Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1984, Blaðsíða 10
Um Noel Coward og leikrit hans, þar á
meöal Einkalíf, sem Leikfélag Akureyrar
flytur um þessar mundir.
Eftir Hávar Sigurjónsson
Tímabilið 1900—1930 hefur oft verið álitið
eitt hið gróskumesta í leiklistarsögu Evr-
ópu. Nýjar stefnur komu fram, nýir höfund-
ar geistust fram á ritvöllinn og var mörgum
svo mikið niðri fyrir að orðin ein virtust
Eru tqr
sonnori*
cn
hlóturr
ónóg, oft þurfti að öskra af öllum lífs og
sálarkröftum til þess að tilfinningin inni
fyrir koðnaði ekki niður í margslungnu
orðagjálfri raunsæissamtala.
Expressionistar í Þýskalandi boðuðu
einstaklingshyggju, óheft tilfinninga-
streymi, andúð á tæknivæðingu, aftur-
hvarf til upprunans og óhlutbundna list;
allt í einum pakka. Raunar áttu þeir það
eitt sameiginlegt innbyrðis að vera mikið
niðri fyrir og hafna öllu sem á undan hafði
gengið.
Súrrealistar í Frakklandi töluðu á svip-
uðum nótum, en þeir boðuðu nýjan og
raunverulegri heim, hinn innri og sannari
heim er byggi að baki og allt um kring
þess, sem venjulegir óinnvígðir menn köll-
uðu raunveruleika. A. Artaud kvartaði yfir
því að tungumálið hefti tjáningu sína og
eins og margir fleiri leitaði hann á vit
dulspeki og eiturlyfja til þess að höndla
hinn eina sanna heim.
í Svíþjóð sat snillingurinn Strindberg
fyrsta áratug aldarinnar og samdi leikrit
sem voru svo Iangt framúr því sem menn
höfðu hugsað sér um leikhús að ekki var
hægt að gera verkum hans sanngjörn skil
fyrr en 40—50 árum seinna.
Uppúr 1920 fór að bera á ungum höfundi
í Þýskalandi, Berthold Brecht, með nýjar
ferskar hugmyndir um leikhús og tilgang
þess og samtímis honum starfaði í Berlín,
Erwin Piscator, sem lagði línurnar fyrir
áróðursleikhús er barðist fyrir bættum
kjörum verkalýðsins.
í Sovét var leikstjórinn Meyerhold byrj-
aður að gera tilraunir með sitt svokallaða
bíorytmíska leikhús, hvar leikararnir lutu
ákveðnum lögmálum líkt og hlutar í flók-
inni vél og i Bandaríkjunum kom Eugene
O’Neill fram á sjónarsviðið og „ameríkan-
iseraði" Ibsen og Strindberg og express-
ionistana þannig, að lenskum fannst sem
nú fyrst ættu Bandaríkin sinn fyrsta
raunverulega höfund.
Á Ítalíu söngluðu fúturistar á sömu nót-
um og félagar þeirra í París og Berlín, og
Luigi Pirandello hélt aftur af geðveikri
konu sinni og skrifaði um geðbilaða kon-
unga og týnda höfunda. Enn þann dag í
dag ausum við af brunnum þessa ótrulega
streymis af hugmyndum sem gjörbylti
allri leikritun, viðhorfum til leiks, hlut-
verks leikmyndar og ljósa í leiksýningum,
og síðast en ekki síst í breyttum hugmynd-
um um stöðu höfundar í því ferli sem leik-
rit gengur í gegnum frá því hugmynd verð-
ur til og þar til hún birtist áhorfandanum.
Á Englandi héldu menn ró sinni og
ypptu öxlum yfir bægslaganginum á meg-
inlandinu og datt ekki í hug að flytja neitt
af þessum ósóma, hvað þá að skrifa sjálfir
annað eins. Flestir hrósuðu happi yfir að
Georg Berard Shaw var orðinn gamlaður
og hættur að fylgjast með. Árið 1924 var
Noel Coward 25 ára og slo í gegn í leikriti
sínu The Vortex, hefðbundnum gamanleik
sem var rétt eins og vera bar; ágæt
skemmtun fyrir góðborgarana og hreint
ágætlega leikinn. Enga vitleysu takk.
FURÐULEG DEYFÐ
MEÐ BRETUM
Fyrri helmingur þessarar aldar hefur
stundum verið talinn eitt minnst spenn-
andi tímabilið í leiklistarsögu Englands.
Fáir höfundar sem eitthvað kvað að, engar
byltingar, hvorki í efnistökum né formi.
Leikrit þau sem áttu uppá pallborðið hjá
áhorfendum voru flest hver sniðin eftir
hugmyndum 19. aldarinnar; gamanleikir í
anda Frakkans Scribe, sem lagði linurnar
að hinu svokallaða „vel gerða leikriti" (The
Well made Play). Einnig eimdi enn sterk-
lega eftir vinsælasta leikformi 19. aldar-
innar, melódramanu. Höfundar sem tóku
sjálfa sig alvarlega voru sárafáir, þau nöfn
sem enn ber á góma eru helst John Gals-
worthy, G.B. Shaw, J.M. Barry og er kem-
ur fram undir 1930 bætast T.S. Eliot og
J.B. Priestley í hópinn. Allir voru þessir
höfundar mjög bókmenntalega sinnaðir og
skrifuðu í anda raunsæis- og natúralisma,
ef ekki að efni þá að formi. T.S. Eliot sem
var kannski fyrst og fremst ljóðskáld (og
hafði gífurleg áhrif sem slíkt ), reyndi
fyrir sér með ljóðform í leikritum sínum
(Morðið í Dómkirkjunni) án þess að það
næði að festa rætur eða hlyti teljandi vin-
sældir. Með þessu er átt við að fáir höf-
undar urðu til þess að taka þetta form upp,
þó leikrit Eliots nytu vinsælda og væru
viðurkennd sem slík.
Þessi deyfð í Englandi er þeim mun
furðulegri þegar litið er til alls þess sem
var að gerast á meginlandinu og hefur ver-
ið lauslega rakið hér á undan. I raun má
segja að leikritun í Bretlandi hafi ekki tek-
ið við sér fyrr en um 1960, er flóðbylgja
nýrra höfunda steyptist yfir leikhúsin og
Jessie Matthews og Sonnie Hale dansa rið
lagið Try to Learn to Love eftir Noel Coward.
er nákvæm tímatalsmiðun oftast tekin af
frumsýningu leikrits Johns Osborne,
Horfðu reiður um öxl (Look bak in anger)
árið 1956.
KLASSÍSK VERK
EÐA FARSAR
Fram til þessa tíma voru það fyrst og
fremst leikararnir sem réðu lögum og lof-
um á leiksviðunum, þeir voru stjörnurnar,
þeir voru gjarnan stjórnendur leikhús-
anna eða höfðu sinn eigin fasta leikhóp.
Leikritavalið fór einnig eftir þessu, klass-
ísk bresk leikrit, Shakespeare sérstaklega,
voru mikið flutt og sömu leikritin aftur og
aftur með ýmsum leikurum. Áhorfendur
flykktust til að sjá Gielgud og Oliver leika
Hamlet, Michel Redgrave sömuleiðis; há-
punktur 5. áratugarins voru uppsetningar
Oliviers á söguleikritum Shakespeares,
Hinrik IV. og V., og nokkru áður hafði
túlkun Gielguds á Hamlet og Ríkarði III.
vakið hvað mesta aðdáun. Leikstíllinn var
upphafinn og formfastur og íhaldsemin
mikil. Einnig ber þess að gæta að nútíma-
leg leikrit með vafasömu innihaldi áttu
sjaldnast upp á pallborðið hjá hinni kon-
unglegu ritskoðun, en án blessunar hennar
fengust ekki leyfi fyrir opinberum sýning-
um. Þessi ritskoðun var ekki aflögð í Bret-
landi fyrr en 1967.
Hinum væng leikhúsanna réðu farsar,
gamanleikir og söngleikir ferðinni og eftir
1924 var Noel Coward ókrýndur konungur
þeirrar greinar og enginn efaðist um yfir-
burði hans.
Noel Coward sló í gegn 1924 eins og áður
sagði. Hann var sannarlega barn síns
tíma. í Bretandi og Bandaríkjunum hefur
3. áratugurinn oft verið nefndur áratugur
lífsgleðinnar og lífsnautnarinnr; styrjöld-
in 1914—1918 hafði fært mönnum heim
sanninn um að ekkert væri varanlegt í
þessum heim, heimur öldunga 19. aldar-
innar var hruninn til grunna og unga
kynslóðin 1920—1930 leit svo á að lítið tjó-
aði að hugsa skynsamlega og leggja fyrir
til elliáranna, uppbygging væri til einskis
því vafalaust yrði kippt undan henni fót-
unum áður en langt um Iiði. Hér verður þó
að slá tvo varanagla. Hið fyrsta er að „lífs-
gleðin og lífsnautnin" var mestan part
bundin við efri lög þjóðfélags, hinir lægra
settu löptu dauðann úr skel og nutu þeirra
einföldu forréttinda að hafa lifað styrjöld-
ina af. Lítið meira. Annað hitt, að þessi
Noel Coward og Gertrude Lawrence dansa
saman íLondon Calling.
söguskoðun er menguð yfirsýn yfir atburði
eftirá, og er reyndar léttvæg, því í stað
orðanna „lífsgæði og lífsnautn" mætti eins
setja stefnuleysi og rótleysi, sérstaklega á
hinum rótgrónu yfirstéttum 19. aldarinn-
ar. Forystuhlutverk þessara stétta var
undir strangri endurskoðun, aðrar stjórn-
arstefnur ruddu sér til rúms og kröfðust
athygli, bæði til hægri og vinstri.
„THE ROARING
TWENTIES“
En víst er það satt að framan af 3. ára-
tugnum slepptu hinar virðulegri þjóðfé-
lagsstéttir fram af sér beislinu og tóku
taumlausan þátt í jassæðinu, tískuæðinu
og síðast en ekki síst því frjálsræði sem
skyndilega skapaðist í samskiptum kynj-
anna og viðhorfum til samlífs karls og
konu. Hneykslin urðu smám saman svo
mörg að það, sem hefði um aldamótin
fengið allt breska heimsveldið til að titra
af vandlætingu, gat nú í mesta lagi dregið
niður munnvikin á fáeinum siðsömum pip-
armeyjum sem dagað höfðu uppi í kredd-
um liðinnar aldar. Og öllum var sama.
Það voru persónur eins og þær sem F.
Scott Fitzergerald lýsir svo vel í sögu sinni
The Great Gatsby, sem stjórnuðu tíðarand-
anum. Nýríkir Gatsbíar biðluðu til yfir-
stéttarinnar í krafti nýfengins auðs sem
var síðan sóað af taumlausu smekkleysi.
Yfirstéttin sjálf var orðin að hálfgerðu
viðrini í menningarmálum og lét miðstétt-
inni eftir forsjá og framsókn í þeim efnum.
Lækning lífsleiðans með gengdarlausu
óhófi hefur síðan eftir á fengið á sig yfir-
bragð lífsgleði.
10