Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1984, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1984, Blaðsíða 5
vandamálin og andlegir kraftar þeirra eru á þrotum, að þessi geðræna aðlögun leiðir til sjúkdóms. Manneskja getur verið haldin svo algeru vonleysi, að henni sé með öllu um megn að glíma við vandamálin. Þau hrannast upp, og ef til vill bætast gamlar, sorglegar minningar við allan hinn örvæntingarfulla vanda. Og það er einmitt, þegar svo er komið, sem hættan á að vera sem mest á því, að viðkomandi fái krabbamein. Vonleysið verkar einnig á þá hluta heil- ans, sem hafa áhrif á hormónaframleiðsl- una. Þaðan er ýmissi starfsemi líkamans stjórnað og þar á meðal því varnarkerfi, sem getur eyðilagt krabbameinsfrumur. Breyting á tilfinningalífi, svo sem þegar algert vonleysi grípur menn, getur valdið röskun á framleiðslu hormóna. Hún getur síðan haft þau áhrif, að sjúkdómsvaldandi frumur fái betri skiíyrði til þess að fjölga sér. — Ástæðurnar fyrir krabbameins- myndun eru þannig tvenns konar, segir Jörn Beckmann. — Að varnarkerfið er ekki nægilega virkt, og að sjúkdómsvald- andi frumur eru fleiri en venjulega. — Þar við bætist, að þegar sjúklingur- inn fær að vita, að hann sé með krabba- mein, getur það haft sálræn áhrif á við- komandi. Afleiðingarnar eru, að þeir hlut- ar heilans, sem stjórna hormónafram- leiðslunni, verða einnig fyrir áhrifum. Þróunin þarf þó ekki alltaf að verða á þennan hátt. Það getur einnig gerzt, að andlegt jafnvægi komist á aftur. Það hefur áhrif á framleiðslu hormónanna, sem kemst í eðlilegt horf. Síðasti liðurinn í þessari keðjuverkun er, að varnarkerfi lík- amans styrkist einnig. Jörn Beckmann vekur athygli á því, að rannsóknirnar á samhengi milli krabba- meins og sálarlífs hafi verið gagnrýndar fyrir það, að með þeim sé verið að rugla saman orsökum og afleiðingum. — Sú gagnrýni á rétt á sér. Flestar rannsóknirnar varða fólk, sem annað hvort hefur verið með krabbamein eða óttast hefur verið, að svo væri. Og það er augljóst, að krabbamein veldur marghátt- uðum viðbrögðum, sem við rannsóknina eru talin hafa verið fyrir hendi, áður en sjúkdómurinn gerði vart við sig. Til þess að komast til fulls að raun um, hvað er orsök og hvað er afleiðing, er að- eins um eitt að ræða: Það verður að hefja langtíma rannsóknir. Nokkrar slíkar hafa að vísu verið gerðar, en ekki svo fullnægj- andi sé. Þess ber þó að gæta, að þessar rannsóknir hafa ekki afsannað þær kenn- ingar, sem Jörn Beckmann meðal annarra hefur haldið fram. Til að renna fleiri stoðum undir þá kenningu, að það séu tengsl á milli sálar- lífs og sjúkdóma, getum við vísað til rann- sóknar tveggja vísindamanna við John Hopkins-læknaháskólann í Bandaríkjun- um. Þeir söfnuðu sálfræðilegum upplýsing- um hjá stúdentum við skólann í 16 ár og skiptu þeim í þrjá flokka, A, B og C: I A voru varkárir menn og hikandi, ef óvænt bar að höndum. í B voru menn fljóthuga, skarpir, glað- lyndir, skýrmæltir og óhræddir. í C voru menn hvikulir, afar varkárir eða allt of örir, vel gefnir og höfðu til- hneigingu til að krefjast annað hvort mik- ils eða einskis. Á hverju ári var samin skýrsla um heil- brigðisástand þátttakendanna. Að lokum voru gerðar tvær mismunandi rannsóknir. Önnur varðaði 45 stúdenta, en hin 127. Niðurstöðurnar voru þær, hvað 45 manna hópinn varðaði, að í C-flokknum höfðu 77,5% orðið fyrir alvarlegum heilsu- bresti, eftir að þeir luku námi. Aðeins 26,7% í B-flokki og ekki nema 25% í A-flokki voru við slæma heilsu. Og enn- fremur: í C-flokki höfðu menn 17 mismun- andi sjúkdóma — frá geðveiki til hjart- veiki og krabbameins — en í B-flokki voru sjúkdómarnir fjórir og í A-flokki tveir. AF SÁLARLÍFINU MÁ RÁÐA, HVE OFT Menn VEIKJAST f stærri hópnum, þar sem voru 127 stúd- entar, þjáðust 37 úr C-flokki af sjúk- dómum, en aðeins 13 í hvorum hinna flokkanna. 20% úr C-flokki, en aðeins 14,7% úr A-flokki og 10,2% úr B-flokki voru með krabbamein. Og yfir 18% úr C-flokki, en aðeins 11,1% úr A-flokki og enginn úr B-flokki höfðu hjartasjúkdóm. Þess ber að gæta, að sérfræðingarnir, sem unnu að þessum rannsóknum, halda því ekki fram, að ákveðnir sálrænir eigin- leikar leiði til vissra sjúkdóma. Þeir telja hins vegar, að sálarlífið geti verið mæli- kvarði, þegar um sé að ræða tilhneigingu ákveðinnar manneskju til að veikjast. En það er þó ekki þörf á ítarlegum vís- indarannsóknum til að komast að raun um, að sjúkdómar og sálarlíf eigi samleið. Það nægir að benda á sjúkdóm á borð við inflúensu, sem herjar á þjóðfélagið í heild. Sumir verða aldrei veikir, en aðrir fá flensu fjórum sinnum sama haustið. Á hverju byggist þessi munur? — Ef eitthvað er önugt og öndvert, til dæmis í vinnunni, er inflúensa tilvalið tækifæri til að taka sér hvíld, segir Jörn Beckmann. Næmi manna fyrir sjúkdómum er nefnilega í nánu samhengi við andlega líðan þeirra. Ég get nefnt dæmi um unga konu, sem aldrei varð veik. En svo þurfti maður hennar að fara burt og vera lang- dvölum að heiman vegna vinnu sinnar. Það fékk mjög á hana, og þar með hófst langt veikindatímabil hjá henni. Annað nærtækt dæmi er þjóðarsjúk- dómurinn streita. Jörn Beckmann segir alla bera merki hennar. í sálfræðinni er orðið notað um aðlögun. Þegar menn sjá ekki fram úr vandamálum sínum og geta ekki leyst þau, koma í ljós geðræn sjúk- dómseinkenni. LÍFSLÖNGUN Er bezta Lyfið í raun og veru skiptir það öllu máli, að menn safni sér forða í vissum skilningi. Menn þurfa ávallt að hafa eitthvað aflögu, líta á björtu hliðarnar, dvelja við hið skoplega í tilverunni og umfram allt að varðveita lífslöngunina. Það er geysilega mikils virði einmitt í sambandi við sjúk- dóma, sem geta átt rót sína að rekja til sálrænna orsaka. — Það er einnig mikilvægt, að menn reyni alltaf að finna fleiri lausnir en eina á vandamálunum og taki þá afstöðu al- mennt, að lausn sé til á öllum vanda. — Loks er það þýðingarmikið, að menn lifi ekki og hrærist aðeins á einum stað eða snúist aðeins um eina manneskju. Sé vinn- an allt eða makinn, getur mikið verið í húfi á hinu andlega sviði. Fari eitthvað veru- lega úrskeiðis í hjónabandinu eða vinn- unni, er hætt við að viðkomandi þyki sem allur heimurinn hrynji skyndilega, hvað sig snerti. — Byggi menn líf sitt á breiðum grunni, eru menn betur settir og öruggari. Þótt hlutirnir séu andsnúnir, hvað starfið varð- ar, eiga menn þó sín heimili, fjölskyldu og væntanlega ýmis áhugamál. Jörn Beckmann vekur ennfremur at- hygli á því, að hin vestræna menning okkar boði það nánast, að við eigum að vera falleg, ung, brún og rík. Allt samtím- is. — Líkamsdýrkunin er komin á svo hátt stig hjá okkur, að það er að verða nauð- synlegt að gefa sálinni gaum. Hinir and- legu kraftar eru geysimiklir, og þess ber okkur að minnast. V I S I N D I Hvað veldur skegg- leysi Asíubúa? Af hverju vex Indíánum og Asíu- búum ekki jafnmikið skegg og til að mynda Norðurlandabúum? Byggist það að einhverju leyti á hitastigi loftslags- ins, sem þeir búa við, eða vilja þeir yfirleitt ekki hafa skegg? Þó að fæstir vísindamenn kæri sig um að tala um kynþætti, eru flestir sammála um að skipta þeim í þrjá flokka í stórum dráttum. Hinn mong- ólska, sem býr fyrst og fremst í Asíu, en honum tilheyra einnig Indíánar og Eskimóar. Hinn svarta í Afríku fyrir sunnan Sahara og hinn kákasíska, sem við heyrum til eins og aðrir Evrópubú- ar og íbúar Suður- og Norður-Ameríku, Litlu-Asíu og Norður-Afríku. Menn úr hinum mongólska kynstofni hafa sjaldan skegg eða hár á líkaman- um nema í handarkrikunum og kring- um kynfærin. Minnstur er hárvöxtur- inn almennt í Suðaustur-Asíu, en alls staðar eru til undantekningar. Allir þrír kynstofnarnir hafa hár á höfði, undir höndum og kringum kynfærin. En menn úr okkar kynstofni hafa að auki nokkurt hár á andlitinu, á hand- leggjum og fótum, á bringunni og ef til vill einnig á maga og baki. Svarti kynstofninn er mitt á milli hinna tveggja um það bil, hvað hárvöxt snert- ir. Frummennirnir höfðu vafalaust miklu meira hár en nú þekkist eða nán- ast feld. En með þróuninni hvarf hárið að mestu af líkamanaum, og þar hefur sennilega verið um aðlögun að ræða, þegar maðurinn tók að búa á gresjun- um í sólarhita í stað þess að halda sig i skógunum í skuggum trjánna. Sumir telja, að hárvöxturinn hafi aukizt aftur hjá þeim, sem fluttust á norðlægari slóðir. En öðrum finnst ósennilegt, að það hár, sem eftir er á mönnum, geti hafa skipt neinu máli, þegar um það var að ræða að verjast kulda. Skeggvaxtar verður mest vart í kynstofni okkar, en hann getur einnig að líta hjá Afríkubúum, Asíumönnum og Indíánum. Það eru ekki til neinir „hreinir" kynþættir, því að við erum öll með erfðavísa að einhverju leyti frá öðrum kynþáttum. Skýringin á hinum „skegglausu" Indíánum gæti verið sú, að þeir kæri sig ekki um að hafa skegg fremur en margir aðrir jarðarbúar og raki það því af sér. Yfirleitt hefur það ekki þótt eft- irsóknarvert að hafa hár á líkamanum, og frá því í fornöld hefur það þótt ljótt meðal flestra þjóða. Ef til vill getur hafa verið um kyn- ferðislegt úrval að ræða, og meira að segja Darwin lét sér þá kenningu til hugar koma. Ef konum í einhverjum þjóðflokki fellur ekki við skeggjaða og loðna menn, hallast þær að þeim, sem minnstan hafa hárvöxtinn. Erfðavísar þeirra ganga því til fleiri barna en hinna loðnu. Hið gagnstæða ætti því að gerast og hafa gerzt í okkar kynstofni, og smekkur kvenna fyrir skeggi og loðnum bringum hafi stuðlað að hár- prúðari og loðnari manngerðum. Um þetta verður ekkert sagt með vissu, og við verðum víst að láta okkur nægja þá staðreynd, að við séum mis- munandi. Vatn og mjólk duga vel gegn brjóstsviöa Margt fólk tekur sýrueyðandi töflur eða duft á degi hverjum af því að það telur, að það sé of mikil magasýra, sem veldur því brjóstsviða. En vandamálið stafar ekki af of- framleiðslu á magasýru. Það sem veld- ur er rennsli til baka frá maganum, eins konar „öfugstreymi", ef svo má segja. Vatn og mjólk duga mjög vel við Það er ekki of mikil magasýra, sem veldur brjóstsviða. Ástæðan er sú, að eitthvað af innihaldi magans blandað magasýru, hvötum og galli kemst upp í vélindað. brjóstsviða, því að mikill vökvi hreins- ar vélindað. Ef menn þjást af brjóst- sviða, ættu þeir að forðast feitan mat og ef til vill að borða meira trefjaefni. — Algengasta ástæðan fyrir brjóst- sviða er sú, að það tekur magann lengri tíma að tæmast en eðlilegt er, segir Richard McCallum, meltingarsérfræð- ingur við Yale-háskólann í Banda- ríkjunum. — Smám saman safnast svo mikið magn fyrir í maganum, að magamun- inn, sem hefur það hlutverk að varna því, að innihald magans fari aftur upp í vélindað, ræður ekki við ætlunarverk sitt, segir McCallum. Það geta verið ýmsar ástæður til þess, að maginn sé lengi að tæmast. Algengust er magabólga, bólga í slím- húð magans. Magabólgan dregur úr starfsemi þeirra magavöðva, sem flytja fæðuna áfram. Kryddaður matur, læknislyf og alkóhól geta einnig tafið tæmingu magans. Afleiðingin er hin sama, hver sem ástæðan er, brjóstsviði, sem kemur af því, að innihald magans blandað maga- sýru, hvötum og galli er sent aftur til vélindans. Ef maginn starfar á eðlilegan hátt, getur ástæðan fyrir brjóstsviðanum verið sú, að hringvöðvi við magamunn- ann sé of slakur til að halda matnum niðri í maganum. McCallum segir, að brjóstsviði geti verið svo sár, að hægt sé að villast á honum og hjartaáfalli. Sjúkdómsein- kennin eru næstum hin sömu, en orsök sviðans leiðir lyfið í ljós. Komi nítró- glusserín að haldi, er um hjartveiki að ræða, en dugi sýrueyðandi töflur, er það óvenju slæmur brjóstsviði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. NÓVEMBER 1984 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.