdi meira en skelfingu járnaldarmannsins. Hún varðveitti fingra- för hans og línur á iljum nákvæmlega. Þetta eru einhver elztu mynstur, sem varðveitzt hafa í mannshúð. Með kolefnis-aldursgreiningu á lifur og vöðvum var komizt að þeirri niðurstöðu, að Grauballemaðurinn hefði verið tekinn af lífi á öldunum fyrir Krists burð. En áður en þeim rannsóknum var lokið, neituðu margir Danir að trúa því, að þessi dökk- hærði og brúneygði maður væri ekki sam- tímamaður. Af hinu hryllilega sári virðist alveg ljóst, að Grauballemanninum hafi verið fórnað. Gríski sagnaritarinn Strabo segir frá slíkum athöfnum. I riti sínu „Landa- fræði", sem hann skrifaði fyrir 2000 árum, lýsir hann mannfórnum meðal Germana, þjóðflokka, sem bjuggu fyrir sunnan þau landsvæði, þar sem Mýrabúar hafa haft búsetu. Þessar athafnir, sem mikill dular- blær var yfir, framkvæmdu hofgyðjur eða kvenprestar. Strabo ritar: „Þessar konur komu í búðirnar með sverð í hendi, héldu til fanganna, krýndu þá og leiddu þá síðan að bronzkeri. Ein þeirra sté upp á pall, hallaði sér fram yfir kerið og skar á háls fangann, sem haldið var yfir barmi þess.“ Svipur Grauballemannsins er frá því augnabliki, er hann var skorinn á háls og blóðið fossaði úr honum til guðanna. Uppúr mýrafenjum í Danmörku og Norður- Evrópu koma 2000 ára gömul lík, lítt eða ekki skemmd af rotnun, — og segja óhugnanlega og dularfulla sögu — lík- lega um trúarathafnir, þar sem fólki hefur verið fórnað og síðan stungið í mýrarfenin. En hvers- vegna? Maðurinn liggur í mjúkri mómýrinni með samankipraðar varir og augun aftur í sælli ró. Hann hvílir á hliðinni með krepptar fætur. Hárið er stutt- skorið undir skinnhettunni, og skegg- broddar þekja hökuna. Það er eins og hann sé nýsofnaður og geti hvenær sem er teygt úr sér og brosað. Er. það er leðurreipi reyrt um háls þessum manni. Það er greinilegt, að hann hefur ekki aðeins fengið sér blund. Þetta er Tollundmaðurinn, nefndur svo eftir þeim stað í Danmörku, þar sem hann fannst og var tekinn af lífi fyrir tvö þús- und árum. Það er ótrúlegt, en þarna höfum við fyrir augunum mann frá járnöld. Reyndar eigum við þess kost að horfa á nær 700 manns, karla, konur og börn, sem voru líflátin fyrir 2000 árum og komið fyrir í mýrum Norður-Evrópu. Þau lík, sem fund- izt hafa í þessum fornu fenjum, eru svo furðulega vel varðveitt, að í mörgum til- fellum hefur verið hægt að fjarlægja líf- færi óskemmd og rannsaka þau. Heili konu hefur til að mynda verið borinn sam- an við heila nútímamanna. Þessir fornleifafundir gera okkur kleift að kanna söguna betur en nokkur beina- usi gat gefið tækifæri til. Þeir opna okkur sýn á einstæðan hátt inn í myrkar aldir, sem engar skráðar heimildir eru um af hálfu innlendra manna á þessum slóðum. Þeir stuðla þannig að því, að svör fáist við spurningum, sem talið var að aldrei yrði hægt að svara. Og það, sem við höldum, að við vitum, er svo oft reyndar ekki annað en lærðar tilgátur. Hvernig leit fólk út á járnöld? Hversu mikið hafa menn breytzt á 2000 árum? Hvað lagði fólk sér aðallega til munns á þeim tíma og hverju klæddist það? Hvernig var samfélag þeirra, trúar- venjur og hugarfar? Höfuð Tollundmannsins er sagt það, sem bezt hefur varðveitzt nokkurs staðar í / byrjun járnaldar er talið að gyðjur hafi verið mikils ráðandi í trúarbrögðum og alveg skyggt á þá guði sem töldust karíkyns. Smástytt- ur af gyðjum á borð við þær sem bér sjást þótti þá gott að bera á sér til varnar gegn illum öflum. veröldinni síðan í fornöld. En auk höfuðs hans og hins rólega yfirbragðs hefur hjarta hans, lifur og lungu geymzt frábær- lega vel. í maga hans og þörmum fundust fæðutegundir, sem leiddu í ljós, að hann hefði lifað í 12 til 24 stundir, eftir að hann borðaði. Síðasti málsverður hans var rammur grautur úr ræktuðu korni og fræjum, byggi, hörfræi og akurdoðru og ýmsum villijurtum. Af þessum fyrstu upp- lýsingum frá Mýrabúum má ráða, að rétt var það, sem álitið hafði verið um fyrstu korntegundirnar, sem menn ræktuðu, og FlMM ÞÚSUND ÁRA LÍK Sex hundruð og níutíu lík hafa fundizt í mýrunum. Danmörk hefur geymt þau flest, 166, en þar næst nágrannaríkin í Norðvestur-Þýzkalandi, Slésvík-Holstein, 69, Neðra-Saxland og Bremen, 141, og Hamborg 5. í Noregi hafa 9 verið grafin upp og 16 í Svíþjóð, en 48 í Hollandi. í Englandi og Wales hefur 41 mýrarlík kom- ið í ljós, í Skotlandi 15 og 19 á írlandi. Afgangurinn hefur fundizt hér og þar um Evrópu, en ekkert slíkt hefur komið á dag- inn í Ameríku. Sum líkin eru vissulega gömul. Eitt þeirra er frá miðsteinöld, um 3000 árum jámöld

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.